Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 24

Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 o ^MITT SOLSKIN Grafiklisl Braga Ás- geirssenar gleóur augu manna sem skoóa yfir- litssýningu ó slíkum verk- um eftir hann i Listasafni is- lands. VOR eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur „VILTU koma með mér að skoða vinnustofuna mína,“ segir hann hrjúfri röddu. Ég kinka kolli og við göngum út á bílstæðin fyrir utan Morgun- blaðshúsið. „Mér er illa við Jýla, ég vil sjá ráðherra í strætó,“ segir hann við mig á leiðinni að Austurbrún 4, þar sem vinnustofan hans er. Ég brosi en svara engu, veit sem er að hann myndi ekki heyra í mér og þótt hann sé slyngur að lesa af vörum þá þarf ég að horfa fram fyrir mig í akstr- inum. Bragi Asgeirsson list- málari hefur verið heyrnarlaus frá unga aldri. Hann hefur ekki látið fötlun sína hindra sig í lifsbaráttunni, hann er í röð okkar fremstu listmálara og viðurkenndur sem einn helsti meistari okkar í grafík- myndagerð, svo sem yfirlists- sýning á verkum hans, sem nú stendur yfir í Listasafni Is- lands, ber með sér. Vinnustofa Braga er á þrettándu hæð. Þar er fjöldi mynda, málára- trönur, fullt af lit- atúpum og pensl- um, bækur í stöflum, þar á meðal heimspekirit og erótísk verk, lúinn inniskór listamannsins og stór naugur af dagblöðum, islenskum og einnig erlendum. „Eg les mikið erlenda krítik um allar mögulegar listgreinar og svo auðvitað þá ís- lensku líka,“ segir Bragi og sest í stól. Ég tek upp blað og blýant og hripa niður spurningu: Fannst þér frá upphafi gaman að mála? „Það er frekar nautn en gaman,“ svarar Bragi með sinni hijúfu rödd og sérkennilegu áherslum. „Þetta er eins og með fíkniefnasjúklinginn, málarinn þarf að geta unnið við list sína á hveijum degi, annars líður honum illa. Þetta skilja aðeins þeir sem reynt hafa. Það er sárt að skapa." Hvað er svona sárt? „Er ekki sárt að eignast barn, jú það er sárt. Það er fjári erfítt að mála eins og það er erfítt að eignast bam, sem er svo sigurverk lífsins.“ Hvenær fórstu að mála? „Þetta þróaðist smám saman. Það eru mikil átök hér inni,“ segir hann og þrýstir höndinni á hjarta- stað. „Maður gefur svo mikið af sér.“ Er ekki nauðsynlegt að læra gott handverk? • „Handverkið er mikils virði. Samt er það svo að klúðurslegt handverk getur verið mikið lista- verk og svo getur gott handverk verið steindautt, það er neistinn á bakvið sem er aðalatriðið. Það hef- ur hins vegar aldrei skaðað nokk- urn mann að læra handverkið. Allt- Morgunblaðið/Sverrir of margir í dag álíta að ekki Bragi Ásgeirs- þurfí að læra *on ■ vinnw- handverkið, en slofu sinni það þarf alveg „absolútt". Handverkið var allt öðruvísi í gamla daga, þá var maður allan daginn að teikna og mála, ekkert truflaði mann, maður var að mála sömu konuna kannski í heilan mánuð. Maður lærði hægt og bítandi. Nú vilja menn fá þetta strax og helst láta tölvuna teikna fyrir sig, slíkt er enn á byijunarstigi, getur verið skemmtilegt en það vantar oftast hold og blóð í það.“ Hvað er þýðingarmest í mynd- listinni? „Vinnan, sjálf vinnan. Maður fær hugmyndirnar um leið og mað- ur vinnur. Picasso sagði einu sinni: Ef ég byrja að mála egg er það fyrr en varir orðið að andliti og ef ég byija að mála andlit er það allt í einu orðið að eggi. Maður getur ekki ákvarðað fyrirfram hvernig listaverkið verður sem maður er að mála, heldur uppgötvar nýjar og nýjar leiðir meðan á sköpun verks stendur.