Morgunblaðið - 04.11.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993
31
Minning
Steingrímur Jóhann-
esson frá Svínavatni
Fæddur 24. júlí 1902
Dáinn 15. október 1993
Steingrímur Jóhannesson frá
Svínavatni lést í Héraðssjúkrahús-
inu á Blönduósi 15. þ.m. Hann
hafði dvalist þar á elii- og sjúkra-
deild tæp tvö ár, verið hress af
níræðum manni að vera, léttur á
sér og kvikur í hreyfingum og las
blöð og bækur gleraugnalaust, en
minnið var orðið lítið.
Steingrímur var næstyngstur
Svínavatnssystkina sem upp kom-
ust, en þau eru nú öll látin. Þau
voru, auk Steingríms, Jóhanna,
Elínj Helga, Guðmundur, Steinvör
og Olafía.
Foreldrar þeirra voru Ingibjörg
Ólafsdóttir frá Ási í Vatnsdal og
Jóhannes Helgason, Benediktsson-
ar frá Eiðsstöðum. Þau bjuggu á
Svínavatni allan sinn búskap, með
gott og gagnsamt bú enda jörðin
með betri jörðum sýslunnar. Mikið
átak hefur þó verið að ala upp svo
stóran barnahóp og koma þeim til
manns, en Svínavatnssystkini nutu
mun meiri menntunar en almennt
gerðist á þeim tíma.
Að loknu barnaskólanámi heima
fór Steingrímur í gagnfræðaskóla
á Akureyri. Þá fór hann til Reykja-
víkur og lærði að spila á orgel og
var um árabil organisti við Svína-
vatnskirkju og lék oft á orgelið sér
og öðrum til ánægju. Steingrímur
var með þeim fyrstu hér um slóðir
sem tók bílpróf og þegar vegasam-
band við hreppinn komst á keypti
hann vörubíl og flutti á honum
vörur fyrir Svínavatnsheimilið og
aðra. Steingrímur var opinn fyrir
nýjungum og tileinkaði sér þær.
Hann setti upp vindrafstöð, rækt-
aði rófur og kartöflur í stórum
stíl austur við Blöndu og hafði um
tíma allstórt gæsabú.
Jafnhliða öðrum störfum vann
Steingrímur búi foreldra sinna, en
þegar faðir hans lést fór hann að
búa með móður sinni og'systkinum
sem heima voru og eftir lát móður
sinnar bjó Steingrímur félagsbúi
með þeim Guðmundi, Jóhönnu og
Elínu og bjuggu þau saman á
Svínavatni meðan kraftar og heilsa
entust.
Margir áttu erindi að Svínavatni
frá gamalli tíð, þar voru staðsettar
bækur lestrarféiagsins Fjölnis,
símstöð var á Svínavatni meðan
handvirkur sími var í notkun og
sóknarkirkja Svínavatnssóknar.
Sjálfsagt þótti að bjóða öllum sem
að Svínavatni komu veitingar og
eftir messu var veislukaffi eins og
sjálfsagður hluti af kirkjuferðinni.
Svínavatnssystkini stunduðu
búskapinn af mikilli hagsýni og
myndarskap, byggðu upp allar
byggingar í samræmi við nútíma
kröfur, ræktuðu tún og keyptu
vélar og tæki.
Ákveðin verkaskipting var með
þeim systkinum. Steingrímur var
bústjórinn, Jóhanna sá um fatnað
og hannyrðir, enda var hún anná-
luð hannyrðakona, átti m.a. hand-
unnið sjal á heimssýningu í París,
Elín sá um matseld og heimilishald
og Guðmundur um símstöðina,
bókhald og garðrækt. Voru þau
langt yfir meðalmennsku hvert á
sínu sviði. Öll náðu þau systkini
háum aldri. Elín lést 6. september
1982, Jóhanna lést 1. maí 1989
og Guðmundur lést 25. janúar
1991. Að síðustu var Steingrímur
orðinn einn á Svínavatni þá að
mestu hættur búskap, en hafði
nokkur hross sér til ánægju og
annaðist þau af mikilli natni.
