Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 33

Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 33 Aldarminning Ingveldur Guð mundsdóttír Fædd 3. nóvember 1893 Dáin 17. júní 1992 „Blöðin? Mig iangar ekkert til þess að komast í blöðin! Ekki nokk- urn skapaðan hlut!“ Eitthvað á þessa leið komst amma mín að orði fyrir réttum fimm árum, rétt fyrir nítugasta og fímmta afmælisdaginn sinn. En í blöðin komst hún nú samt, fyrir harðfylgi yngsta sonar- sonar síns, sem í dag skrifar örfá orð í tilefni aldarminningar hennar. Ingveldur Guðmundsdóttir var fædd á Iðu í Biskupstungum hinn 3. nóvember árið 1893, og var því á 99. aldursári, er hún andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík hinn 17. júní 1992. Var hún þriðja yngst níu barna þeirra hjóna Guðmundar Guðmundssonar frá Austurhlíð í Biskupstungum (f. 27. nóv. 1849, d. 5. febr. 1930) og Jónínu Jónsdóttur frá Auðsholti (f. 15. sept. 1864, d. 30. júní 1941). Á Iðu bjó amma fyrstu fimm æviár sín, í faðmi stórrar og sam- hentrar fjölskyldu, uns þau fluttu á Eyrarbakka. Þannig stóð á, að for- eldrar hennar höfðu ætlað að flytj- ast vestur um haf, til Ameríku. Kunningi þeirra, sem flust hafði vestur, skrifaði þeim og lét vel af dvöl sinni þama ytra og hvatti þau til að koma líka. En, eins og hún sagði oft sjálf seinna: „Til guðs lukku kom skipið ekki“. Fjölskyldan ílentist því á Eyrarbakka þar sem hún undi hag sínum vel. Snemma fór amma að vinna fyr- ir sér þau störf sem til féllu. Fljót- lega eftir ferminguna var hún til dæmis ráðin til Reykjavíkur sem bamfóstra hjá Guðmundi Svein- bjarnarsyni háyfírdómara og eigin- konu hans. Þar var hún einn vetur og fóstraði unga dóttur þeirra hjóna. En um þær mundir varð hún fyrir því að fá psoriasis eða „ex- em“, húðsjúkdóm sem hún barðist við alla sína ævi. Af þeirri ástæðu fann hún sig knúna til að fara aft- ur heim á Eyrarbakka. Hún hark- aði þó af sér og gjörðist aftur vinnu- kona, fyrst á Stokkseyri og síðan að Kaldaðarnesi, þar sem hún var vinnukona í sjö ár. Frá báðum þess- um stöðum átti hún margar dýr- mætar minningar. En nú tók líf ömmu að breyta um stefnu. Hún fór í kaupavinnu að Lðngumýri í Húnavatnssýslu, til þeirra hjóna, Jóns Pálmasonar og Jónínu Valgerðar Ólafsdóttur. Kristján Ásgeir, bróðir Jónínu, kom um sumarið til að heimsækja hana. Hann og amma felldu hugi saman og gengu í heilagt hjónaband í Bolungarvík þann 17. október árið 1920. Afi var fæddur að Hanhóli í Bolungarvík hinn 17. júní árið 1887, sonur hjónanna Ólafs Jóhannesson- ar frá Minnihlíð og Margrétar Ól- afsdóttur sem ættuð var frá Dýra- firði. Bjuggu afi og amma allan sinn búskap í Bolungarvík, fyrst í sjálfu þorpinu, þá fluttust þau að Gili 1928 og bjuggu þar í tæp þrjú ár. Þá fluttust þau að Geirastöðum, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1965, er þau fluttust aftur í þorpið, þar sem afí andaðist 14. maí árið 1969 á sjúkraskýlinu, tæplega 82 ára að aldri. Afi og amma eignuðust tvö börn, soninn Þorberg, sem er prestur í Digranesprestakalli í Kópavogi, kvæntur Elínu Þorgilsdóttur frá Bolungarvík, eiga þau fjögur börn á lífí og er undirritaður yngstur þeirra. Dóttir þeirra var Helga, sem fæddist 20. febrúar 1928 en lést úr botnlangabólgu hinn 11. maí árið 1937, aðeins níu ára að aldri. Þar að auki ólu þau upp tvö fóst- urbörn, Ingveldi Kristjönu Þórarins- dóttur frá fæðingu og Svein Jóns- son frá átta ára aldri. Býr Ingveld- ur Kristjana nú á Geirastöðum ásamt yngstu dóttur sinni og