Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Framkvæmdir í miðbænum
FRAMKVÆMDIR við byggingu fjögurra hæða verslunar- og skrif-
stofuhúss við Skipagötu 9 eru hafnar. Lóðin var veitt A. Finnssyni hf.
í mars árið 1991 og var þá afar eftirsótt. Af ýmsum ástæðum hafa
framkvæmdir tafist og bókaði bygginganefnd á fundi í byijun síð-
asta mánaðar að dagsektum yrði beitt risi húsið ekki fyrir 1. mars
á næsta ári. Byggingamenn eru kátir mjög þessa dagana enda hægt
að vinna úti við eins og að sumarlagi og reyndar má segja að heldur
sé hlýrra nú en var iðulega síðastliðið sumar.
*
Ný félagsmiðstöð fyrir unglinga opnuð á Olafsfirði
HILDIGUNNUR Halldórsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir.
Hildignmim' og Helga
Bryndís með tónleika
ÞÆR Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Helga Bryndís
Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika í sal Tónlistarskólans
á Akureyri annað kvöld, fimmtudagskvöldið 4. nóvember kl.
20.30.
Á efnisskránni eru verk eftir
Alfred Schnittke, Leos Janácek
og Witold Lutoslawski.
Hildigunnur lauk einleikara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík haustið 1987 og hélt
þá til náms í Bandaríkjunum við
Eastman tónlistarháskólann í
Rochester. Hún lauk meistara-
prófi vorið 1992 og leikur nú í
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Að loknu píanókennara- og
einleikaraprófí nam Helga Bryn-
dís í Vínarborg hjá Leonid Brum-
berg sem um árabil var aðstoðar-
kennari Heinrich Nauhaus. Einn-
ig stundaði Helga Bryndís fram-
haldsnám við Sibeliusar Akadem-
íuna í Helsinki. Hún kennir nú
við Tónlistarskólann á Akureyri.
(Fréttatilkynning.)
Fyrirlestur
Tími: Miðvikudaginn 3. nóvember kl. 17.15.
Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti,
stofa 24.
Flytjandi: Dr. Steven Cronshaw, prófessor við
Guelph háskólann í Kanada.
Efni: STARFSGREINING - Nýting slíkrar
greiningar við stefnumótun og starfs-
mannastjórnun.
Öllum er heimill aðgangur
Sjá sjálf um reksturinn
OPNUÐ hefur verið í Ólafsfirði
ný félagsmiðstöð fyrir unglinga.
Hún er til húsa á 2. hæð í félags-
heimilinu Tjarnarborg þar sem
áður var fundarsalur bæjar-
stjórnar og önnur aðstaða til
fundarhalds.
Félagsmiðstöðin bætir úr brýnni
þörf, enda hafa unglingar bæjarins
ekki átt í mörg hús að venda fram
til þessa. Um ajllangt skeið hafa
bæjaryfirvöld í Ólafsfirði leitað að
hentugu húsnæði fyrir unglingastarf
og á endanum var ákveðið að taka
boði stjórnar Tjamarborgar um af-
not af efri hæð félagsheimilisins, en
dregið hefur úr starfsemi félags-
heimilisins ár frá ári og húsið nú
lítið notað.
Samkeppni um nafn
Rúnar Guðlaugsson félagsmála-
stjóri í Ólafsfirði sagði í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins í Ólafs-
fírði að unglingarnir hefðu sjálfir
haft veg og vanda að endurbótum á
húsnæðinu. Smiðir hafa að vísu ver-
ið fengnir til að setja upp skilrúm
og parket á gólf en krakkarnir hafa
málað og séð um frágang. I félags-
miðstöðinni er rúmgóður diskósalur
með setbásum og borðum, sjón-
varps- og leikherbergi og sjoppa og
er ætlunin að unglingarnir sjái sem
mest um reksturinn sjálfír. Rúnar
sagði að fljótlega yrði efnt til sam-
keppni um nafn á félagsmiðstöðina.
Hann sagði það hafa verið sérlega
gaman að vinna með krökkunum að
þessu verkefni.
Unglingarnir sem fréttaritari
Morgunblaðsins talaði við tóku und-
ir með félagsmálastjóranum að það
hefði verið gaman að vinna að því
að koma félagsmiðstöðinni upp. Til
að byija með verður opið 2-3 í viku
og Iíklega verður diskó tvisvar í
mánuði.
ÍMIHlIilÍiil* $B
Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson
Ný félagsmiðstöð
Á EFRI hæð Tjarnarborgar í Ólafsfirði er búið að innrétta félagsmið-
stöð fyrir unglinga, en hún var formlega opnuð fyrir skömmu.
