Morgunblaðið - 06.11.1993, Page 16

Morgunblaðið - 06.11.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Matuönuversl- anir á Norður* Verðkönnun á Norðurlandi eystra 38% mun- ur er milli verslana Lægsta verð = 100 KEA, Nettó, Ak. 1100 Hagkaup, Ak. □ 107,9 M.M. Kaupangi, Ak. Þingey, Húsavík KEA, Hrisalundi, Ak. Matbær KÞ, Húsavík KEA Byggðav., Ak. KEA Sunnuhlíð, Ak. Svarfdæiabúð, Daivík Valberg, Ólafsfirði KEA, Ólafsfirði Matvöruv. Kópaskeri Versl. Brynja, Ak. Lundakjör, Ak. Kf. Langan., Þórshöfn (U Búrfell, Húsavik Versl. Ásbyrgi I Verslunarf. Raufarh. Sæland, Ak. Siða. Ak. I 111,1 111,6 112,4 116,8 121,5 121,8 121,8 123,8 125,9 KEA-NETTÓ er ódýrasta verslun- in á Akureyri og raunar í öllu kjördæminu, samkvæmt verð- könnun Samkeppnisstofnunar. Hagkaup er tæplega 8% dýrari en KEA-Nettó og Matvörumarkaður- inn í Kaupvangi 11% dýrari. Samkeppnisstofnun bar saman verð innan allra landshiutanna. Lang mesti verðmunurinn reyndist vera í Norðurlandskjöræmi eystra. Dýrustu verslanimar samkvæmt þessari könnun eru verslanirnar Síða og Sæland á Akureyri, með liðlega 38% hærra verð en KEA-Nettó. Þess bera að geta að Sæland hefur nú lokað. Bónus opnar verslun á Akureyri í dag og er ekki með í þessari könnun. ■ KARLAKÓR Akureyrar-Geys- ir verður með tónleika í Skúlagarði í Kelduhverfi á morgun, sunnudag- inn 7. nóvember kl. 17.00 og í ídöl- um í Aðaldal kl. 21.00. Á söngskrá eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Einsöngvarar með kómum eru þeir Ingvi Rafn Jóhannsson og Eggert Jónsson, stjómandi Roar Kvam og undirleikari Richard Simm. ■ GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing halda málverkauppboð á Hótel KEA sunnudaginn 7. nóvember kl. 20.30. Alls verða boðin upp um 60 verk m.a. eftir Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Kristján Davíðsson, Jón Þorleifsson, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggva- dóttur, Gunnlaug Blöndal, Erró, Lou- isu Matthíasdóttur, Svein Þórarins- son, Pétur Friðrik, Jón Engilberts, Eyjóif Eyfells og Eggert Guðmunds- son. Verkin verða sýnd í Listhúsinu Þingi, Hólabraut 13, laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. ■ ALMENNIR kynningarfundir um sameiningu sveitarfélaga verða haldnir í Alþýðuhúsinu á Akureyri og félagsheimilinu Þórsveri á Þórs- höfn á morgun, sunnudaginn 7. nóv- ember, og hefjast þeir báðir kl. 16. Tillögur umdæmanefndar um sam- einingu verða kynntar, en þær fela í sér að öll sveitarfélög í Eyjafirði verði sameinuð í eitt og Norður-Þin- geyjarsýslu verði skipt upp í þijú sveitarfélög. ■ STOFNFUNDUR Verðandi á Akureyri verður haldinn sunnudag- inn 7. nóvember næstkomandi í Lárusarhúsi við Eiðsvallagötu 18 og hefst hann kl. 20.30. Landssam- tök Verðandi voru stofnuð síðastlið- ið vor og eru aðildarfélag að spretta upp víðsvegar um landið. Þetta eru samtök ungs alþýðubandalagsfólks og óflokksbundins félagshyggju- fólks. Eitt af meginmarkmiðum Verðandi er að stofna til víðtækra skoðanaskipta og umræðna og mál- efnavinnu sem byggir á grunnhug- myndum jafnaðarstefnunnar um jafnrétti, lýðræði og félagslegt rétt- læti, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. ■ TVEIR írskir tónlistarmenn, Martin O’Donohoe og John Daly, leika í Blómahúsinu um helgina. Þeir munu leika írska