Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Kristbjörg Kjeld og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sínum. Allir synir mínir frum- sýndir í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir eitt af merkustu leikritum Art- hurs Miller „Allir synir mínir“ í nýrri þýðingu Hrafnhildar G. Hagalín, fimmtudaginn 4. nóv- ember. Arthur Miller sló í gegn í heima- landi sínu, Bandarikjunum, árið 1947 með leikritinu „Allir synir mínir“. í kjölfarið kom síðan hvert meistaraverkið á fætur öðru: „Sölu- maður deyr“, „í deiglunni", „Eftir syndafallið", „Gjaldið" og fjöldi annarra verka. Atburðarás leikritsins fer fram á heimili Keller-fjölskyldunnar á ár- unum eftir seinni heimsstyijöld. Joe Keller er verksmiðjueigandi og hef- ur lifað af því að framleiða véla- hluti í flugvélar. Á stríðsárunum hafði fyrirtæki hans framleitt gall- aðar herflugvélar og leiddi það til dauða fjölda flugmanna. Keller var dreginn fyrir rétt og sýknaður af öllum ákærum, en meðeigandi hans hlaut hinsvegar dóm og situr nú á bak við lás og slá, réttlaus og rúinn allri virðingu. Eftir stríð hefur Kell- er tekist að koma rekstri fyrirtækis síns aftur á fót og nýtur nú fyrri virðingar í samfélaginu. „Allir synir mínir" er nú í fyrsta skipti tekið til sýninga í Þjóðleikhús- inu, en leikhúsið hefur áður sýnt flest önnur verk Millers. „Allir syn- ir mínir“ var sýnt af Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó árið 1958 og voru þá Brynjólfur Jóhannesson og Helga Valtýsdóttir í hlutverkum Keller-hjónanna. í sýningu Þjóðleik- hússins fer Róbert Árnfínnsson með hlutverk Joe Keller og Kristbjörg Kjeld leikur Kate Keller konu hans. Hjálmar Hjálmarsson leikur son þeirra og Erla Ruth Harðardóttir leikur unnustu hans. í öðrum stór- um hlutverkum eru Magnús Ragn- arsson, sem nú þreytir frumraun sína á sviði Þjóðleikhússins, Sigurð- ur Skúlason, Lilja Guðnln Þorvalds- dóttir, Randver Þorláksson og Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóri er Þór H. Tulinius og er það frumraun hans sem leikstjóri í Þjóðleikhúsinu, leikmynd gerir Hlín Gunnarsdóttir, búninga hefur Þórunn Elísabet Sveinsdóttir hannað og Björn Berg- steinn Guðmundsson annast lýs- ingu. Nýr hljómdiskur Bryndís Halla Gylfa- dóttir leikur fimm verk ÚT ER kominn hljómdiskur sem íslensk tónverkamiðstöð hefur gefið út í samvinnu við Ríkisút- varpið og með stuðningi frá Sjóvá- Almennum. Þar leikur Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari fimm verk eftir íslensk tónskáld. Diskurinn er gefinn út í tilefni af því að Bryndís bar sigur úr býtum í Tónvakanum, tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins, 1992. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Bryndís Halla Gylfadóttir er löngu orðin landskunn fyrir sellóleik sinn. Hún útskrifaðist frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur 1984, en aðal- kennari hennar þar var Gunnar Kvaran. Þá hélt hún til náms í Banda- ríkjunum og lauk masters-gráðu frá New England Conservatory í Boston, 1989. Bryndís hefur haldið fjölda tón- leika innanlands sem utan, bæði sem einleikari og i samspili. Hún var ráð- in fyrsti sellóleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands 1990. Hún fékk leyfi frá þeirri stöðu þegar henni voru veitt þriggja ára starfslaun frá ís- lenska ríkinu vorið 1993. Verkin á diskinum eru: Hrím eftir Áskel Másson, Eter eftir Hauk Tóm- asson, Dal regno del silenzio eftir Atla Heimi Sveinsson, Psychomachia eftir Þorstein Hauksson, Flakk eftir Hróðmar lnga Sigurbjömsson, Myndir á þili eftir Jón Nordal. Fyrir utan elsta verkið, sem er Hrím eftir Áskel Másson sem er sam- ið 1978, eru öll verkin samin á bilinu 1987-1992. . Marta Guðrún Halldórsdóttir sópr- ansöngkona syngur með Bryndísi í Psychomachia eftir Þorstein Hauks- son og píánóleikarinn Snorri Sigfús Bryndís Halla Gylfadóttir. Birgisson leikur með henni í verkinu Myndir á þili eftir Jón Nordal. Marta Guðrún Halldórsdóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlist- arskólanum í Garðabæ 1987 og ein- söngvaraprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1988. Þá hélt hún til framhaldsnáms við Tónlistarskólann í Múnchen þaðan sem hún lauk diploma-prófi vorið 1991. Marta var við framhaldsdeild skólans næstu tvö ár. Snorri