“ Hvernig leið Braga sem barni? „Ég átti ágæta æsku fram að níu ára aldri. Þá missti ég heyrn- ina. Það voru smá heyrnarleyfar eftir, en þær hurfu. Það var mjög erfitt lengi vel á eftir, maður þurfti að læra að ganga aftur. Það lærði ég mest af leikfélögum mínum, ég fékk enga þjálfun eins og fólk fær í dag. Þeir lögðu fyrir mig þrautir og þetta blessaðist allt saman. Ég fékk inflúensu sem var faraldur sem kom með Bretum árið 1941. Ég umgekkst þá mikið, það var kampur fyrir ofan Rauðarárstíginn. Ég varð óskaplega veikur, fékk heilahimnubólgu og missti heyrn- ina. Margir sem fengu þetta sama urðu blindir eða bijálaðir. Þegar ég fór að hressast kom pabbi með bækur handa mér að lesa, þegar ég fór af spítalanum gáfum við þangað bækurnar, stóran stafla. Seinna hvatti hann mig til þess að reyna mig við myndlist, og það var útaf draumförum. Á þeim árum voru allar lærdómsdyr lokaðar fyr- ir fólki eins og mér. Ég gerði til- raun og hún gekk afskaplega illa fyrsta árið. Svo fór þetta að ganga betur. Ég varð glaður, stigmagn- andi glaður. Lífið fékk svo miklu meiri tilgang. Sjálfsímynd mín styrktist, til þess að styrkja hana enn frekar gerði ég margar sjálfs- myndir á þessum árum. Myndlistin opnaði mér dyr inn í heim ófatlaðs fólks. Við, sem höfum náð því að lifa og starfa algerlega innan um heyrandi fólk, við erum kallaðir “óekta fatlaðir" af hinum. Mannin- um er það skapað að beijast. Þess vegna eru styijaldir nauðsynlegar fyrir manninn. Ég hef stundum þurft að beijast hart. í upphafi átti ég til dæmis ekki að komast í Handíða- og myndlistarskólann. Eftir fyrra árið átti ég svo ekki að komast í framhaldsdeild. Þegar yfír lauk voru allir skólar í Evrópu opnir fyrir mér. Bragi, er hann Ég notaði héll utan til listaskólana nóms, á yngri sem nokkurs úrum konar lær- dómssetur. Ég hafði að mestu farið á mis við allan almennan lærdóm. Mér var meira að segja neitað um að læra íslensku í skóla, svo ég hef aldrei lært íslensku nema af sjálf- um mér og öðrum. Ég las mikið alveg frá því að ég missti heyrn- ina. Dönsku lærði ég svolítið í skóla en mest af blaðalestri og með því að tala við skólabræður mína og skólasystur, þær voru raunar miklu duglegri að tala við mig heldur en strákarnir, líka módelin. Fljótlega fór ég líka að þýða úr blöðum og lesa gagnrýni. Þýsku lærði ég á bjórkrám. Þá var ég kominn í nám í Þýskalandi á styrk frá DAAD, valdi listaháskólann í Munchen. Ég kunni svolítið hrafl í ensku, enn minna kunni kennarinn. Hann vildi að ég lærði þýskuna betur. Ég óð um bjórstofur með orðabók og skriffæri í tvær vikur, talaði við fólk og sneri aftur rólfær í þýsk- unni. Eg hafði fengið styrk þótt ég kynni næsta lítið sem ekkert í þýsku, fékk hann út á grafíkmynd- irnar mínar. Mér gekk illa að fá styrk til náms hér heima. Loks urðu útlendir vinir mínir, sendiráðs- menn, reiðir og sendu myndirnar mínar utan til Bonn og ég fékk fljótlega styrk, sem seinna var framlengdur og hefði verið fram- lengdur áfram ef ég hefði beðið um það. En ég gerði þá skyssu að gifta mig.“ Af hveiju var það skyssa? skrifa ég hratt á blaðið og fæ Braga. Hann lítur á blaðið, lætur það svo síga og horfir langt inn í fjarlægð- ina. „Jú, sjáðu, þá átti ég svo mikla möguleika, ég var á leiðinni til Parísar, á grafísk verkstæði þar. Prófessorinn minn í Munchen var franskur, mjög frægur málari og rökfræðingur. Hann var ekki ánægður með grafísku verkstæðin í Munchen og vildi að ég ynni við betri aðstæður í Frakklandi. Ég gat ekki þegið það boð. Ég hafði komist í aðstöðu sem karlmenn lenda stundum í og varð að bera ábyrgð á gjörðum mínum. Ég vildi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.