Morgunblaðið - 04.11.1993, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993
// þct& er -fyrir tengckxrribSur m'inOL.
Mtbu eittht/ak meé> hundade&L
ÍGÆu>
1 Q'YR
/’1»T
nei?
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
„Pourquoi pas?“
Frá Úlfi Ragnarssyni:
A skrifborði mínu liggur merkiieg-
ur hlutur af gleri gerður til þess
ætlaður að hleypa gegnum sig ljósi.
Ég nota hann til að leggja ofaná
laus blöð svo þau fjúki ekki. Það er
svo margt sem fýkur út í buskann í
tímans rás, sem þó hefði verið ástæða
til að halda til haga eða jafnvel gera
þeim kunnugt, sem af því kynnu að
hafa verulegt gagn.
Þessi glerklumpur var greyptur í
þilfar franska hafrannsóknaskipsins,
sem fórst á skerinu Hnokka út af
Mýrum eitt fárviðriskvöld í septem-
ber 1936. Aðeins einn maður komst
lífs af, en 39 fórust, þar á meðal
vísindamaðurinn heimskunni dr. Je-
an-Baptiste Charcot, sem gaf skipinu
nafn eftir þeirri spumingu, sem hann
hafði að leiðarljósi: Pourquoi Pas?,
sem á íslensku merkir hvers vegna
ekki? Þannig spyija sannir vísinda-
menn. Aukvisarnir í þeirri grein segja
hins vegar: Það er óhugsandi.^Þá
verður engin leit með opnum huga
og ekkert nýtt uppgötvast.
Látið hefur verið í veðri vaka, að
þess megi vænta snemma í nóvem-
ber að geimverur komi til að sanna
tilvist sína með þeim hætti, sem jarð-
arbúar telja óhyggjandi. Er þetta
hugsanlegt? Hvers vegna ekki?
Sagt er að atburðurinn verði við
Snæfellsjökul vegna sérstakra skil-
yrða sem þar séu fyrir hendi. Víst
er um það að kynngimagnað er þar
umhverfið. Ekki virðist vanþörf á,
að jarðarbúar komist að raun um svo
ekki verði um villst, að víðar megi
vitverur finna en hér. Reyndar eru
fáir svo skyni skroppnir, að þeir láti
sér í alvöru til hugar koma, að jörð-
in sé eini hnötturinn, sem vitverur
byggja í alheimi, enda milljónir plá-
neta svipaðrar náttúru og hún. Samt
taka flestir þátt í feluleik hvað þetta
varðar, yppa öxlum, brosa tvíræðu
brosi. Þannig hefur óhefðbundinn
sannleikur löngum verið sniðgeng-
inn.
í alvöru talað, þá eru málefni
mannkyns að hlaupa í þvílíkan harð-
hnút að ekki veitti af velviljaðri hjálp
utanfrá til að forða okkur frá ósköp-
um, sem flesta brestur þrek til að
takast á við.
Sitthvað bendir til, að fullnaðar-
sönnun um tilvist geimvera hafí á
liðnum árum verið vísvitandi stungið
undir stól af yfirvöldum, t.d. í sam-
bandi við tunglferðir. Óttinn við hið
óþekkta á trúlega hlut að máli, svo
og óttinn við að verða að athlægi,
að ekki sé minnst á óttann við að
vera bendlað við nýaldarhreyfingu,
sem sumir fordæma og draga jafn-
vel í dilk með órum þeirra sem neyta
ofskynjunarlyfla.
Nýaldarfólki gengur það helst til,
að stuðla að frelsun mannkyns og
jarðar undan ofbeldi og græðgi og
koma á lífsháttum, sem tryggja kom-
andi kynslóðum heilbrigði og þroska.
Þessu verður að sjálfsögðu ekki kom-
ið í kring nema með djúptækri hug-
arfarsbreytingu, þar sem ábyrgðar-
kennd _og umhyggja ganga fyrir.
