Morgunblaðið - 04.11.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 04.11.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 Fullt hús á fundi hjá borgarstjóra HÁTT í 300 manns komu á opinn fund Markúsar Arnar Antonsson- ar borgarstjóra í Árseli í Árbæjarhverfi í gærkvöldi. Markús Orn gerði í upphafi fundarins grein fyrir uppbyggingu siðustu ára í Reykjavík, og gerðu fundarmenn góðan róm að máli hans. Að lokinni framsögu svaraði hann fyrirspurnum fundarmanna, en fram kom nokkuð hörð gagnrýni á strætisvagnasamgöngur í hverf- inu og skort á leikfimikennslu vegna tafa við byggingu íþróttahúss. Borgarstjóri hóf mál sitt með því að fara yfir eigna- og skulda- stöðu borgarinnar, og gat hann þess þá meðal annars að tekjur borgarinnar hefðu orðið rúmir 12 milljarðar á þessu ári. Hann sagði skuldastöðuna vera góða saman- borið við önnur sveitarfélög, og þannig væru skuldir á hvern íbúa 73 þúsund krónur í Reykjavík en t.d. 162 þúsund í Kópavogi og 120 þúsund í Hafnarfirði. 400 ný leikskólapláss Að þessu loknu vék borgar- stjóri að þeim umbótum sem unn- ar hefðu verið í miðbænum, og sagðist þá meðal annars reikna með að Ingólfstorg yrði tilbúið í bytjun desember og fyrirhugaðar væru miklar framkvæmdir á Skólavörðuholti. Hann sagði að bráðlega yrði komið fyrir bíla- stæðum á þaki Faxaskála og þá væri framkvæmdum við Arnarhól að ljúka. Þá vék hann að uppbyggingu í félagsþjónustu fyrir aldraða og sjúka og sagði að leikskólaplássum hefði fjölgað um 1.326 á kjörtímabilinu og á næstunni myndu bætast við 400 pláss. Morgunblaðið/Sverrir Húsfyllir HÁTT í 300 manns sóttu opinn fund Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra sem haldinn var í Árbæjarhverfi, en á fundinum svaraði borgarstjóri fyrirspurnum varðandi framkvæmdir I hverfinu. VEÐUR VEÐURHORFUR 1DÁG, 4. NOVEMBER YFIRLIT: Yfir Skandinavíu er 1025 mb hæð og önnur álíka milli Norður- Grænlands og Svalbarða. Um 300 km vestur af Reykjanesi er 980 mb lægð sem þokast NV og önnur um 1500 km suðvestur í hafi hreyfist norðaustur en síðar norður. SPA: SA-átt, víða stinningskaldi eða allhvass en fer að lægja vestantil á landinu undir hádegi. Rigning víða um land, síst þó austantil á Norður- landi. Snýst í suðvestan kalda með skúrum eða slydduéljum vestan- lands undir kvöld. Hiti verður víðast 8-11 stig en kólnar dálítið vestantil á landinu þegar líður á daginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Nokkuð hvöss SV átt. Skúrir eða slydduél sunnanlands og vestan en víða léttskýjað NA til. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: SA strekkingur um allt land. Súld eða rigning sunnanlands og vestan en skýjað að mestu og úrkomulítið NA til. Hiti verður á bilinu 6-11 stig, hlýjast norðanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22. 30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 900600. ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * r r * r Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað v $ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnirvindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka :tig., FÆRÐ Á VEGUM: iki. 17.301 gær> Greiöfært er um alla þjóðvegi iandsins, en víða er unnið að vegagerð og getur vegur á þeim stöðum verið grófur og seinfarinn og eru öku- menn beðnir að gæta varúðar og aka samkvæmt merkingum. Um færð á hálendinu er ekki vitað. