Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 31

Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 31 Þú — en ekki ég eftir Árna Helgason Þetta heyrum við svo oft. En það fer ekki á milli mála að þeir tímar sem nú eru yfirstandandi eru vægast sagt óróatímar. Þeir sem ráða og ekki ráða geta varla kom- ið sér saman um neitt. Það er eins og ég sagði í gamanljóði hér áður fyrr: Hún vili hafa það hinsegin, þegar ég vil hafa það svona. Fólk er í stöðugri lífskjarabaráttu, en menn vilja bara ekki fóma nokkru fyrir að sú barátta nái tilgangi sín- um. Og það er merkilegt að í því sambandi er lítið minnst á hina andlegu lífskjarabaráttu sem að mínum dómi skiptir mestu máli í þessu jarðlífi voru. í dag má segja að við séum búin að gera þetta þjóðfélag að eyðslu- 'og brennivíns- þjóðfélagi. Við eyðum í allskonar neikvæða hluti svo miklu að til vandræða horfir og þykjumst ekki sjá að öll þessi eyðsla stefnir að því að eignast fyrir sanna ham- ingju gervihamingju, sem að leið- arlokum setur okkur í mikinn vanda. Við vitum að allt sem við tökum til láns þarf að endurgreiða og uppgjörið getur komið okkur að óvörum hvenær sem er. Við vitum líka að allt það gagn sem við gerum þjóðinni fáum við marg- borgað aftur. Skuldir þjóðarinnar eru líka okkar skuldir, þótt alltof margir vilji skjóta sér þar undan á einhvern hátt og jafnvel svo að siðferðið líði við það. Við verðum að spara hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og öll svik við þann sparnað kemur niður á þjóðfélaginu. Það er ekki nóg að vita af og horfa á alla spilling- una sem veður um í kringum okk- ur ef við hreyfum hvorki legg né lið til varnar. Bankarnir tapa gífur- lega í braski annarra sem kemur svo niður á hærri vöxtum til lán- takenda og minni til þeirra sem trúa þeim fyrir fjármunum og þetta er ekki einsdæmi. Verslun og við- skipti eiga á mörgum sviðum fullt í fangi með að halda heiðarleikan- um uppi. Við vitum að það eru lög í landi, en hvernig er þeim beitt? í gömlu stefi segir: Til þess þarf ei lög að læra, að lifa vel og breyta rétt. Einfaldleikinn er á flótta í svo mörgu og snaran er alltaf fyrir hendi. Og nú kemur að aðalspurn- ingu dagsins: Hveiju vilt þú fórna fyrir land þitt og þjóð, fyrir betra mannlíf? Viltu fórna flöskunni og einhveiju af því sem þú kaupir og þarft ekki á að halda og jafnvel fúnar í geymslunni? Allt gerir sitt gagn. Þér þýðir ekkert að tala um að ríkisstjórnin eigi að spara ef þú vilt ekki taka þátt í þeim sparn- aði og jafnvel gerir henni erfiðara með þínum neii og bendir á annan og segir þú en ekki ég. Hins vegar ef við sláum skjaldborg um sparn- aðinn og hver og einn taki sparnað alvarlega þá erum við á réttri leið og vinnum Islandi allt. Við tölum um verðbólgu eins og hún sé af annarra völdum en ekki okkar sjálfra. Það er svo auðvelt að benda á aðra. Vinur minn einn orkti um þetta: Um verðbólgunnar vítahring virðast flestir út á þekju. En hún er augljós afleiðing ágirndar og heimtufrekju. Ertu ekki sammála þessu ef þú athugar málið? Menn halda að mesta hamingjan sé að hafa mesta kaupið og eiga sem mest af hinum jarðneska auði. Það skyldi þó aldrei vera þegar nánar er skoðað að mörg spurning- armerki komi upp á yfirborðið? Og þá líka að menn sjái að tímanum hefði verið betur varið í að eignast þann auð sem hvorki mölur né ryð fær grandað, því eins og vinur minn Bjarni frá Gröf sagði á sínum tíma: Hvað stoðar hallir og glóandi gull ef gleðinnar fölnað er stráið? Það bjargar svo litlu þótt buddan sé full ef barnið í manni er dáið. Þetta er rétt og það sýnir að þegar allt kemur til alls er betra að fara varlegar í að gera Mamm- on að átrúnaðargoði sínu. Það eru mörg viðhorfin í dag sem þarf að leysa. Við eigum yfir höfði okkar