Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 24

Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Reykingum úthýst í San Francisco REYKINGAR á öllum 4.000 veitingahúsum San Francisco- borgar verða bannaðar frá og með árinu 1995 og frá 1. des- ember nk. verða reykingar á vinnustöðum bannaðar. Sú undantekning er þó á veitinga- húsabanninu, að leyft verður að reykjá á börunum. Hér er um að ræða ströngustu reglur, sem samþykktar hafa verið um reykingar í bandarískri borg. Kosið á Nýja Sjálandi ÞRJÁR skoðanakannanir, sem birtar voru í gær, benda til, að stjórn Þjóðarflokksins á Nýja Sjálandi haldi velli í kosn- ingunum á laugardag. Sam- kvæmt þeim hefur hann þriggja til sjö prósentustiga forskot á Verkamannaflokk- inn. Þjóðarflokkurinn, sem er hægriflokkur, hefur beitt sér fyrir mjög ströngum aðhalds- aðgerðum allt kjörtímabilið og honum er þakkað, að nú virðist níu ára löngu samdráttarskeiði í nýsjálenskum efnahagsmál- um vera að ljúka. Hefur hann haft mikinn meirihluta á þingi, um tvo þriðju þingmanna, en nú stefnir í að meirihlutinn verði aðeins átta til tólf þing- menn. Grænfriðung- ar ákærðir NORSKA lögreglan hefur ákært tvo grænfriðunga, sem hlekkjuðu sig við olíuborpall í Barentshafí en með því vildu þeir mótmæla borunum þar. Eru viðurlögin allt að tveggja ára fangelsi en talið er líkleg- ast, að þeir verði sektaðir. Þá hafa Gfænfriðungasamtökin sjálf verið kærð en samkvæmt norskum lögum má ekki fara inn fyrir 500 metra öryggis- svæði í kringum hvern borpall. Yiðræður við Air France FULLTRÚUM franska ríkis- flugfélagsins Air France og starfsmanna tókst ekki að komast að niðurstöðu í deilu sinni í gær. Flestir starfsmenn hafa tekið upp vinnu að nýju en harðlínumenn úr þeirra röð- um eru enn í verkfalli og skutu flugeldum á bygginguna þar sem viðræðurnar fóru fram. Air France ætlar að reyna að fjölga flugum frá Orly og Char- les de Gaulle í dag. Sýknaður af nauðgun TUTTUGU og eins árs gamall breskur námsmaður, Matthew Kydd, var á mánudag sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað átján ára skólasystur sinni. Kydd neitaði öllum sakargift- um og sagði stúlkuna hafa verið samþykka samförum þeirra. Þetta er annað málið af þessu tagi í Bretlandi á inn- an við mánuði. Verjendur Kydds bentu einnig á að stúlk- an hefði verið kjörin „Dræsa ársins“ af samnemendum sín- um í Norwich-háskóla þar sem hún hefði átt mök við flesta pilta sem byggju á stúdenta- görðunum. Þá viðurkenndi hún að hafa farið á næturklúbb kvöldið eftir að hin meinta nauðgun átti sér stað óg haft mök við annan pilt tveimur dögum eftir „nauðgunina". Reuter Ekkja forsetans BÓK með nektarmyndum af Dewi Sukarno, ekkju Sukarno Indónesíu- forseta, rennur út í bókaverslunum í Tókió. Bókin ber nafnið Shuga, eða Æðri fegurð, og er meðfylgjandi mynd úr henni. Nektarmyndir af ekkju Sukarnos Jakarta. Reuter. BÓK með nektarmyndum af Dewi Sukarno, ekkju fyrrum Indónesíu- forseta, rennur út eins og heitar lummur í heimalandi hennar Jap- an. Líklegt þykir að bókin verði bönnuð í Indónesíu. Hún heitir Shuga, eða Æðri fegurð. Yfirvöld í Indónesíu hafa lítið vilj- að um bókina segja enda er hún ekki komin þar í verslanir, en líklegt þykir að sala henna verði bönnuð. Tvö dagblöð hafa skýrt frá útkomu bókarinnar og birt myndir úr henni en gætt þess þó vandlega að má út