Morgunblaðið - 04.11.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993
13
Sameining sveitarfé-
laga er einn valkostur
Tilefni: Grein Gunnars Jóhanns Birgissonar
í Morgunblaðinu 1. október sl.
félagsaðildar. Enginn munur er á
þessu, hvort heldur er um að ræða
launþega eða atvinnurekendur.
Sömu grundvallarsjónarmið eiga
þar við.
Vilji atvinnurekandi ekki vera
félagi í atvinnurekendafélagi, þá er
reynt að sýna viðkomandi fram á,
að hann hafi hag af því að vera í
félaginu. Sú þjónusta og þau gögn
sem hann fái séu félagsgjaldsins
virði. Ófélagsbundnum er ekki neit-
að um þjónustu, en séu þeir frekir
á þjónustuna er þeim bent kurteis-
lega á það, að það séu félagsbundn-
ir sem borgi þjónustuna, en þeir
ekkert, og jafnframt hvort þeim
finnist það sanngjarnt, að þeir noti
kjarasamninga, kaupskrár o.þ.l. og
leggi ekkert til sjálfír. Við þekkjum
öll ævintýrið um litlu gulu hænuna.
Það er blóðugt að þessir aðilar njóti
uppskeru erfíðis félagsmanna, en
við því er ekkert að gera. Það verð-
ur að halda áfram að reyna að sann-
færa þá um ágæti félagsaðildar.
Þeir sem alls ekki vilja vera fé-
lagsbundnir af einhveijum ástæð-
um, t.d. telja félagsgjaldið of hátt
miðað við þjónustuna, verða utan
félagsins. Lýðræðið í atvinnurek-
enda- og stéttarfélagi er ekkert í
hættu, þótt svo sé. Ótti stéttarfélag-
ahna við upplausn, standi einhver
utan stéttarfélags, er ástæðulaus.
Að sanna sig
Hvort sem mönnum líkar það
betur eða ver, þá þurfum við í þess-
um félögum, hvort heldur launþega-
eða atvinnurekendafélögum, að
sanna ágæti okkar félags og að það
Hjörleifur Hringsson
fásinna að halda að við svo búið
verði unað. Það verður sífellt erfíðara
að finna félögunum stjómir þar sem
stór hluti tímans fer í það að eltast
við skuldahálann. Mörg félögin eru
það skuldsett að stuðningur sveit-
þágu, - líkt og þeir séu þeirra
einkaeign. Ég hef meira að segja
heyrt þeirri skoðun haldið fram, að
það sé engu líkara en fámenn vald-
aklíka hagi sér eins og hún eigi
ísland og líti á almenning sem þræla
sína.
Slíkt framferði ber ekki vott um
hæfni og enn síður um siðferðisþrek
eða þá þjónustulund, sem forystu-
menn fámennrar þjóðar þurfa jafn-
an að .tileinka sér. Við slíkar að-
stæður myndast gjá milli ráða-
manna og þjóðarinnar. Það getur
orðið til þess, að almenningur missi
allt traust til stjórnmálamanna, líka
þeirra, sem enga sök bera. Og það
er beinlínis stórhættulegt sjálfu lýð-
ræðinu.
Þjóðin vill ekki ráðamenn sem
bera enga virðingu fyrir sameigin-
legum sjóðum landsmanna, heldur
hrifsa til sín allt sem þeir geta kom-
ist yfir í skjóli aðstöðu sinnar. Hún
veit, að það er engri þjóð hollt að
eiga ráðamenn sem þjást af per-
sónulegri fégræðgi.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóia íslands.
borgi sig að vera í félaginu. Við
þurfum að keppa um hylli einstakl-
inganna á sama hátt og aðrir í þjóð-
félaginu þurfa að gera, sama á
hvaða sviði þjóðfélagsins sem er,
kaupmaðurinn um viðskiptavini,
stjórnmálamaðurinn um kjósendur,
blöðin um áskrifendur o.s.frv.
Sé þjónustan ekki nógu góð, fé-
lagsgjaldiðð eða verðið of hátt, þá
missum við fólk frá okkur eða fáum
það ekki til okkar. Takist okkur
sjálfum ekki að ná hylli viðkom-
andi, þá þýðir ekki að þvinga menn
til að gera það, sem þeir vilja ekki.
Haltu kjafti og éttu kjötið, gengur
meira að segja ekki lengur hjá land-
búnaðinum. Stéttarfélögin lifa ekki
í vemduðu umhverfi heldur. Það
eru breyttir tímar í dag. íslensk
löggjöf tryggir í dag launþegum
lágmarkskjör og réttindi og þarf
ekki félagsaðild að stéttarfélagi til.
