Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 52
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVADnoALMENNAR
NÝÚTGÁFA! AU»JÓOLEGT
!3A SÍMAKOIT
ÍNÆSTA
BANKA £DA
SPARISJÓDI
■aep
VISA ÍSLAND
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
r~v
Viðræður í Washington
Nýr fund-
ur ákveð-
inn í dag
FIMMTI fundur viðræðunefnda
bandarískra og íslenskra stjórn-
valda var haldinn í utanríkisráðu-
neyti Bandaríkjanna í Washington
í gær, án þess að niðurstaða feng-
ist um hvernig framtíðarvömum
Isiands yrði háttað. Að sögn Þor-
steins Ingólfssonar, ráðuneyt-
isstjóra utanríkisráðuneytisins,
sem er formaður íslensku nefnd-
arinnar, var ákveðið á fundinum
í gær, að nýr fundur yrði haldinn
í dag.
Þorsteinn kvaðst í samtali við
Morgunblaðið í gærkveldi ekki geta
upplýst um neitt sem fram kom á
fundinum í gær. Aðilar hefðu bund-
ist sammælum um að greina ekki
efnislega frá því sem fram kom á
fundinum. Þorsteinn kvað engar
áiyktanir hægt að draga af því að
aðilar ákváðu að hittast á nýjan leik
á fundi í dag. Þorsteinn sagði jafn-
framt að útilokað væri að segja til
um það, þegar rætt var við hann,
hvort einungis yrði annar fundur í
dag, eða hvort áframhaldandi funda-
höld yrðu í Washington á miili aðila.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið aflaði sér úr banda-
ríska varnamrálaráðuneytinu
(Pentagon) í gærkveldi, lögðu full-
trúar bandarískra stjórnvalda, þ.e.
varnarmála- og utanríkisráðuneytis-
ins fram tillögur bandarískra stjórn-
valda um framtíðarfyrirkomulag
varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli, en fulltrúar íslands tjáðu sig
ekki um afstöðu sína til tillagnanna.
Embættismaður Pentagon, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kveldi, að hann hefði upplýsingar um
að viðræður íslensku og bandarísku
sendinefndarinnar hefðu verið gagn-
legar og vinsamlegar. Fulitrúar ís-
lensku viðræðunefndarinnar hefðu
tekið við tillögum Bandaríkjamanna.
Þeir hefðu óskað eftir að fá að fara
yfir tiilögur Bandaríkjamanna í sín-
um hóp áður en aðilar hittust á nýj-
an leik og það hefði orðið niðurstaða
þessa fundar.
Morgunblaðið/Sverrir
Nýja Sjáland
*--------------
Islenskur
frumkvöð-
ull í rækju
NETAGERÐ Kristjáns Ó. Skag-
fjörðs og Hampiðjan eru nú að
setja upp tvö rækjutroll fyrir Is-
land Fisheries i Timoru á Nýja
Sjálandi. Framkvæmdastjóri og
einn af eigendum Island Fisheries
er Islendingurinn Jóhannes Ara-
son, en hann hefur ásamt meðeig-
endum sínum fest kaup á græn-
lenzkum rækjutogara og hefur
leyfi til rækjuveiða innan lögsögu
Nýja Sjálands.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
rækja verður veidd á þessum sióðum,
en hennar hefur orðið mikið vart á
búraslóðinni. Rækjan þarna gengur
undir tegundarheitinu omega og
samkvæmt heimildum Versins er hún
afar svipuð kaldsjávarrækjunni, sem
hér veiðist, Pandalus Borealis, nema
að hún er um tvöfalt stærri.
Sjá nánar í Ur verinu bls. B1
Að loknum fundi
BENEDIKT Davíðsson, formaður Sambands almennra lífeyrissjóða, kveður Davíð Oddsson forsætisráð-
herra eftir fund fulltrúa lífeyrissjóðanna með forsætis- og viðskiptaráðherra.