meira atvinnuleysi ef ekki er vel á haldið og það þýðir ekki fyrir þá sem eru í forystu launþega að halda því fram að verkföll leysi vandann. Þau skapa hvorki peninga né atvinnu. Það er verið að tala um há laun fjölda manna í hinum ýmsu röðum og bera saman og öfundast. Við erum búin að hafa ýmsa leiðtoga og stjórnir. Menn hafa kennt sig við hugsjónir svo sem samvinnuhug- Að velja sér sjóðfélaga eftir Guðmund Þ. Jónsson Allir eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð. Meginreglan er að maður velur sér ekki lífeyrissjóð. Þessi regla er gagnkvæm; lífeyris- sjóðir velja sér ekki sjóðfélaga. Hér á landi er hugtakið lífeyris- sjóður notað um tvenns konar skipulag. Annars vegar eru líf- eyrissjóðir sem verkalýðsfélög sömdu um á sínum tíma. Þessir sjóðir eru í rauninni tryggingafé- lög. Ef sjóðfélagi verður öryrki þá fær hann bættan að hluta þann tekjumissi sem hann hefur orðið fyrir sökum örorkunnar, og ef sjóðfélagi nær ellilífeyrisaldri fær hann ellilífeyri á meðan hann lifir. Hins vegar eru til svokallaðir „frjálsir Iífeyrissjóðir“. Þeir eru ekki tryggingafélög heldur spari- sjóðsbækur. Ef sparandi verður t.d. fyrir örorku eða nær ellilífeyr- isaldri getur hann tekið út úr sparisjóðsbók sinni svo lengi sem sparnaðurinn endist. En hvað svo? Allir greiða hlutfallslega jafnhá iðgjöld í lífeyrissjóði stéttarfélaga og allir fá jafn verðmæt réttindi fyrir þau. Kynferði eða aldur skipta ekki máli. Iðgjöld eru 10% af tekjum. Á hveijum áratug greiðir sjóðfélagi þannig einar árs- tekjur til lífeyrissjóðs. Verðmæti félaga í sjóðnum ræðst síðan af framlagi hans til sjóðsins, ávöxtun og lengd greiðslutímans. Því leng- ur sem einhver greiðir þeim mun betra. Því betri sem ávöxtun er því betra. Fimmtugir geta greitt í um 20 ár en tvítugir í um 50 ár. Þess vegna er eftirsóknarverð- ara að fá ungt fólk en miðaldra til að greiða í lífeyrissjóði. Nú má gera ráð fyrir að úm helmingur kvenna sem ná sjötugs- aldri séu á lífi 15 árum síðar. Gera má ráð fyrir að uin helming- ur sjötugra karla séu á lífi 13 árum síðar. Ellilífeyrir til kvenna er þar af leiðandi hærri en karla. Þess veffna er eftirsóknarverðara að fá Guðmundur Þ. Jónsson „Ef það verður að lög- um að hver einstakling- ur velji sér lífeyrissjóð kemur að því að líf- eyrissjóðirnir velji sér sjóðfélaga. Karlasjóðir munu líklega ekki vilja fá konur í sjóðinn öðru- vísi en þær hafi hærri iðgjöld eða hafi lægri lífeyri en karlarnir.“ frekar karla en konur til að greiða í lífeyrissjóð. Tvær tillögur sem varða lífeyris- sjóði voru lagðar fyrir Aiþingi á síðstliðnu þingi og hafa nú báðar verið endurfluttar. í báðum tillög- unum er gert ráð fyrir skyldu allra til að greiða í lífeyrissjóð, en í stað þess að greiða í tiltekinn sjóð eins og nú er raunin er samkvæmt til- lögunum gert ráð fyrir að hver einstaklingur velji sér sjóð, Guðni Ágústsson alþingismaður er fyrsti flutningsmaður fyrri tillögunnar. í henni er gert ráð fyrir 30% hækk- un iðgjalda, sem gerir hana ólík- legri en hina til að ná fram að ganga. Fyrsti flutningsmaður seinni tillögunnar er Árni M. Mat- hiesen. í henni er einfaldlega gert ráð fyrir að einstaklingar geti val- ið sér lífeyrissjóð. Þá hlýtur að vakna sú spurning eftir hveiju menn veldu sér líf- eyrissjóð? Ávöxtun síðastliðinna 6 mánaða framreiknaða til 12 mán- aða? Þannig auglýsa „fijálsu líf- eyrissjóðirnir" sig. Mundi hver sjóðfélagi athuga afkomu sjóð- anna ár hvert og velja út frá því? Eða mundi maður e.t.v. kanna ald- ur og kyn sjóðfélaga? Er líklegt að sjóðfélagi yfirgefi lífeyrissjóð ef ljóst væri að meira en helming- ur sjóðfélaga væru konur? Hvaða lífeyrissjóð velja- miðaldra konur? Ef það verður að lögum að hver einstaklingur velji sér lífeyrissjóð kemur að