Félag- verslunar- og skrifstofufólks
Stjómvöld standi við
öll gefin fyrirheit
STJÓRN Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og ná-
grenni krefst þess af ríkisstjórn íslands að hún standi í einu og öllu
við þau fyrirheit sem hún gaf við undirritun kjarasamninga í maí
síðastliðnum og hverfi alfarið frá öllum hugmyndum um frekari
álögur á láglaunafólk í landinu.
Þetta kemur fram í áskorun sem
samþykkt var á fundi Félags versl-
unar- og skrifstofufólks um helg-
ina. Þá kemur einnig fram að stjórn
félagsins ætlast til þess af stjórn-
völdum að þau taki nú þegár af öll
tvímæli um að staðið verði við gef-
in loforð í þessu sambandi, að öðr-
um kosti telur stjórnin óhjákvæmi-
legt að kjarasamningum verði sagt
,UPP- ; ,
Formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis
Telur víst að verðstríð
leiði til lokanna verslana
„ÉG ER sannfærður um að þetta verður til þess að einhverjar
verslanir hér í bænum muni loka, það er alveg á hreinu,“ sagði
Vilhjálmur Ingi Árnason formaður Neytendafélags Akureyrar
og nágrennis um samkeppnina á matvörumarkaðnum á Akur-
eyri. Einni verslun hefur þegar verið lokað, Sælandi við Móa-
síðu, en í húsnæðinu er áfram rekin sjoppa þaðan sem afgreidd-
ar eru vörur úr versluninni. Bónus opnar verslun á Akureyri á
laugardaginn og hafa forráðamenn þeirrar verslunar sem og
KEA-Nettó gefið út að þeir ætli sér að bjóða lægsta vöruverðið.
Vilhjálmur Ingi Árnason formað-
ur Neytendaféiagsins sagði það sitt
mat á því verðstríði sem í uppsigl-
ingu væri að verslanimar myndu
keyra einhveijar vörur undir kostn-
aðarverði og við slíkar aðstæður
orkaði tvímælis að gera verðkann-
anir.
Fjör færist í leikinn
Hann nefndi að tilkoma Bónus
og verðstríð milli verslana á Akur-
eyri gæti haft þær afleiðingar fyrir
verslanir í nágrannabyggðum að
þær nánast liðu undir lok. Færi
fólk almennt að versla á Akureyri
minnkuðu umsvifín í heimaverslun-
um í kjölfarið. „Fólk verður auðvit-
að að gera upp við sig hvernig það
vill hafa þessa hluti. Auðvitað er
gott fyrir þá sem em að nota síð-
ustu krónurnar sínar að verðlag sé
lágt, en fyrir aðra skipta þjónusta
og gæði meira máli. Það var komin
ró á markaðinn hér, Hagkaup ein-
beitti sér að lengri opnunartíma og
meiri þjónustu en Nettó bauð lægra
vömverð og litla þjónustu. Nú má
búast við að fjör færist í leikinn að
nýju, en það endar örugglega með
því að einhveijar verslanir munu
loka, það lætur eitthvað undan,“
sagði Vilhjálmur Ingi.
Júlíus Guðmundsson verslunar-
stjóri í KEA-Nettó sagðist lítið
kvíða væntanlegri samkeppni við
Bónus og stefna verslunarinnar
væri áfram sú að bjóða lægsta vöm-
verðið. í verðkönnunum undanfarna
mánuði hefði verslunin verið að ná
Bónus hægt og sígandi, enda væru *
búið að fara í saumana á öllum
köstnaðariiðum með það fyrir aug-
um að hagræða sem allra mest í
versluninni. „Jóhannes í Bónus lýsti
því yfir á fundi Kaupmannasamtak-
anna hér á Akureyri einu sinni að
það væri hneykslanlegt að Hagkaup
væri að bjóða sama verð í Reykja-
vík og á Akureyri, Sunnlendingar
væru þar með að greiða niður vöru-
verðið fyrir Norðanmenn. Við bíðum
spenntir eftir hvort hann er enn
sama sinnis,“ sagði Júlíus.
Sælandi við Móasíðu var lokað
um helgina og sagði Kristján Þor-
valdsson einn eigenda að lokunin
tengist óbeint því verðstríði sem í
uppsiglingu væri í bænum. Messinn
sem rekin var í tengslum við Sæ-
land verður áfram opinn og vömr
afgreiddar úr sjoppunni.