Morgunblaðið - 10.10.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 10.10.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 19 og biluð. Þegar skrúfað var frá krana til að bursta tennurnar vall út kolbrúnt og ógeðslegt vatn. Ekki mátti gleyma tannhirðunni og því keyptu félagarnir kampavín á 120 krónur flöskuna til að skola munninn eftir tannburstunina. í herberginu var lagnastokkur á milli hæða og var honum illa lokað. Þessi lagnastokkur reyndist vera hlaupabraut fyrir fjölda fastagesta á hótelinu, þótt ekki væri hún manngeng. „Fyrsta kvöldið gafst ég upp á að traðka á kakkalökkunum eftir að sá sautjándi lá í valnum," segir Þorgeir. „Eftir það sætti maður sig bara við ástandið.“ Á hverri hæð sátu gangaverðir nótt og dag til að gæta öryggis hótelgesta. Þrátt fyrir gæsluna urðu tveir íslending- ar fyrir því að eina nóttina var farið nákvæmlega í gegnum allan farangur þeirra og allt hirt sem hægt var að koma í verð. Líklega hafa föggur þeirra verið teknar út úr herberg- inu meðan gramsað var í þeim. Ferða- félögunum þótti líklegast að hótel- starfsmenn væru í vitorði með þjófun- um, því eng- inn óviðkom- andi átti að komast inn á herbergin. Þorgeir var með ýmsan fríhafn- arvarning með sér, snyrtivörur o.fl. sem freistar. Hann ákvað því að fela varninginn. Engar læstar hirsl- ur voru í herberginu og ljóst að ferðatöskur voru opnaðar eftir hentugleikum. Þrautalendingin var að fela dótið undir rúmdýnunni. Þegar Þorgeir lyfti dýnunni varð hann þess áskynja að hann deildi rúmi með fleirum en hann kærði sig um. Undir rúmbotninum hafði rotta gert sér hreiður og dregið þangað ýmsar vistir. Greiður vegur var undan rúminu í lagnastokkinn sem þjónaði rottum og kakkalökk- um. Þorgeir átti ekki annars kost en að breiða plastpoka yfir hreiðr- ið, til að loka fyrir ilminn úr bústað Olgu í brúna pelsinum, eins og þeir nefndu rottuna, og lagði síðan dýnuna aftur yfir rottuhreiðrið. Stórkostleg flugsýning Flugsýningin á Súkovskí-flug- velli var sú stærsta sem haldin var í Rússlandi í ár. Flugvöllurinn stendur á bökkum fljótsins Moskvu, um 60 km austan við höfuðborg- ina. Þeim félögum var sagt að flug- vélahönnuðurinn Túbolev hafí þjáðst af ólæknandi stangveiðidellu og því hafi verið ákveðið að byggja tilraunaflugvöll fyrir hann nálægt fljótinu. Völlurinn er gríðarstór, eða eins og Þorgeir segir: „Þótt braut- irnar séu ekki nema 120 metra langar eru þær 5.400 metra breið- ar!“ Við flugbrautarendana eru steinsteyptar brautirnar meira en metersþykkar, enda lenda þarna stærstu flugvélar í heimi. Aragrúi flugvéla af öllum gerðum var til sýnis og á hverjum degi sem sýn- ingin stóð voru sýnd stórkostleg flugatriði á öllum gerðum flugvéla. Á flugbrautunum voru til sýnis heimasmíðaðar vélar, svifdrekar og vélknúin fis, tilraunaflugvélar, svif- flugur, þyrlur af öllum gerðum, vélflugur, farþegaþotur, geimferja og mikið af herflugvélum og víg- búnaði, þar á meðal eldflaugum. Þorgeir varð heillaður af mörg- um vélum sem hann sá. Honum verður tíðrætt um svifflugurnar, sem sýndar voru í mörgum gerðum, enda er hann svifflugmaður og á gamla svifflugu sem hann gerði upp. Svifflug er mikið stundað í Rússlandi og ekki óalgengt að drengir hefji svifflugnám 10 ára gamlir. Þeir bestu eru valdir úr og fara 12 til 13 ára gamlir að fljúga vélflugum. Þeim bestu úr þeirra hópi býðst síðan að fá orustuflug- Rúmfélagi Rottan Olga átti sér hreiður und- ir rúmi Þorgeirs. Hótelið var vægast sagt tæplega boðlegt. þjálfun í flughernum. Mikil gróska er í smíði tilrauna- flugvéla og voru sýndar margar merkilegar nýjungar, bæði í hönn- un og efnisnotkun. Verðlag í Rúss- landi hefur verið mun lægra en á Vesturlöndum. Þess vegna hefur verið hagstætt að kaupa flugvélar að austan, en vegna vaxandi vin- sælda þeirra hefur verðið hækkað. Margar smávélar, til dæmis Súkoj 31 listflugvélin, þykja með því besta sem fæst í heiminum í dag. Reykjavik - ótla stjörnu borg Ferðafélagarnir höfðu leigt sér túlk meðan á dvölinni stóð en hann var illa mæltur á ensku og fékk fljótlega frí. Þeir kynntust ungum manni sem talaði ágæta ensku og var alveg til í að gerast fylgdarmað- ur og túlkur á sýningunni. íslendingarnir höfðu talsverðan áhuga á að skoða her- tækjadeildina enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að skoða rúss- nesk hertól