Lokaorð
Ég vona að verkalýðsforystan
ræði þessi mál á málefnalegri hátt
en hún hefur oft og tiðum gert,
þótt vissulega séu dæmi um það
gagnstæða. Það hefur enga þýðingu
að banna mönnum að ræða um
málefni verkalýðsfélaganna. Verka-
lýðsforystan verður að svara bein-
um spurningum og athugasemdum
sem til hennar er beint um þessi
mál, en ekki snúa upp á sig og
kalla menn öllum illum nöfnum, ef
einhver segir eitthvað sem ekki
passar henni.
Höfundur er héraðsdóms-
lögmaður og skrifstofustjóri LÍÚ.
arfélagsins verður ekki umflúinn.
Þau eru komin á sveitina!
Það er skoðun mín að tímabært
sé að íþróttafélögin og forustumenn
fyrir sveitarfélögunum setjist niður
og finni saman lausnina að öruggum
rekstri félaganna. Það er kunnara
en frá þurfí að greina hversu nauð-
synleg íþróttafélögin eru í hveijum
bæ.
Helstu vandræði íþróttafélaga eru
fólgin í erfiðleikum við að ijármagna
reksturinn. Þessu þarf að breyta, það
getur ekki gengið að stjórnarmenn
séu að skuldbinda sig persónulega í
lánastofnunum fyrir milljónum til að
viðhalda æskulýðsstarfí í sínum bæ.
Það þarf að spyma við fótum og
spyija sig grundvallarspurningar
eins og höfum við efni á þessu?
Því að enginn vinnur leik þegar
félagið er aflagt og komið í þrot.
Með von um bjarta árangursríka sig-
urdaga skora ég á félögin að skoða
þetta með jákvæðu hugarfari til að
tryggja að alltaf, já alltaf, geti heil-
brigt og gott æskulýðsstarf þrifist í
bæ og borg.
Höfundur tekur þátt í prófkjöri
sjálfstæðismanna íKópavogi.
eftirHeiðar
Guðbrandsson
Ríkið vill auka tilskipunarvald
og jöfnimarsjóðina
í grein um sameiningu sveitarfé-
laga 1. október ræðir Gunnar Jó-
hann Birgisson lögmaður meðal
annars um hugmyndina að baki
tillögunum um sameiningu sveit-
arfélaga og eins og Gunnar Jóhann
segir var hugmyndin að efla
sveitarfélögin sem stjórnsýslustig
í landinu og gera þau betur í stakk
búin til þess að taka við auknum
verkefnum. Þá bendir Gunnar Jó-
hann á að með því að færa verk-
efni frá ríkinu til sveitarfélaganna
væri verið að draga úr miðstýringu
ríkisvaldsins. En hvernig er staða
sveitarfélaganna og hver er styrk-
ur þeirra í samningum við ríkis-
valdið, sem nú vill auka tilskipun-
arvaldið og jöfnunarsjóðina, hver
er styrkur fámennari sveitarfélaga
í Sambandi íslenskra sveitarfélaga
nú þegar allt kapp er lagt á að
Samband íslenskra sveitarfélaga
hafi mótað stefnuna og þar á bæ
fagni menn tillögum ríkisstjórnar
um nýja verkaskiptingu? En ef við
skoðum málið betur þá stenst fátt
í málflutningum. Er Gunnari Jó-
hanni kunnugt um hvemig meðtöl
ríkisstjórnarinnar sviptu til dæmis
Súðavík tekjum af aðstöðugjaldinu
þegar það með einni tilskipun var
lagt af á síðasta ári með loforði
um að það yrði bætt, en í reynd
tapa þeir tekjum sem best gekk
að innheimta gjaldið en þeir sem
ekki höfðu náð árangri í innheimtu
auka sína hlutdeild. Samkævmt
samningi við Samband íslenskra
sveitarfélaga bætir ríkið sveitarfé-
lögunum 78% af aðstöðugjaldinu
hvernig svo sem innheimtan hefur
gengið og enginn Súðvíkingur
spurður álits þó að hagsmunir
Súðavíkur væru ríkari en flestra
annarra. Aðstöðugjaldið gaf Súða-
víkurhreppi rúm 24% af tekjum
sveitarsjóðs og hafa forvígismenn
fyrirtækja hér lýst undrun sinni á
niðurfellingu þess á meðan ríkið
hyggst stórauka álögur á sjávarút-
„Það er mín skoðun að
það sé nauðsynlegt að
stofna til Sambands fá-
mennra sveitarfélaga
til að gera alvöru úr því
verkefni sem flestir eru
sammála um að sé í
reynd aðalatriði máls-
ins, það að draga úr
forsjárhyggju ríkisins
og annarra stjórn-
valda/4
vegsfyrirtækin með gjaldi í enn
einn jöfnunarsjóðinn, Úreldingar-
sjóð sjávarútvegsins.