fjöl- skyldu hennar en Sveinn býr í Reykjavík. Þar að auki tóku þau að sér vanheila konu, Guðrúnu Þor- bjarnardóttur, (f. 7. júlí 1891, d. 12. október 1980) og var hún hjá þeim og síðar henni til dauðadags. Árið 1972, þremur árum eftir andlát afa, fluttust amma og Gunna svo suður, í kjölfar þess að árinu áður höfðum við flust suður frá Þórunn Gísladóttir Sandgerði Fædd 24. apríl 1918 Dáin 25. ágúst 1993 Snemma morguns hinn 25. ágúst hringir síminn. Það er Ólafía tengdadóttir Þórunnar, og segir hún að þá um nóttina hafi Þórunn látist eftir erfíð veikindi. Þórunn var fædd 24. apríl 1918 á Þóroddsstöðum í Miðneshreppi, og var hún dóttir hjónanna Þuríðar Jónsdóttur og Gísla Eyjólfssonar. Hún var næstyngst af 11 börnum þeirra hjóna, og af þeim eru nú sex látin. Þórunn ólst upp á Þóroddsstöðum þar til hún gekk í hjónaband 3. maí 1947 með enskum manni, Henry Francis Odlfield. Það sama ár fluttist hún til Englands og bjó þar í tæpa þijá áratugi. Henry og Þórunn eignuðust þijá mannvæn- lega syni. Elstur þeirra er Edward, sem er kvæntur og á tvo syni og býr nú í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. John, sem lést 11. desem- þer 1987. Hann var kvæntur og bjó á Englandi. Ríkharður, sem búsettur er í Sandgerði, kvæntur Ólafíu Sigurpálsdóttur og eiga þau tvo syni. Það var vorið 1947 sem Þórunn og Henry fluttust til Englands. Þar bjuggu þau í milljónaborg, sem var ólík þeim afmarkaða bás af heima- túni hér á íslandi áður en hávaða- mengufTnui;imans"fi’elFinnreS?sríræ* — Mmning Þórunn átti síðar oft eftir að ræða um það við mig hve tengdamóðir sín hafi verið sér góð, en inn á hennar heimili fluttust þau er þau komu til Englands. Meðan Þórunn bjó á Englandi leitaði hugur hennar samt stöðugt heim til íslands. Vor- ið 1976 þegar tveir elstu synir henn- ar voru kvæntir og fluttir að heim- an, kom Þórunn til íslands með yngsta son sinn, sem var þá tæp- lega 17 ára, og bjó eftir það í Sand- gerði ásamt honum. Seinni hluta vetrar á þessu ári fór heilsu Þórunnar hrakandi, og um miðjan maí gekkst hún undir skurðaðgerð á Landspítalanum. Eftir þá aðgerð var ljóst að hveiju stefndi. Af spítalanum fór hún heim í bytjun júní, og var heima þar til um miðjan september. Þá fór hún á sjúkrahúsið í Keflavík. Sonur hennar Edward og fjölskylda hans komu í heimsókn frá Suður-Afríku í sumar. Þrátt fýrir að Þórunn væri þá mikið veik var hún þeim þakklát og dáðist að drengjunum og þeirri hlýju er hún naut frá þeim. Einnig kom Henry, eiginmaður hennar, frá Englandi, og vék vart frá henni allan þann tíma er hún átti ólifað- an. Varð honum að ósk sinni að fá að vera við sjúkrabeð hennar og halda í hönd hennar er' hún lést aðfaranótt 25. þessa mánaðar. v'na sipna; og “er ég” Fbrsj óninni ’^e^HTIynrao Bolungarvík, er faðir minn gerðist prestur í Kópavogi. Tveimur árum síðar, um miðjan ágúst árið 1974, fengu þær svo pláss á Hrafnistu í Reykjavík þar sem Gunna andaðist sex árum síðar, eins og áður sagði. — Frá því að ég mundi eftir mér, hafði það alltaf verið fastur punktur í tilverunni að skreppa inn á Hrafnistu að minnsta kosti annan hvern dag, ef ekki daglega, til þess að vita hvernig þær amma og Gunna hefðu það, spila á spil eða bara tala saman um lífið og tilver- una. Þar að auki fundust mér aldr- ei vera jólin eða aðrar hátíðir fyrr en amma og Gunna voru komnar í heimsókn. Þær, og síðar aðeins amma, voru aufúsugestir um jól, afmæli og aðrar hátíðir og stórvið- burði innan fjölskyldunnar. Ég minnist þess sérstaklega, þegar hún var hjá okkur að vetri til, í tengslum við afmæli sitt eða um jólin, að þegar ég kom inn úr frostinu úti, var mér oft kalt og þá var gott að vita af ömmu inni í stofu og hlýju höndunum hennar, sem gátu vermt mig. Þá sagði hún iðulega: „Guð hjálpi mér, hvað baminu er kalt!