tónlist um miðjan daginn bæði á laugardag og sunnudag og þá verða þeir einnig á ferðinni í kvöld, laugardagskvöld og gefst þeim fjölmörgu sem sótt hafa Irland heim tækifæri á að rifja upp góðar minningar við undirleik þeirra félaganna. ' íslendingar fara í sund og útlendingar á söfn SUNDLAUGAR njóta mestra vinsælda íslenskra ferðamanna í Eyja- firði hvað afþreyingu varðar, en flestir útlendingar heimsækja söfn. Þetta er m.a. niðurstaða könnunar sem gerð var meðal ferðamanna í Eyjafirði síðastliðið sumar, en hana gerði Þorbjörg Þráinsdóttir fyrir Akureyrarbæ. Útlendir ferðamenn virðast al- mennt virkari en íslendingar á með- an á dvöl þeirra stendur. Sundlaug- arnar njóta augljóslega mestra vin- sælda meðal íslendinga en 39% þeirra sem tóku þátt í könunninni höfðu nýtt sér sundlaugar. Þá heim- sóttu 24% þeirra Lystigarðinn, 22% fóru í Kjamaskóg, 24% skoðuðu söfn og 25% sóttu skemmtistaði eða krár. Nonnasafn vinsælt Um 45% útlendra gesta skoðaði söfn á ferð sinni um Eyjafjörð. Þau söfn sem njóta mestra vinsælda meðal þeirra eru Nonnasafn og Nátt- úrfræðistoínun sem um 19% heim- sóttu og 17% fóru á Minjasafnið. Þá skoðuðu 35% einhveija af þeim kirkjum sem í firðinum eru, flestir Akureyrarkirkju, 34% fóru í Lysti- garðinn, 20% fóru í gönguferðir um fjöll og 27% þeirra nýttu sér sund- iaugarnar. Höfundur skýrslunnar segir það mest hafa komið á óvart hversu margir þeirra fóru á skemmtistaði eða krár eða um 20%. Fram kemur í skýrslunni að höfða mætti enn frekar til útlendinga hvað þennan þátt varðar, með auglýsing- um á helstu gististöðum og umferð- armiðstöð, þar sem áhersla yrði lögð á kynningu á lifandi íslenskri tón- list. Haft er eftir einum ferðalang- anna í skýrslunni að það besta við Akureyri sé að koma til bæjar þar sem í boði er fjölbreytt þjonusta og skemmtanalíf eftir ferðalag um sveitimar. Síðuskóli Frágangur sé hættulaus Morgunblaðið/Rúnar Þór Keramiknámskeið UM þijátíu nemendur í Glerárskóla hafa síðustu vikur verið á námskeiði hjá Gretu Hasselberg Klementsen frá Horten í Noregi en það er liður í verkefn- inu „Norræn æska - norræn list“. Sýning var haldin á þeim munum sem nemendumir gerðu, en um var að ræða námskeið í svokallaðri ragubrennslu. Á myndinni em þær íris Björk, Heiða Brynja og Hrafnhildur Guðrún. Á AÐALFUNDI Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt ályktun þar sem bygg- ingaverktakar, tæknideild bæjar- ins og aðrir sem bera ábyrgð á framkvæmdum í skólahverfinu eru hvattir til að sjá til þess að umgengni og frágangur við ný- byggingar, tæki og gatnagerð sé algjörlega hættulaus. Jafnframt beinir aðalfundurinn því til foreldra í hverfinu að þeir brýni fyrir bömum sínum að þau séu alls ekki að óþörfu á nýbyggingasvæðum og annars staðar, þar sem fram- kvæmdir em í gangi. Kosið í Oddeyrarskóla Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar á fimmtudag var lagt fram bréf frá yfirkjörstjórn Akureyrar þar sem fram kom sú samþykkt hennar að hafa 5 kjördeildir við kosningar um sameiningu sveit- arfélaga 20. nóvember næstkomandi. Kjörstaður verður í Oddeyr- arskóla og kjörfundur mun standa frá kl. 10 til 22. Fjögur tilboð Á fundinum kynnti bæjarlög- maður einnig tilboð í vátryggingar Akureyrarbæjar sem boðnar hafa verið út. Fjögur tilboð bámst en afgreiðsiu