Morgunblaðið - 03.11.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 03.11.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 17 ýmsum ástæðum og ber þar mest á börnum er þurfa háls-, nef- og eyrnaaðgerða við og einnig koma þangað mörg börn vegna höfuðá- verka. Því væri eðlilegt að opnuð væri lítil eining þar til að sinna þessum verkefnum og er langt síð- i an sú þörf blasti við. Líklegt er að einhveijum þyki lítil barnadeild, u.þ.b. 10 rúm, óhagkvæm rekstr- areining, en svo þarf ekki að vera, því um mjög sérhæfða þjónustu yrði að ræða. Reynsla frá barna- I deild FSA á Akureyri sýnir að þar hefur verið unnið mjög markvisst og þarft starf, en sú deild hefur 10 rúm. Börn eiga ennfremur rétt á því að barnalæknar og barna- hjúkrunarfræðingar séu starfandi við slysadeild Borgarspítalans, þar sem þúsundir barna koma árlega. ítrekað er, að skoða þarf frek- ari verkaskiptingu bamadeild- anna. Með fullri virðingu fyrir því starfi sem unnið er á öðrum sjúkrahúsum, er hér fullyrt að Bamaspítali Hringsins á Landspít- ala getur sinnt öllum bráðavöktum á höfuðborgarsvæðinu ásamt meirihluta þeirrar sérhæfðu þjón- ustu sem nú er sinnt á barnadeild- inni á Landakoti. Svo væri hægt með frekari hagræðingu er tæki mið af breyttum þörfum skjólstæð- inga spítalans sem raktar hafa . verið hér að framan. ' Það væri skref aftur á bak ef peningar væru settir í að byggja upp stóra sérhæfða deild fyrir börn á Borgarspítala og bygging Barnaspítala tefðist. Því skulum við ekki láta slíkt gerast, heldur vinna að stefnu í heilbrigðismálum barna og unglinga sem stuðlar að einni sterkri sjúkrastofnun. Við þurfum stefnu í heilbrígðis- málum barna og unglinga nú þeg- ar. Höfundur er hjúkrunarkennari og hjúkrunarframkvæmdastjóri. > _____________________________________ hefur því valdið sjávarútveginum og þar með þjóðinni óbætanlegum skaða. Með áframhaldandi núll- I stefnu stefnum við Islendingar á sömu braut og Færeyingar. Það er því gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld snúi blaðinu við og gefi framleiðslunni meira svigrúm en neyslunni. Það verður ekki gert á annan hátt en að sjávarútvegurinn verði rekinn á heilbrigðum grund- velli og honum leyft að byggja upp eiginfjárstöðu sína. Öll aukin skattlagning á sjávarútveg er því ekki umræðunnar verð. Sjávarút- vegurinn er stóriðja okkar íslend- inga og því er mikilvægt að þjóð sem lifir af fiski láti sér annt um sjávarútveg og sýni það í verki. Höfundur starfar /yá Samstarfsnefnd atvinnugrcina í sjávarútvegi (SAS). h HÓTEL LEIFUR EIRÍKSSON Skólavörðustíg 45 Reykjavík sími 620800 Fax 620804 Hagkvæm gisting í hjarta borgarinnar- Einst.herb. kr. 2.800 Tveggja m. herb. kr. 3.950 Þriggja m. herb. kr. 4.950 Morgunverður innifalinn Sængurlega: Hvíld eða vinna eftir Höllu Halldórsdóttur Miklar umræður eru alltaf úti í þjóðfélaginu um reynsluna af því að eignast barn, um fæðinguna og sængurleguna. Einkum hefur verið mikil umræða undanfarið vegna aukins fæðingafjölda og aukins álags á fæðingarstofnunum sér- staklega hér í Reykjavík. Sængur- legan er mikilvægur tími fyrir ný- orðna foreldra sem eru að kynnast sínu barni, læra að umgangast það og annast. Mikilvægt er að aðstand- endur sængurkvenna geri sér ljóst að fæðingin og að liggja á sæng er vinna. Hvíldin er þess vegna mikilvæg á þessum tíma fýrir hina nýorðnu móður. Vitað er að tengsla- myndun foreldra og barns, sérstak- lega móður og barns, er viðkvæm fyrir truflunum. Einnig getur þreytt móðir minna sinnt sínu barni. Stór þáttur í þessu ferli er bijóstagjöfin að henni þarf að hlúa einkum fyrstu dagana eftir fæðingu. Sængurlega Á síðustu árum hafa miklar breytingar orðið á sængurlegu. Hér áður fyrr lágu konur að mestu rúm- fastar í 7-10 daga eða jafnvel leng- ur. Var þetta oft eina hvíld móður- innar og mikil áhersla lögð á leg- una. Reynslan sýndi hins vegar að þessi mikla lega varð oft til þess að konur voru slappari og fengu frekar fylgikvilla eins og t.d. blóð- tappa. Ljósmæður sáu á þeim tíma að mestu um börnin fyrir mæðurnar og reglur varðandi bjóstagjöf og umönnun barns voru stífari. í dag er hlutverk ljósmóðurinnar meira í þá átt að fræða. Sjá um og vera leiðbeinandi og styðjandi til að sængurkonur geti að mestu sinnt sínu barni sjálfar og séu vel undir- búnar þegar komið' er að heimferð. Sömu störf eru þó hjá sængurkon- um í dag og áður var en á styttri tíma, vinnan er aðallega