beru bijóstin. Ýmsir þingmenn í Indónesíu létu í gæri í ljós gremju yfir framferði forsetafrúarinnar fyrrverandi. Al- menningur virtist hins vegar ekki kippa sér neitt upp við tíðindin. „Ætli hún hafi ekki verið orðin aura- laus,“ sagði indónesískur ritari. Dewi Sukamo er 53 ára, fædd og uppaiin í Japan. Þar starfaði hún sem geisha og hét fullu nafni Naoko Nemoto en er hún gekk að eiga Sukarno forseta árið 1962 tók hún sér nýtt nafn að beiðni hans, Ratha Sari Dewi. Hún var síðust í röð sex eiginkvenna Sukarnos sem dó árið 1970; islam er ríkjandi trú í Indónes- íu og mega karlar því eiga fleiri en eina konu. Eftir andlát Sukarno lagðist Dewi í ferðalög. Ber hún sig illa undan þeirri meðferð sem hún kveðst hafa hlotið af hálfu indónesískra yfirvalda og sagðist fyrir rúmum mánuði vera að íhuga að sækja aftur um japansk- an ríkisborgararétt. í fyrra var hún dæmd í fangelsi fyrir að veita öðru þotuliðskvendi, Victoriu Osmena, svöðusár í andliti. Atvikið átti sér stað í veislu í skíðabænum Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum og varð Dewi að dúsa 34 daga í steinin- um. *. ..... « Frásagnir verjenda Hvíta hússins í Moskvu af flóttanum Stauluðust um neðan- jarðargöngin undir leiðsögn hellakönnuða Vígið brennur SKRIÐDREKAR fyrir utan Hvíta húsið í Moskvu 4. október sl. Þinghúsið er gríðarstórt og undir því kjallari með mörgum dyrum er liggja að neti neðanjarðarganga undir miðborginni. Er talið að þar geti enn verið hundruð vopnaðra uppreisnarmanna í felum. Moskvu. Reuter. ÞJÁLFAÐIR hellakönnuðir að- stoðuðu skelfingu lostna hers- höfðingja úr stuðningsliði rúss- neska þingsins er flúðu niður í leynileg undirgöng til að koma mikilvægum skjölum úr Hvíta húsinu þegar sérsveitarher- menn Borís Jeltsíns forseta gerðu áhlaup á þinghúsið, að sögn tímaritsins Moskvufrétta. Enn hefur ekki verið gefið upp hve margir féllu í Hvíta húsinu af þeim sem voru til varnar. Orðrómur er á kreiki um að allt að 1.500 lík hafi fundist þar. Búið er að fjarlægja flest ummerki eftir bardagana við þinghúsið og viðgerð hafin á sjálfu húsinu. Tveir grafarar í Khovan-kirkju- garði segja að nokkrum dögum eftir átökin hafí yfírmanni þeirra verið skipað að láta grafa 300 lík en hann hafí talið að starfsmenn- irnir kæmust ekki yfir svo mikið starf. „Brennsluofninn var í gangi stanslaust í þijá sólarhringa. Við vitum ekki hve marga við gróf- um,“ sögðu mennirnir í viðtali við Novaja Jesjednevnaja Gazeta. Annað blað birti bréf frá liðs- foringja í sérsveitum stjómvalda er tók þátt í áhlaupinu. Hann sagði að 1.500 lík hefðu fundist. „Þau voru flutt á brott um neðan- jarðargöng og áfram út úr borg- inni þar sem þau voru brennd. Ekki var reynt að bera kennsl á fólkið“, segir í bréfínu. Ýmis blöð hafa reynt að kanna málið og eru öll sammála um að mun fleiri hafi fallið en yfírvöld hafa gefíð í skyn. Skelltílás Neðanjarðargöngin umræddu eru samanlagt tugir kílómetra að lengd, geysilega flókin og ramm- byggileg. Voru þau m.a. ætluð valdamönnum ef til heimsstyijald- ar kæmi og þeir þyrftu að geta komist klakklaust milli helstu stjórnarbygginga. Arftaki KGB, sovésku öryggislögreglunnar al- ræmdu, mun hafa neitað að láta stjórnvöldum í té nákvæmar teikningar og kort af gangakerf- inu. Enn er verið að leita þar að uppreisnarmönnum en gengur erfiðlega. Heimildarmaður Moskvufrétta