Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 Pétur Ingi Þorgils son - Minning Pétur, minn kæri vinur. Nú ert þú horfinn á vit hins óþekkta, en minninguna úm þig mun ég ávallt geyma í brjósti mér. Það er sárt að sjá á eftir þér, þú sem varst svo hjartahlýr og einlægur. Fyrir þér voru tilfinningar og skoðanir allra jafn merkilegar, og gerði það persónuleika þinn sérstaklega aðlaðandi. Þótt ég hafi aðeins þekkt þig í fjögur ár, kynntist ég vel hæfíleik- um þínum á sviði tónlistar og myndlistar og bera teikningar þín- ar í Faunu og lögin þín á árshátíð- arplötunum því vitni að listagyðjan átti hug þinn allan. Þrátt fyrir þínar framúrskar- andi listagáfur minnist ég þín bezt sem sanns og góðs vinar. Vinar sem alltaf hafði lag á að gleðja aðra með einstakri kímnigáfu og græskulausum galsa. Ég votta aðstandendum Péturs mína dýpstu samúð. Ég þakka guði fyrir að hafa kynnst Pebba og tel mig auðugri mann á eftir. Þín verður sárt saknað. Þinn vinur, Brynjar Agnarsson. Vinarkeðja Ef sérð þú bros sem blítt um vanga leikur blik í augum eins og stjörnur Ijóma ef finnur þú ást sem guðleg áhrif hefur þá er þér hollt að kjósa tryggan vin svo verði létt að bera lífsins byrði blíðu miðla þeim sem hjarta ann án vina oft er lífið erfitt en ljúft við munum ætíð bróðurkærleikann. Með þökk fyrir stutt en yndisleg kynni. Hörður Sigurðsson. Mig langar til þess að minnast vinar míns, Péturs Inga Þorgils- sonar, með nokkrum orðum. Pétur var einlægasta og ijúfasta manneskja sem ég hef kynnst, það vita allir sem til hans þekktu. Ég man hvað hann var hamingjusam- ur yfir því að hafa komist inn í Myndlista- og handíðaskólann. Þú teiknaðir svo vel, Pétur. Hann sagði mér eitt sinn, en tók það skýrt fram að hann vildi ekki vera með nein merkilegheit, að hann væri einn af bestu teiknurun- um í skólanum. Það dró ég ekki í efa. Pétur kom fram við alla sem jafningja. Allir elskuðu hann. Pétur hafði yndi af að spila á gítar og píanó. í MR var hann, oftar en ekki, fenginn til þess að semja, ásamt æskuvini sínum Krissa, Árshátíðarlög eða fyrir leiklistarklúbb MR, Herranótt. Ein fallegasta tónlist sem ég hef heyrt eru tónsmíðar Péturs og Krissa fyrir Herranótt í leikverki sem hét Drekinn. Allt sem kom frá Pétri var sérstakt. Pétur minn. Ég mun aldrei gleyma þér né þeim minningum sem þú gafst mér. Það er sárt að hafa þig ekki hjá okkur. Ég vil votta aðstandendum Pét- urs mína dýpstu samúð um leið 6g ég kveð vin okkar með hans eigin orðum: Andartaksins augnablik líður hjá í gepum tímann safnast saman inn í mér, fer með mig inn í eilífðina. nú er komin stóra stundin og allir eru eins já, allir nema ég. Jón Indriðason. Glókollur, ég hef aldrei getað sagt þér hve vænt mér þótti um þig og þykir enn. Að leiðarlokum er ekkert sem ég get sagt,,_brott- nám þitt lamar hugann. Ég bið góðar vættir að vernda þig, vinur minn, og vonast til að hitta þig einhvern tíma aftur. Kristín Vilhjálmsdóttir. Líf hans var fagurt, allir eðlis-þættir spunnir af slíkum næmleik Náttúrunnar að hún má segja hnarreist öllum heimi: Þetta var maður! (William Shakespeare ísl./þýð. Helgi Hálfdanarson) Elsku Pétur okkar. Takk fyrir skóladagana og helg- arnar sem við áttum saman í MR. Takk fyrir árshátíðirnar, nem- endatónleikana, söngvakeppnirn- ar, skíðaskálaferðir, Portúgalsferð og allar uppákomur sem þú skemmtir okkur vinum