Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 21 AF INNLENDUM VETTVANGI GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Heil atvinnugrein í húfi ÍSLENSKUR skipasmíðaiðnaður stendur höllum fæti og Sighvat- ur Björgvinsson iðnaðarráðherra segir að nánast sé um hrun í greininni að ræða. Innlend markaðshlutdeild í nýsmíði og endur- bótum skipa hefur fallið úr 70% 1983 í 8% á síðasta ári og mikl- ir erfiðleikar blasa við fyrirtækjum í greininni. Stálvík í Garðabæ varð gjaldþrota haustið 1990, Vélsmiðjan Seyðisfirði hefur verið lýst gjaldþrota, Slippstöðin á Akureyri er í greiðslustöðvun og önnur fyrirtæki, eins og Stálsmiðjan og Þorgeir og Ellert á Akra- nesi berjast í bökkum. Verkefnastaða skipasmíða- stöðva er afar slæm og kenna menn ekki síst um ójafnri sam- keppnisstöðu við Norðmenn og Pólverja og of mikilli afkastagetu. Nýlega bárust upplýsingar um umfangsmikla íjárfestingarstyrki til skipasmíðastöðva í Norður- Noregi að upphæð 1.850 millj. ísl. kr. sem koma tii viðbótar mikl- um framleiðslustyrkjum í norsk- um skipaiðnaði, sem nema 13% af nýsmíði þar í landi. Ríkisstjórn- in hefur falið utanríkisráðherra að mótmæla því við norsk stjórn- völd að skipasmíðaiðnaðinum þar í landi sé sköpuð með þessum hætti yfirburðastaða yfir skipa- smíðaiðnað í öðrum löndum. For- svarsmenn í skipasmíðaiðnaði hafa krafíst þess að jöfnunargjöld verði lögð á innflutt skip og endur- bætur skipa erlendis og iðnaðar- ráðherra lýsti því yfir á fjölmenn- um fundi starfsmanna Stálsmiðj- unnar með alþingismönnum, ráð- herrum og borgarfulltrúum sl. fimmtudag að unnið væri að und- irbúningi þess að leggja á slík gjöld. Það kom fram í máli Sighvats Björgvinssonar iðnaðarráðherra á fundinum í Stálsmiðjunni sl. fimmtudag að nýsmíði og endur- bætur á skipum hérlendis á árinu 1987 námu rúmum 3,1 milljarði kr. en eru nú komnar niður í 683 milljónir á þessu ári sem er sam- dráttur upp á 75%. Veltan í skipa- smíðaiðnaði var 1987 rúmir 4,2 milljarðar kr. en var í fyrra 2.053 milljónir kr. sem er samdráttur um 52%. Rekstrartap í skipa- smíðaiðnaði nam á síðasta ári 8,3% af tekjum og eiginfjárhlut- fallið er orðið hættulega lítið. Gölluð útboð Iðnaðarráðherra segir að or- sakirnar fyrir hruni í skipasmíða- iðnaði séu fyrst og fremst ríkis- styrkir erlendis. Hins vegar sé það einnig stór þáttur í þessu ferli hvernig íslenskir útgerðarmenn hafi hagað sínum útboðum. Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra hefur sagt að íslenskir útgerðar- menn hluti ekki í sundur útboð þegar þeir bjóða út skipasmíða- verkefni. Þess vegna hafi íslensk- ir framleiðendur tækjabúnaðar ekki getað boðið í skipin og verk- efnin farið til útlanda. Hann hefur gert það að tillögu sinni að beina þeim tilmælum til útgerðarmanna hér landi að þeir kaupi innlendan tækjabúnað þegar þeir láta smíða skip erlendis. Iðnaðarráðherra segir að geng- isskráning hafi yfirleitt verið skipasmíðaiðnaði afar óhagstætt. Hann sagði að það væri að sjálf- sögðu einnig orsakaþáttur að Fiskveiðasjóður skuli lána til verk- efna sem eru unnin erlendis. Á síðasta ári var samþykkt að lækka lánahlutfall Fiskveiðasjóðs til skipasmíða erlendis úr 65% í 46%. Iðnaðarráðherra segir að þessi lækkun hafi ekki haft mikil áhrif og líkast til verið of lítil. Hann kveðst hafa heyrt því fleygt að til standi að hækka lánshlutfallið á ný og hann muni beita sér gegn þvL Á fundinum í Stálsmiðjunni sagði iðnaðarráðherra að sér þætti óeðlilegt .að opinberir fjár- festingarlánasjóðir á íslandi láni peninga skattgreiðenda til þess að fjárfesta í niðurgreiddum er- lendum skipasmíðaverkefnum. Halldóri Blöndal samgönguráð- herra og iðnaðarráðherra var falið af ríkisstjórninni að fjalla um hvort fella ætti út ákvæði í hafna- lögum um allt að 40% kostnaðar- þáttöku ríkissjóðs við gerð nýrra skipalyfta í landinu og varð það að samkomulagi milli ráðherranna að þetta ákvæði í lögunum yrði ekki framkvæmt. Um það verður síðan tekin ákvörðun á