Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 26

Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 Sigríður Magnús■ dóttir — Minning Fædd 14. ágúst 1941 Dáin 3. október 1993 Sunnudaginn 3. október andaðist systir mín, Sigríður Magnúsdóttir, eftir langvinna vanheilsu og fer útför hennar fram frá Háteigskirkju á morgun, mánudaginn 11. októ- ber, kl. 13.30. Hún var fædd 14. ágúst 1941, dóttir hjónanna Ástrósar Guð- mundsdóttur og Magnúsar Gísla- sonar, sem bæði eru látin. Hún var ^jteins nokkurra mánaða gömul þegar hún veiktist af heilahimnu- bólgu með þeim afleiðingum að hún missti algjörlega heyrnina. Pjög- urra ára fór hún í heyrnleysingja- skólann hér í Reykjavík og var þar í heimavist. Skömmu seinna flutt- umst við frá Akranesi hingað í bæinn. Hún var þriðja barn í röð sex systkina. Það var stutt á milli henn- ar og tveggja systra okkar, Maggý- ar og Mundu, og eðlilega styrkti það hana í samskiptum við önnur böm í götunni, þar sem hún var sjálfsagður þátttakandi í öllum leikjum og var þrátt fyrir fötlun sína aldrei utanveltu, heldur tók ^fcssi stóri barnahópur, sem þá lék sér yfirleitt á götunni í ákveðnum hluta í Efstasundinu, henni afskap- lega vel og aldrei varð vart við annað en að hún væri fullgildur leikfélagi til jafns við aðra. Þetta átti vissulega sinn þátt í að efla sjálfsvitund og sjálfsöryggi hennar. Hafi þessi börn og unglingar sem þá voru þökk fyrir. Þegar kom að því að systurnar lærðu að hjóla, fannst Siggu sjálf- sagt að hún gerði það líka. Foreldr- ar okkar voru ekki mjög hrifnir af því, vegna þess að fyrir utan heyrn- arleysið var hún ekki búin að ná . fullum styrk og var óörugg í hreyf- ingum. En auðvitað lærði hún að hjóla. Eftir að heyrnleysingjaskólanum lauk var ekki um annað nám að ræða fyrr en hún fór einn vetur í húsmæðraskólann á Blönduósi og seinna á myndlistarnámskeið. Heimili hennar bar þess vott að hún kunni vel til verka, ekki síst þar sem hannyrðir hennar og málverk voru. Árið 1965 giftist hún Garðari Árnasyni og áttu þau tvo drengi, Árna Jakob og Jón Ingvar. Þau Garðar slitu samvistir og ólust drengirnir upp hjá móður sinni. í löngum veikindum reyndust þeir henni mjög vel. Sigga skilur eftir sig stórt skarð, hún var ekki aðeins mjög falleg kona, heldur líka mjög vel greind og skemmtileg. Vissulega var fötlun hennar mikil þar sem heyrnarleysið var, en hún var svo félagslynd og opinská að hún einangraðist aldrei á neinn hátt, heldur fannst bæði henni og öðrum sjálfsagt að hún tæki þátt í öllu sem um var að vera. Hún var mjög sjálfstæð og styrk- ur hennar gegnum þennan langa veikindatíma fannst okkur með ein- dæmum, því oft héldum við að nú væri komið að lokum. En Sigga var bjartsýn og létt í lund og yndisleg manneskja sem okkur systkinunum þótti mjög vænt um. Við munum sakna hennar mikið, en erum jafn- framt þakklát fyrir að hún þurfti ekki að heygja langt dauðastríð, þegar að því kom. St'arfsfólki E-deildar Landspítal- ans, þar sem hún lagðist oft inn á síðustu árum, færum við þakkir fyrir alúð og yndislegt viðmót. Árna og Jóni Ingvari sendum við hlýjar samúðar- og þakklætiskveðj- ur. Erla Magnúsdóttir. Engum, sem til þekkti, kom and- lát Sigríðar Magnúsdóttur á óvart. í fjölda ára hafði hún átt við illkynj- aðan sjúkdóm að stríða og fyrir nokkrum mánuðum var sýnt að ótímabær ævilok voru skammt und- an. Sigga, éins og við vinir hennar nefndum hana, var fædd í Reykja- vík og voru foreldrar hennar Ástrós Guðmundsdóttir frá Akurgerði á Akranesi