“ Eg gerði mér meira að segja oft leik að því að velta mér berhentum upp úr snjónum, til þess eins að láta hana ylja mér, þegar ég var kominn inn. — Amma missti mikið þegar Gunna féll frá, því þær höfðu alla tíð haft mikinn félagsskap hvor af annarri, sérstaklega eftir að afi andaðist. Alltaf þótti ömmu minni jafn- vænt um að sjá. vini og ættingja og líta inn til sín, og það var gagn- kvæmt af minni hálfu, því ég vissi ekkert skemmtilegra en að skreppa inn á Hrafnistu og spila rakka, gosa og mörg fleiri spil við hana ömmu, eða bara ræða við hana um daginn og veginn. Enginn kenndi mér fleiri bænir heldur en hún, enda má ég segja, að fáar nætur hef ég sofið jafnvel eins og þegar við vorum búin að biðja saman bænirnar okkar, þegar hún var hjá okkur. Engri gat ég heldur treyst betur fyrir mínum viðkvæmustu hugðarefnum heldur en henni og oft var eins og ég væri að tala við þroskaða og raunsæja unga konu en ekki konu hátt á tíræðisaldri, svo ung var hún í anda og hress í máli. Amma var mikið á faraldsfæti og mætti til dæmis minnast á það þegar ég, amma og Margrét Krist- jánsdóttir, bróðurdóttir hennar frá Eyrarbakka, fórum í þriggja vikna heimsókn vestur að Geirastöðum hafa fengið að kynnast henni, því að hún hefur sett sinn lit í tilveru mína og aukið skilning minn á margbreytileika mannlífsins. Elsku Þórunn mín, það er ein- kennilegt að hugsa til þess að nú sért þú farin frá okkur, en minning- in um þig mun ávallt lifa meðal okkar. Eg trúi því að nú sért þú í öruggum höndum og að þér líði vel. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allar þær stundir er við áttum saman. Ég og fjölskylda mín vottum eft- irlifandi eiginmanni hennar, sonum og þeirra fjölskyldum, aldraðri tengdamóður, ásamt öðrum ástvin- um dýpstu samúð sumarið 1982, þar sem rifjuðust upp hjá henni gamlar og góðar minningar, er hún sjálf hafði ráðið þarna húsum. Tvö síðustu ferðalög- in hennar eru mér einnig minnis- stæð. Hinn 30. desember árið 1990 lagði fjölskyldan upp í ferðalag austur til Víkur í Mýrdal, þar sem Helga systir mín býr ásamt fjöl- -skyldu sinni. Þótti þetta heilmikið þrekvirki hjá ömmu, sem nú var orðin 97 ára að aldri en þó enn hrókur alls fagnaðar. í október 1991 var hún viðstödd brúðkaup ungrar frænku sinnar og nöfnu, Ingveldar Eiríksdóttur Eiríkssonar prests á Þingvöllum, þar sem brúð- kaupið var haldið, en sr. Eiríkur var systursonur ömmu. Langlífi sitt þakkaði amma mín því að hafa hvorki reykt tóbak né drukkið áfenga drykki og hún var óspör á að vara mig við þeim ósóma. Hún átti einnig einstaklega gott með að sofa og svaf yfirleitt allflest- ar nætur í einum dúr. Þar að auki þótti henni ósköp gott að fá sér smáblund eftir hádegismatinn. Eftir þann blund var hún alveg tilbúin að takast á við daginn, kát og létt í lundu. Hún var tónelsk og hafði • mjög gaman af að dansa, enda var hún nær alla tíð létt á fæti. Eins og áður kemur fram í greininni, þjáðist hún af psoriasis-sjúkdómn- um stærsta hluta ævi sinnar, en þann illlæknanlega sjúkdóm bar hún með mikilli reisn allttil æviloka. Undir lokin var þó heilsu hennar tekið að hraka, og loks leiddi það til þess, að í byijun maímánaðar 1992 var hún fiutt niður á