Alþingi hvort rétt sé að breyta þessum lögum. Iðnaðarráðherra sagði ljóst að ekki yrði farið út í bygg- ingu nýrra dráttarbrauta á næst- unni. Skúli Jónsson forstjóri Stál- smiðjunnar segir að ytri skilyrði iðnaðarins séu betri nú en oft áður. Þau séu þó fyrst að skapast núna og komi alltof seint fyrir fyrirtækin. Myndin sem við blasti í skipasmíðaiðnaðinum væri allt önnur ef þessi sömu skilyrði hefðu skapast strax 1989. Skúli fagnaði þeim orðum iðnaðarráðherra að hann myndi beita sér gegn fjölgun fyrirtækja í greininni. Samningsstaða Iðnaðarráðherra segir að skýrsla starfshóps um ríkisstyrki í skipasmíðaiðnaði sé undirstaðan fyrir því að lögð verði jöfnunar- gjöld á erlendar skipasmíðar. Hann segir það talsvert vanda- samt að byggja upp rök fyrir slíkri lagasetningu en þó sé það gert í í nvamifli oa endurbótum skioa 1983-1992 Oi—i—r—i—i—i—i—i—i—r 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 skýrslu þessa starfshóps. „í ríkis- stjórninni 18. maí sl. var þetta lagt fram og ákveðið að hefja undirbúningsvinnu að því að leggja á slík gjöld og þá vinnu er verið að vinna í fjármálaráðu- neytinu,“ sagði iðnaðarráðherra. Örn Friðriksson formaður Fé- lags járniðnaðarmanna segir eng- an vafa leika á því að það þurfi að leggja á jöfnunargjöld og það sé skammur tími til stefnu. Það sé ekki hægt að leysa vanda skipasmíðaiðnaðarins með því að lækka laun starfsmanna og opin- ber framlög til greinarinnar hafi ekki nýst. Vandamálið sé verk- efnastaðan. Örn segir af og frá að Islendingar eigi að fara í sam- keppni um niðurgreiðslur og ríkis- styrki við auðugar þjóðir sem geti leyft sér slíkt. Hins vegar ættu íslendingar að vera óhræddir við að setja á jöfnunargjöld. „Það má vel vera að því verði mótmælt en þá erum við fyrst komnir með samningsstöðu þar sem við getum rakið hvaða áhrif undirboð og styrkir hafa haft á þess^a mikil- vægu atvinnugrein á íslandi," segir Örn. Hann kveðst þó alls ekki vera viss um að jöfnunar- gjöldunum verði mótmælt. Örn fullyrðir að erlendir viðsemjendur íslendinga í EES-samningunum eigi bágt með að skilja hve ,bók- staflega íslendingar taki öllum reglum í samskiptum ríkjanna. „Við erum að fara í fyrsta sinn út í þetta stóra samfélag og tökum öllu sem bókstafstrúarmenn. Aðr- ar þjóðir nýta sér allar smugur allt þar til þær eru tilneyddar til að gefa eftir. Þetta er bara spurn- ing um -pólitík og taktík, en hana skortir algerlega hjá Islending- um, “ segir Örn. Örn segir að aðeins nokkrar vikur séu til stefnu til að rétta við hag fyrirtækja í skipasmíða- iðnaði. Það leysi ekki vanda skipa- smíðaiðnaðarins að öllu leyti að leggja á jöfnunargjöld. Stjórnvöld þurfi að gera sér skýra grein fyr- ir því að afkastagetan er of mikil og hagræðing verður að koma til innan fyrirtækjanna eða samein- ing. Staða fyrirtækjanna sé slík að ekki verði beðið með aðgerðir. „Uppstokkun í greininni er nauð- synleg og mér sýnist að stjórn- völd hafi það í hendi sér að knýja fram í fyrirtækjunum, sem eiga ekki margra kosta völ, uppstokk- un, gegn því að lögð verði á jöfn- unargjöld meðan stætt er á því, nákvæmlega eins og lögð eru á jöfnunargjöld á súkkulaði og kex samkvæmt sömu lagagrein. Það er heil atvinnugrein í húfi og þá geta þjóðir gripið til neyðarráð- stafana,“ segir Örn. Þannig vora tilboðin Tilboð íslendinga og samkeppnisþjóðanna í endurbætur á nokkrum íslenskum skipum, Milljónir kr. ♦ F f Island D Danmörk N Noregur Þ Þýskaland H Holland..... B Bretland 180 170 Hin helgu vé kennd í sænskum skólum SÆNSKA kvikmyndastofnunin hefur látið útbúa kennslugögn um kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hin helgu vé, og er áformað að nota myndina til kennslu í sænskum skólum næsta vetur til að sýna nemendum listræna umfjöllun um kynhvöt sem vaknar á viðkvæmu þroskaðskeiði ungmennis og skapa umræð- ur um þau tímamót. Er þetta gert í kjölfar þess að myndin, sem nefnist „Pojkdrömmar" á sænsku, var sýnd á ráðstefnu sænskra kennara í Visby