Morgunblaðið - 10.10.1993, Page 39
MORGUNBLÁÐIÐ ÍÞRO Í 'i ÍR SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
\
)
)
>
I
í
»
>
>
I
n
I
i
I
I
h
orð að sönnu og erfitt er að vor-
kenna manni, sem á síðasta leik-
tímabili fékk greiddar fjórar millj-
ónir dollara (280 milljónir kr.) fyrir
að rekja bolta og troða honum
gegnum gjörð með neti og allt að
því 50 milljónir (3.500 milljónir kr.)
að auki í auglýsingatekjur fyrir það
eitt að vera frægur.
Fylgif iskar f rægðarinnar
Hins vegar er frægðin ekki alltaf
tekin út með sældinni. Jordan getur
hvergi farið án þess að flykkist að
honum aðdáendur, hvort sem hann
er staddur í Chicago eða Tókýó.
Hann verður að fara í verslanir eft-
ir að þeim hefur verið lokað og
yfirlýsingar ýmissa um að hann
væri fánaberi bandarísks körfu-
knattleiks juku þrýstinginn.
Charles Barkley, sem margir
segja að sé arftaki Jordans, sagði
að hann hygðist ekki láta „ýta sér
út í fiskabúr" þar sem hann yrði
öllum til sýnis _ef hann fengi ein-
hveiju ráðið. „Ég vil aldrei vera í
sömu stöðu og Michael þar sem ég
get ekkert gert,“ sagði Barkley,
sem leikur með Phoenix Suns og
var tekinn fram fyrir Jordan þegar
valinn var mikilvægasti leikmaður
deildarinnar síðasta kjörtímabil.
En Jordan hefur ekki aðeins orð-
ið fyrir barðinu á trylltum aðdáend-
um. Fjölmiðlar hafa einnig verið
honum misnáðugir og á blaða-
mannafundinum á miðvikudag lét
hann blendnar tilfinningar sínar í
þeirra garð hvað eftir annað í ljós.
Undanfarin tvö ár hefur verið
reynt að höggva skarð í brynju
konungs háloftanna. Fyrir einu ári
kom út bókin Jordan Rules, sem
bæði mætti þýða Jordan ræður og
Reglur Jordans, þar sem honum var
lýst sem einræðisherra í búnings-
klefanum. Víst er að nokkur
óánægja var meðal leikmanna og
Jordan gagnrýndi félaga sína meira
að segja opinberlega fyrir að treysta
um of á að hann myndi ávallt koma
til bjargar. Hins vegar tókst liðinu
greinilega að skilja þessar deilur
eftir utan vallar. Ánnars hefði
Chicago Bulls ekki tekist að krækja
í meistaratitil þtjú ár í röð.
Vafasamir vinir
Þrálátar ásakanir um sjúklega
veðmálafíkn hafa verið öllu lífseig-
ari. Jordan er greinilega til í að
veðja um hvað sem er og hefur
þessi árátta hans komið honum í
vafasaman félagsskap. Árið 1992
fundu yfirvöld ljósrit af ávísunum
gefnum út af Jordan að andvirði
104 þúsund dollara í fórum Eddies
Dows, ábyrgðarmanns fyrir fólk,
sem fær að ganga laust gegn trygg-
ingu. Dow hafði verið myrtur. Bróð-
ir Dows og lögfræðingur sögðu
hvor tveggja að ávísununum hefði
verið ætlað að greiða spilaskuldir.
I fýrra varð einnig uppvíst um
tengsl Jordans við James „Slim“
Bouler, dæmdan kókaínsala og sí-
brotamann. Bouler og Jordan léku
golf saman, en nú situr sá fyrr-
nefndi í fangelsi fyrir ijárþvott og
vopnaskak. Jordan neitaði í fyrstu
að hafa greitt þessum manni krónu,
en viðurkenndi í réttarhöldunum
yfir Bouler í október fyrir ári að
hafa skrifað ávísun upp á 57 þús-
und dollara til að borga golf- og
pókerskuldir.
Ef vinskapur Jordans við þessa
tvo reyndist hæpinn keyrði vinátta
hans við Richard Esquinas, kaup-
sýslumanns frá San Diego, um
þverbak. Esquinas mat vináttu sína
við Jordans svo mikils að hann
ákvað að gefa út bók, sem var titl-
uð Michael og ég: Fjárhættuspila-
fíkn okkar . .. kall mitt á hjálp og
kom út í júni. Þar kveðst Esquinas
hafa leikið golf upp á peninga við
Jordan á nokkurra mánaða tímabili
árið 1991 og eitt sinn hafi Jordan
skuldað sér 1,25 milljónir dollara
eftir tíu daga spilamennsku. Þeir
hafi síðan samið um að Jordan
greiddi 300 þúsund dollara og hann
hafi fengið 200 þúsund greidda.
