Morgunblaðið - 05.09.1993, Side 51

Morgunblaðið - 05.09.1993, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 3T1 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Að borða eða ekkí borða Að borða eða ekki borða, það er stóra málið! Spurningin ekki síður óræð en sú enska um að vera eða ekki vera. Svarið ætlar að verða álíka þvælið. Spumingin mikla: Af hverju borðuðu íslenskir stjórnmála- menn eða borðuðu ekki með Shimon Peres frá ísrael? Ein- hverjir sjálfsagt eins og þessi skrifari af því að þeir voru ekki boðnir. Sumir af því að þeir voru að mótmæla aðgerðum ísraela, aðrir nú farnir að segja að það hafí ekki verið alveg að marka. Einn flokksforingi að hann hafi hvort eð er verið að fara úr bænum og ÓRG dásamar norska utanríkisráðherrann fyrir að hafa boðið Peres að borða heima hjá sér til að hlusta á hann og finna flöt á friðarmálum, þótt hann fussaði sjálfur við að borða með honum. En í 50 ár hefur það verið kjarninn í viðleitni Sameinuðu þjóðanna til að halda frið og koma í veg fyrir stríð, að sitja og halda áfram að tala saman. Hlusta líka á hina, hversu andstyggilegir sem manni finnst þeir vera. Árangurinn af slíkum sam- fundum varð í þetta sinn óvænt- ur og stórkostlegur, Palestínu- aröbum og ísraelum tókst raun- verulega að opna glufu til samn- inga um sambýli í einu landi. Sjálf varð ég enn ruglaðri og vonminni um að nokkur flötur fyndist á að brjóta ísinn eftir því sem ég var meira á þeim slóðum, í hitteðfyrra í Sýrlandi og Gólan- hæðum og í fyrra í ísrael og Suður-Líbanon. Ótti hvors aðila um sig við hinn er orðinn að svo miklu hatri. Viðvarandi hræðsla er hjá öllum aðilum byggð á bit- urri reynslu og orðin að sannfær- ingu um að veija sig og sína með öllum tiltækum ráðum eða farast ella. í slíkri stöðu séu öll örþrifaráð gild, beiting hervalds, hryðjuverk og gíslataka. Á vett- vangi fer manni gjarnan svo að samúðin er öll með þeim sem maður er hjá þá stundina og heyrir hörmungarsögur hans. Og á staðnum eygist engin lausn. Þess vegna er þessi opnaða glufa svo stórkostleg, þótt ekki sé sopið kálið o.s.frv. Hugsa sér ef ísraelar viðurkenna nú upp- hátt PLO og fjarlægja hermenn sína af sjálfstjórnarsvæðum þeirra og ef Palestínuarabar ætla að hætta hryðjuverkum og ekki lengur að hrekja alla íraela úr landinu, þá er strax blábrodd- urinn úr þessum skelfilega ótta sem venjulegt fólk hefur búið við daglega. Óttinn við að her- maður skjóti eða hryðjuverka- maður stingi í bakið. Ef ekki þyrfti lengur að senda ísraelsku bömin í hermannafylgd með hríðskotabyssu á söfnin og ekki að búa við óttann við að Palest- ínubörnin verði skotin þó þau fari út og kasti gijóti. En til þess eins að ganga fram fyrir skjöldu og segja það upphátt hafa forustumenn beggja þurft gífuriegt hugrekki, enda hætta þeir við það eitt lífi sínu, í ljósi þeirra stóru hópa öfgamanna beggja megin. Svosem óvíst hvort þeir komast upp með það. Þó er það einkum bak- grunnurinn sem er breyttur. Mátti glöggt skynja það meðal hugsandi fólks og ráðamanna á svæðinu í fyrrahaust. Fall Sovét- ríkjanna og Flóastríðið hafa ger- breytt myndinni og gert aðila auðsærðari og óöruggari. Eftir fall Sovétríkjanna geta Sýrlend- ingar, öflugasta arabaríkið, ekki treyst á fé og vopnabúnað frá Rússum, PLO fær ekki eftir Flóastríðið þennan mikla fjár- stuðning frá Saudi-Aröbunum sér til uppihalds og ísraelsmenn geta eftir sama stríð ekki treyst á að vöm sé í þessum þjálfaða her þeirra og herbúnaði til að veija landið. Þá kom nefnilega í ljós að írakar gátu skotið eld- flaugum til Tel Aviv og Haifa og hefðu þeir þá átt kjamorku- sprengjur í þær hefði enginn vopnabúnaður eða her dugað hætis hót. Þetta gerðii skynsam- ir menn sér ljóst. Áhrifaríkast er þó eflaust að nú eiga þeir allir — ísraelar, Jórdanir, Palest- ínuarabar, Sýrlendingar og Líb- anir — í fyrsta sinn sameiginleg- an