og Magnús Gíslason stýri- maður frá Gauksstöðum í Garði. Þau bjuggu um tíma á Akranesi, en fluttu síðar til Reykjavíkur og áttu heima lengst af í Efstasundi 51. Börn þeirra voru, talin eftir aldri, Erla, Gísli, en hann er látinn, Sigga, Margrét, Guðmunda Marsibil og Björgvina. Þegar Sigga var barn að aldri kom í ljós að hún var heyrnarlaus. Það var því augljóst að hún varð að stunda nám í sérskóla, þar sem hún fengi viðhlítandi kennslu. Mál- leysingjaskólinn, eins og hann hét þá, var í Stakkholti 3 og voru börn tekin í skólann við fjögurra ára ald- ur. í þessum skóla, sem var eins og lítið samfélag, lágu leiðir okkar Siggu fyrst saman. Þarna var undir- rituð starfsstúlka, sem gætti barna í heimavist skólans, eftir að hafa verið þar sjálf nemandi. í skólanum kynntist ég Siggu vel, fyrst sem barni, síðar unglingi, sem var að stíga sín fyrstu skref út í lífið. Sigga var hávaxin og bráðþroska, og á þessum árum vakti hún athygli fyr- ir glæsileik hvar sem leið hennar lá. Seinna átti það fyrir okkur Siggu að liggja að verða vinkonur. Hvorug okkar var þannig skapi farin að við ættum ekki auðvelt með að stofna til vináttu. Þessi kynni leiddu til þess að Sigga var aufúsugestur á heimili okkar hjóna alla tíð. Sigga naut hefðbundinnar menntunar við skólann í Stakkholti 3. Þar fékk hún leiðsögn góðra kennara, sem opnuðu henni leið til lestrar og náms. Á þessum árum var talkennsla kennd í mun meira mæli en nú er. Þetta gerði henni mögulegt að ná góðum tjáskiptum við heyrandi. En í sínum stóra vina- hópi meðal heyrnleysingja notaði hún sitt móðurmál, sem er táknmál- ið. Nokkru eftir að skólaskyldu lauk, aflaði hún sér meiri menntunar og var einn vetur í Húsmæðraskólan- um á Blönduósi. Þessi viðbótar- skólaganga gerði hana hæfari til að sinna húsmóðurstörfum síðar og bjó hana betur undir lífið. Sigga vann í fjölda ára á sauma- stofu og um tíma vann hún við Heyrnleysingjaskólann. Þá hafði hún seinni árin með höndum hluta- starf við ræstingar. Sigga giftist Garðari Árnasyni. Þau slitu samvistir. Þau áttu saman tvo drengi, Árna Jakob, f. 18. sept- ember 1964, og Jón Ingvar, f. 7. september 1968. Eftir skilnaðinn árið 1972 bjó Sigga ein með börn- unum sínum, lengst af í Stigahlíð 34. Með elju og þrautseigju tókst henni að búa þeim gott heimili og hlúa að uppeldi þeirra. Um langan tíma bar hún út Morgunblaðið í hverfi sínu til að geta framfleytt sér og sínum betur. Sigga saumaði mikið út og bar heimili hennar vott um listfengi húsfreyjunnar. Það er erfitt að hugsa sér Stigahlíðina án Siggu, til hennar var gott að koma sakir greindar hennar og traustrar vináttu. Hún sýndi börnum mínum og barnabömum mikla umhyggju og vildi alltaf fá að fylgjast með lífsgöngu þeirra. Ég veit, að þeir eru margir sem minnast hennar með þakklæti í huga. Þeirra á með- al emm við hjónin. Við biðjum Guð að styðja og styrkja drengina henn- ar, sem áttu hug hennar allan. Hervör og Guðmundur. Það er sérstakt að vera barn og áhorfandi að heimi heyrnarlausra eins og hann kom fyrir sjónir í stof- unni heima. Eftir því sem árin liðu og þroskinn varð meiri varð okkur systkinunum ljóst að það voru mik- il forréttindi að umgangast og taka þátt í lífi þessara einstaklinga sem komu reglulega á æskuheimili okk- ar. Þar var oft glatt á hjalla og alltaf var nóg pláss. Áður en heyrn- arlausir stofnuðu með sér félag var heimili okkar einn helsti samkomu- staður fullorðinna heyrnleysingja sem vora með afbrigðum duglegt og vinnusamt fólk. Þessi hópur