Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
15
Breytileiki þorskstofnsins
eftirPál
Bergþórsson
Svo virðist sem þorskur 9 ára og
eldri hafi síðustu áratugi átt meiri
þátt í að halda stofninum við en tal-
ið hefur verið, þó að þessir aldurs-
flokkar séu stórum fáliðaðri en yngri
kynþroska fiskar sem til þessa hafa
verið taldir veigamikill hluti hrygn-
ingarstofnsins. Ef þetta er rétt er
nauðsynlegt að gæta hófs í veiðum
á eldri fiski ekki síður en ungfiskin-
um. Til þess þyrfti að breyta áhersl-
um í fískveiðistefnunni. Minnt er á
rannsóknir Jóns Jónssonar á áhrifum
loftslags á þorskstofninn.
Aldur þorsksins og nýliðun
Fyrst er hér athugað samhengi
nýliðunar og samtímis fjölda þorska
á ýmsum aldri, og er þá unnið úr
skýrslum sem Gunnar Stefánsson
tölfræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun hefur nýlega birt (Notes on
the stock-dynamics and assessments
of the Icelandic cod, 1992). Athugað
er tímabilið 1965-1986 þegar sjór
var fremur jafnkaldur og mikil sókn
á miðin. Stærð aldursflokksins og
nýliðunin eru í hvert skipti metin sem
meðaltöl, þannig að auk ársins sem
um er að ræða eru tekin með árin
næst á undan og eftir. Síðan er reikn-
að út hvað þessi nýliðun fylgir vel
eftir stærð þeirra árganga sem eru
á aldrinum þriggja til þrettán ára.
Það skal tekið fram að hlutfallsleg
stærð hvers árgangs er í þessari
grein metin eftir því hvað hún er
mikii þegar árgangurinn er fimm til
sjö ára, til að forðast að nokkru leyti
þá ónákvæmni sem verður í talning-
unni þegar árgangurinn er orðinn
mjög fáliðaður á efri árum. Niður-
staðan verður þessi:
Fylgni nýliðunar við fjölda þorska:
3ja-5 ára -0,34
4ra-6 ára -0,38
5- 7 ára -0,37
6- 8 ára . -0,06
7- 9 ára 0,41
8- 10 ára 0,68
9- 11 ára 0,77
10- 12 ára 0,53
11- 13 ára 0,16
Fylgnitölurnar taka reglulegum
breytingum eftir aldri, eru í hámarki
þegar þorskurinn er 9-11 ára. Þetta
er bending um að niðurstaðan sé
marktæk, enda er 0,77 þokkaleg
fylgnitala út af fyrir sig.
Spyija má hvernig það geti verið
að fylgni nýliðunar við 3-7 ára þorsk
sé neikvæð. A því er þó fremur ein-
föld skýring. Ef það er rétt að 9-11
ára þorskur eigi mestan þátt í hrygn-
ingunni má hugsa sér eftirfarandi
dæmi. Segjum að af óútskýrðum
ástæðum, til dæmis vegna heppilegra
aðstæðna í sjónum, verði viðkoma
þorsks venju fremur mikil 1-3 ár í
röð. Þegar þessir stóru árgangar eru
komnir á hrygningarskeið 9-11 árum
síðar hlýtur nýliðunin að verða aftur
mikil, en rétt í meðallagi þess á milli,
til dæmis þegar þessi nýja stóra kyn-
slóð er um það bil 5 ára. Þá er kom-
in þessi atburðaröð:
Fyrsta ár: Miðlungs 5 ára stofn,
mikil nýliðun.
Fimmta ár: Stór 5 ára stofn, miðl-
ungs nýliðun.
Tíunda ár: Miðlungs 5 ára stofn,
mikil nýliðun.
Fimmtánda ár: Stór 5 ára stofn,
miðlungs nýliðun.
Það leynir sér ekki að neikvæð
fylgni hlýtur að vera milli 5 ára
stofns og nýliðunar á þessu tímabili.
Til að koma þessari keðjuverkun af
stað þarf þá aðeins tilviljunarkennda
og tímabundna breytingu nýliðunar
í fá ár. Það sem hér hefur verið sagt
gæti skýrt þá staðreynd að oft virð-
ist stofnstærð þorsksins breytast
reglulega á áratugar fresti.