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjev/k biti 10 10 voður skýjað þokumóða Bergen 5 léttskýjað Helsinkl 2 alskýjað Kaupmannahöfn 7 þokumóða Narssaresuaq +5 skýjað Nuuk ■fS snjókoma Osló 2 alskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 7 þokumóða Algarve 17 Iétt8kýjað Amsterdam 8 þokumóða Barcelona 17 rigníng Berlín 3 þokumóða Chicago 3 þokumóða Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 6 þokumóða Glasgow 0 skýjað Hamborg 3 þokumóða London 12 mistur Los Angeles 15 léttskýjað Lúxemborg 11 skýjað Madríd 12 alskýjað Malaga 17 rigning Mallorca 17 rigning Montreal 0 skýjað NewYork 7 skýjað Orlando 14 þokumóða París 10 léttskýjað Madelra 20 skýjað Róm 21 skýjað Vín 9 skýjað Washington 6 alskýjað Wlnnípeg 4-2 alskýjað 2 Vj árs fang- elsi fyrir rán HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 29 ára mann, Gauta Ólafsson, í 2‘/2 árs fangelsi fyrir rán með því að hafa 2. ágúst sl. ógnað starfsstúlku í gestamóttöku Hótels Reykjavíkur með hnífi og fengið hana til að afhenda sér 185 þús. kr. í reiðufé og ferða- tékkum. Fékk hníf að láni en ekki peninga Maðurinn játaði brot sitt. í dóm- inum kemur fram að hann hafi hálfum mánuði fyrir ránið fengið reynslulausn á eftirstöðvum fang- elsisdóms og verið peningalítill og kunningjar hans og félagsmála- stofnun hafi ekki veitt honum um- beðna aðstoð. Einn kunningi hans sem hann hafi hitt á veitingastaðn- um Keisaranum daginn sem ránið var framið hafi ekki getað lánað honum peninga en sá hafi hins veg- ar lánað honum hníf til þess að útvega sér sjálfur peninga. Eftir að hafa snúið frá og hætt við rán á íjórum stöðum kom mað- urinn að Hótel Reykjavík við Rauð- arárstíg, fékk að fara þar á sal- erni, gekk þaðan út fyrir en inn á hótelið aftur þar sem starfsstúlkan hafi verið alein. Hann hafi ógnað stúlkunni með hníf og sagt henni að láta sig fá peninga sem hann síðan fór með á brott. Einbeittur brotavilji í niðurstöðum dómsins segir að brotavilji mannsins hafi verið styrk- ur og einbeittur og það verki til refsiþyngingar enda hafi maðurinn kannað aðstæður á fjórum stöðum áður en hann framdi ránið og feng- ið hnífinn lánaðan gagngert í því skyni. Maðurinn hefur þegar hafið afplánun á fyrrgreindum eftirstöðv- um fangelsisdóms og voru þær því ekki dæmdar með þegar refsing mannsins var talin hæfileg 2,'h árs fangelsi auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar og málsvarnarlauna auk 106 þús- und króna í skaðabætur til eiganda hótelsins sem hafði endurheimt um 80 þúsund krónur af_ ránsfengnum við handtöku mannsins nokkrum dögum eftir ránið. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Reglugerð um Byggingasjóð ríkisins 300 milljónir kr. í skuldbreytingu Félagsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um skuldbreytingar á lánum á vegum Byggingasjóðs ríkisins, og er um að ræða tíma- bundnar aðgerðir í þágu lántakenda sem vegna langvarandi at- vinnuleysis eða alvarlegs heilsubrests hafa lækkað svo í launum að til vandræða horfir um afborganir á lánum vegna íbúða. Til skuldbreytingalánanna er varið samtals 300 milljónum króna. í fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið, Húsnæðisstofnun rík- isins, Búnaðarbanki íslands, ís- landsbanki, Landsbanki íslands og Samband íslenskra sparisjóða hafi gert með sér samkomulag í sam- starfi við samtök lífeyrissjóða um skuldbreytingar til að leysa greiðsluvanda fólks sem á í erfið- leikum með að standa í skilum með lán til íbúðarkaupa vegna tekjulækkunar sem stafar af at- vinnumissi eða veikindum. Gert er ráð fyrir að viðskiptabanki eSa sú lánastofnun þar sem viðskipti eða vanskil eru mest hafi forgöngu um að aðstoða umsækjanda með því að reikna út greiðslubyrði lána og greiðslugetu og kanni til hvaða ráða þurfi að grípa til að draga úr greiðslubyrði og koma í veg fyrir greiðsluvanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.