þínum á. Takk fyrir lögin þín, ljóð og myndir. Takk fyrir brosið þitt og hlátur. Takk fyrir að þú varst til. Þú varst engill. Við vottum foreldrum Péturs, ömmu, ættingjum og öllum vinum hans okkar innilegustu samúð. Guð styrki ykkur öll í þessari miklu sorg. Linda, Kristbjörg Kari, Margrét, Hulda, Helga. Pétur Ingi Þorgilsson var nem- andi í Hagaskóla 1986-1989, þar af var hann nemandi í umsjónar- bekk mínum fyrstu tvö árin. Þetta var duglegur, líflegur og litríkur bekkur, sem ég mun seint gleyma. Átti Pétur sinn þátt í því að gera hann svo eftirminnilegan. Það sem ber hæst í minningunni um Pétur er ljúfmennið og listmað- urinn. Pétur var hvers manns hug- ljúfi, ávallt elskulegur og bros- andi. Og svo var hann sífellt teikn- andi. Hann teiknaði m.a. frábæra forsíðu á skólablaðið Hugin 1989 og gerði snilldarlega auglýsingu fyrir jólagleði skólans, svo góða að hún er enn varðveitt í skólan- um. Ég gladdist því þegar ég frétti að Pétur væri orðinn nemandi í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Þar hefði honum farnast vel ef honum hefði enst aldur til. Nú er Pétur horfinn frá okkur en minningin um góðan dreng mun lifa áfram í huga okkar. Ég votta aðstandendum innilega samúð mína. Margrét Matthíasdóttir. Það var á sunnudaginn 26. sept- ember er ég frétti af þessu hrika- lega slysi. Þetta var og er mikið áfall, maður er enn það ungur að svona mikill ástvinamissir er sem högg á tilveru manns. Ég kynntist Pétri í átta ára bekk í Melaskóla og var þá nýr í bekkn- um og í skólanum. Strax í Mela- skóla var Pétur þekktur fyrir myndlistargáfur sínar. í tólf ára bekk teiknaði hann andlitsmyndir af mér sem enn þann dag í dag svipar svo til mín að allir sem þekkja mig í sjón þekkja mig á myndinni. Áfram varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgja Pétri í skóla og nú var það Hagaskóli. Á þessum þremur árum var Pétur farinn að finna sig í tónlistinni og safna sam- an ótrúlegu safni af hljóðfærum. Snemma sýndi hann fram á óvenjulega gáfu í þessum hluta listaheimsins líka. Síðan var ég þrjú ár í MR sam- hliða honum og þar fylgdist ég með honum þar sem hann þroskað- ist bæði í myndlist og tónlist. Ljóst er að Pétur skilur eftir sig stórt skarð í hugum allra sem hann þekkti. Sannur gleðigjafi og yndis- leg persóna. Mun ég heiðra minn- ingu hans um ókomna tíð. Vil ég ljúka -með að votta Ás- laugu og öðrum ættingjum Péturs dýpstu samúð mína. Olafur Tryggvason. Sú hörmulega frétt barst okkur sunnudaginn 26. september að æskuvinur okkar, Pétur Ingi Þor- gilsson, hefði látist af slysförum um nóttina. Missir þvílíkrar perlu sem Pétur var er þung byrði að bera og engin orð geta lýst harmi okkar yfir grimmd örlaganna. Vinskapur okkar hófst á barna- heimilinu Hagaborg þegar við vor- um þriggja ára gamlir og höfum við verið eins og bræður síðan. Pétur var ákaflega góðlyndur og tryggur vinur. Frá unga aldri var hann listrænn með afbrigðum og hæfileikar þans á þeim sviðum duldust engum. Hann vildi engum illt og fór ekki í manngreinarálit. Af þeim sökum var hann ákaflega vinsæll og vel liðinn. Hann var mikill gleði- og ævintýramaður og þegar hann fékk góða hugmynd framkvæmdi hann hana án tafar. Engan, sem til hans þekkti, lét hann ósnortinn af hugmyndaauðgi sinni. Hann hafði einstaka hæfi- leika til þess að skapa létt og glað- vært andrúmsloft og lét einskis