Breytt mat á hrygningarstofni
Sé það nú rétt að þorskurinn fari
ekki að skila neinni nýliðun að ráði
fyrr en 9 ára, má reyna hvernig það
gefst að telja ekki með yngri físk en
9 ára, þegar hrygningarstofn er
metinn. Fyrir þessari forsendu hef
ég enga réttiætingu aðra en ofan-
greinda reynslu, en á Hafrannsókna-
stofnun fer nú fram rannsókn sem
kann að varpa ljósi á þetta þýðingar-
mikla mál. En það er forvitnilegt að
sjá niðurstöðuna.
Efra línuritið á fyrstu mynd sýnir
hrygningarstofn árin 1965-1986,
metinn eftir hefðbundinni aðferð. Þá
4. mynd. Samhengi hrygningar-
stofns 9 ára og eldri (þúsundir tonna)
og nýliðunar (milljónir fiska)
260
Fylgni 0,89
140 160 180 200 220 240 260 280
9-14 ára hrygningarstoln
er talin saman þyngd alls kynþroska
fisks hvert ár, eins og hún reiknast
á hrygningartíma, keðjubundin
þriggja ára meðaltöl í þúsundum
tonna. Neðra línuritið sýnir nýliðun-
ina í milljónum físka þremur árum
eftir hrygninguna, keðjubundin með-
altöl. Þarna fer hrygningarstofninn
minnkandi með árunum, en nýliðunin
minnkar ekki nærri því eins mikið,
og hámörkin á þessum tveim línurit-
um eru á misjöfnum tíma. Fylgni er
þess vegna engin, reiknast bókstaf-
lega 0,00.
Önnur mynd sýnir á samfellda
línuritinu stofninn eins og hann telst
eftir breyttu aðferðinni, en þá er
reiknaður samanlagður þungi kyn-
þroska fisks 9 ára og eldri, án þess
að draga frá það sem búið er að
veiða á hrygningartíma. Þetta eru
líka keðjubundin þriggja ára meðalt-
öl. Neðra línuritið sýnir hins vegar
nýliðunina í milljónum fiska þremur
árum eftir hrygninguna, keðjubundin
meðaltöl. Þessi línurit fylgjast ótrú-
lega vel að, enda reiknast fylgni 0,89.
A þriðju mynd er sýnt á annan
hátt, með deplariti, samhengið milli
hrygningarstofnsins, eins og hann
hefur verið reiknaður hingað til, og
nýliðunar. Hver punktur á við hrygn-
ingarstofninn beint fyrir neðan á lá-
rétta kvarðanum og nýliðunina á lóð-
rétta kvarðanum. Fylgnin er engin,
engin hneigð til þess að nýliðun vaxi
þó að hrygningarstofninn stækki.
A fjórðu mynd er aftur á móti
sýnt samhengi milli stofnsins 9 ára
og eldri og samtímis nýliðunar. Nú
bregður svo við að deplarnir raða sér
furðu vel að beinni línu, svo vel að
á þessu kalda tímabili með mikilli
sókn getur ekki verið um tilviljun
að ræða. Aðeins í eitt skipti er meira
en 10% munur á nýliðun og áætlun
eftir línuritinu.
Samkvæmt þessari reyrtslu er
mögulegt að spá um meðalnýliðun
þorsksins nokkur ár fram í tímann
ef vitneskja er um stærð aldursflokk-
anna 9 ára og eldri. Á fimmtu mynd
er sýnd keðjubundin þriggja ára nýl-
iðun árin 1965-1986, og spá um
nýliðun fyrir 1965-1993. Eftir henni
að dæma ætti nýliðun árin 1992-
1994 eða svo að komast í sæmilegt
horf, þó að hætt sé við að bati sá
verði tímabundinn ef ekki kemur
annað til. Þegar verið er að ganga
frá þessari grein berast fregnir af
því að seiðarannsóknir á þessu ári
kunni að lofa góðu. Það er í sam-
ræmi við þessa spá.
