Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 Kjaradómur ákveður dómurum yfirvinnu vegna aukins vinnuframlags og álags Heildarlaun héraðsdómara hækka en hæstaréttardómara lækka KJARADÓMUR hefur ákveðið að dómarar skuli frá 1. desember næst- komandi fá greiddan ákveðinn fjölda yfirvinnutíma fyrir alla yfirvinnu og óreglulegan vinnutima. Almennir dómarar við Hæstarétt fá heldur færri yfirvinnutíma en þeir hafa fengið greidda samkvæmt reikningum undanfarna mánuði. Aftur á móti fær forseti Hæstaréttar, dómstjórar og héraðsdómarar fleiri yfirvinnutíma en áður. Forsendur ákvörðunar Kjaradóms er aukið vinnuframlag dómara Hæstaréttar og aukið starfsá- lag héraðsdómara. Dómarafélag Islands óskaði síðastliðið vor eftir því að Kjaradóm- ur tæki launakjör dómara til endur- skoðunar. í úrskurði Kjaradóms seg- ir að samkvæmt lögum skuli dómur- inn ætíð taka mál til meðferðar ef verulegar breytingar hafa orðið á störfum þeirra sem úrskurðarvald dómsins tekur til. Áukin vinna í úrskurðinum segir að fyrir liggi upplýsingar um stóraukinn fjölda mála í Hæstarétti. Fram kemur að árið 1990 voru afgreidd og dæmd 275 mál, árið 1991 alls 331 mál en á liðnu ári 412 mál. Fram til 1. júlí hafði rétturinn þegar dæmt og af- greitt 249 mál og ekki horfir til fækkunar enda bíða hundruð mála úrlausnar. Óhjákvæmileg afleiðing þessa er mjög aukið vinnuframlag dómara réttarins, segir í úrskurðin- um. Einnig kemur fram að dómurinn hafí aflað sér gagna sem sýna að afköst héraðsdómara hafa aukist verulega eftir dómstólabreytinguna, og að sú afkastaaukning hafi ekki orðið nema fyrir aukið vinnuframlag dómara. Nefnd er fækkun héraðs- dómara úr 68 í 38. Með hliðsjón af ákvæðum laga um Kjaradóm og með tilliti til sérstakra kjara, svo sem lífeyrisréttinda, telur Kjaradómur ekki efni til þess að hækka laun dómara vegna dagvinnu. Dómurinn telur hins vegar að honum beri að taka afstöðu til þess hvort vinnutími þeirra hafi breyst þannig að meta beri það sérstaklega. Hann telur sér skylt í ljósi þess sem rakið hefur verið að meta og ákvarða greiðslu fyrir lengri vinnutíma en unnin var, þegar grundvöllur að heildarlaunum dómara var síðasta lagður. Þá er vísað til greiðslna fyrir yfirvinnu sem dómarar hafa fengið undanfama mánuði. Fækkun og fjölgun tíma Samkvæmt niðurstöðum dómsins fær forseti Hæstaréttar 42 klukku- stundir á mánuði. Aðrir dómarar Hæstaréttar fá 37 klukkustundir. Hæstaréttardómarar hafa undan- fama mánuði fengið greidda yfir- vinnu fyrir 48 tíma á mánuði í tíu mánuði á ári, sem samsvarar 40 tím- um alla mánuði ársins. Þegar farið verður að gréiða eftir úrskurði Kjara- dóms lækka yfirvinnugreiðslur til almennra hæstaréttardómara um þijá tíma á mánuði. Dómstjórar og héraðsdómarar sem starfa einir, alls um 8 menn, fá greidda yfirvinnu fyrir 47 klukku- stundir á mánuði en þeir fengu áður greiðslur fyrir 40 stundir. Aðrir hér- aðsdómarar, sem eru 30, fá 32 stund- ir greiddar en fá nú 20. Jón Birgir Jónsson Jón Birgir Jónsson settur mðnneytisstjóri samgönguráðuneytis VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 16. NOVEMBER YFIRLIT: Skammt suðvestur af Reykjanesi er 945 mb lægð sem mun fara norð-norðaustur yfir Vestfirði