Jordan viðurkenndi að hafa spil-
að upp á peninga við Esquinas, en
sagði þær fjárhæðir, sem hann
nefndi, fráleitar. Enn fremur kvaðst
Jordan harma að meintur vinur sinn
„skuli notfæra sér nafn mitt á svo
ósvífinn hátt“.
Esquinas neitaði vitaskuld að
hafa gróðasjónarmiðið eitt að leið-
arljósi. Hann kvaðst hafa tekið á
spilafíkn sinni og vildi einfaldlega
hjálpa „vini sínum“ til að gera slíkt
hið sama. NBA hefur engar reglur
sett um leikmenn og fjárhættuspil,
en í klásúlu deildarinnar um eiturlyf
segir að taka verði hart á neyslu
þeirra vegna þess að þau geti leitt
til fjárhættuspila. Deildin hóf rann-
sókn á því hvort Jordan hefði eitt-
hvað brotið af sér, en henni var
slegið á frest þegar faðir háns
fannst myrtur í ágúst. Heyrst hefur
að sú rannsókn verði til lykta leidd
hvort sem Jordan sé hættur eða
ekki, en hann hefur sjálfur hent
gaman að rannsókninni og fyrst
hann tekur hana ekki alvarlega
gera það víst fáir aðrir. Viðbrögð
almennings virtust vera á þann veg
að ekki bæri að gera úlfalda úr
mýflugu. Spilaskuldir Jordans jöfn-
uðust á við það að verkamaður
keypti sér lottómiða.
Umræðan um Jordan og.fjár-
hættuspilin fékk hins vegar byr
undir báða vængi þegar hann brá
sér eina kvöldstund frá New York
til spilavítanna í Atlantic City með-
an á úrslitaviðureign Chicago Bulls
og New York Knicks um besta lið
Atlantshafsdeildarinnar stóð í vor.
Nú spruttu áhugasálfræðingar alls
staðar fram í dagsljósið og kváðust
greina öll einkenni spilasýki.
Jordan svaraði þessu með því að
veita Knicks rothöggið, sem tryggði
þeim réttinn til að spila við Phoenix
Suns og greiddi götuna til þriðja
meistaratitilsins.
Föðurmissir
James Jordan var myrtur í kyrr-
stæðri bifreið sinni í Norður-Karól-
ínu 23. júlí. Lík hans fannst 3.
ágúst en kennsl voru ekki borin á
föður Jordans fyrr en 13. ágúst.
Hafði fjölskylda Jordans ekki látið
vita að hans væri saknað og í fjöl-
miðlum var talað um að hann ætti
til að láta sig hverfa um leið og
ýjað var að því að hann hefði gam-
an af fjárhættuspilum. Dularfullar
kringumstæður gátu af sér alls
kyns vangaveltur og var því meira
að segja haldið fram að morðið
tengdist veðmálum og spilaskuldum
sonarins. Nú er komið í ljós að tveir
átján ára drengir frömdu morðið
og það komi hvorki spilaskuldum
né skipulagðri glæpastarfsemi við.
Þetta mál herti hins vegar af-
stöðu Jordans til íjölmiðla og á títt-
nefndum blaðamannafundi sínum
sagði hann að þeir hefðu „ekki sam-
úð með venjulegu fólki“.
Faðir Jordans var jafnframt besti
ráðgjafi hans og vinur. Faðir hans
var aldrei langt undan þegar Jordan
kleif hæstu tinda íþróttar sinnar.
Jordan sagði að það væri sér mik-
ils virði að faðir sinn hefði séð sinn
síðasta leik og vitnaði nokkrum sín-
um til þeirra ráða, sem faðir hans
hefði gefið sér. Föðurmissirinn hef-
ur sennilega haft meiri áhrif á
ákvörðun Jordans um að hætta en
hann lætur í veðri vaka. Umfjöllun-
in um spilaskuldirnar hefur ugg-
laust haft einhver áhrif líka, sem
og það að geta ekki komið fram á
almannafæri án þess að eiga á
hættu að vera rifinn á hol af geggj-
uðum aðdáendum.
Einhvern veginn er erfitt að trúa
því að maður, sem sýnt hefur slíka
yfirburði á leikvellinum, skuli geta
hamið sig og ákveðið að hætta.
Hann kvaðst vilja hætta áður en
hann færi að dala. Ef til vill óttað-
ist hann að geta ekki leitt lið sitt
til sigurs í fjórða skiptið í röð. Jord-
an ' getur hins vegar ekki vænst
þess að nú slokkni á sviðsljósinu
eins og hendi væri veifað og hann
geti farið sinna ferða óáreittur.
Þótt Jordan hætti á besta aldri
skilur hann eftir sig metaslóð og,
sem meira er um vert, var hann fær
um að gera hluti, sem enginn gat
leikið eftir, en allir vildu geta gert.