ófreistað til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Betri og skilningsríkari vin en Pétur er ekki hægt að hugsa sér, ósérhlífinn og ávallt til fyks þegar til hans var leitað. Það voru mikil forréttindi að hafa fengið að þekkja hann á hans stuttu ævi. Hann var einstakur á allan hátt og fór ótroðnar slóðir í öliu sem hann tók sér fyrir hendur. Pétur mikla kallaði hann stundum sjálfan sig í gríni, en í okkar huga mun hann ávallt vera mikill. Hvað um okkur mennina verður eftir dauð- ann vitum við ekki en vonum af öllu hjarta að Pétur hafi það gott og að hans einstöku hæfileikar fái að njóta sín. Við kveðjum vin okk- ar Pétur með þeirri einlægu ósk að handan móðunnar miklu liggi leiðir okkar saman aftur. „Það er afar fallegt þarna fyrir handan.“ — Thomas Edison á banasænginni. Þínir vinir, Ulfar og Sigurður Freyr. Til sölu Barónsstígur 20 Gamalt og hlýlegt timburhús í miðbæ Reykjavíkur ásamt frístandandi verslunarrými. Húsið, sem býður upp á mikla mögul., verður öllum áhuga- sömum til sýnis í dag sunnu- dag frá kl. 13.00-18.00. Áhvílandi hagstæö lán 3,6 millj. Verð aðeins 5,6 millj. Líttu inn! hOLl FASTEIGIMASALA BORGARTÚNI 18 3 H. (Húsl Spsrlsjóös vélstjóra) ® 10090 - Skyndibitastaður - ísbúð Til sölu skyndibitastaður og ísbúð í hjarta borgarinnar. Kjörið fyrir þá sem vilja skapa sér sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Gott verð. Nætursala um helgar. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. Sumarbústaður við Þingvallavatn Vorum að fá í sölu mjög vandaðan og vel byggðan 65 fm sumarbústað á undurfögrum stað suður af Valhöll. Bústaðurinn stendur á 3100 fm landi sem liggur að Þingvallavatni á einum eftirsóttasta stað innan Þjóð- garðsins. Mikill trjágróður. Einstakt tækifæri að eign- ast sumarbústað á þessum stað. Allar nánari upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. J HÚSNÆÐISNEFND KÓPAVOGS Fannborg 4 - 200 Kópavogi - sími 45140 [fl m tKHE mm mm m mor iL k Kim mK mm) m Fþm UMSOKNIR Húsnæðisnefnd Kópavogs óskar eftir umsóknum um kaup á: Félagslegum eignaríbúðum. Félagslegum kaupleiguíbúðum. Almennum kaupleiguíbúðum. Félagslegum og almennum kaup- leiguíbúðum, ætluðum öldruðum. Um er að ræða 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúð- ir sem eru í byggingu við Lindarsmára og Arnarsmára í Kópavogi. Umsóknirnar gilda einnig fyrir eldri íbúðir, sem koma til endur- sölu á árunum 1993 og 1994. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Kópavogs, Fannborg 4, alla virka daga milli kl. 9-15 og þar verða einnig veittar allar almennar upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Athugið að allar eldri umsóknir falla úr gildi. Husnæðisnefnd Kópavogs. íbúðir fyrir 60 ára og eldri í Árskógum 6 og 8 í Suður-Mjódd 1 w £É' !*i' m • I k 1 ® ■ W' * ■lí* ‘ *;f * ÍÍ - § r 5:- ■ ~ ■: Enn eru til nokkrar 4ra herb. íbúðir sem eru 104 fm nettó og 130 fm brúttó að stærð á hinum ýmsu hæðum. Sérgeymsla í kjallara. Frábært útsýni. Stutt í verslanir. Fullkomin þjónustumiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar. íbúðirnar eru til afh. nú þegar. Allar upplýsingar gefur Svan Friðgeirsson á skrifstofu Félags eldri borgara, Borgartúni 31, á virkum dögum kl. 9-12 og frá 14-16.00. WAAC, i:u )ui HOIKiARV Söluskrifstofa, Borgartúni 31, sími 621477.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.