Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 27

Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 27 * Guðný Asta Ottesen Davis — Minning í dag fer fram frá Innra-Hólms kirkju minningarathöfn um frænku okkar Guðnýju Ástu Ottesen Davis sem iátin er í San Francisco. Guðný Ásta fæddist 10. október 1920 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Ánna Bjarnason, kennari frá Sauðafelli í Dölum og Morten Ottesen frá Ytra-Hólmi, Akranes- hreppi. Þau hjón eignuðust tvö börn, Guðnýju Ástu og Oddgeir, en leiðir þeirra skildu þegar Guðný Ásta var fjögurra ára gömul og Oddgeir tveggja ára. Oddgeir var alinn upp á Ytra-Hólmi hjá föðurfólki sínu, en Guðný Ásta hjá móður sinni í Reykja- vík. Þegar Guðný Ásta var 14 ára gömul deyr móðir hennar. Hún fékk því ung að kynnast erfiðleikum h'fs- ins. Tvö hálfsystkini eignaðist. Guðný Ásta er faðir hennar kvæntist Sigur- björgu Björnsdóttur frá Ánanaust- um, en Jjau eru Anna Þórunn og Anton Ottesen. Guðný Ásta var glæsileg kona og okkur litlu frændum hennar fannst ákaflega mikið til hennar koma. Hún dvaldist oft á heimli foreldra okkar þegar við vorum litlir drengir og kom þá í hennar hlut að passa okkur þar sem við vorum áratug yngri og meira. Seinna kunni hún margar sögur að segja okkur frá þessum árum. Mæður okkar, þær Guðrún og Anna, voru systur og eftir að móðir hennar dó leit hún á okkur sem upp- eldisbræðup sína. Guðný Ásta giftist árið 1943 glæsilegum bandarískum hermanni, Bruce Davis að nafni, en skjótt bregður sól sumri — enn verður Guðný Ásta fyrir áfalli. Bruce lést í innrásinni í Normandi vorið 1944, en þá var hún komin til tengdafor- eldra sinna í Ameríku og átti orðið litla dóttur. Litla dóttirin var skírð Anna Mary og ólst hún upp bæði hjá móður sinni og föðurforeldrum í Ameríku. Anna Mary er gift Jim Peek og búa þau í Modesto í Kalifor- níu og eiga tvær dætur. Guðný Ásta giftist ekki aftur. Hún Bryndís Bjarna- dóttir — Minning Fædd 11. október 1960 Dáin 10. september 1993 Á morgun, 11. október, hefði vin- kona okkar Bryndís Bjarnadóttir orð- ið 33 ára en hún lést 10. september eftir erfið veikindi. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orð- um. Bryndís var hæglát og góð kona, hún var mikið fyrir fjölskylduna og heimilið. Hún átti góðan mann sem stóð við hlið hennar í erfiðum veik- indum. Bryndís og Biggi kynntust þegar þau voru 14 ára gömul. Þau giftu sig ung, byrjuðu að búa og eign- uðust tvö börn, þau Brynju 12 ára og Andra 7 ára. Við komum oft á heimili þeirra, þangað var gott og gaman að koma. Oft sátum við og spjölluðum um lífíð og tilveruna, til- gang lífsins hver hann er og eigin- lega vorum við öll sammála um að þetta líf sem við höfum væri fyrir- fram ákveðið. Við stefnum að vissu marki, en oft grípur eitthvað inní sem .við ekki ráðum við og breytir þar af leiðandi öllum áformum til hins betra eða verra, án þess að við fáum nokkuð að gert. Ætli lífið væri ekki tilgangslaust ef dauðinn væri endir alls. Saman áttum við fyrirtæki sem við stofnuðum árið 1985 og rákum í eitt ár og seldum síðan. Oft sátum við heima eða úti yfír. góðri máltíð og ræddum þennan tíma sem við vorum öll svo ánægð með, því að þar gekk allt upp eins og við vildum. Ekki hvarflaði það að okkur þá að við yrðum ekki öll hér eftir þessi fáu ár sem liðin eru síðan. Jólin 1990 varð mikil