óvin, íran. Kannski verður það afdrifaríkast til að neyða þá til samkomulags. íran stýrir heittrúarflokkum í öllum löndun- um, sem beitt er með sívaxandi ofsa íslamstrúar. Allir óttast for- ustumennimir þá kvislinga undir erlendri stjórn innan sinna raða. Skyldi það duga? Hvað veit ég? Manni leyfíst þó kannski að blaðra eins og hinum þegar slík stórtíðindi gerast. Koma andar- tak í hlaðvarpann hjá okkur héma norðurfrá í mynd Shimon- ar Peresar. Peres er sá áhrifamanna í ísrael, sem lengi hefur verið grunaður um að vilja setjast að samningaborði, missti fyrir það forustuna í flokki sínum og for- sætisráðherraembættið yfír til hins harðari Rabins. Missir kannski meira. Hvort einhveijir vilja borða með honum uppi á íslandi markar varla djúpt í ljósi þess. En hér er líka komin upp ný staða fyrir þá sem vilja liðsinna Palestínumönnum í _ raun. Norðurlöndin, þarmeð ísland, em að stofna hjálparsjóð til stuðnings þessu hijáða fólki á svæðunum sem nú losna úr kverkataki. Þar veitir svo sann- arlega ekki af allri hjálp sem hægt er að veita þessu bláfá- tæka fólki og Ianghrakta til upp- byggingar og aðhlynningar. Gazasvæðið er rétt sunnan við Ackhelon, þar sem hópur íslend- inga er við hafnargerð. Þaðan koma kvölds og morgna verka- menn yfír. Og nú hafa menn vonandi innan skamms tækifæri og möguleika á að sýna með myndarlegum framlögum beint til þessa hijáða fólks að þeim hafí raunverulega ekki staðið á sama hvernig um það fer. BALLETT Kennsla hefst 16. september Byrjenda- og framhalds- flokkar frá 4 ára aldri. Afhending skírteina fer fram í skólanum miðvikudaginn 15. sept. kl. 18.00-20.00 og fyrir 4-6 ára laugardaginn 18. sept. kl. 12.00-14.00. BALLETTSKÓLI Guðbjargar Björgvins, íþróttahúsinu, Seltjarnarnesi. Ath. Kennsla fyrir eldri nemendur byrjendur og lengra komna. Innritun og allar upplýsingar í síma 620091 kl. 10.00- 16.00 daglega. Félag ísl. listdansara. DAGTIMAR I MÆTTI Vegna aukinnar eftirspurnar höfum vib fjölgab dag- og morguntímum. Dagtímar í MÆTTI '93 -'94: A - Léttir tímar B - Miölungs léttir tímar C - Erfiöir tímar SALURA Mánudagar og mibvikudagar: Kl. 07:00 Morgunleikfimi B Kl. 09:00 Þolfimi B - C Kl. 10:00 Leikfimi Kl. 12:05 Þrekhringur C Kl. 13:45 Leikfimi, pallatími Þribjudagar og fimmtudagar: Kl. 09:15 Leikfimi B Kl. 10:15 Kvennaleikfimi A - B Kl. 12:05 Pallahringur B - C Kl. 13:15 Kvennaleikfimi A - B . Föstudagar: Kl. 07:00 Morgunleikfimi B Kl. 09:00 Þolfimi B - C Kl. 10:00 Leikfimi Kl. 12:05 Þrekhringur C Kl. 13:15 Kvennaleikfimi A - B Laugardaggr: Kl. 10:00 Palla pub B - C Kl. 11:00 Vaxtarmótun og styrking B Kl. 12:15 ÞrekhringurC SALUR B Mánudagar og mibvikudagar: Kl. 10:15 "Bak, magi, rass, lœri" A - B Kl. 12:15 Sjúkraþjálfun, gigtarhópur Kl. 13:15 "Hjartans vegna" Kl. 15:00 Sjúkraþjálfun, stubningst. Þribjudagar og fimmtudagar: Kl. 13:00 Sjúkraþjálfun, gigtarhópur Kl. 14:00 Konur meb börn á brjósti Föstudagar: Kl. 12:15 Sjúkraþjálfun, gigtarhópur Kl. 15:00 Sjúkraþjálfun, stubningst. Laugardagar: Kl. 10:15 Barnshafandi konur og konur meb börn á brjósti Kl. 11:15 "Þolfimifjör" B - C Kl. 12:15 "Hjartans vegna" Frí barnagœsla! Aukiö aöhald! Öll kennsla í MÆTTI er í höndum fagfólks: ÁSA FÖNN FRIÐBJARNARDÓTTIR íþróttakennari - Þolfimi og tækjakennsla. GILLIAN SVEINSSON íþróttafræ&ingur - Þolfimi. ELÍAS NÍELSSON íþróttafræðingur - Umsjón hjartaþjálfunar. GUÐMUNDUR HELGASON íþróttakennari - Þrekhringir og tækjaþjálfun. JENNY ÓLAFSDÓTTIR Þolfimikennari - Þolfimi og kjörþyngdarhópar. HLYNUR JÓNASSON íþróttafræbingur - Þrekhringir og tækjaþjálfun. MARGRÉT GARÐARSDÓTTIR Sjúkraþjálfari - Stu&ningstímar. SÓLRÚN ÓSKARSDÓTTIR Sjúkraþjálfari - Stu&ningstímar. ÁSLAUG DÍS ÁSGEIRSDÓTTIR íþróttakennari - Leikfimi fyrir barnshafandi konur og eftir barnsburð. S5SVEGNA FAXAFEN114 SÍMI 689915

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.