Morgunblaðið - 04.11.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.11.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 Ráðstefna Verktakasambands Islands Stefán Ingólfsson. BYGGINGARKOSTNAÐUR ræður mestu um verð fast- eigna, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið. íbúðakaupin eru stærstu viðskipti sem flestir Islendingar gera á sinni ævi. Núna virðist þessi fjárfesting orðin mörgum ofviða. Þurfa nýjar íbúðir að vera dýrar? Nk. laugardag gengst Verktakasamband Islands fyrir ráðstefnu á Holiday Inn hótelinu um lækkun byggingarkostnaðar. Morgunblaðið hafði tal af nokkrum þeim sem flytja munu erindi. Ástæða er til að ætla að einhugur verði um markmiðið en skoðan- ir skiptar um leiðirnar. 56-57% nýrra íbúða á félagslegum grunni Efnahagslíf íslendinga hefur verið dauflegt síðustu árin og samdráttur á flestum sviðum. Verktakar og byggingaraðilar hafa mjög fundið fyrir þessum doða. Það er merkjanlegt að ein- stakiingar veigra sér við því að ráðast í húsbyggingar eða kaupa nýjar íbúðir. Þórður Þórðarsson fram- kvæmdastjóri Verktakasam- bands íslands benti sérstaklega á samanburð milli tímabilanna 1986-89 og 1990-92 sem sýndi að dregið hefði úr fjárfestingu ungs fólks í nýbyggingum um 17%. Þórður sagði nokkum sam- drátt skiijanlegan í erfiðu árferði en dregið hefði úr húsbyggingum umfram samdrátt í heildarfjár- festingu. Samkvæmt þjóðhags- reikningum hefði heildarfjárfest- ing dregist saman um 13,3% árið 1992 og stefndi í 9,6% sam- drátt á þessu ári. Hins vegar væri samdrátturinn í húsbygg- ingum á tímabilinu 1990-93 u.þ.b. 20%. Þórður benti á að menn þyrftu enn sem fyrr þak yfir höfuðið. Verktakasambandið hefði látið meta þörfína á nýjum íbúðum; að teknu tiiliti til mannfjöldaþró- unar, fjölskyldustærðar o.s.frv. væri talið að byggja þyrfi tæp- lega 1300 íbúðir á ári. Reyndin væri hins vegar sú að í ár yrðu byggðar 870-900 íbúðir. Þar af væru 500 byggðar á félagslegum grunni utan húsbréfakerfisins. Þórður sagði greinlega þörf á ódýrum íbúðum á kjörum sem fólk réði við, og ein helsta leiðin að því marki væri að lækka byggingarkostnaðinn. Fram- kvæmdastjóri Verktakasam- bandsins sagði sitt samband því hafa boðað til ráðstefnu um þetta mál. Ráðstefnan verður haldin síðdegis næstkomandi laugardag á Holiday-Inn, en þar munu 18 menn halda stutt erindi um ís- lenskan íbúða- og byggingar- markaðinn og hina margvíslegu þætti sem hafa ahrif á bygging- arkostnaðinn. Á dagskrá ráð- stefnunnar er tvívegis gert ráð fyrir fyrirspurnum til fyrirlesara og umræðum. Dæmi sem ekki gengur upp Á ráðstefnunni flytja, Gunnar Óskarsson rekstrarhagfræðing- ur, Jón Guðmundsson formaður Félags fasteignasala og Stefán Ingólfsson verkfræðingur erindi um íslenska íbúðamarkaðinn. Stefán Ingólfsson hefur um nokkurt árabil gagnrýnt harka- lega ýmsa þætti í húsnæðismál- um Islendinga. Hann hefur m.a. sagt framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafa verið litla og skort hvata til hagræðingar. Hann benti Morgunblaðinu á að byggingarkostnaður síðustu 35-40 ár hefur aukist að meðal- tali um 1,3 % umfram almennar verðlagshækkanir. Frá stríðslok- um hefur byggingarkostnaður meira en tvöfaldast. Þrátt fyrir að kröfur til íbúðahúsnæðis hafi aukist hafa samhliða orðið mikl- ar tækniframfarir sem hefði átt að leiða til verðlækkunar. Uppbyggileg lækkun kostnaðar Verktakasambandið vill leita leiða til að lækka byggingarkostnað nýrra íbúða. Ólöf G. Valdimarsdóttir. verðbólga og neikvæðir vextir hjálpuðu mönnum til að leysa dæmið. Nú væru þessar aðstæð- ur ekki lengur fyrir hendi. Raun- vextir sem húsbyggjendur yrðu að greiða hefðu verið yfir 7%. Ástandið á íslenskum fasteigna- og byggingarmarkaði vitnaði um að dæmið gengi hreinlega ekki upp lengur. Það ætti því engum að koma að óvart að ásókn í félagslegar íbúðir hefði stórauk- ist. Hærra lánshlutfall og nýjar aðferðir Fimm forráðamenn verktaka- fyrirtækja gera grein fyrir sínum sjónarmiðum á ráðstefnunni, meðal þeirra er