hjúkrun- ardeild, þar sem hún andaðist, þeg- ar skammt var liðið af þjóðhátíðar- degi okkar íslendinga og 105. af- mælisdegi afa. Ég ímynda mér að þarna hafi afi minn fengið hina bestu afmælisgjöf sem hann hefði getað hugsað sér, að fá ömmu aft- ur til sín, eftir um það bil 23 ára aðskilnað. Já, margs er að minnast og margs að sakna. Erfitt er að sætta sig við, að elskulegrar ömmu minnar nýtur ekki lengur við hér á jörðu, en þetta er nú einu sinni gangur lífsins, allt er í heiminum hverfult, eitt sinn skal hver deyja. Hún fékk tvær óskir sínar uppfyllt- ar, að fá að deyja um sumar, og í svefni. Við felum hana ömmu mína al- góðum Guði og treystum því að Hann veiti henni eilífan frið, og okkur sem eftir lifum, líkn. Minn Jesú, andlátsorðið þitt, í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Blessuð sé minning Ingveldar Guðmundsdóttur. Þorgils Hlynur Þorbergsson. Steingrímur Bene- diktsson — Minning Fæddur 3. ágúst 1929 Dáinn 25. október 1993 í dag kveðjum við hann pabba okkar. Hann fæddist í Hnífsdal og um 7 ára aldur fluttist hann til Reykjavíkur með foreldrum sínum, þar sem hann bjó síðan alla sína ævi. Foreldrar hans voru Sólveig Sigþrúður Magnúsdóttir frá Þið- riksvöllum í Strandasýslu og Bene- dikt Rósi Sigurðsson sjómaður frá Nesi við Grunnavík. Þau systkinin voru fímm. Eistur var Kristinn Aðalsteinn, sem dó ungur. Næst voru tvíburarnir Kristrún Ólöf og Jón Magnús. Jón lést snögglega 24. febrúar 1988, og Kristrún Ólöf lést 12. febrúar 1990. Þar næst kom Jóhannes Steingrímur, og yngstur var Gunnar. Pabbi byijaði aðeins 14 ára sína sjómennsku, sem varð síðan hans ævistarf. Árið 1952 kvæntist hann móður okkar, Þóreyju Ásmunds- dóttur frá Snartartungu í Bitru- firði. Allan sinn búskap bjuggu þau á Hringbrautinni, þar sem við ól- umst upp systurnar sjö. Oft gekk mikið á í stórum systrahópi, og þótt íbúðin væri ekki stór, var samt eins og alltaf væri nóg pláss fyrir alla. Ávallt var mikið tilhlökkunarefni hjá okkur systrum þegar togarinn hans pabba var að koma heim úr siglingum. Þá var vel fylgst með tímasetningu á ytri-höfninni, síðan við Reykjavíkurhöfn og loks feng- um við að fara niður á bryggju að taka á móti skipinu. Iðulega fengum við þá einhvern skemmtilegan glaðning þegar heim var komið. Pabbi hafði auga fyrir fallegum fötum, og voru þeir ófáir jólakjól- arnir sem hann keypti í sínum sigl- ingum, sem gengu síðan okkar á milli í mörg ár. Eftir að við uxum úr grasi, slitu foreldrar okkar samvistum. Eitt af því sem pabbi átti erfítt með að tileinka sér var að lifa eftir klukk- ar voru heimsóknir hans til okkar á fæðingardeildina, og valdi hann þá jafnan sinn komutíma sjálfur. Alltaf birtist pabbi með blómvönd þegar síst var von. Pabba fæddust sautján barna- böm. Hið yngsta þeirra, hann Andri litli, lifði mjög stutt meðal okkar. Vitum við að nú leiðir guð þá sam- an. Síðustu ár voru pabba ekki þrautalaus, og náði hann aldrei fullri heilsu eftir veikindi sín í vor. Við kveðjum nú elsku pabba okk- ar og þökkum honum allt sem hann gerði fyrir okkur. Við biðjum algóð- an guð að gæta hans og geyma. Blessuð sé minning hans. Sól á himni og í hjarta. Dýrðleg hásumarblíða. Ég finn svæfandi sælu inn í sál mína líða. Hversu margs er að minnast, - engu má ég nú gleyma. Hér er fuilkomin fegurð. Og nú fer mig að dreyma. (Jóhannes úr Kötlum) unni. hann vildi ráða sínum tíma GuðTaug 'ÉrísíoFerscíolíSrr^ ’^sj^tTuFógT^*sarn^væmT^vi*?Tíæ3* Kveðia.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.