fólgin í umönnun barns og bijóstagjafa- tímar eru fleiri en áður eða eftir þörfum bamsins sem getur jafnvel verið á 2ja tíma fresti. Sængurkon- ur sjá að mestu um sín börn sjálfar með aðstoð ljósmóður því sængur- konan þarf að öðlast öryggi og sjálfstraust með barnið og þar með betri andlega og líkamlega líðan hjá sjálfri sér þegar komið er að heimferð. Vinna sængurkonunnar hefur því aukist þó sængurlegan hafi styst. Einnig verður að hafa í huga andlega líðan hjá sængurkon- um. Mikilvægt er að þær sjálfar og aðstandendur þeirra geri sér grein fyrir þeim breytingum sem verða eftir fæðingu og eru eðlilegar og veiti þeim stuðning. íjóðfélagsmyn- strið hefur breyst mikið á örfáum árum. Ömmurnar vinna úti og stuðningur fagfólks er æ mikilvæg- ari. Halla Halldórsdóttir Töluverður áhugi er orðinn á því hjá sængurkonum sem eiga full- burða og heilbrigð börn að fara fyrr heim. Til er samningur milli Ljósmæðrafélags íslands og Trygg- ingarstofnun ríkisins sem kveður á um að konur er fara heim innan 24 klst. geta fengið þjónustu frá ljósmóður. Samvera móður og barns Mikið hefur verið lagt upp úr því að móðir og barn séu sem mest saman jafnt að nóttu sem degi. Mikilvægt er að sængurkonur og ljósmæður vinni saman og óskir sængurkonunnar og fagleg ráðgjöf ljósmóðurinnar fari saman t.d. varð- andi það hvort barnið sé hjá móður eða á barnastofu yfir nóttina, en rannsóknir sýna að barn er jafnvel rólegra hjá móður en í birtu og „hávaða“ á barnastofu. Ekkert er þó algilt í þessum efnum. Heimsóknartímar Eins og áður er minnst á er sængurlegan vinna. Þurfa allir að taka höndum saman, aðstandendur sem starfsfólk á sængurkvenna- deildum og gera þennan tíma sem léttastan og ánægjulegastan fýrir sængurkonur. Hægt er að gera það á margan hátt s.s. að konan fái að hvílast á þeim hvíldartímum sem settir eru og að heimsóknartímar séu virtir. Oft eru allt of margir S heimsókn í einu. Það getur verið mjög þreytandi og erfitt fyrir konur að fá 5-7 heimsóknargesti til sín á einni klukkustund, engin kona getur notið þess. Æskilegast er að fólk skiptist á að koma í heimsókn og ættu nánustu ættingjar að ganga fyrir fyrstu dagana. Einnig má benda á að konum eru færðar hinar ýmsu gjafir á sæng- ina, en blómagjafír hafa verið mikl- ar og væri nær að konan fengi eitt- hvað af blómum heim til sín til að njóta þeirra þar, því engin sængur- kona hefur ánægju af t.d. fimm blómavöndum á sínu litla náttborði (hægt er að fá gjafakort í blóma- búðum). Sængurlegan er bæði hvíld og vinna. Hvíld verður líka að nást til að hægt sé að sinna þeirri vinnu sem fram fer í sængurlegunni, sem er yfirleitt 5 dagar. Taki allir tillit til þess þá er nokkuð tryggt að hin nýorðna móðir getur notið sængur- legunnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og (jósmóðir og starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á deild 22B Landspítala. IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI Yaxtalækkun: Hagsmunir almennings og fyrirtækja Upplýsingafundur viðskiptaráðuneytisins miðvikudaginn 3. nóvember kl. 20.30 í Átthagasal Hótels Sögu Ríkisstjórnin hefur kynnt samræmdar aðgerðir til lækkunar vaxta. Með þeim hyggst ríkisstjórnin brjóta blað í vaxtaþróuninni. Eðlilegt er að almenn- ingur og forsvarsmenn fyrirtækja leiti svara við eftirfarandi spurningum: Munu vextir af húsbréfum lækka? Munu fjárfestingar í atvinnulífi aukast? Hvað lækkar skuldabyrði heimilanna mikið? Hver verða áhrif vaxtalækkana á afkomu fyrirtækja? Á fundinum verða aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum útskýrðar og síðan munu sitja fyrir svörum aðilar frá bönkum og sjóðum, úr atvinnulífi og húsnæðiskerfinu. Inngang flytur viðskiptaráðherra, Sighvatur Björgvinsson. Auk þess munu eftirtaldir sitja fyrir svörum fundargesta: Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands fslands, Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Finnur Sveinbjörnsson, formaður nefndar um vaxtamyndun á lánsfjármarkaði, Grétar J. Guðmundsson, forstöðumaður hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Pétur Blöndal, stærðfræðingur, Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands og Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hjá Seðlabanka íslands. Fundarstjóri verður Baldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna. Fundurinn er öllum opinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.