Forsætisráðherra ánægður eftir fundi með forsvarsmönnum lífeyrissjóða og banka
Til greina kemur að hætta við
útboð ríkisbréfa eftir helgi
FORSVARSMENN samtaka lífeyrissjóðanna lýstu þeirri skoðun
sinni á fundi með forsætis- og viðskiptaráðherra í gær að ekki
væri skynsamlegt að vera með útboð á ríkisbréfum á mánudag
og húsnæðisbréfum á þriðjudag. Ekki væri víst að markaðurinn
réði við þetta og þau kynnu að ganga gegn markmiðum stjórn-
valda um vaxtalækkun. Forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna
segir að ef þessi útboð verði haldin eftir helgi og fjárfestum stæði
til boða jafn góð bréf á betri kjörum bæri þeim skylda til að
kaupa þau. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að til greina
kæmi að hætta við annað eða bæði útboðin, til dæmis með því
að fara með annað útboðið á erlendan markað og fresta hinu.
Davíð og Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra lýstu yfir
mikilli ánægju með viðbrögð bankastjóra viðskiptabankanna og
forystumanna lífeyrissjóðanna eftir fundi með þeim í gær.
Gráa svæðið á miðlínunni milli íslands og Færeyja
Ekki komi
til árekstra
HAFT hefur verið samband við Kjartan Hoydal,
fiskimálastjóra Færeyinga, og sendiráð Dana á
íslandi vegna tregðu færeyskra skipa að fara að
tilmælum Landhelgisgæslunnar á hinu svokaliaða
„gráa svæði“ á miðlínunni milli íslands og Fær-
eyja. Hörður H. Bjarnason, starfandi ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að í samtalinu
við Kjartan hafi komið fram fullur vilji hans tii
að koma í veg fyrir árekstra á svæðinu.
Hörður sagðist hafa haft beint samband við Kjartan
vegna málsins í gær. „Hann hafði ekki skýringar á
reiðum höndum á því hvað hefði breytt hefð undanfar-
inna ára á svæðinu. Ekki hefur náðst samningur um
svæðið en þegar færeysk fiskiskip hafa verið staðin
að veiðum innan þess hafa þau farið að fyrirmælum,
híft upp veiðarfæri og fært sig útfyrir. Hvernig stæði
á því að eftir þessu hefði ekki verið farið í einstökum
tilfellum að undanförnu vissi hann sem sé ekki. Hjá
honum kom hins vegar fram fullur vilji til að forðast
árekstra á þessu svæði. Báðir aðilar voru sammála
um að reyna að koma í veg fyrir að úr þessu yrði
meiri háttar ágreiningur," sagði Hörður.
Hann sagði aðspurður um aðgerðir að Kjartan hefði
;
Morgunblaðið/HalldórB. Nellett
Fönix á gráu svæði
SKIPSTJÓRNARMENN á færeyska togaranum
Fönix fóru ekki að þeim tilmælum Landhelgisgæsl-
unnar að færa sig út af gráa svæðinu á mánudag
fyrir rúmri viku. Af því tilefni var ákveðið að leita
eftir skýringum færeyskra og danskra yfirvaida á
viðbrögðum Færeyinganna. Að sögn Kristjáns Þ.
Jónssonar, skipstjórnarmanns í Gæslunni, voru
fimm önnur skip á svipuðum slóðum og Fönix en
ekkert annað innan gráa svæðisins. Hann kvað al-
gengt að á bilinu tvö til sex skip væru við miðlín-
una og væri þar m.a. veiddur karfi og þorskur.
ætlað að ráðfæra sig við samstarfsmenn sína og hann
hefði sagst vonast til að friður yrði á svæðinu í fram-
tíðinni. Hörður sagði að jafnframt hefði verið haft
samband við danska sendiráðið og því skýrt frá samtal-
inu við Kjartan.