Sjálft orðið nýöld merkir nákvæm-
lega hið sama og nefnt er þúsunda-
áraríkið í Biblíunni. Væri í sannleika
raunalegt ef kristin kirkja áttaði sig
ekki í þessu efni.
Allmargir hafa sjálfsagt hug á að
verða vitni að þessum sögulega at-
Ég óska þér og íslensku þjóðinni
til hamingju með málefnalega og
óeigingjarna afstöðu þína til vernd-
ar smábátaútgerð á Islandi.
Ég vitna í orð Arthúrs Bogason-
ar í fréttabréfi L.S. 2. tbl. 8. árg.
í júlí 1993: „Sá háttur hefur tíðk-
ast svo lengi sem land hefur verið
byggt að róa á litlum förum sér til
lífsbjargar. í samskiptum við þjóða-
bandalög og risaveldi er okkur tamt
að benda á smæð okkar og sérstöðu
í atvinnuháttum, við undrumst
raunar þegar við mætum skilnings-
burði ef af skyldi verða. „Ef“ segi
ég, sem þetta rita, af því að ég er
engan veginn viss um að neitt sér-
stakt sjáist, enda þekki ég ekki heim-
ildirnar að þeim spádómi, sem um
er að ræða, og geri mér grein fyrir,
að verkefnið er vandasamt.
Samt ætla ég vestur ef veður leyf-
ir. Ég hef orðið vitni að ýmsu merki-
legu þarna vestra og viidi síður af
því missa að verða vitni að atburð-
um, sem færðu sönnur á tilvist gesta
utan úr geimi, ef til kæmi. Einhvern
veginn þykir mér samt líklegra, að
ljósfyrirbæri sjáist eða jafnvel geimf-
ar, heldur en að verumar komi sjálf-
ar fram svo að allir geti auga á fest.
Ekki tel ég það þó alveg óhugsandi.
Ég veit af reynslunni að annarlegt
útlit kallar yfirleitt fremur á andúð
en samúð.
Skynsamlegt er að fara svona för
eins og hveija aðra skemmtiferð,
njóta íslenskrar náttúrufegurðar í
hópi góðra vina og kunningja, jafn-
vel eignast nýja. Þannig verða von-
brigði engin, þó engar geimverur
láti af sé vita með þeim hætti sem
um hefur verið talað. Þó er ekkert á
móti því að spyija að hætti hins
góða vísindamanns: Hvers vegna
ekki?
ÚLFUR RAGNARSSON,
læknir,
Neðstabergi 6, Reykjavík.
leysi á þessu sem okkur þykir svo
augljóst mál - á sama hátt vænta
trillukarlar skilnings ráðamanna og
almennings á sérstöðu sinni og
smæð.“
Ég fagna skilningi þínum og læt
í ljós þá skoðun og oftar þyrftum
við íslendingar að verða vitni að
svo ákveðinni og óeigingjarnri af-
stöðu stjórnmálamanna okkar.
Með virðingu,
ÞÓRARINN ST. SIGURÐSSON,
Djúpavogi 1,
Höfnum.
Málefnaleg afstaða
Opið bréf til hæstvirts umhverfisráðherra,
Ossurar Skarphéðinssonar
Frá Þórarni St. Sigurðssyni:
Víkverji skrifar
ingmenn Alþýðubandalagsins
hafa að undanfömu verið iðnir
við að boða til blaðamannafunda út
af hinum smæstu hugdettum sínum.
Raunar er það svo, að þingflokkur
Alþýðubandalagsins virðist vart fá
hugljómun um þingmál, frumvarp
eða þingsályktunartillögu á annan
hátt en svo, að þingmenn flokksins
telji að til stórtíðinda teljist. Þannig
boða þingmenn flokksins til blaða-
mannafunda af hinu smæsta tilefni.