segir að nokkrir sérsveitarmenn sem gætt hafí öryggis Rúslans Khasbúlatovs þingforseta, er nú situr í fangelsi, hafí greinilega haft kort undir höndum. „Þeir hurfu sjónum eftir að hafa læst á eftir sér rammgerðum dyrum og hindrað þannig för hóps manna sem hafði hlaupið af stað á eftir þeim“. Ottast hryðjuverk Sérsveitaforingjar segja að víða séu vandlega j'alin byrgi þar sem hægt er að komast í vatn, matar- birgðir á staðnum dugi hundruð- um manna til viðurværis í mörg ár og auk þess sé þar mikið af vópnum. Sumir óttast að enn sé ljöldi liðsmanna afturhaldssinna þar í felum og hyggist laumast upp á yfirborðið síðar, t.d. er kos- ið verður 12. desember. Þá muni þeir reyna að trufla kosningarnar með - hryðjuverkum. Talsmaður Jeltsíns forseta segir að fundist hafi sem svarar um 280 milljónum króna í hirslum þingsins en vildi ekki tjá sig um orðróm þess efnis að Saddam Hussein íraksforseti hefði sent uppreisnarmönnum fé. Frásögn Moskvufrétta er höfð eftir liðsforingja sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Við fórum niður í kjallarann, brutum upp jámdyr og komumst niður á næstu hæð undirganganna", sagði hann. „Við gengum af stað og rákumst á ijöldann allan af vandræðalegu fólki ... dauð- skelkuðum hershöfðingjum og fjölda ofursta sem vissu ekki hvað þeir áttu að gera“. Næsta morgun komst hópurinn, 43 alls, að nokkr- um útgöngudyrum sem voru í miðborginni. Vopnaðir njósnarar voru sendir af stað og sáu að sér- sveitarhermenn með vélbyssur voru á verði við ristarnar yfir göngunum. „Við stauluðumst áfram í mittisdjúpu, heitu vatni. Gufan var blönduð klórlykt og það var bókstaflega ekki hægt að anda loftinu að sér“. Eftir margra kílómetra ferð sást loks op í fjarska og fólkið komst út. Leið- togarnir afhentu öllum nokkurt skotsilfur og töldu best að reyna að fela sig hjá ættingjum og vin- um. Reuter Fylgt til grafar FÓRNARLÖMB hermdarverka- manna borin til grafar í Greyste- el á N-írlandi í gær. Norður-Iriand Breska stjórnin vill nýjar viðræður London, Dublin. Reuter, The Daily Te- legraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að eiga fund með pólitískum leiðtogum mótmælenda og kaþólikka á Norður-írlandi með það að mark- miði að reyna að stöðva pólitískt ofbeldi og koma friðarviðræðum í gang á ný. Embættismenn í breska forsætisráðuneytinu sögðu að á fimmtudag myndi Major eiga fund með John Hume, leiðtoga Jafnaðar- og verka- mannaflokksins norður-írska. Tuttugu og fjórir hafa látist í átökum mótmælenda og kaþó- likka á síðustu dögum. Hume hefur um nokkurt skeið reynt að fá að eiga fund með Major en hann hefur ásamt Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, hins pólitíska arms írska lýðveldishersins, undir- búið leynilegar friðartillögur. Hume kvartaði yfir því f breska þinginu á mánudag að Major hefði hafnað til- lögunum án þessa að ræða um þær við hann fyrst. Major ætlar einnig að eiga fund með James Molyneux, leiðtoga Sam- bandsflokks mótmælenda. Flokkur- inn berst fyrir því að viðhalda sam- bandi Bretlands og Norður-írlands. Embættismenn sögðu að Major hefði einnig rætt við séra Ian Paisley, leið- toga Lýðræðislega sambandsflokks- ins, sem er harðlínuflokkur mótmæl- enda. Voru þeir báðir sammála um að nauðsynlegt væri að þeir ættu lengri viðræður á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.