Forsætis- og viðskiptaráðherra
boðuðu forráðamenn Landsbank-
ans, Búnaðarbankans, sparisjóð-
anna og lífeyrissjóðanna á fund sinn
í gær. Stjórnendur Islandsbanka
hitta ráðherrana síðan í dag. „Það
er sameiginlegt álit allra þessara
manna að vaxtalækkunaraðgerðir
ríkisstjórnar og Seðlabanka hafi
gengið hraðar fram á eftirmarkaði
heldur en björtustu vonir hefðu
gefið tilefni til. Það kemur glöggt
fram hjá þessum aðilum að þeir eru
að vinna að breytingum á málum
hjá sér og munu vera í stakk búnir
til að gera grein fyrir áformum um
lækkun vaxta um eða eftir helgina
og sumir jafnvel fyrr. Þá er ljóst
að lífeyrissjóðirnir munu leggja sitt
af mörkum,“ sagði Davíð eftir
fundahrinuna í gær. „Þetta segir
mér það að það séu allar líkur á
því að vextir muni halda áfram að
lækka næstu daga og verði eftir
helgina nálægt því markmiði sem
ríkisstjórnin setti sér,“ sagði for-
sætisráðherra.
Sighvatur Björgvinsson við-
skiptaráðherra kvaðst einnig vera
ánægður eftir fundinn með fulltrú-
um lífeyrissjóðanna. „Þeir lýstu yfír
afdráttarlausum stuðningi við það
sem við erum að gera og fögnuðu
þeim árangri sem við höfum náð...
Meginatriðið er að tryggja þann
árangur sem nú hefur náðst og við
verðum að fara mjög varlega í sam-
bandi við þær ákvarðanir sem tekn-
ar verða um útboð nýrra bréfa á
næstunni til að raska ekki þeirri
stöðu sem nú þegar er komin. Síðan
verðum við að feta okkur eitthvað
áfram,“ sagði viðskiptaráðherra.
Ber skylda til að kaupa ódýrari
vöruna
Benedikt Davíðssori, formaður
Sambands almennra lífeyrissjóða,
sagði að það væri á valdi hvers ein-
staks lífeyrissjóðs hvernig hann
ávaxtaði fjármuni sína en sjálfur
sagðist hann reikna með að þeir
tækju þátt í úboðum ríkisins eftir
helgina og þá á þeim kjörum sem
þá giltu. Vextimir væru að ganga
niður og ekki hægt að fullyrða ná-
kvæmlega hvar þeir yrðu staddir á
mánudag.
Þorgeir Eyjólfsson, formaður
Landssambands lífeyrissjóða, benti
á að óheppilegt væri að vera með
ríkisbréfaútboð dag eftir dag og í
ljósi væntinga um vaxtaþróunina
væri það enn verra nú. Heppilegra
væri að markaðurinn fengi aðeins
lengri tíma til að jafna sig. Þorgeir
sagði að ef lífeyrissjóðunum byðust
húsbréf eða spariskírteini á eftir-
markaði með hærri ávöxtunarkröfu
en stefnt væri að á uppboðum ríkis-
ins bæri þeim skylda til að kaupa
fyrrnefndu bréfin. „Vonandi nást
þessi markmið og við stígum skref-
in eins hratt og markaðurinn leyfir.
Mér fannst ráðherrarnir sýna þessu
ríkan skilning,“ sagði Þorgeir.
Kalkúnalær-
in til Færejja
KALKÚNALÆRIN sem verslunin
Bónus flutti inn en ekki fékkst
innflutningsleyfi fyrir verða send
til Færeyja í næstu viku og seld
þar í verslun fyrirtækisins.
Að sögn Jóhannesar Jónssonar
verslunarstjóra verða kalkúnalærin
sett í gám í næstu vikur og send
áleiðis til Færeyja, þar sem þau verða
seld í versiun fyrirtækisins eftir 20.
nóvember.
íslendingar sér á báti
Jóhannes sagði að íslendingar
væru alveg sér á báti í heiminum
hvað verslun snerti, dæmið kæmi
hins vegar vel út fyrir Bónus sem
hefði keypt verslun í Færeyjum m.a.
til að seija kalkúnalæri.