stóð þétt saman í lífsbaráttunni og sóttu mikið stuðning til foreldra okkar, sérstaklega pabba sem var heyrandi og gat greitt fyrir ýmsum málum í heimi hinna heyrandi. Ásamt hon- um var Brandur Jónsson, fyrrver- andi skólastjóri Heyrnleysingjaskól- ans, ötull við að leggja lið þar sem þess þurfti. í þessu samfélagi var Sigga. Hún var alltaf kölluð Sigga stóra því hún var mjög hávaxin og með afbrigðum glæsileg. Hún hafði gott talmál og þó að röddin hljómaði frábrugðin rödd heyrandi var strax auðvelt að skilja hana og náðum við strax góðu sambandi við hana á fyrstu uppvaxtaráram okkar. Sigga var áfram tíður heimilisgestur eftir að við vorum flogin úr hreiðrinu, enda vora hún og mamma góðar vinkon- ur. Þá var gaman að sitja hjá þeim í eldhúsinu og oftar en ekki vora umræðurnar í fréttaskýringastíl því Sigga sýndi mikinn áhuga á að fylgjast með og vildi gjarna fá umræður um ýmis mál. Sigga fylgdist af miklum áhuga með fæðingum barna okkar og uppvexti þeirra. Hún hafði mikla unun af að fá að halda á minnstu börnunum á milli brjóstagjafa og gæla við þau. Þá fengu stóru börn- in ekki minni athygli, en hún átti gott með tjáskipti við þau. Að leiðarlokum kveðjum við Siggu stóra, en minningin um hana mun lifa með okkur. Það voru for- réttindi en ekki fötlun að upplifa veruíeika hinna heyrnarlausu í frumbernsku og fylgjst svo með lífs- göngu þessara einstaklinga sem voru landi og þjóð til mikils sóma. Við vottum sonum hennar, Árna og Jóni, samúð og vonum að þeir sjái birtu í minningunni um góða móður. Bryndís, Magnús, Ragnheiður, Guðjón og María. Mig langar í fáum orðum að minnast hennar Siggu vinkonu minnar, sem lést 3. október síðast- liðinn á Landspítalanum. Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur í Málleysingjaskólan- um og alla tíð síðan höfum við hald- ið vinskapinn sem þá tókst með okkur. Sigga var falleg stúlka, dökk á brún og brá og vakti athygli fyr- ir það hvað hún var falleg og bros- mild. En eins og síðar átti eftir að koma í ljós var hún ekki bara eftir- t H Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HENRIK KNUDSEN gullsmiður, lést 8. október. Hans Knudsen, Laufey Ármannsdóttir, Sif Knudsen, Stefán Ásgrimsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNÞÓRA SIGFÚSDÓTTIR, Fiskakvísl 1, er lést í Borgarspítalanum 5. október sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 12. október kl. 15.00. Ragnheiður Runólfsdóttir, Snorri Björnsson, Jón Skúli Runólfsson, Bjarney Runólfsdóttir, Bragi Agnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, dóttir og systir, GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Þórufelli 4, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 4. október sl., verður- jarðsungin þriðjudaginn 12. október frá Fella- og Hólakirkju kl. 15.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11 -E fyrir góða umönnun. Jón T. Karlsson, börn, tengdabörn, barnabörn, foreldrar og systkini. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lángamma, ELlN kristjánsdóttir Laufskálum, Álfheimum 35, verður jarðsungin frá Langholtskirkju, mánudaginn 11. október kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti orgelsjóð Langholtskirkju njóta þess. Hjálmar Vilhjálmsson, Kristín Hallgrfmsdóttir, Valdis Vilhjálmsdóttir, Tryggvi Hannesson, Kristbjörg Vilhjálmsdóttir, Hallgrfmur Einarsson, Bjarni Vilhjálmsson, Björg E. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. tektarverð fyrir útlit sitt og glað- lega framkomu, heldur einnig fyrir þann mikla styrk sem hún bjó yfir innra með sér. Sigga var kona sem gafst aldrei upp, hún var dugleg að bjarga sér og þrátt fyrir erfið veikindi hin síðari ár var hún ekk- ert ^ því að gefast upp. Ég á eftir að sakna hennar Siggu mikið, en ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni því að hún var mér góð vinkona og ég gleymi aldr- ei fallega brosinu hennar, sem hún var svo óspör á. Megi hún hvíla í friði. Ég votta sonum hennar, Árna og Jóni Ingvari, mína dýpstu sam- úð. Sælir era dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir and- inn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu. (Opinberunarbók Jóhannesar, 14.13.) Sigurborg og fjölskylda. Okkur langar að skrifa um bestu vinkonu okkar Sigríði Magnúsdótt- ur sem lést 3. október sl. eftir erfið- an sjúkdóm, sem hún sigraðist á í fyrstu fyrir mörgum árum en hann tók sig alltaf upp aftur. Sigga, eins og við kölluðum hana alltaf, var mjög sterk og dugleg kona sem talaði aldrei um sjúkdóm sinn. Hún fæddist á Akranesi og fluttist til Reykjavíkur í Efstasund 51 með foreldrum sínum nokkurra mánaða gömul. Sigga veiktist af heila- himnubólgu þegar hún var ungbarn og missti hún þá heyrnina og var alveg heyrnarlaus síðan. Hún gekk í Heyrnleysingjaskólann í Stakk- holti 3 frá fjögurra ára aldri til unglingsára. Sigga giftist Garðari Árnasyni og eignuðust þau tvo syni, þá Árna, f. 18. september 1964, og Jón Ingvar, f. 7. september 1968. Sigga og Garðar skiltu samvistir fyrir mörgum árum og hún ól syn- ina upp og giftist ekki aftur. Þeir eru báðir mestu myndarmenn: Árni er lærður fóstra og hefur lokið námi í Skrifstofu- og ritaraskólanum. Jón Ingvar er lærður málari og á stutt eftir í að taka málarameistarapróf. Hún Sigga var mikil handavinnu- kona og saumaði margar fallegar myndir og eftir hana eru líka nokk- ur málverk. Við eigum góðar minningar um að hún kom alltaf til okkar snemma á morgnanna til að fá kaffisopa og var dugleg að fara með okkur í heimsóknir. Síðan hún veiktist mik- ið höfðum við sérstaklega mikið samband og voram mikið hjá henni til dauðadags. Okkur þótti mjög vænt um hana. Nú er hún Sigga farin frá okkur svona ung og fær ekki að lifa með okkur. Nú fer hún til foreldra og bróður síns á himn- um. Við viturn að hún verður ánægð að fara til þeirra. Við eigum margar góðar minn- ingar um hana. Það er skrítið að hún sé horfin allt í einu. Við voram svo vanar að hún hefði samband við okkur og við færam eitthvað saman út og núna er bara þögn og vantar að textasíminn hringi eða að dyrabjölluljós blikki. Hún kom alltaf svo ljómandi hress til okkar. Nú hringir síminn ekki lengur og ekki heldur dyrabjallan og við mun- ufn sakna þess. Sigga vann lengi í Heyrnleys- ingjaskólanum í Stakkholti 3 og líka við að þrífa hjá Félagi heyrnar- lausra. Hún vann á mörgum stöðum við hreingerningar og líka í mörg ár við að bera út Morgunblaðið í Stigahlíðarhverfi. Hún hætti að bera út Morgunblaðið fyrir tveimur árum þegar hún veiktist. Minningin um hana, hvað hún hugsaði og gerði, hvernig hún hreyfði sig og brosti, mun alltaf lifa hjá okkur. Hún er með fallegt svart hár. Há og grönn stúlka. Hjólar út í náttúruna og syndir með líkamanum í vatninu sem hún elskar. Finnur fyrir hárri tónlist. Dansar dansar. Hún sem heyrir ekkert hljóð en finnur það alls staðar í líkamanum. Við vottum sonum hennar og ættingjum okkar innilegustu sam- úð. Ingibjörg, Sigríður og Anna Jóna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.