Morgunblaðið - 04.11.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 04.11.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NOVEMBER 1993 43 Geimverur ... gætu ... veriðtil Svar við grein Gunnars Þorsteinssonar Frá Rafni Geirdal: Forstöðumaður Krossins skrifar ágæta og skilmerkilega grein um skoðanir sínar á mikilli umfjöllun um geimverur nýverið. Víst er það að kynning á væntanlegri geimráð- stefnu hinn 5. nóvember nk. hefur vakið mikla athygli fjölmiðla. Eink- um hefur það vakið mikla eftirtekt að því er haldið fram að geimver- urnar ætli að opinbera sig í fyrsta skipti fyrir jarðarbúum með því að lenda á Snæfellsjökli. Mín afstaða er sú að það er vert að taka þessa umfjöllun til greina sem fróðleik; sem gæti verið sannur eftir allt saman,. þrátt fyrir að hann virki mjög ótrúlegur við fyrstu sýn. Ég vil vekja athygli þá því að lávarðadeild Breska þingsins tók til umræðu málefnið um fljúgandi furðuhluti árið 1979, þar sem tíðni á tilkynningum um slík fyrirbæri var orðinn um 1.000 á mánuði um allan heim og þar sem margar frá- sagnirnar virkuðu mjög trúverðug- Frá Konráð Friðfinnssyni: ÞAÐ VAKTI athygli mína sl. sunnudag að prestur Fríkirkjusafn- aðarins hafði heimilað Sálarrann- sóknafélagi íslands að taka þátt í helgihaldinu á eigin forsendum. Ég bendi sérstaklega á það, á eigin forsendum. Ég vil mótmæla þessu með þeim rökum að kirkjan er fyr- ir Krist en ekki kukl. Þar koma menn saman til að tilbiðja einn sannan guð og einkason hans Jes- úm Krist og til að efla og styrkja samband sitt við hann. Verum líka minnug þess að heilög ritning varar eindregið við svona kukli er Sálar- rannsóknafélagið stundar. Og að ætla sér það að hleypa þessu hindr- unarlaust inn í guðshúsin er skand- all sem verður að hindra áður en alvarlegt slys hlýst af. ar var ákveðið að reyna að rrteta sannleiksgildi þeirra enn betur og hvernig mætti bregðast við ef geim- verur ákvæðu t.d. að lenda í miðjum byggðakjarna. Ég legg því til að við Islending- ar, sem upplýst þjóð, fylgjumst með þessari umræðu sem fróðleik um ysta jaðar á því sem vitundin getur velt fyrir sér; því það má líta þann- ig á, að með því að við búum í geimnum séum við einnig geimver- ur; og vísindamenn hafa hvað eftir annað bent á að allar líkur bendi til að til séu lífsform annars staðar í alheiminum; og að sum þeirra kunni jafnvel að vera þróaðri en við. Þannig er ekki ólíklegt að þau hafi hugsanlega yfir að ráða meiri tækni en við, t.d. að komast á milli stjarnkerfa og athuga önnur líf- form, t.d. okkur. Slíkar geimverur gætu allt eins verið vinveittar og viljað mynda einhvers konar sam- band við hin ýmsu lífform út um allan alheim, t.d. við okkur. Ég get Auðvitað er öllum heimilt að sækja kirkjur landsins og hlýða á þann boðskap sem þar er fluttur og það ættu menn skilyrðislaust að gera en þeir verða þó að mæta sem einstaklingar en ekki undir nafni þess sem er greinilega á skjön við hina heilnæmu kenningu. Ég vil benda á þetta atriði fyrir þær sakir að kirkjan er mér heilög stofnun sem menn verða skilyrðislaust að standa dyggan vörð um og sofna ekki á þeim verði. Kirkjan má ekki lenda úti í einhveiju fúafeni eins og stundum gerðist fyrrum í sög- unni er einstaka menn viku af guðs- vegi og drógu kirkjuna með sér í svaðið. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON Þórólfsgötu 1A Neskaupstað séð þetta sem möguleika, þó óneit- anlega þurfi að teygja sína vitund býsna langt út fyrir það venjulega. En slík hugsun hefur leitt okkur langt undanfarin árhundruð og fært okkur hina mörgu kosti nútíma hátæknimenningar. Með aukinni vitund sé ég fram á bjarta tíma fyrir áframhaldandi þróun mann- kynsins. Megi svo verg.. Ég þakka. RAFN GEIRDAL, Smiðshöfða 10, Reykjavík. Pennavinir Japanskur 21 árs piltur segist hafa mikinn áhuga á íslandi og vík- ingasögum. Stundar háskólanám í þýsku: Nobukazu Imazu, 2-26-1-604 Kojidai, Nishi-ku, Kobe, 651-22 Japan. LEIÐRÉTTINGAR Rjúpnaveiði bönnuð á Stein- grímsfjarðar- heiði - Einar Kristjánsson, sonur land- eigandans á Kirkjubóli Kristjáns Steindórssonar, hafði samband við Morgunblaðið vegna fréttar um rjúpnaveiði á Vestfjörðum sem birt- ist þriðjudaginn 2. nóvember. Vildi hann taka fram að veiði væri bönn- uð með öllu á Þorskafjarðarheiði, Kirkjubólslandi, Bakkafirði og Kollabúðum. Rangt ártal Ranghermt var í afmælisblaði Morgunblaðsins í gær að Árni Garð- ar Kristinsson hafí látið af störfum auglýsingastjóra blaðsins 1973. Hið rétta er að hann lét af störfum árið 1978. VELVAKANDI f ATHUGASEMD FRÁ LISTASAFNI ÍSLANDS í TILEFNI athugasemdar um verk Kristjáns Guðmundssonar, Landslag 1969, í Velvakanda Morgunblaðsins 26. október sl., vill ListaSafn íslands taka fram eftirfarandi: 1. Kristján Guðmundsson sat ekki í innkaupanefnd Lista- safns íslands þegar umrætt verk var keypt til safnsins, heldur Jón Gunnar Árnason. 