Formaður flokksins, Ólafur Ragnar
Grímsson, hefur ekki svo sjaldan
gripið til slíks fundarboðs. Fyrir
skömmu vom það þau Guðrún Helga-
dóttir og Svavar Gestsson sem þurftu
að messa yfir fréttamönnum vegna
sjálftöku Hæstaréttar í eigin launa-
málum og þingsályktunartillögu sem
þau hugðust flytja. Síðan fengu þeir
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhann
Árssælsson og sjálfsagt fleiri þing-
menn Alþýðubandalagsins hugljóm-
un í þá veru að ekki væri „óeðlilegt
að menn athugi sérstaklega útfærslu
í 250 sjómílur eða að landhelgin fylgi
landgrunnsmörkum," eins og segir í
forsíðufrétt Tímans, þar sem greint
er frá „stórtíðindunum" sem eiga sér
upphaf í kolli þingmanna Alþýðu-
bandalagsins.
XXX
Víkveiji er þeirrar skoðunar að
hér séu þingmenn Alþýðu-
bandalagsins einstaklega iðnir við
að hafa fjölmiðlunga að ginningar-
fíflum. Fjölmiðlunga sem hlaupa upp
til handa og fóta til þess að mæta á
pólitíska áróðursfundi þingmanna
Alþýðubandalagsins, sem þar með
verða sér úti um ókeypis auglýsingu
í fréttatímum og blöðum. Það sem
gerir það að verkum að Víkverji
metur þennan „fréttaflutning" á
þennan hátt er sú staðreynd, að hér
er um venjuleg þingmál stjómarand-
stöðu að ræða, sem samkvæmt
starfshefðum þingsins eru einfald-
lega lögð fram í þinginu og komast
á dagskrá samkvæmt viðteknum
hefðum.
Það ætti í þessum efnum, eins og
öðrum þingmálum, að gilda hið sama
um frumvörp og þingsályktunartil-
lögur Alþýðubandalagsins og ann-
arra, að það verði mat viðkomandi
fréttamiðla, þegar málin eru komin
fram í þinginu, hvort um fréttnæmt
mál er að ræða eða ekki. Það á ein-
ungis að heyra til undantekninga,
að mati Víkveija, að boðað sé til
sérstaks blaðamannafundar út af til-
teknu þingmáli, sem ekki er einu
sinni komið fram í þinginu. Það þarf
að vera ærið stórt í sniðum og hafa
þjóðarþýðingu til þess að slíkir fund-
ir eigi yfir höfuð rétt á sér. Enda
er Víkveiji eindregið þeirrar skoðun-
ar að fréttamatið eigi alfarið að vera
á valdi fjölmiðilsins, en ekki vara-
formanns Alþýðubandalagsins — eða
stjórnmálamanna yfirleitt.
XXX
Það er einnig ósköp skiljanlegt
að þeir sem hafa lifibrauð sitt
af stjómmálaþrefi, og þurfi starfs
síns vegna á því að halda að komast
inn í umræðuna, noti brögð sem þau
sem Alþýðubandalagið og þingmenn
þess hafa beitt að undanförnu, enda
hefur árangur áróðursstarfsins verið
slíkur, að hreint ótrúlegt má teljast.
Þannig flutti ríkisútvarpið í frétta-
tíma sínum fregnir af þingsályktun-
artillögu Alþýðubandalagsins, að
kveldi þess dags sem Steingrímur
og Jóhann stefndu fréttamönnum á
sinn fund, báðar sjónvarpsstöðvamar
voru með nokkuð nákvæmar fréttir
af þingsályktunartillögunni og viðtal
við Steingrím J. Sigfússon og
morguninn eftir var Tíminn svo með
forsíðufrétt af „viðburðinum". Á
meðan fjölmiðlungar láta teyma sig
með þessum hætti og mata, er ekki
von til þess að stjómmálamenn láti
af svona vinnubrögðum. Hins vegar
kynni svo að fara, að stjórnmála-
mennirnir hættu þessum tilefnis-
lausu eða tilefnislitlu fundaboðum,
ef þeir þyrftu að sætta sig við það
að enginn mætti í svona eitt, tvö
skipti. Hvernig væri nú að hafa sam-
antekin ráð fjölmiðlunga um slíka
hirtingu óprúttinna fundaboðenda!