Ef svo reynist sem hér lítur út
fyrir að þáttur eldri þorskanna í
hrygningu sé tiltölulega mikill er
athugandi, að minnsta kosti eins og
sakir standa, að hlífa þeim hæfilega
við veiði, einnig þeim aldursflokkum
sem eru að nálgast þennan fijósama
aldur. Sú stefna að vernda sérstak-
3. mynd. Samhengi hrygningar-
stofns (þyngd alls kynþroska fisks í
þúsundum tonna) og nýliðunar (milljónir
fiska)
260-----------------------------
• . ‘
240-.--------------■------------
■
■
220.......-..-..*............i—
• ■
c
■§ 200—.---;-----------------------
| ■ ■ .
180------------•----------------
■
■
160—r-------!-----■-------------
Fylgni 0,00
r..i..t..r—i—r....r—i—r—r—r
200 250 300 350 400 450 500 550 600 650 700
Hefðbundinn hrygningarstofn
6. mynd. Stykkishólmshiti og ver-
tiðarhlutir við ísland. Báðar línurnar
Stykkishólmshiti, áætlaður
2 — eftir ísafari fyrir 1823 (Páll _------
Bergþórsson), en síðan
eftir mælingum
1 --T-T-r-T~r~r'i'~-rT~r--r'i-r-i-T~r~T'
1600 1700 1800 1900 2000
Páll Bergþórsson
„Ef svo reynist sem hér
lítur út fyrir að þáttur
eldri þorskanna í hrygn-
ingu sé tiltölulega mikill
er athugandi, að minnsta
kosti eins og sakir standa,
að hlífa þeim hæfilega við
veiði, einnig þeim aldurs-
flokkum sem eru að nálg-
ast þennan frjósama ald-
ur.“
lega ungþorskinn og beina þar með
veiðunum aðallega að hrygningar-
físki og verðandi hrygningarfiski að
svo miklu leyti sem kvótinn leyfír
hlýtur að teljast ófullnægjandi. En
vitaskuld má ekki heldur slátra ung-
viðinu nema í hófi. Það þarf að hlífa
öllum aldursflokkum, þegar stofninn
er orðinn lítill.
Áhrif loftslags á þorskveiðar
Þó að hér hafí því verið haldið
fram að að minnsta kosti síðustu
áratugina hafi fjöldi þorska 9 ára
og eldri ráðið mestu um viðkomuna,
er ekki þar með sögð öll sagan af
náttúrlegum lífsskilyrðum þorsksins
á Islandsmiðum. Rannsóknir Jóns
Jónssonar fyrrverandi forstjóra Haf-
rannsóknastofnunar á þorskveiðum
á árunum 1600-1882 með tilliti til
athugana minna á ísafari og hitafari
á sama tímabili benda til þess að
loftslag valdi miklu um fískgengd.
Það samhengi má sjá á 6. mynd. Þar
má heita að allar sveiflur í hita og
afla fylgist að. Eftir að hitamælingar
hófust upp úr 1820 virðast þó hita-
breytingar koma um 5 árum á undan
breytingum í afla. í framhaldi af því
má geta þess að hitafar síðustu
þriggja ára 1990-1992 hefur verið
svipað og á hlýindaskeiðinu 1931-
1960 á Spitsbergen og Bjarnarey,
en það tekur nokkur ár að þaðan
berist þau áhrif til Islands þó að hér
verði ekki farið nánar út í það. Með
öllum fyrirvörum má telja að þetta
veki nokkrar vonir um allgott árferði
í sjónum við ísland á næstunni.
Höfundur er veðurstofusijóri.
HVERFAFUNDIR BORG ARSTJÓRA 1993 1
| nnranH MsRrlw Komdu hugmyndum þínum á framfæri við Markús Örn Antonsson borgarstjóra millilibalaust Árbæjar- og Seláshverfi Mibvikudagur 3. nóvember kl. 20.30 í félagsmiðstöðinni Árseli við Rofabæ. Á fundunum veröa sýnd líkön, litskyggnur og skipulagsuppdráttur. Fundarstjóri: Dr. Einar Stefánsson Fundarritari: Guðrún Theódórsdóttir REYKJAVÍK ÖFLUC BORC í ÖRUGGUM HÖNDUM W A Þm skobun skiptir máli! 1