Eg hef verið svo lánsamur að
búa í næsta nágrenni við Steingrím
og þau systkini rúm sextíu ár og
varla er hægt að kjósa sér betri
nágranna. Þá má geta þess að feð-
ur okkar og afar bjuggu samtímis
á Svínavatni og Sólheimum frá
árinu 1868.
Sem börn og unglingar komum
við systkinin í Sólheimum oft að
Svínavatni og þar var okkur ætíð
tekið af einstakri gestrisni og alúð.
Steingrímur spilaði þá stundum á
orgelið og lét okkur syngja með,
þá var farið í ýmsa leiki svo sem
feluleiki, en gamli bærinn á Svína-
vatni bauð upp á ýmiss konar
leyndardóma sem komu hug-
myndafluginu í gang.
Steingrímur var glaðsinna og
heilsteyptur, traustur og trúr vinur
vina sinna. Hann var fróður um
sögu lands og þjóðar og fylgdist
vel með. Jörðin Svínavatn átti stór-
an hlut í honum og hans lífshlaupi
og þar sýna merkin verkin.
Nú er Steingrímur kominn heim
og hvílir við hlið foreldra sinna og
svstkina í kirkjugarðinum á Svína-
vatni.
Fjölskyldan Sólheimum þakkar
samfylgdina og þótt leiðir skilji lif-
ir minningin um góðan dreng og
nágranna.
Ingvar Þorleifsson,
Sólheimum.
Málfríður Þorkels-
dóttir — Minning
Mig langar til að minnast ást-
kærrar föðursystur minnar, sem lést
á sjúkrahúsinu á Akranesi hinn 23.
október síðastliðinn. Hún átti við
langvarandi veikindi að stríða og
hefur eflaust verið södd lífdaga. En
það verður örugglega tekið vel á
móti henni, þar sem eiginmaður
hennar, Brynjólfur Kjartansson, sem
lést fyrir hálfu ári, átti afmæli dag-
inn áður en hún andaðist.
Fríða, eins og hún var ávallt köll-
uð, var einlæg og hvers manns hug-
ljúfi. Hún var mjög myndarleg við
alla handavinnu, svo sem útsaum,
og þær voru ófáar útpijónuðu peys-
urnar sem hún ptjónaði. Hún var
snillingur í matargerð og köku-
bakstri. Mér er ljúft að muna frá
barnæsku minni, hvað hún tók ávallt
vel á móti mér og hvað mér fannst
allt svo gott sem hún gaf mér að
borða. Mér fannst kökurnar himn-
eskar. Á barns- og unglingsárum
sagði hún mér oft skemmtilegar
sögur og reyndi ennfremur að fræða
mig, svo að ég tali nú ekki um brand-
arana sem hún kunni og voru á
ýmsa vegu.
Fríða var mjög vel gefin, víðlesin
og hefði sómað sér inni í kennslu-
stofu fullri af börnum. En engin
átti hún börnin sjálf. Hún hafði yndi
af tónlist og söng, en hló jafnan við
og sagðist vera laglaus. Hún átti
ekki langt að sækja tónlistaráhug-
ann vegna þess að mamma hennar
(amma mín) var einstaklega tónelsk
og spilaði og söng fram á gamals
aldur.
Mér hefur orðið tíðrætt um Fríðu
við dætur mínar og hafa þær haft
gaman af. En því miður var of langt
á milli okkar, en það verður ekki
við öllu séð. Það er mín von að ég
megi reynast dætrum mínum eins
vel og hún reyndist mér. Blessuð sé
minning hennar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt,
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristín Pétursdóttir
og dætur.
Sumir halda...
En rétt er...
. að verð á íslenskum búvörum
fari sífellt hækkandi.
...að verð á íslenskum bávörum hefur stórlækkað á
undanförnum árum á meðan fles't önnur útgjöld
heimilanna hafa hækkað.
ISLENSKUR
LANDBÚNAÐUR