Hann gat stokkið upp við vítateig,
snúið sér í heilhring og troðið bolt-
anum í körfuna; hann lék vörn sem
engill, stal boltanum af andstæð-
ingnum eins og refur og var óstöðv-
andi eins og eimreið. „Ég get ekki
stöðvað hann, bara reynt að vera
fyrir,“ var viðkvæðið hjá þeim, sem
fengu það verkefni að gæta hans á
vellinum.
Vilji hans til sigurs var sagður
óbilandi (nú er hann víst bilaður)
og félagar hans sögðu að hann lyfti
þeim upp á hærra plan. Jordan
hefur niðurlægt margan andstæð-
inginn með yfirburðum sínum og
sagt er að hann hafi lagt varamann
sinn Rodney McCray í rúst á æfing-
um. „Hann öskrar á hann „þú ert
aumingi, þú hefur alltaf verið aum-
ingi!“ og Rodney þorir varla að
skjóta lengur,“ sagði ónefndur leik-
maður Bulls á síðasta keppnistíma-
bili. En Jordan hefði aldrei komist
áfram án þessa vilja og nú er spurn-
ingin hvort viljinn til sigurs er horf-
inn með öllu eða Jordan þurfi að-
eins að safna kröftum áður en hann
heldur til nýrra afreka.
Reutcr
Jordan hefur m.a. verið líkt við Babe Ruth, hornaboltaleikmann, en körfu-
boltahetjan kastaði síðasta boltanum í hornaboltaleik Chicago og Torontó s.l.
þriðjudag og hér undirbýr hann kastið.
Innilegustu þakkir, til allra sem glöddu mig
með margvíslegum hœtti á 90 ára afmceli mínu
23. september sl.
Guðrún Auðunsdóttir frá Stóru-Mörk.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu
mig á 80 ára afmœli minu 28. september sl.
meÖ nœrveru sinni, blómum, gjöfum oggóÖum
kveÖjum.
GuÖ blessi ykkur öll.
Ragna Jónsdóttir.
Ég þakka af alhug, þeim fjölmörgu sem sýndu
mér hlýju og glöddu mig á 100 ára afmceli
mínu hinn 28. september sl. GuÖ blessi ykkur
öll.
Stefanía Einarsdóttir,
Suðurgötu 85,
Hafnarfirði.
O ©
JAFNRÉTTISRÁÐ BÝÐUR TIL
JAFNRÉTTISÞINGS
Á HÓTEL SÖGU DAGANA 14. OG 15. OKTÓBER 1993
fró kl. 10.00-17.00 bóðo dagono
Fimmtudagur:
Kl. 10.15 Setning - Lára V. Júlíusdóttir, formaður Jafnréttis-
ráðs.
Avarp félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðar-
dóttur.
Jaf nrétti i atvinnulif inu - ávarp frá aáilum
vinnumarkaóarins.
Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitenda-
sambands Islands og Benedikt Davíðsson,
forseti Alþýðusambands Islands.
Orðið frjálst - almenn skoðanaskipti.
Kl. 13.15 Staáa kvenna á vinnumarkaði.
Erindi: Kynskipt verkalýðsfélög - árangursrík leið
fyrir konur?
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur.
Hugleiðingar: Elínbjörg Magnúsdóttir, formaður
fiskvinnsludeildar Verkalýðsfélags Akraness og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalist-
ans.
Orðið frjálst - almenn skoðanaskipti.
Kl. 15.45 Konur - stjérnmál - áhrlf - völd.
Erindi: Staða kvenna í stjórnmálum - þörf á nýjum
leiðum?
Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi og Olína Þorvarð-
ardóttir, borgarfulltrúi.
Hugleiðing: Olafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins.
Ávarp: Davíð Oddsson, forsætisráðherrra.
Orðið frjálst - almenn skoóanaskipti.
Föstudagur:
Kl. 10.00 Fjölskyldan, hlutverk kvenna.
Erindi: Hagsmunir og hollustubönd.
Dr. Sigrún Júlíusdóttir, lektor.
Hugleiðingar-. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og
Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur.
Orðið frjálst - almenn skoðanaskipti.
Kl. 13.15 Leiðlr í jafnréttisbaráttunni - Hvaó nú?
Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu
jafnréttismála.
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Kvenréttinda-
félags Islands.
Þorsteinn Antonsson, rithöfundur.
Telma L. Tómasson, fréttamaður.
Orðið frjálst - almenn skoðanaskipti.
Kl. 17.00 Þingslit.
JAFNRÉTTiSÞING IR ÖUUM OPIÐ OG ERU ÞEIR,
SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ KOMA OG HLUSTA Á
ATHYGLISVERÐ ERINDI, TAKA ÞÁTT Í UMRÆÐUM OG
HAFA ÁHRIF Á ÞRÓUN ÞESSA MÁLAFLOKKS,
HVATTIR TIL AÐ SKRÁ SIG.
SKRÁNING Á SKRIFSTOFU JAFNRÉTTISMÁLA
ÍSÍMA 91-27420.