breyting hjá Bigga og Bryndísi þegar þau ákváðu að flytja til Svíþjóðar. Rétt fyrir jólin stóðu þau í flutningum, þau kvöddu okkur á Þorláksmessu, þreytt en ánægð, þar sem við borðuðum saman skötuna á heimili okkar. Ekki óraði okkur fyrir að næstu endurfundir, tveimur og hálfu ári síðar, yrðu svona. Þessi duglegu hjón sem alltaf stóðu saman, sama á hveiju gekk, alltaf lifsglöð, og ánægð og ham- ingjusöm. Kæri Biggi, Brynja og Andri við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur með von um að þið fáið aukinn styrk til að takast á við lífið eftir þennan mikla missi. Foreldrum ykkar, systkinum og íjölskyldunni allri vottum við samúð. Og að lokum, Bryndís, við þökkum þér fyrir allt og allt. Ykkar vinir Selma og Lárus. átti fallegt heimili og sótti hún ýmiss konar lista- og föndurnámskeið í gegnum tíðina og hafði gaman af. Einnig var hún sérstök í klæðaburði sínum svo að eftir var tekið. Hún vann ýmis störf utan heimilis og m.a. stofnsetti hún skóla fyrir ungar stúlkur. Síðar vann hún á dómara- skrifstofu í San Francisco i mörg ár eða allt til þess að hún komst á eftir- laun. Þrátt fyrir 50 ára búsetu í Amer- íku talaði Guðný Ásta Jýtalausa ís- lensku og var mikill íslendingur í sér. Hún var mikill höfðingi heim að sækja og vildi halda í ættingjana og vinina sem lengst þegar þeir brugðu sér vestur um haf á hennar fund. Skapmikil persóna var hún með stórt hjarta, lifði lífínu lifandi, en fáir þekktu hana í raun því að hún talaði lítið um sjálfa sig. Síðasta árið átti hún við veikindi að stríða. Við bræðurnir og fjölskyldur okkar eigfum Guðnýju Ástu mikið að þakka, sérstaklega fyrir það hve annt hún lét sér um foreldra okkar og fjöl- skyldur. Við viljum þakka henni fyr- ir það og kveðjum með vísu Einars Benediktssonar: Mín ættaijörð, mitt æskuland á órafjöll og víðan sand, - en sólin græðir teig og tún, sem tengja byggð við byggð, - þar hlúð er bæ við heiðarbarm, þar hvfld er gnoð við fjarðararm, þar undir jökulbjartri brún er bijóst með þrek og tryggð. Vertu kært kvödd, Guðný Ásta, og far þú í friði. Björn Stefán, Gunnar, Hilmar og Freyr Bjartmarz. + Utför móður okkar, SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, fer fram frá Háteigskirkju, mánudaginn 11. október kl. 13.30. Árni Jakob Garðarsson, Jón Ingvar Garðarsson. Blómastofa FriÖfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öiikvöld til kl. 22,< einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir og tengdafaðir, RÖGNVALDUR JÓNSSON, Suðurgötu 39b, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. október kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði. Þuríður Sigurðardóttir, Sigríður Karlsdóttir, Björgvin Magnússon, Halldóra Hallbergsdóttir, Jón Ingólfsson, Jenný Hallbergsdóttir, Birgir Magnússon. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkaeru ÖNNU ÁRNADÓTTUR Ferjubakka 4. Anna Björnsdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, GeirG. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Alan Goldingay, Hjörtur Bjarnason, Emelía Gunnars- dóttir — Minning Fædd 28. október 1918 Dáin 21. september 1993 Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran). Mig langar að minnast Emelíu Gunnarsdóttur sem lést 21. septeni- ber á Sjúkrahúsi Akraness. Ég kynntist Émmu fyrst fyrir 13 árum þegar ég vann sumarvinnu á Sjúkrahúsi Akraness. Emma vann þá þar við þrif og í býtibúri. Síðan liðu nokkur ár, þá kynntist Emma ömmu og móður minni og hófst þá áralangur vinskapur okkar og varð Emma mikill heimilisvinur á Skaga- brautinni. Leið helst ekki sá dagur án þess að hún kæmi í heimsókn. Þar hitti ég hana í flestum fríum mínuni uppi á Skaga. Oft þurfti Emma að dvelja í lengri eða skemmri tíma á sjúkra- húsi vegna veikinda, en hún var mjög slæm af liðagigt. Núna síðast þurfti hún að dvelja eitt og hálft ár á sjúkrahúsi áður en hún lést. Það var alveg sama hve veik hún var, hún vildi sem minnst úr þeim veik- indum gera. Hún frekar eyddi því og sló á léttari strengi. Alltaf var Emma tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd þegar eitthvað bjátaði á. Ég fékk að njóta þess þegar ég var að ná mér eftir veik- indi, þá taldi hún ekki eftir sér að sitja hjá mér og stytta mér stundir. Ég er henni ævinlega þakklát fyrir þá hlýju og velvild, sem hún veitti mér. Við Emma höfðum alltaf nóg að tala um og skipti ekki máli þó að töluverður aldursmunur væri á okk-, ur. Emrna talaði oft um fjölskyldu sína sem var henni svo mikils virði og hún var svo stolt af. Ég vil fyr- ir hönd Helgu og Bödda, þakka Emmu samfylgdina og alla vináttu og tryggð í gegnum árin. Við hefð- um viljað hafa þau miklu fleiri. Emma hefði orðið 75 ára 28. októ- ber. Hennar verður sárt saknað. Við sendum Pálínu, Jóhanni, Valda, Ragnhildi, Arnljóti, Jóhanni Páli, Dúa, Jórunni, Sædísi, Emmu og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Emelíu Gunnarsdóttur. Lilja Jónsdóttir. Jóhann EggertJó- hannsson - Minning Fæddur 23. nóvember 1936 Dáinn 22. september 1993 Nú er hann elsku afi okkar dáinn og okkur langar að skrifa nokkur orð til minningar um hann. Afí var mikill gæfumaður og þegar hann kom í heimsókn kom hann alltaf með eitthvað smá nammi og færði okkur. Það er skrítið og erfitt að skilja af hveiju Guð tók afa frá okkur, afi var ekki búinn að vera veikur en samt fær hann kransæða- stíflu og Guð tekur hann til sín, þetta skiljum við ekki. Núna hefur afi hitt ömmu og eru þau aftur saman eftir fjögurra ára viðskilnað. Við munum sakna afa mikið en við vitum að honum líður vel. * Vertu bless afi og Guð geymi þig. Blessuð sé minning þín. Þótt vér sjáumst oftar eigi, undir sól, er skín oss hér á þessum mikla dýrðardegi, Drottins aftur finnumst vér. (J. Schjorring. H. Hálfd.) Barnabörnin. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlót og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, NÖNNU GESTSDÓTTUR, Skaftahlíð 10. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans. Oddný Ólafsdóttir Frederiksen, Jens Frederiksen, Jóhannes Ólafsson, Gestur Ólafsson, Elín Þorgerður Ólafsdóttir, Jóna Ólafsdóttir, Yngvi Ólafsson, Óttar Ólafsson, Monika Gudrun Kuss, Grétar Ottó Abraham Róbertsson, Helgi Valdimarsson, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Sigríður Guðbjörg Valdimarsdóttir og barnabörn. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu, JÓNINU JÓHANNSDÓTTUR BRIEM, Sigtúni 39, Reykjavík. Innilegar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Páll J. Briem, Kristín Briem, Sigurjón H. Ólafsson, Sigrún Briem, Jón Viðar Arnórsson, Jóhann Briem, Anna Þóra Karlsdóttir, Jóhanna Björk Briem, Guðmundur Þorbjörnsson og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.