í kvöld og nótt. Mjög vaxandi lægð um 1.200 km suður af Hvarfi fer allhratt norðaustur og mun nálgast suðvestanvert landiö síðdegis á morgun. SPÁ: Suðvestan strekkingur og skúrir eða slydduél sunnanlands og vestan en norðaustan til fer að létta til þegar líða tekur á morguninn. Um eða uppúr hádegi gengur aftur í suðaustan storm með rigningu sunnanlands og vestan með áframhaldandi flóðahættu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG, FIMMDUTAG OG FOSTUDAG: Mjög um- hleypingasamt. Sunnanlands og vestan skiptast á hvassar suðaustan áttir með rigningu og suðvestan strekkingur með skúrum eða slydduélj- um. Norðaustan til á landinu verður dálítil rigning af og til og hætt viö hvassri sunnan og suðvestan átt í kjölfar lægða. Fremur hlýtt verður í veðri. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r * r * * * * ■ ? * r r * r ** \7VV rrrr*r*** V V y Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig 10° Hitastig v Súld = Þoka * FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 (gær) Það er orðið hálkulaust á aðalheiðum í nágrenni Reykjavíkur og suður með sjó. Sömuleiöis er góð færð um Hellisheiði, Þrengsli og með suður- ströndinni austur á Austurland. Talsverð hálka er í uppsveitum Ámes- sýslu. Á Vesturlandi er Brattabrekka ófær en hálka á Holtavörðuheiði, og í uppsveitum Borgarfjarðar einnig á fjallvegum á Snæfellsnesi. Á Vest- fjörðum er ófært um Klettháls, Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði. Mokstri á Breiðadalsheiði er frestað vegna veðurs, en jeppafært er um Botnsheiði. Verið er að moka um ísafjarðardjúp og suður Strandasýslu og er búist við að djúpið opnist ekki fyrr en síðdegis. Á norður Norðaust- ur- og Austurlandi er yfirleitt góð færð á vegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hití veður Akureyri 1 alskýjað Reykjavfk 6 rigning Bergen léttskýjað Helsinki +9 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 alskýjað Narssarssuaq +16 heiðskírt Nuuk +9 hélfskýjað Osló 3 alskýjað Stokkhólmur +1 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 15 heiðskirt Amsterdam 7 skúr Barcelona 11 aiskýjað Berlín 5 rigning Chicago 6 súld Feneyjar 9 þokumóóa Frankfurt 5 rigning Glasgow +3 þokaígrennd Hamborg 4 rigning London 2 heiðskírt Los Angeles 16 heiðskirt Lúxemborg 4 skýjað Madrtd 6 iéttskýjað Malaga 16 léttskýjað Mallorca 13 súld Montreal 7 alskýjað NewYork 20 léttskýjað Orlando 19 heiðskírt Paris 5 léttskýjað Madeira 16 skýjað Róm 20 skýjað Vín +1 þokumóða Washington 19 hálfskýjað Winnipeg +6 heiðskirt IDAG kl. 12.00 HeímiW: Veöurstofa Islands (Byggt á veðurepá kl. 16.15 i gœr) HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur sett Jón Birgi Jónsson aðstoðarvegamálastjóra í stöðu ráðuneytisstjóra í samgönguráðu- neytinu frá og með 14. nóvember sl. til 14. maí 1994. Samgönguráð- herra veitti Ólafi S. Valdimarssyni ráðuneytisstjóra leyfi frá störfum að eigin ósk, frá 14. nóvember til 14. maí 1994. Ólafur mun vinna á tímabilinu að einstökum verkefnum í þágu ráðuneytisins. Jón Birgir Jónsson er fæddur 23. apríl 1936 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Jón Sigursveinn Benjam- ínsson og kona hans, Kristín Karó- lína