í návígi. Þarna Stóðu „Birn- ir“, sem oft flugu upp að lofthelgi ís- lands á árum áður, og fleiri þekktar flug- vélar. Þorgeir fékk að setjast undir stýri á MiG-29 orr- ustuþotu, flugvél sem hernaðarsérfræðingar hafa talið mjög fullkomna. Félagarnir fengu einnig að fara um borð í nýtísku skriðdreka. Þarna voru sýndar varnarflaugar gegn eldflaugum, líkar bandarísku Patriot-flugskeytunum. Túlkinum tókst að fá leyfi fyrir tvo Islendinga að stíga inn í færanlega stjórnstöð fyrir eldflaugarnar. Stjórnstöðin var pökkuð af tækjum og tólum og þar inni sátu tveir hermenn. Yfirforinginn spurði hvaðan gest- irnir væru og hváði þegar þeir sögð- ust vera frá íslandi. „Eigum við að líta á ísland," spurði hann og settist við tölvuborð. Hann sló á lyklaborðið og innan skamms birt- ist íslandskort á skjánum. „Hvar búið þið á íslandi?" spurði hann næst. „í Reykjavík,“ var svarið. „Reykjavík,“ sagði foringinn og sló aftur á borðið. Reykjavíkursvæðið stækkaði út úr kortinu og fyllti skjáinn. Það vakti athygli Islend- inganna að á kortinu voru átta stjörnur merktar með hring og spurðu þeir hvaða merki þetta væru. „Þetta eru miðunarpunktar fyrir kjarnorkuflaugar,“ sagði for- inginn. Síðan grautaði hann meira í tölvunni og útskýrði að ein flaug- in væri úr kjarnorkukafbáti norður í hafí, önnur frá Kolaskaga og síð- an röðin niður með Finnlandi. Hann gat kallað skotbrautir eldflauganna fram á skjánum og sagði að það tæki um fimm sekúndur að kalla fram stöðuna og þrjár sekúndur að senda ræsimerkið. Þorgeir segir að sér hafí runnið kalt vatn milli skinns og hörunds við að sjá þetta. Þótt það ætti ekki að koma á óvart að hernaðarveldin hefðu gert við- búnað við öllum mögulegum uppá- komum í ófriði, hefði það snert sig illa að sjá að austur í Rússlandi hefðu menn haft fyrir því að reikna út stöðu Reykjavíkur með tilliti til eldflaugaárásar. íslendingarnir tveir ræddu stríð og frið við foringj- ann og sögðu honum að íslending- ar hefðu verið vopnlaus þjóð í 700 ár. Foringinn sagðist vilja óska að hann gæti sagt það sama um sína þjóð, en svo væri aldeilis ekki. Rússar hefðu orðið að verjast inn- rásum úr austri og vestri. Á þá hefðu ráðist tatarar, Mongólar, Svíar, þýskir krossferðariddarar, Pólverjar, Napóleon og síðast Hitl- er. Því teldu þeir nauðsyn að geta varið hendur sínar, þótt hann sjálf- ur og eflaust allir óskuðu þess að til þess kæmi aldrei. Glæsilegt tilboð til Kanarí 6. janúar 6 viðbótarhús á Turbo Club Heimsferðir bjóða glæsilegan aðbúnað á Kanarí 6. janúar í nýjum smáhýsum, Turbo Club í Maspalomas. Við höfum nú fengið 6 viðbótarhús á þessum frábæra gististað, en öll gisting okkar þar seldist upp í síðustu viku. Bókaðu strax og tryggðu þér frábært vetrarfrí með Heimsferðum á Kanarí. 6. janúar - 3 vikur Verð kr. 42.300,- pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, Turbo Club. Verð kr. 59.700,- pr. mann m.v. 2 í íbúð. Turbo Club. 18. des. - lólaferð SIÐUSTU SÆTIN Verð kr. 59.800,- pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2—14 ára. Las Isas. Verð kr. 75.200,- pr. mann m.v. 2 í íbúð, Las lsas. HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 Brottfarir: 18. desember 6. janúar 27. janúar 17. febrúar 10. mars 24. mars Flugvallaskattar og forfallagjald fullorðinna kr 3.630 barna kr. 2.375. air europa i TURAUIA John Fraser-Robinson í febrúar sl. fengu yfir 200 íslendingar að kynnast kenningum þessa heimsþekkta og eftirsótta markaðsmanns og óskuðu eindregið eftir frekari fræðslu hans. Stjómunarfélagið býður nú tvær námsstefnur sem JFR nefnir. , ,The Secrets of Effective Direct Mail“ 19. október nk. kl. 9—17 JFR mun fjalla nánar um ýmsa þætti beinnar markaðssóknar (Direct Marketing), með aðaláherslu á MARKPÓST (Direct Mail). Þetta er námsstefna sem hlotið hefur miklar vinsældir víða um heim og hefur verið aðalnámsefnið á alþjóölegri ráðstefnu um beina markaðssókn í London undanfarin ár. Verð kr. 15.000,- og „The JFR Masterclass“ 21. október nk. kl. 9—17.30 Hér verður fjallað ítarlega um aðferðafræði beinnar markaðssóknar þar sem JFR mun sjálfur vinna með þátttakendum að raunhæfum verkefnum þeirra í vinnuhópum. Verð kr. 18.000,- Staöur: Hótel Saga, Þingstofa A Fjöldi takmarkaður Skráning og nánari upplýsingar í síma 621066

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.