Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 DÓRA TAKEFUSA DAGSKRÁRGERÐARKOIMA Mikill flakkari Ég held að í raun og veru hafi ég aldrei verið unglingur. Mamma mín hefur oft sagt það við mig að ég hafi fæðst átján ára og ég held að ég-fari ekkert ofar í þroska en það. Mér finnst ég alltaf verða barnalegri og bamalegri. Ég þurfti að vera mjög sjálf- stæð og dugleg; passaði bróður minn mikið og var nokkurskonar mamma allra. Þegar ég loksins komst á unglingsaldur varð ég kerling, ég gaf mér aldrei tíma til að vera unglingur. Ég er fædd og uppalin á Seyðisfirði og þar eru allir eins og ein stór ijölskylda. Ég er búin að þekkja krakkana sem voru með mér í bekk þar síðan við vorum að bora í nefið á okkur í leikskóla og mér þykir of- boðslega vænt um þau. Ég byijaði að vinna í fiski þegar ég var ellefu ára, ég var frek- ar dugleg held ég og gerði allt sem mér var sagt að gera. Ég held að ég hafi verið algjör fyrirmyndar unglingur þannig séð, ég vona alla- vega að ég hafi ekki verið leiðinleg. Það var í sjálfu sér ekki mikið að gera á Seyðisfirði nema áð hittast í sjoppunni og ég nennti því ekki svo ég lá bara heima hjá mé_r og horfði á Skonrokk sem Þorgeir Ástvaldsson stjórnaði. Svo var ég mikið í íþróttum; ég held að það sé ekki til sú íþróttagrein sem ég hef ekki æft. Ég flutti á eigin spýtur til Reykjavíkur þegar ég var fjórtán ára. Ég er í eðli mínu stórborgarbarn, ég elska borgir eins og New York og London og Seyðisíjörður var einhvernveginn ekki fyrir mig. Þegar ég kom suður fór ég í Réttarholts- skóla og var að vinna þijár vinnur með. Ég vann í fataverslun og á veitingahúsi og svo var ég með þætti í sjónvarpinu sem hétu Rokkaramir geta ekki þagnað. Jón Gústafsson var með þessa þætti fyrst en svo tók ég við. Ég hafði ósköp lítinn tíma til að vera í skóla og tók Réttó því meira og minna utanskóla án þess að nokkur vissi af því, en ég ski\aði alltaf mínu þar. Ég er alin upp við það að vera mjög sjálfstæð, ég sagði þeim það bara í Réttarholtsskóla að ég þyrfti að sjá um mig sjálf, borga húsaleigu og aðra reikninga. Ekki það að ég gæti ekki fengið peninga hjá foreldrum mínum, ég vildi það bara ekki. Ég vildi sanna mig og vera sjálfstæð. Ég fór að ferðast á þessum árum og fór út um allt. Ef mig langaði eitthvert þá vann ég eins og bijálæðingur í tvo þijá mánuði og fór svo. Ævintýramanneskja Maður hefur auðvitað lent í fullt af neyðarlegum atvikum þannig séð, en ég kom mér alltaf út úr öjlu, það var nánast sama hvað það var. Ég hef alltaf verið ofsalega fljót að svara fyrir mig og redda hlutunum og ef það kom eitthvað vandamál upp þá gekk ég strax í að redda því. Ég er mjög mikil ævintýramanneskja og geri það sem ég vil. Þegar ég var barn ákvað ég að það sem skipti mestu máli væri að vera meðvitaður um sjálfa sig. Ég sagði mömmu þetta þegar ég var átta ára og ég er ekki viss um að hún hafí skilið mig alveg. Nafnið mitt hefur líka stundum valdið misskilningi, ég er hálf japönsk og íslendingar eiga oft erfitt með að bera það fram. í fjölmiðla Ég var á Seyðisfirði þegar verið var að gera myndina Hvítir mávar. Þá kynntist ég Kalla-Óskars kvikmyndagerðarmanni og fleirum og seinna hringdu þeir í mig og báðu mig að leika í Rickshaw myndbandi. Hrafn Gunnlaugsson sá mig í því myndbandi og bauð mér að vera með þátt og ég var til í að prófa það. Ég var voða lítið á íslandi næstu árin en svo var mér boðið að leika í Veggfóðri og ég var líka til í það. Mér fannst hugmyndin góð og þeir strákarnir hugrakkir að gera þessa mynd fyrir engan pening. í sumar vann ég sem útvarpskona á Aðalstöðinni... en ég var ekki góð útvarpskona. Svo í haust hringdi ég upp í sjónvarp og spurði hvort þar væri eitthvað að gera fyrir mig og þá stóð til að fara af stað með þennan vinsældalista og ég sló til. Að lokum Ég vil benda öllum á að vera meðvitaðir um sjálfa sig og vera þeir sjálfir. Og ekki að vera að rembast við að vera eitthvað annað en þeir eru. Mér finnst líka oft að unglingar séu latir og ætlist til að fá allt upp í hendumar og það þoli ég ekki. STJÖRNUR QG STÓRFISKAR Bældir strumpar í Danmörku Þann 18. ágúst síðastliðinn lögðu 25 hressir krakkar af stað í tveggja vikna ferð til Danaveld- is. Þremur tímum eftir að við sögð- um bæ við Leif vorum við komin til útlanda og sumir í fyrsta skipti. Er við komum til Ikast í Jótlandi beið okkar hin frækilega félags- miðstöð Brikken þar sem við gist- um í 10 daga. Ékki er hægt að segja að Ikast sé líflegur bær, alla- vega þótti okkur nóg um þegar ró var komin á bæinn kl. 22.00 á hveiju kvöldi. Við létum það þó ekki á okkur fá og sýndum mikil tilþrif í keiluhöllinni. Meðan á dvöl okkar í Ikast stóð gerðum við margt skemmtilegt. Við fórum í Sommerland (vatns- rennibrautir og skemmtigarður) og Legoland, klifum Himmelbjerg- et, heimsóttum svínasláturhús og dýragarð og síðast en ekki síst fórum við í útilegu sem skipulögð var af Dönunum sem tóku á móti okkur. Einn fagran laugardagsmorgun héldum við síðan með lest til Kaup- mannahafnar, þar sem planað var að dvelja síðustu fjóra dagana. Fyrsta kvöldið í Köben fórum við í Tívolí. Daginn eftir lékum við túrista og fórum á safn, löbbuðum upp Strikið, skoðuðum hafmeyj- una og átum á MacDonalds. Mánu- dagurinn var verslunardagurinn mikli! Strikið ofhitnaði undan verslunarglöðum Bældum strump- um og pinklarnir flæddu upp úr pokum þeirra. Síðasta daginn fórum við til Svíþjóðar með flugbáti, nánar til- tekið til Malmö. Staðurinn var skoðaður og sumir fóru í sund á meðan aðrir notuðu tímann til að versla enn meira. Daginn eftir rann upp heimferð- ardagurinn og með sárum söknuði kvöddum við Danmörku með von um að koma fljótt aftur. Fyrir hönd Bældra strumpa, Hildur og Bryndís Ýr. BRÉFBARST FRÁ FERÐA- KLÚBBNUM BÆLDIR STRUMPAR Strumpar í svínasláturhúsi. SAMVISKUSPURNINGIN Fylgist þú með fréttum? Marius 16ára , Stundum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.