Morgunblaðið - 03.11.1993, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
VINNINGSNUMER
Nú liggja fyrir úrslit í LEGO getrauninni á sýningunni
Hugspil, leikföng og tómstundir. Sá sem komst næst
þeim fjölda LEGO kubba sem TÖFRADREKINN er
samsettur úr er:
Erla Eðvarðsdóttir
Lyngbarði 3, Hafnarfirði
Hún fær í verðlaun LEGO öskju að eigin vali, að
verðmæti kr 10.000,-
Handhafar eftirtalinna 50
LEGO og Leikbæjar hlutu
númera í Töfradrekanum, Lukkuleik
LEGO bakpoka í vinning:
0 0 0 0 6 7 . , o 0 0 0 00 8 , o 0 0 4 0 2 . , o 0 0 5 6 0 , o 0 0 6 6 5
0 0 0 7 5 2 , , 0 0 0 8 1 4 , o 0 0 8 7 1 , o 0 0 9 6 6 , o 0 1 0 4 4
0 0 l 1 6 0 . , o 0 1 2 3 0 , , 0 0 1 3 1 1 , 0 0 1 4 1 6 , , 0 0 1 5 2 0
0 0 1 6 4 5 . , o 0 1 6 9 6 , o 0 1 7 8 7 , o 0 1 8 9 9 , o 0 1 9 5 1
0 0 1 9 9 5 . , o 0 2 0 5 7 , o 0 2 0 8 6 , o 0 2 1 9 9 , o 0 2 4 1 8
0 0 2 4 6 1 , . 0 0 2 5 2 1 , o 0 2 6 3 9 . , o 0 2 9 3 1 , o 0 3 1 6 0
0 0 3 2 0 6 . , o 0 3 2 1 3 , o 0 3 3 3 0 . , o 0 3 4 1 0 , o 0 3 8 2 9
0 0 3 9 3 2 , , o 0 3 9 3 5 , o 0 4 1 1 6 , , 0 0 4 1 6 3 . , o 0 4 3 5 5
0 0 4 4 3 7 . , o 0 4 5 6 5 , o 0 4 7 2 4 , , o 0 4 7 5 9 , 0 0 4 9 8 8
0 0 5 0 2 7 , , o 0 5 2 7 5 , 0 0 5 3 4 8 . , o 0 5 6 3 5 , o 0 5 9 1 0
Handhafar eftirtalinna 100 númera í Töfradrekanum, Lukkuleik
LEGO og Leikbæjar hlutu LEGO smáöskju í vinning:
0 0 0 0 1
0 0 0 2 4
0 0 0
0 0 0
0 0 0
0 0 1
0 0 1
0 0 1
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0 0 0
0 0 0 5
0 0 0 6
0 0 0 8
0 0 0 9
0 0 1
0 0 1
0 0 1
1 8 0
5 0
8 5
1 8
3 1
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
4 1
4 2
9 8
3 4
7 4
1 6
4 9
6 8
0 0 0 0
0 0 0 5
0 0 0 7
0 0 0 8
0 0 0 9
0 0 1
0 0 1
0 0 3.9
0 0 4 3
0 0 4 7
0 0 4 9
0 0 5 3
0 0 5 7
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
1
1
2
2
3
3
3
3
0 0 4 4 8
0 0 4 7 7
0 0 5 0 4
0 0 5 4 7
0 0 5 8 6
7
9
1
5
9
1
4
6
6
7
7
1 0 0
2 4 7
4 2
9 9
0 0 0 1
0 0 0 5
0 0 0 7
0 0 0 9
0 0 11
0 0 1
0 0 1
0 0 1
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0 0
0 0 0
0 0 0
0 0 0
0 0 1
0 0 1
0 0 1
0 0 1
0 0 2
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0
0 0 4
0 0 4
0 0 4
0 0 5
0 0 5
0 0 5
8 0
0 9
4 5
8 5
Vinninga má vitja í einhverja af eftirtöldum
verslunum
LEIKBÆJAR
Laugavegi 59 - Mjódd - Faxafeni 11
Reykjavíkurvegi 50. - Þökkum þátttökuna
auglýsingar
. FELAGSUF
I.O.O.F. 7 = 175113872 =
I.O.O.F. 9 = 175113872 = 9. II.
O HELGAFELL 5993110319
VIW Frl.