á Gotlandi 29. október sl. Hin helgu vé verður frumsýnd í Svíþjóð á Kvikmyndahátíðinni í Stokkhólmi 19. nóvember nk. en myndin fékkst forsýnd á ráðstefnu um hundrað kennara í Gotlandi sem allir hafa langa reynslu af að nota kvikmyndir við kennslu. Bo Jonsson, framleiðandi myndarinn- ar, var viðstaddur sýninguna ásamt Klas Viklund, fulltrúa Sænsku kvikmyndastofnunarinn- ar sem heldur utan um kennslu- þátt kvikmynda innan hennar. Vekur spurningar um lífsgildin Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni líkaði kennurunum myndin vel og ræddu um margvís- lega möguleika hennar í kennslu við framleiðandann, ásamt því að kynna sér efni sem Sænska kvik- myndastofnunin hefur útbúið til hagræðis við kennsluna. Kennar- arnir töldu kvikmynd Hrafns vekja athyglisverðar spurningar um lífs- gildin og vandmeðfarin efni á borð við ást og kynlíf, auk þess að vera góður umræðugrundvöllur um ís- lenska menningu, víkingaöldina og vanda dreifðra byggða. Meðal þess efnis sem Sænska kvikmyndastófnunin hefur útbúið Frumvarp um eft- irlaunaréttindi Þingflokks- formaður- innandvígur ÝMSIR stjórnarþingmenn og ráðherra lýstu í umræðum á Alþingi stuðningi við laga- frumvarp um eftirlaunarétt- indi launafólks sem þrír þing- menn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á þingi. Þing- flokksformaður Framsókn- arflokksins lýsti hins vegar andstöðu við frumvarpið í meginatriðum. Þeir Guðni Ágústsson, Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson hafa lagt fram frumvarp um eftir- launaréttindi. Tilgangur frum- varpsins er að breyta því fyrir- komulagi sem nú ríkir í lífeyris- tryggingu landsmanna og koma því í nútímalegra horf. Er í frum- varpinu gert ráð fyrir að launa- manni beri skylda til að greiða í eftirlaunasjóð en velji sér eftirla- unasjóðinn sjálfur. Er miðað við að eftirlaunaframlagið verði 13% af heildarlaunum. Segir í greinar- gerð með frumvarpinu að þetta frumvarp leysi ekki þann ógnvæn- lega fortíðarvanda sem að ljfeyris- sjóðunum steðji, og Guðni Ágústs- son kallaði tímasprengju í umræð- unum, en komi í veg fyrir frekari öfugþróun í lífeyrismálum lands- manna. Lýst yfir stuðningi I umræðum um frumvarpið lýsti Árni Mathíesen þingmaður Sjálf- stæðisflokks því yfir, að þetta frumvarp gengi í sömu átt og þing- sályktunartillaga hans og Vil- hjálms Egilssonar Sjálfstæðis- flokki, um að heimilt verði að greiða í hvaða lífeyrissjóð sem menn kysu. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra lýsti yfir stuðn- ingi við meginatriðin í frumvarp- inu og Tómas Ingi Olrich, þing- maður Sjálfstæðisflokksins sagði að mörg atriði í frumvarpinu væru sér að skapi, þar á meðal ákvæði um að eftirlaunasjóðum verði skylt að fjárfesta að lágmarki 5% af eignum sínum í hlutafélögum eða sambærilegu félagsformi. Frjálshyggja Páll Pétursson þingflokksfor- maður Framsóknarflokks lýsti hins vegar yfir andstöðu við frum- varp samflokksmanna sinna og sagði að í heild sinni bæri það keim af einstaklingshyggju og frjálshyggju en félagshyggjuna vantaði. Guðni Ágústsson svaraði og sagði, að í skýrslu bankaeftir- litsins um fjárhagsstöðu lífeyris- sjóðanna kæmi fram, að félags- hyggjan í lífeyrissjóðunum væri gjaldþrota. Guðni sagði einnig, að í frumvarpinu kæmi fram örugg vernd fyrir „litla manninn“ eins og hann orðaði það og peninga- markaðurinn væri agaður til þát- töku í atvinnulífinu. er viðtal við Hrafn Gunnlaugsson, þar sem hann greinir m.a. frá sjálf- ævisögulegum rótum kvikmyndar- innar. Hrafn kveðst þar vera sagnamaður og myndir sínar segi sögur en miðli ekki boðskap. Að- spurður um möguleikann á að hann snúi aftur til sköpunar vík- ingamynda, kveðst hann telja sig hafa sagt nánast allt sem hann geti um það timabil sögunnar, en hann útiloki þó ekki að-gera fleiri myndir um þjóðveldisöld, jafnvel „í mynd paródíu á fyrri kvikmynd- ir mínar um víkinga, það gæti þá orðið víkingaspé," segir Hrafn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.