málsins var frestað. Sorpeyðing Eyjafjarðar Bæjarlögmaður kynnti einnig drög að þremur samningum milli Sorpeyðingar Eyjafjarðar og Ak- ureyrarbæjar, þ.e. um fram- kvæmdastjóm og daglegan rekstur Sorpeyðingar Eyjafjarðar, um af- not lands undir sorphauga og um rekstur þeirra. Afgreiðslu þessa máls var einnig frestað. Oddeyrarskóli Bæjarráð vísaði til tæknideildar erindi Foreldra- og kennarafélags Oddeyrarskóla þar sem því var beint til bæjaryfirvalda að gerðar verði úrbætur á aðkomuleiðum að skólanum til öryggis fyrir skóla- böm. Félagið hefur einnig ítrekað áskomn um að bygging íþrótta- húss við Oddeyrarskóla verði for- gangsverkefni í skólaframkvæmd- um bæjarins. Bendir bæjarráð á að húsnæðismál skólans em nú í athugun. Laxá Bæjarráð samþykkti á fund- inum á fímmtudag að leggja til að Akureyrarbær kaupi hlutabréf í Fóðurverksmiðjunni Laxá fyrir rúmar 600 þúsund krónur, þ.e. arðgreiðsla þessa árs af hlutafjár- eign bæjarins. Lyftuhús Kynnt vom á fundi bæjarráðs tilboð sem borist hafa í byggingu lyftuhúss við Lundarskóla. Kostn- aðaráætlun hönnuðar hljóðaði upp á 2.417.136 krónur. Tvö tilboð bámst, Vör hf. bauð 2.158.752 krónur og Pan hf. bauð 2.242.236 krónur. Bæjarráð samþykkti að gengið yrði til samninga við Vör hf. um verkið. Messur ■AKUREYRARPRESTAKALL: Hádegistónleikar í dag. Guðs- þjónusta verður á FSA kl. 10. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu kl. 11. Börn- in fá að föndra og eru beðin að hafa með sér liti. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 14. Fullskipaður kór Akureyrar- kirkju syngur. í messunni verð- ur látinna minnst. Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með kirkjukaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Messað verður í Seli kl. 14. Æskulýðsfundur verður kl. 17. Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30. ■GLERARKIRKJA: Biblíulest- ur og bænastund kl. 13. í dag, laugardag 6. nóvember. Allir velkomnir. Sunnudaginn 7. nóvember barnasamkoma kl. 11. Allra heilagra messa kl. 14. Kirkjukaffi kvenfélagsins verður í safnaðarsalnum að messu lokinni. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 17.30. ■HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma fyrir ungt fólk annað kvöld kl. 20.30. Barnakirkjan kl. 11 á morgun, sunnudag. Samkoma með þátttöku fé- laga úr Gídeonfélaginu. Ræðu- menn Níls Jakob Erlingsson og Frímann Ásmundsson kristniboði. Samskot tekin til Gídeonfélagsins. Barnagæsla meðan á samkomu stendur. ■ MUNKAÞVERÁRKIRKJA: Messa annað kvöld, sunnu- dagskvöld kl. 21. Altarisganga á allraheilagramessu. Ein- söngur Jóhannes Gíslason. NOVEMBER Ljúffeng mcfiltfó á lágu verði Píta með buffi, frönskum og kók kr. 520/“ Hamborgarar með frönskum og kók kr. 420/“ Ath. tilboðið gildir ekki f/rir heimsendingar- þjónustu og afsláttarkort Pílubrauðin eru nýbökuð og laus viS öll rotvarnar- efni. Grænmeti, kjöt og fiskur, ferskt og bragS- gott. Pítan er því ekki bara góð og sa&söm máltíð, heldur líka mjög holl. Heimsendingarþjónusta alla virka daga frá kl. 5.00-22.00. Laugar- og sunnudaga kl. 11.30-22.00 Fjölskyldupakki: Tvær pítur m/buffi, tvær barna- pítur (eSa barnahamborgarar) m/ frönskum, sósu og tveggja lítra kók kf | ,75Qa- opn' ,una'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.