□ GLITNIR 5993110319 III 1
Frl.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
REGLA MUSTERISRIDDARA
RM Hekla
3.11. - VS - FL
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Skrefið kl. 18.00 fyrir 10-12 ára
krakka. Biblíulestur kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þögnin
eftirÁrna R. Árnason
Lítil voru tilþrif talsmanna
stjórnarandstöðunnar á Alþingi í
umræðu utan dagskrár um við-
ræður íslands og Bandaríkjanna
um varnarsamstarfið hinn 19. okt-
bóber sl. vegna frétta Morgun-
blaðsins laugardaginn áður. Fyrst-
ur fór siðbótarprédikarinn Ólafur
Grímsson. Hann þóttist finna svo
mörg meginatriði í fréttinni, að
tilkynning utanríkisráðuneytis um
fjögur þeirra nægði hvergi nærri.
Var þó fréttin öll aðeins sex máls-
greinar. Síðar komu aðrir tals-
menn Alþýðubandalags og töluðu
sem næst gegn formanninum.
Annar fór Steingrímur Hermanns-
son sem kvaðst frekar trúa orðum
ritstjóra Morgunblaðsins en utan-
ríkisráðherra um efni viðræðn-
anna. Augljóslega vildi hann koma
höggi á ráðherrann, en ummæli
hans eru fáránleg því ritstjórarnir
komu þar hvergi nærri.
í ritstjórnargrein Morgunblaðs-
ins þennan dag var fréttin leið-
rétt. Þar kemur skýrt fram hver
mistök blaðinu höfðu orðið á. Eitt
er að flytja fréttir af hugmyndum
innan bandaríska stjórnkerfisins,
annað að staðhæfa að þær hafí
Bandaríkjarnenn lagt fram í við-
ræðum við ísland. Stórmannlegt
var ekki í ritstjórnargrein að
klykkja leiðréttingu út með því að
hreyta ónotum í íslensk stjórnvöld.
Höldum trúnað
Ahugi Morgunblaðsins á örygg-
is- og vamarmálum og dugur þess
við að upplýsa lesendur um áhrif
breytinga og umskipta í alþjóða-
samskiptum á hagsmuni íslands
er lofsverður. Ekki síst elja þess
við að upplýsa um álitaefni varð-
andi varnarsamstarf okkar og
Bandaríkjamanna. Afstaða rit-
stjórnar blaðsins til stefnu íslands
í utanríkismálum er ábyrg. Slík
viðhorf til álitaefna á sviði þjóð-
mála hafa einkennt starf og rit-
stjórn blaðsins, og þeirra vegna
hefur það áunnið sér og verðskuld-
ar traust lesenda.
Fréttir um svo mikilvæg og við-
kvæm efni þurfa að vera nákvæm-
ar og umfjöllun yfirveguð. Ella
skaðar hún málefnið, málstað ís-
lands og okkar eigið mat og skiln-
ing á honum, og síðast en ekki
síst það fólk sem á jafnvel lífsaf-
komu undir. Af sömu ástæðum er
brýnt að fulltrúar ríkjanna ræði
viðfangsefni og viðhorf á þessu
sviði í fyllsta trúnaði. Einnig að
trúnaður haldi um viðræður, sem
geta leitt til verulegra breytinga
á gæslu öryggishagsmuna okkar
og haft afdrifarík áhrif á kjör
fólks, en er enn ólokið.
Á hinn bóginn er trúnaður um
viðræður ríkjanna nú orðinn alltof
langur vegna tafa Bandaríkja-
manna. Þögnin hefur skaðað málið
er orðin of löng
Árni R. Árnason
„Áhugi Morgunblaðsins
á öryggis- og varnar-
málum og dugur þess
við að upplýsa lesendur
um áhrif breytinga og
umskipta í alþjóðasam-
skiptum á hagsmuni ís-
lands er lofsverður.“
og brýnt að bæta það andrúmsloft
getsaka, efasemda og gróusagna
sem hún hefur skapað.
Nýjar aðstæður
Á fáum árum hafa mikil um-
skipti orðið í öryggis- og varnar-
málum við norðanvert Atlantshaf.
Hætta á allsheijarófriði í nágrenni
íslands hefur minnkað, sem hefur
áhrif á viðbragðsstöðu varnar-
sveita. Ekki er þó unnt að álíta
að allir öryggishagsmunir okkar
séu tryggðir til frambúðar.
Afur á móti hefur komið til
harðra átaka meðal, og á milli,
nýfijálsra þjóða í Mið- og Austur-
Evrópu. Þegar þær losnuðu undan
járnhæl gömlu kommúnistanna
blossuðu upp gömul og ný deilu-
mál, en ný stjórnvöld eru ótraust
í sessi og máttvana. Umrótið hafa
ofstækisfullir valdhafar, þar og í
öðrum heimshlutum, notfært sér
til landvinninga og aukinna yfír-
ráða með árásum og stríðsrekstri.