Ármann Örn Ármannsson hjá Ármannsfelli. í erindi sínu mun Ármann væntanlega gera grein fyrir hinu norska Perma-form kerfi eða byggingaraðferð sem byggir m.a. á því að steypt er í sérstök plastmót sem síðar mynda ytra borð húsanna. Með perma-form aðferðinni drægi mjög úr ýmsum kostnaðarþáttum t.d. múrhúðun og málun. Ármann sagði að með þessari aðferð styttist bygging- artími úr 1 og 1/2 ári niður í 4-5 mánuði. Að ekki þyrfti að fjármagna framkvæmdirnar nema þennan skamma tíma sparaði umtalsverðar fjárhæðir. Ármann var þess fullviss að fólk vildi kaupa sínar íbúðir á almennum markaði fremur en í Þórður Þórðarson. Ármann Örn Ármannsson. Stefán sagði húsbyggjendur hafa umborið eða þolað þessa hækkun meðan samkeppni var takmörkuð, verðskyn var iítið og Meiri samdráttur í nýbygg- ingum en heildarfjárfestingu félagslegu kerfi, svo fremi sem kjörin væru viðráðanleg. Ár- mann vildi að lánshlutfall í hús- bréfakerfínu yrði hækkað úr 65% í 80% en að hámarki 5,6 milljón- ir þannig að þetta lánshlutfall gilti aðeins fyrir íbúðir upp að 7 milljón króna verði. Ármann taldi að þessi hækkun á lánshlutfalli í almenna húsbréfakerfinu myndi minnka ásókn í félagslega kerfíð og létta af ríkissjóði niður- greiðslum vaxta vegna Bygging- arsjóðs verkamanna. Ármann benti einnig á að huga yrði að fleiru heldur en fjár- mögnun íbúðabygginga. Fjöl- mörg atriði, stór og smá, hefðu áhrif á byggingarkostnaðinn, t.a.rn. ýmis forsjá opinberra að- ilá. Ármann nefndi t.d. að bíll væri flestum íslendingum nánast jafn nauðsynlegur og húsnæði. Á síðari tímum virtist það vera mat skipulagshöfunda að bíllinn yrði líka áð hafa húsnæði. Kröfur um bílageymslu við eða allra helst undir mannabústöðum gætu aukið byggingarkostnaðinn um 10%. Ármann taldi það verðugt spurningarefni hvort húsbyggj- endur vildu eða þyrftu þessar bílageymslur. Ármann taldi það einnig um- hugsunarefni hve ítarlega ætti að segja fyrir um geymslur i híbýlum manna, bæði sameigin- legar og þær sem fylgdu hverri íbúð. T.d. kvæði byggingarreglu- gerðin á um að hverri íbúð á Islandi skyldi fylgja yfirleitt a.m.k. 6 fermetra geymsla en hins vegar gerðu reglur á hinum Norðurlöndunum ráð fyrir 4 fer- metrum í geymslu. Endurmat en varkárni Ólöf G. Valdimarsdóttir arki- tekt flytur erindi um nýjar teg- undir íbúðarhúsnæðis. Hún sagði Morgunblaðsmanni að hugsun okkar um híbýli væri stöðnuð. Þjóðfélagið og mannlífið væri margbreytilegt og heimili manna yrðu að vera það líka. Henni var spurn hvort hugmynd okkar um íbúðarhúsnæði væri orðin úrelt. Á ijölmörgum heimilum væri stofnan nánast ónotað pláss eða nýttist eingöngu sem stórt sjón- varpsherbergi. Það mætti einnig hugleiða m.t.t. breyttra matar- venja hvort hið hefðbundna eld- hús og ómissandi eldhúsinnrétt- ing væri jafn bráðnauðsynleg og menn héldu. T.d. væri hugsan- legt að einhleypir og/eða ein- stæðir foreldar kysu að deila eld- húsi en búa sér að öðru leyti. Ólöf var þess fullviss að hægt væri að lækka íbúðarverð svo einhveijum fjárhæðum næmi ef menn gætu valið meira í sinn „íbúðapakka“. Það gildi um íbúð- ir eins og aðra söluvöru að þær yrði að laga og markaðssetja eftir þörfum mismunandi not- enda. Aðspurð um stöðlun og leið- sögn reglugerða, sagði Ólöf kröf- ur í reglugerðum vera ákveðna tryggingu, reglurnar væru byggðar á margra ára reynslu og rannsóknum. Nýtilkomin við- leitni til að lækka byggingar- kostnað væri fagnaðarefni en menn yrðu að kunna sér hóf á báða vegu. Þörfin á ódýrara hús- næði mætti ekki leiða til óvand- aðs húsnæðis. Og hið sama gilti um notkun ódýrari efna. T.d. hefði asbestið reynst dýr „töfra- lausn“ á sínum tíma. Hún sagði mjög vafasamt að byggja heilu íjölbýlishúsin með nýjum efnum eða byggingaraðferðum án þess að reynsla væri komin á viðkom- andi efni og aðferðir. Að minnsta kosti yrði að tryggja að kaupend- ur þyrftu ekki að bera kostnað af viðhaldi á nýju húsnæði ef efnin stæðust ekki íslenskar að- stæður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.