Morgunblaðið - 04.11.1993, Page 35

Morgunblaðið - 04.11.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 35 fá að njóta hennar svo lengi, svo tippbyggjandi og fróð sem hún var. Hún bar sig alltaf eins og hetja, stóð á meðan stætt var og miklu lengur. Helga hélt mikið upp á Alda- mótaljóð Hannesar Hafstein sem hún kunni vel og fór oft með. Hún hreifst af bjartsýninni og trúnni á landið, þar sem skáldið horfir fram á nýja öld. Eg kveð tengdamóður mína með eftirfarandi erindi úr þessu ljóði — erindi mér finnst lýsa lífsviðhorfi hennar svo vel: Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið, borðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvemig sem striðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið. Guðrún Axelsdóttir. Þér er óhætt sælt að sofna með sælubros á ijóðri kinn. Ást til þín skal aldrei dofna eða trú á drottin minn. (Páll Ólafsson) Um leið og vetur gekk í garð og geislar sólarinnar tóku að lækka á lofti færðist friður og ró yfír elsku- lega tengdamóður mína og góða vinkonu sem nú hefur lokið hlut- verki sínu á þessari jörð. Hún kvaddi þennan heim í trú á verrid og skjól, sátt við sitt hlutskipti í lífinu. Minningar mínar um hana eru mér dýrmætur sjóður. Það hefur verið lærdómsríkt að þekkja þessa miklu konu og kynnast hennar já- kvæðatífsviðhorfi. Fróðleikur henn- ar var margvíslegur og hún fékk aldrei leið á að miðla öðrum af þekk- ingu sinni og kunnáttu. Það er mik- il gæfa fyrir unga sem aldna að fá að njóta samvista við slíka sóma- konu. Helgu var margt til lista lagt, hún var listamaður á sviði sauma og matargerðar, höfðingi heim að sækja og hvarvetna sem hún fór vakti hún athygli fyrir glæsileik og skemmtilegheit. Bókmenntir og ljóð áttu stóran þátt í lífi hennar, enda var ljóðakunnátta hennar veruleg. Mörg ljóðskáld voru henni afar kær, og má þar fyrstan nefna Pál Ólafsson. Hún sagði svo oft að ljóð- in hans væru svo yndislega mann- eskjuleg. Börnunum las hún ljóðin hans Páls og kenndi þeim að skilja mannlega þáttinn, umhyggjuna fyr- ir móður náttúru, væntumþykju, ást og virðingu fyrir manninum. Allt þetta er ómetanlegur þáttur í upp- eldi barna okkar og verður aldrei frá þeim tekið. Með söknuði og virðingu, en þó fyrst og fremst þakklæti, kveð ég elskulega tengdamóður mína. Freyja Sverrisdóttir. í dag verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni frú Helga Helgadóttir. Gróðrarstöðin við Laufásveg er þekkt fyrir það brautryðjendastarf sem þar var unnið við ræktun gróð- urs. Þar var einnig ræktað gott mannlíf og þaðan eigum við syst- urnar dýrmætar minningar úr æsku. Gróðrarstöðin var aðeins stein- snar frá heimili okkar, en þegar við fórum þangað var alveg óvíst hvort við skiluðum okkur aftur sama dag eða þann næsta. Tíminn leið fljótt við leik og störf með frændsystkin- um okkar, fjórum börnum Helgu og Eiríks. Við lékum okkur í Einars- garði, bjuggum til baunabyssur úr stóru hvönninni, skárum m.a. gladí- ólur, levkoj, nellikkiy og venusar- vagn í blómvendina með Onnu Kristínu, borðuðum fylli okkar af næpum og rófum í kálgörðunum í Vatnsmýrinni, fylgdumst með garð- yrkjumönnunum að störfum í gróð- urhúsunum, tíndum sólber og rifs- ber og „hjálpuðum til“ við sultu- gerðina. Ef við vildum hvíla okkur á skarkalanum þá var friður og ró á loftinu hjá frænku, þar sem spila- stokkurinn var alltaf við höndina. Af munni frænku, Guðrúnar Helgadóttur, lærðum við barnagæl- ur og þulur. Seinna voru það Ijóð öndvegisskáldanna undir hand- leiðslu Ondu. Við vorum líka alltaf velkomnar á efra loftinu hjá Siggu sem kunni að taka ljósmyndir með blossa og á heiðurinn af mörgum þeirra mynda sem við eigum nú til minningar um þennan tíma. Já, það voru margar vistarverur í þessu húsi og þar leið okkur vel. Við vorum börn og lífið var leik- ur. Okkur fannst sjálfsagt að koma og fara, borða og sofa eins og við vildum. Við fundum aldrei að það væri haft fyrir okkur. Við ræddum það oft seinna, þá sjálfar orðnar mæður, hve mikið hefur mætt á Helgu á þessum árum. Við vorum ekki einu gestirnir, það áttu margir erindi í Gróðrarstöð, bæjarbúar og landsbyggðarfólk. Helga var sífellt á þönum að sinna heimilisfólki, að- komufólki, blómasölunni ásamt öðr- um heimilisstörfum og hafa henni varla gefist margar næðisstundir. Helga var félagslynd og kunni því vel að hafa margt fólk í kring um sig. Hún naut sín vel þegar húsið var fullt af fólki og það var oft. Afmælin í Gróðrarstöðinni voru ávallt tilhlökkunarefni. Þá var spil- að og sungið og farið í fjölda leikja. Helga hafði alltaf tima til að vera með, milli þess sem hún bar inn tertur, pönnukökur og heitt súkku- laði. Veisluborðin voru hvergi glæsilegri en í Gróðrarstöð. I Gróðrarstöðinni bjuggu saman þijár kynslóðir. Með Helgu Helga- dóttur er genginn síðasti fulltrúi þeirra kynslóða sem þar héldu heimili. Það var einstök gæfa að alast upp í skjóli alls þessa góða fólks. Víst er að heimsóknir okkar systranna í Gróðrarstöð hefðu ekki orðið svo tíðar ef Helgu hefði ekki notið við. Við kveðjum hana með kæru þakklæti og ljúfum minning- um. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Guðrún, Steinunn og ' Ingibjörg Norberg. Kynni okkar Helgu hófust þegar ég byijaði að starfa í heimilishjálp- inni í mars 1992. Fyrst var ég hálf- an daginn, síðan jókst það, og fékk ég þá að vera hjá henni allan dag- inn. Á milli okkar Helgu urðu mjög góð og náin kynni. Hún gaf mér mikið sem ég á eftir að búa að. Hún var stórbrotinn persónuleiki og ég fann strax hvað hún var hlý- leg og traust. Hún var ung í anda og mér fannst eftirtektarvert hvað hún kunni mikið af Ijóðum og kvæð- um. Fyrir stuttu fór hún með kvæði upp á 43 erindi, sem hún hafði ekki farið með lengi. Ég votta fjölskyldu og ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Þórunn Osk Rafnsdóttir. Fleiri greinar um Helgu Helga- dóttir bíða birtingar og munu birtast næstu daga. + Elskulegur faðir okkar, tengdafafiir, afi og langafi, LÁRUS F. BJARNASON fyrrv. vörubílstjóri, Sléttuvegi 11, (áður Fornhaga 24), verður jarðsunginn frá Neskirkju föstu- daginn 5. nóvember kl. 13.30. Anna Lárusdóttir, Þórður R. Magnússon, Bjarndís Lárusdóttir, Óskar Guðnason, Gunnar Þ. Lárusson, Björk Kristjánsdóttir, Jóna Lárusdóttir, Teitur Lárusson, Elín Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GARÐAR E. FENGER, Hvassaleiti 67, lést 2. nóvember. Kristfn F. Fenger, Kristjana Fenger, Jakob Fenger, Hjördís Fenger. + Elskuleg móðir okkar, ESTHERS. ÞORSTEINSDÓTTIR, Laugavegi 135, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Félag heyrnarlausra. Gísli Ragnarsson, Marfa Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR KARLS VÍGLUNDSSONAR, Herjólfsgötu 34, Hafnarfirði. Aöalheiður Sigtryggsdóttir, Ólöf, Víglundur, börnin og fjölskyldur þeirra. börnin og fjölskyldur þeirra. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS G. KRISTJÁNSSON fyrrum skrifstofustjóri Slippfélagsins í Reykjavik hf., lést aðfaranótt 3. nóvember 1993. Ásgeir H. Magnússon, Jóna Sigurðardóttir, Jón Hákon Magnússon, Áslaug G. Harðardóttir, Sigurður Ásgeirsson, Svava Birgisdóttir, Magnús Ásgeirsson, Kim Magnússon, Áslaug Svava Jónsdóttir, Hörður Hákon Jónsson og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR BOGADÓTTIR, Lönguhlfð 17, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Blóm afbeðin, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarstofnan- ir njóta þess. Ingigerður Eyjólfsdóttir, Vigdfs Ester Eyjólfsdóttir, Ingimar G. Jónsson, Svanhildur Eyjólfsdóttir, Magnús Kristinsson, Pálmi S. Þórðarson, Þórey Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR V. SIGURÐSSON fyrrverandi ríkisendurskoðandi, Sólheimum 49, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag nýrnasjúkra. Kristrún Jóhannsdóttir, Sigrún C. Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhann Halldórsson, Guðrún Siguróladóttir, Halldór Halldórsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Sigurður Valur Halldórsson, ValgerðurG. Halldórsdóttir, Sigurður Haraldsson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ÁSTU FRIÐRIKSDÓTTUR HANSEN frá Svaðastöðum. Friðrik Pálmason, Anna Halla Friðriksdóttir, Pálmi Friðriksson, Svala Jónsdóttir, Ásta Björg Pálmadóttir, Ásmundur Pálmason, Friðirk Pátmason, Örvar Pálmi Pálmason, Svala Aðalsteinsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS G. HALLDÓRSSONAR, Hlunnavogi 7. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlíðarbæjar og deildar B-4 á Borg- arspítalanum. Sigrfður Sofffa Jónsdóttir, Fanney Jónsdóttir, Sigurður Hauksson, Sólveig Jónsdóttir, Gestur Þorgeirsson, Björg Jónsdóttir, Grímur Sæmundsen og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, JENS HJALTALÍN ÞORVALDSSONAR, Löngubrekku 15A, Kópavogi. Hrefna Jónsdóttir, Steinunn Jensdóttir, Sverrir Ó. Guðnason, Heiðrún Jensdóttir, Baldur H. Úlfarsson, Svanhildur Jensdóttir, Jens K. Bernharðsson, Ólafur Jensson, Jóhanna Bjarnadóttir, Þröstur Jensson, Ester Þorsteinsdóttir, Jóna Þóra Jensdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.