í ljósi þessara breytinga á sviði
öryggis- og varnarmála eru
Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir
að meta frá grunni þarfir sína
fyrir öryggisgæslu og vamarvið-
búnað heima og erlendis. Stór
svæði innan ríkja Atlantshafs-
bandalagsins eru nú öruggari fyrir
árás en fyrr. Á hinn bóginn er
meiri þörf en áður fyrir öryggis-
gæslu eða varnarviðbrögð vegna
átaka og svæðisbundinna styijalda
í öðrum heimshlutum, jafnvel
margra í senn. Það kallar á við-
bragðsflýti og hreyfanleika örygg-
is- og varnarsveita. í samfélagi
þjóðanna er gjarnan litið til Banda-
ríkjanna og Atlantshafsbanda-
lagsins um slíkar úrlausnir.
Þessar nýju aðstæður sýnast
benda til breytinga á umsvifum
varnarstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli í framtíðinni. Líklega með
minna fastaliði að jafnaði, breyti-
legri samsetningu sveita þar stað-
settra, meiri liðsflutningum að og
frá stöðinni og um hana.
Með varnarsamningum hafa
Bandaríkin tekið að sér að tryggja
öryggi íslands. Við höfum sjálfír
metið hagsmuni okkar og stefna
Islands í öryggis- og varnarmálum
liggur fyrir í opinberum skjölum.
Endurskoðun lauk á síðasta ári,
niðurstaðan var lögðð fram og
rædd á Alþingi og í utanríkismála-
nefnd. Ekki er ástæða til að endur-
skoða stefnu okkar þó að ekki
fari saman hugmyndir eða áhersl-
ur okkar og Bandaríkjamanna á
einhveijum tíma. Úr slíku er unn-
ið á grundvelli stefnunnar, ekki
með nýrri stefnumótun.
Fólkið
Mál þess fólks sem á lífsafkomu
undir niðurstöðum viðræðnanna
er viðkvæmt og vandasamt. Marg-
ir starfsmenn varnarliðsins og
annarra við umsvif þess eiga þar
Iangan starfsaldur að baki og
mikla sérhæfingu. Verði samdrátt-
ur svo mikill að komi til fækkunar
íslenskra starfsmanna er brýn
nauðsyn að réttindi þeirra verði
tryggð á viðejgandi hátt. Undirrit-
aður lagði fram á Alþingi á tveim-
ur síðustu þingum þingsályktunar-
tillögu um réttindi og skyldur ís-
lenskra starfsmanna varnarliðsins,
en hún varð ekki útrædd. í grein-
argerð með henni var m.a. bent á
að varnarliðið er í raun erlend
opinber stofnun á íslandi og
starfsskyldur margra íslenskra
starfsmanna þess sambærilegar
við skyldur opinberra starfsmanna
hérlendis, en réttarstaða verri. Öll
ákvæði um kjör þeirra og skyldur
eru byggð á kjarasamningum á
almennum vinnumarkaði. Ekki er
unnt að fallast á að það eigi rétti-
lega við, einkum um þá sem nefnd-
ir eru hér að framan. Kjaramál
þeirra heyra undir kaupskrár-
nefnd. Þess verður að krefjast að
nefndin taki kjara- og réttindamál
þeirra til meðferðar og með úr-
skurði bæti stöðu þeirra, í líkingu
við kjör hinna sem gegna sam-
bærilegum stöðum hér á landi.
Annað er óviðunandi.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjaneskjördæmi.
RAÐAUGÍ YSINGAR
Frá Flensborgarskólanum
Innritun dagskólanema fyrir vorönn 1994
lýkur 19. nóvember nk.
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl.
8.00-16.00, nema föstudaga kl. 8.00-14.00.
Nánari upplýsingar í síma 650400.
Innritun í öldungadeild fer fram í byrjun
janúar og verður nánar auglýst síðar.
Skólameistari.
Aðalfundur
skíðadeildar Fram verður haldinn í Fram-
heimilinu við Safamýri 10. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Málverkauppboð
Málverkauppboð á Hótel KEA, Akureyri,
sunnudaginn 7. nóvember. Tekið er á móti
verkum í Gallerí Borg við Austurvöll frá kl.
12-18, og Listhúsinu Þingi, Hólabraut 13
(sími 96-11477), kl. 17-20, í dag og á morgun.
Listhúsið
BÖRG Þing