Jónsdóttir. Jón Birgir er stúdent frá Reykja- vík 1956, lauk prófi í verkfræði frá Háskóla íslands 1959 og prófi í byggingaverkfræði frá D.T.H. í Kaupmannahöfn 1962. Hann stundaði framhaldsnám við Uni- versity of California í Berkeley á árunum 1963—64 og við D.T.H. Institutet for Anlægsteknik árið 1977. Þá fór hann í framhaldsnám við University of Bath, Englandi 1985. Jón Birgir starfaði sem verkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins árið 1962 og hjá ráðgjafafyrirtækinu Ramböll og Hannemann. Hann var umdæmisverkfræðingur hjá Vega- gerð ríkisins á Norðurlandi vestra 1964—65, umdæmisverkfræðingur á Suðurlandi og samhliða því deild- arverkfræðingur vegadeildar 1966—74. Hann var yfírverkfræð- ingur framkvæmdadeildar frá 1974 og forstjóri Tæknideildar frá 1987. Jón Birgir varð aðstoðarvegamála- stjóri 1. febrúar 1992. Jón Birgir var í Umferðarráði frá stofnun þess árið 1968 til ársins 1975 og í framkvæmdanefnd Um- ferðarráðs 1973—75. Hann sat í stjórn Verkfræðingafélags íslands 1979—81 og var formaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur 1979-87. Eiginkona Jóns Birgis er Stein- unn Kristín Norberg og eiga þau þrjá syni. Meintir tölvn- þjófar fundnir Rannsóknarlögregla ríkisins handtók í gærkvöldi í húsi í Reykjavík tvo síbrotamenn á þrítugsaldri og lagði hald á í fórum þeirra verðmætar tölvur og tölvubúnað sem stolið hafði verið í innbroti í tölvufyrirtækið Friðrik Skúlason hf. aðfaranótt sunnudagsins. Innbrotið uppgötvaðist um há- degi á sunnudag en þá hafði fyrir- tækið verið mannlaust frá því um miðnætti kvöldið áður. Brotist hafði verið inn með því að spenna upp glugga á svölum á annarri hæð hússins. Þjófarnir höfðu haft á brott með sér tölvuskjá og harðan disk af gerðinni SWC-5486 með 2 Gb minni, auk ávísanaheftis úr Búnað- arbankanum. Á harða diskinum var að finna úrvinnslu á gögnum af um 2.000 disklingum með upplýsingum um alla þekkta tölvuvírusa í heiminum en slík vinna hefur verið ein helsta sérgrein eiganda fyrirtæksins. Töl- van var metin á um það bil 1 millj- ón króna en verðmæti gagnanna á diskinum var margföld sú fjár- hæð að mati eigandans. RLR hófst handa við rannsókn málsins um hádegi á sunnudag og handtók tvo menn undir kvöld í gær vegna málsins og fann þýfið við leit hjá þeim. Mennirnir hafa margsinnis gerst sekir um ýmis konar afbrot, að sögn rannsóknar- lögreglu. ------» ♦ ♦------ Fyrstu spila- kassar HHÍ settir upp HINAR nýju happdrættisvélar Happdrættis Háskóla íslands verða settar upp á Hótel Sögu og Hótel íslandi um næstu mán- aðamót. Nýr salur verður opnaður á Hót- el Sögu, inn af Mímisbar, en á Hótel íslandi verður salur á efstu svölum tekinn undir kassana. Á hvorum stað geta menn freistað gæfunnar í 20 kössum þar sem al- mennir vinningar hlaupa á tugum þúsunda. Happdrættisvélarnar eru af gerð- inni „Video Lottery Terminal“ sem þýðir að í raun er um happdrætti að ræða þar sem spilað verður um stærsta vinninginn, allt frá 2 millj- ónum króna. Að sögn Ragnars Ingimarssonar hjá HHÍ er verið að semja við fleiri staði þessa dagana en alls verða vélarnar settar upp á rúmlega tutt- ugu stöðum um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.