Sigfús Birgisson nam píanóleik og tónsmíðar við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Hann hélt síð- an til framhaldsnáms og lærði í Bandaríkjunum, Noregi og Hollandi. Snorri starfar sem píanóleikari, kennari og tónskáld. Hljómdiskinum fylgir bæklingur á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Myndverk á bæklingi gerði Erlingur Páll Ingvarsson myndlistar- Bach-fj ölskyldan ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Johann Sebastian Bach var snillingur og ekki nóg með það, heldur einstakur meðal þeirra sem með réttu geta borið þá nafngift. Það er og athyglisvert að margir í fjölskyldu hans, bæði forverar, frændur og afkomendur voru miklir listamenn á sviði tónlistar. Orgelleikur varð snemma mikil- vægur þáttur í lúthersku mess- unni og var auk þess bæði ódýr og áhrifamikill í hljóman. Þessi hagkvæma lausn er talin hafa haft mikil áhrif á þá þróun í orgel- tækni, sem reis hvað hæst í Þýskalandi. Johann Sebastian Bach er „síðasti" arftaki þessa orgelríkis og mestur snillingur þeirra, sem þar réðu áður ríkjum. Tónskáldskapur hans er af aug- ljósum ástæðum orðinn efni til mikilla vísindarannsókna, bæði snilldarverk hans og þau sem síðri eru og jafnvel verk ranglega eign- uð honum. Svo sem hann var ein- stakur tónlistarmaður, er og saga fjölskyldu hans stórmerkileg og einstök, því margir stórsnillingar hafa í reynd átt erfítt með að vera samtímis uppalendur og listamenn. Nótnahefti Önnu Magdalenu, sem var seinni kona meistarans, er sérkennilegt fjöl- skyldualbúm og þó lítið sé með vissu vitað um einstök tónverk í heftinu eru þar nokkur sem ekki leikur vafi á, að eru eftir Bach. Síðstliðinn sunnudag var boðið upp á skemmtilega (fjölskyldu)- tónleika í félagsheimilinu Kirkju- hvoli í Garðabæ, en þar léku og sungu Anna Margrét Magnús- dóttir semballeikari og Erna Guð- mundsdóttir sópransöngkona verk úr Nótnabók Önnu Magdalenu Bach og Reynir Axelsson greindi frá ýmsu sem vitað er um bókina og þau tónverk sem leikin voru á tónleikunum. Flestir sem lært hafa á píanó þekkja nokkur lög úr þessu hefti og mörg þeirra hafa verið eignuð Bach, en síðari athuganir hafa leitt í ljós, að lík- lega sé þar eitthvað til skáldað. Nokkur verk eru þar, sem víst er að eru eftir meistarann, eins og t.d. partítur og aríur, sem Bach notaði í ýmsum verkum og til eru. Flutningur Önnu og Ernu var mjög vel framfærður og Reyni tókst að draga fram ýmislegt, sem fella má inn í þá sérstæðu fjöl- skyldumynd, þar sem þessi bók liggur frammi á borðstofuborðinu gestum og fjölskyldu til ánægju. Mestur vegur var í leik Önnu Margrétar í þáttum úr annarri af tveimur partítum, sem eru fremst í síðara heftinu, þætti úr franskri svítu og stefinu úr Goldberg-til- brigðunum. Erna söng mjög vel það sérstæða lag, Bist du bei mir og sömuleiðis tónles og aríu, Schlummert ein, úr kantötunni Ich habe genug, sem er nr. 82 og var fyrst flutt 2. febrúar 1727. Þessi kantata er upphafleg samin fyrir bassarödd, óbó, strengi og basso continuo, en er einnig til umrituð fyrir sópran og alt. Þrátt fyrir að tónleikarnir væru óform- legir og gestum ætlað sæti við kaffiborð með tilheyrandi meðlæti í kökum og góðgæti, voru þetta sérlega skemmtilegir tónleikar, vel uppfærðir og um margt fróð- legir. Jólamatur, gjafír og föndur í byrjun aöventu, mibvikudaginn 1. desember nkv fylgir blaöauki Morgunblaöinu sem heitir Jólamatur, gjafir og föndur. í þessu blaöi veröur fjallaö um matargerö, bakstur fyrir jólin og birtir hátíöamatseölar frá kunnum matreiöslumeisturum. Þá veröa viðtöl við nokkra vel valda heimiliskokka sem leyfa lesendum að líta í uppskriftabækur sínar. Uppskriftir í blaöaukanum eru fengnar frá fagfólki og margar samdar sérstaklega fyrir hann. Jólaföndur af öllu tagi verður að finna á síðum blaðaukans, bæði fyrir litlar hendur og stórar, gjafir og heimilisskraut. Þá verður ýmislegt annað í blaðaukanum, sem kemur lesendum til góöa í undirbúningi jólanna. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaöauka er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 22. nóvember. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Gubmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 691111 eða símbréfi 691110. fWurgttiiMúMlí - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.