Óþarfar ríkisstofnanir verði
lagðar niður!
En lítum á stóru yfirlýsingarnar
um sterkt sveitarstjórnarstig ef af
sameiningu sveitarfélaga verður
nú. í grein sem ég skrifaði og var
of löng fyrir Reykjavíkurdagblöðin
en birtist í Vestfirska 30. septem-
ber og í Degi 5. október sl., og
reyndar á ég líka grein í nýjasta
hefti Sveitarstjórnarmála, vara ég
við stórauknum afskiptum jöfnun-
arsjóða af málefnum samfélagsins.
Ég vil trúa því að menn hafi lært
nóg af reynslunni sem við höfum
haft af jöfnunarsjóðum, hún er
fallvölt sú hamingja sem þeir veita.
Hafa menn gleymt tilskipun Jó-
hönnu frá síðasta ári um breyttar
úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga til hagsbóta fyrir
Hafnarfjörð og Mosfellsbæ?
Ágreiningurinn um það hvort tíma-
bært sé að kjósa um sameiningu
sveitarfélaga 20. nóvember eða
hvort standa skuli að málinu á lýð-
ræðislegan hátt snýst ekki síst um
það að ríkisvaldinu verður ekki
treyst fyrr en tekjustofnar sveitar-
félaganna verða bundnir í stjórnar-
skrá lýðveldisins. Gunnar Jóhann
telur rétt að huga að því að með
því að auka þjónustuverkefni sveit-
arfélaganna skapist ný störf á
hveijum stað. Enginn ágreiningur
er um að þetta gæti verið mjög
mikilvægt fyrir landsbyggðina í
framtíðinni en meinið er að þessar
tillögur sem eiga að gera sveitar-
stjómarstigið sterkt í framtíðinni
vantar í pakkann. Þau verkefni
sem nefnd eru, flytja mjög fá störf
frá Reykjavík og gæti verið að það
stafaði af sterkari stöðu Reykja-
víkur í Sambandi íslenskra sveitar-
félaga. Það er mín skoðun að það
sé nauðsynlegt að stofna til Sam-
bands fámennra sveitarfélaga til
að gera alvöru úr því verkefni sem
flestir eru sammála um að sé í
reynd aðalatriði málsins, það að
draga úr forsjárhyggju ríkisins og
annarra stjórnvalda.
Húsnæðismál alfarið til
s veitarfélaganna
Ég vil meina að á meðan ekki
er tekin ákvörðun um að færa
húsnæðismálin alfarið til sveitarfé-
laga og stjórnvöld ekki sjá ástæðu
til að leggja niður stofnanir eins
og Innkaupastofnun ríkisins sem
kaupir meðal annars svo eyðsluf-
reka bíla fyrir ríkisstofnanir að þá
er ekki hægt að reka og neitar svo
að útvega sparneytnari tæki í stað-
inn vegna þess að tækin sem ekki
er hægt að reka eru ekki notuð.
Ég held að það sé víðtæk samstaða
um aðalatriði málsins en að
aukaatriði séu látin tefja fyrir eðli-
legum framgangi þess. Það er svo
með mig eins og Gunnar Jóhann
Birgisson að ég vil ekki fórna mínu
sveitarfélagi í þessari lotu, Súðavík
sem á það sameiginlegt með
Reykjavík að vara hagkvæm fjár-
hagslega, yfirstjórnarkostnaður
sambærilegur, og geta þau því tek-
ið við þeim verkefnum sem nú er
rætt um að flytja til sveitarstjórn-
arstigsins, þá er það lífsnauðsyn
ef byggð á að haldast í landinu
og færa mannfrek þjónustuverk-
efni út til sveitarstjörnarstigsins
ásamt því að stórefla það, um leið
og jafna þarf atkvæðisréttinn og
þá almennt að auka réttlæti í
stjómsýslunni.
Höfundur er hreppsnefndar-
maður á Súðavík.