Morgunblaðið - 06.11.1993, Page 7
Gráa svæðið
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
7
Heiðurs-
mannasam-
komulag í
gildi á ný
FÆREYSKA veiðieftirlitið hefur
beint því til færeyskra skipa að
virða tilmæli íslensku landhelgis-
gæslunnar á gráa svæðinu á miðl-
ínunni milli Islands og Færeyja.
Kjartan Hoydal, fiskimálastjóri
Færeyja, segist vonast til að heið-
ursmannasamkomulag þjóðanna
hafi tekið gildi á ný og ekki komi
til árekstra á svæðinu. Færeysk
fiskiskip hafa að jafnaði farið að
tilmælum Landhelgisgæslunnar
og fært sig út af gráa svæðinu.
Sú undantekning varð hins vegar
á þeirri reglu fyrir um tveimur
vikum að færeyski togarinn Fönix
fór ekki að tilmælum Landhelgis-
gæslunnar.
„Á milli okkar hefur allt af ríkt
eins konar heiðursmannasamkomu-
lag á gráa svæðinu. Þannig veit ég
ekki annað en skip okkar hafi virt
tilmæli íslensku landhelgisgæslunnar
um að fara þaðan. Hvaða ástæða
liggur að baki þessu einstaka tilfelli
veit ég hins vegar ekki. En ég get
séð að um raunverulegt vandamál
sé að ræða. Svæðið er afmarkað og
mögulegt ætti að vera að finna leið
til að leysa málið án þess að skapa
spennu milli þjóðanna," sagði Kjart-
an Hoydal í samtali við biaðið og
benti á að færeyska veiðieftirlitið
hefði þegar komið þeim tilmælum til
skipa á svæðinu að þau virtu fyrir-
mæii Landhelgisgæslunanr eins og
áður.
Karfamið Færeyjamegin
Kjartan kvaðst vonast til að heið-
ursmannasamkomulagið milli þjóð-
anna hefði tekið gildi á ný. „Raunar
yrði ég mjög hissa ef úr þessu yrði
vandamál. Sum mál eru alvarleg en
þetta er ekki eitt þeirra og ætti að
vera auðvelt að leysa,“ sagði Kjartan.
Hann kvað ekki algengt að fær-
eysk skip væru á gráa svæðinu. Hins
vegar væru karfamið Færeyjamegin
miðlínunnar.
-----» ♦ ♦
Fáskrúðsfjörður
Fiskur seldur
á fiskmarkaði
FISKUR var í fyrsta sinn seldur
á fiskmarkaði á Fáskrúðfirði á
fimmtudag. Um er að ræða 23
tonn af afla úr Kópi GK 175 og
var uppistaðan þorskur.
Allur var fiskurinn seldur burt af
staðnum og meirihlutinn til Árs-
skógsstrandar. Hluti fór síðan suður
á landi og undirmálsfiskur fór allur
til Gunnarstinds á Stöðvarfirði. Með-
altalsverð á þorskinum var 106-115
kr. og verð á ýsu fór upp í 175 kr.
Athygli vakti að fyrirtæki hér á
staðnum buðu ekki í fiskinn þrátt
fyrir lítinn afla að undanförnu.
Fiskmarkaður þessi er útibú frá
fiskmarkaði Hornafjarðar. Forstöðu-
maður útibúsins er Sigurður Þor-
geirsson.
Albert
ORYGGI
SPOLVORN
OGABS
Allt frá árinu 1927 hefur Volvo, einn bíla-
framleiðenda, einbeitt sér að öryggi bifreiða.
Árangurinn er ótal verðlaun frá virtum
rannsóknarstofnunum á sviði öryggis, en
mikilvægustu verðlaunin eru færri slys á
farþegum.
Við akstur í snjó og hálku er áríðandi að
bíllinn hafi gott veggrip og að hemlar virki
vel. Spólvömin sem fæst bara í Volvo veldur
því að veggrip bílsins er nánast eins og bíls
með drif á öllum hjólum. ABS hemlarnir eru
læsivarðir og gera þér kleift að halda full-
kontinni stjórn á bílnum þrátt fyrir nauð-
hemlun.
Hringdu í sölumenn okkar og þeir veita þér
allar upplýsingar unt öryggisútbúnað Volvo
bfla og að sjálfsögðu sendum við þér vand-
aðan íslenskan bækling um hæl.
Volvo 850 4 dyra árgerð 1994 kostar frá
2.398.000,- á götuna
Volvo 850 station árgerð 1994 kostarfrá
2.548.000,- á götuna
FAXAFEMI8 • SIMI 91-685870