2. Verð verksins var kr. 600 þús- und, ekki kr. 700 þúsund. 3. Meginregla við innkaup lista- verka til safnsins er sú að aldr- ei eru keypt verk eftir lista- menn þegar þeir sitja í inn- kaupanefnd safnsins. TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugn týndust KRINGLÓTT gleraugu í plastum- gjörð með gylltum málmspöngum töpuðust annaðhvort fyrir utan Kringluna eða Perluna. Finnandi vinsamlega hringi í síma 675410. Gleraugu fundust BARNAGLERAUGU í brúnu hulstri fundust við Álagranda fyr- ir nokkru. Upplýsingar í síma 20838. Armband týndist GULLARMBAND týndist mið- vikudaginn 13. október sl. Mögu- legir staðir: Verslanir í Hafnar- firði, bílastæði í Kringlunni, IKEA eða Virka í Mjódd. Upplýsingar í síma 51174. Hringur fannst GULLHRINGUR með ágröfnum stöfum á plötu fannst í Þang- bakka í sl. viku. Eigandi má hafa samband í síma 71722. Leðurhanskar fundust SVARTIR leðurhanskar fundust við Engihjalla í Kópavogi. Eigandi má hafa samband í síma 71722. Vettlingur tapaðist LÍTIL þriggja ára telpa tapaði sterkbleikum belgvettling, alveg glænýjum, úr kerru á leið upp Laugaveginn. Hafi einhver fundið vettlinginn er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 13166. Vagnaplöst fuku ÞRJÚ vagnaplöst, eitt glært, eitt fjólublátt og eitt hvítt, fuku af svölum á Háaleitisbraut helgina 23. október sl. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 678019. Barnaúlpa í óskilum í GARNBÚÐINNI Tinnu, Hjalla- hrauni 4, Hafnarfirði, var skilin eftir barnaúlpa í stærð 128 með útsaumi á baki. Upplýsingar í síma 654610. Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU sem dökkna í sól, í búnni umgjörð með gylltum yijum töpuðust í miðbænum fyrir rúmum mánuði. Finnand'i vinsam- lega hringi í síma 614590. Perla tapaðist HVÍT perla með gulli í kring tap- aðist af hálsmeni laugardaginn 23. október sl. Mögulegir staðir eru: fyrir utan Bónus í Hafnar- firði, fyrir utan Bíró við Smiðjuveg eða fyrir utan Bleika fílinn við Smiðjuveg. Hafi einhver fundið perluna er hann vinsamlega beð- inn um að láta vita í síma 52601. GÆLUDÝR Hvolpur í heimilisleit FALLEGAN, vel upp alinn hvolp vantar fallegt og gott heimili. Upplýsingar í síma 685693 fyrir hádegi. Köttur á flækingi SVARTUR högni, háfættur, gæti verið síamsblendingur, ómerktur, hefur verið á flækingi á Berg- staðastræti, eða í Þingholtunum, í sumar. Þeir sem telja sig þekkja köttinn mega hafa samband í síma 12379. Týndur köttur FRESSKETTLINGUR um 6-7 mánaða fannst í Elliðaárdal sl. sunnudag. Hann er svarbröndótt- ur með svartar loppur. Kötturinn er með svarta leðurhálsól með gráu skrauti og lillablárri bjöllu. Þeir sem sakna kattarins eða geta gefið upplýsingar um hann eru beðnir um að hringja í síma 29871. Verjum kirkjuna ínnilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmœli mínu, hinn 16. októ- ber sl. Jóhanna Jakobsdóttir, Hlíf, íbúðum aldraðra, ísafirði. A1IKLIG4RDUR Fyrrverandi starfsmenn, ungir sem gamlir! Mætum öll á Hótel Islandi, hliðarsal, kl. 21 föstudaginn 5. nóvember. Þórður Sigurðsson. Raggi Bjarna syngur og leikur af fíngrum fram á flygilinn um helgar. Nýr sérrétta- og vínSeðill. Njótið lífsins í heillandi umhverfi! Borðapantanir i síma 17759 mw Veitingahúsið Naust — //W dá/' Nýtt! Bókhaldsnámskeið 36 klst. Ókeypis hugbúnaður innifalinn STOFNUN FYRIRTÆKIS, BÓKHALDSLÖG SKIL OG INNHEIMTA YIRÐISAUKASKATTS BÓKFÆRSLA RAUNHÆFS VERKEFNIS í TÖLVU AFSTEMMINGAR, FRÁGANGUR, UPPGJÖR Leiðbeinandi: Katrín H. Árnadóttir, viðskiptafræðingur. Mörg stéttarfélög og starfsmenntunarsjóðir styrkja þátttöku félagsmanna sinna í námskeiðinu. Sveigjanleg greiðslukjör. Upplýsingar og innritun er hjá Viðskiptaskólanum sími 624162

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.