því að lífeyrissjóðirnir velji sér sjóðfélaga. Karlasjóðir munu líklega ekki vilja fá konur í sjóðinn öðruvísi en þær hafi hærri iðgjöld eða hafi lægri lífeyri en karlarnir. Þeir sjóðfélagar sem byija að greiða iðgjöld t.d. við fimmtugt verða annaðhvort að greiða hærri iðgjöld eða fá lægri lífeyri en þeir sem byija ungir. Verður afleiðing þessa þá ekki í rauninni frelsi lífeyrissjóða til að velja sér sjóðfélaga? Á vinnumarkaði eru aðilar sem ekki ganga alveg heilir til skógar. Sú staða getur komið upp að líf- eyrissjóðirnir vilji ekki taka við þeim vegna hættu á örorku- og makalífeyri. Þannig kemur upp sú tvískipting að hinir sterku safnast saman á einum stað en hinir lakar settu á öðrum. Verkalýðshreyfing- in má aldrei fallast á slíka hluti, það væri í andstöðu við þá grund- vallarhugsun samhjálpar og bræðralags sem verkalýðshreyf- ingin byggist á. Höfundur er formaður Iðju, félags verksmiðjufólks._________ Árni Helgason „í dag má segja að við séum búin að gera þetta þjóðfélag að eyðslu- og brennivínsþjóðfélagi.“ sjónir. Hvernig lítur dæmið út í dag og hveijir hafa þar verið að verki í þeirri uppdráttarsýki hug- sjónarinnar og þar með komið því til leiðar að fólk er hætt að trúa þeirri leið? Og ekki eru þar topp- launin minni en annars staðar. Það er talað um Jafnaðarmannaflokk. Hvernig hefir hann staðist freist- inguna þegar stór embætti hafa verið í boði og breikkað þannig bil- ið milli launakjara? Það er einnig verið að tala um sjálfshyggju eins pg þar sé eitthvert eitur á ferðinni. í mínu ungdæmi var það talið að hver væri sjálfum sér næstur. ,Og lítið hefir það breyst að minni reynslu. Og hve lengi er hægt að blekkja svona er óráðin gátan, en hitt skulum við sanna að ef við forum ekki að hugsa á þjóðlegan hátt, þ.e. hvað er þjóð minni fýrir bestu, er áframhald niðurrifs í þjóð- félaginu. Við ætlum kannske eð halda áfram eyðslu og allskonar vitleysu þar til neyðin tekur við okkur, sem því miður getur komið fyrr en varir og kemur þá ekki að því að það verði neyðin sem kennir naktri konu að spinna? Erum við að bíða þeirrar stundar? Hafið þið tekið eftir að því meira kapphlaup sem er um auðæfi heimsins því meiri fjarlægð frá Guði og góðum siðum? Getum við þá ekki einnig gleymt þessum orðum gegn um aldirnar: Leitið fyrst guðsríkis og hans réttlætis og þá mun allt annað veitast yður að auki. Góður guð gefi landi og þjóð sanna farsæld. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fyrrverandi póst- og símamálastjóri í Stykkishólmi. YANTARÞIG PENING? Tækifærm eru óþrjótandi í Kolaportinu!! Viö bjóðum þrjár stæröir sölubása þar sem þú getur selt nánast allt milli himins og jaröar (innan ramma velsæmis og laga). ■ Stórir sölubásar (2,5 x 5 metrar) kosta 4.500.-kr I Litlir sölubásar (2,5 x 2,5 metrar) kosta 3.500.- kr. ■ Smábásar (2,5 x 1,2 metrar) kosta 2.500.- kr. Á ofangreind verö leggst viröisaukaskattur fyrir þá aöila sem geta notaö hann til frádráttar á VSK-skýrslu. Sértilboð fyrir aUa heimilislist!! Seljendur sem búa til hluti heima hjá sér til aö selja í Kolaportinu geta fengiö minni og ódýrari pláss og kostar þá borðmetrinn ekki nema 1.245.- kr. Sértilboð fyrir böm og unghnga!! Börn og unglingaryngri en 16 ára geta fengið minni og ódýrari sölupláss til að selja hvað 1 sem er og kostar þá borðmetrinn ekki nema 1.245.- kr. Þetta tilboð er háð því skilyrði að foreldrar panti fyrir börn sín eða gefi þeim skriflegt leyfi til þátttöku. ATH! Ekki er tekið við pöntunum á borðmetrum nema í vikunni fyrir þá söluhelgi sem viðkomandi ætlar að selja í Kolaportinu. Plássið er takmarkað - svo hringið strax og pantíð pláss ísíma 625030. KOLAPORTIÐ MARKAÐS.TORG spennandi fyrír alla!!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.