Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
I
Greinargóð skýrsla
fyrir hestamenn
Myndbönd
Meðal margra góðra hrossa sem fram koma á myndbandinu er
Þyrill frá Vatnsleysu sem sigraði B-flokk gæðinga með glæsibrag.
Valdimar Kristinsson
SÚ HEFÐ hefur skapast að
stærri viðburðir á sviði hesta-
mennsku hafa verið kvikmynd-
aðir og seinni árin gerðar mynd-
bandsspólur til afnota fyrir al-
menning. Hestatímaritið Eiðfaxi
tryggði sér réttinn á upptökum
á fjórðungsmóti norðlenskra
hestamanna sem haldið var á
Vindheimamelum í sumar og er
nú komið út myndband sem inni-
heldur mörg af þeim hrossum
sem þar komu fram.
í myndbandinu er dagskráin rak-
in nánast eftir dagskrá mótsins.
Fram kemur mikill fjöldi hrossa sem
þulurinn Júlíus Brjánsson kynnir,
nafn, ætt og árangur, með þægilega
.tónlist í bakgrunni. Inn á milli er
skotið stuttum viðtölum við knapa
og eigendur ýmissa hrossa og svo
stutt mannlífsskot inn á milli. Eftir
þessari eða svipaðri formúlu hafa
myndbönd frá stærri hestamótum
verið framleidd nema hvað nú virð-
ist hafa tekist að sneiða hjá slæm-
um villum í þulartexta enda mun
hafa verið lögð sérstök áhersla á
það við vinnslu myndarinnar.
Myndband þetta er mjög keimlíkt
öðrum myndum frá hestamótum;
löng skýrsla frá mótinu þar sem
margir hestar koma við sögu. Af
þeim sökum á myndbandið aðeins
erindi til hestamanna, þ.e. þeirra
sem hafa allnokkum áhuga á að
„stúdera" einstaka hesta. Fyrir
þann hóp er þetta ágæt uppsetning.
Fyrir þá sem ekki voru á mótinu
gefur þetta nokkuð greinargóða
mynd af hestakostinum sem þar
kom fram og fyrir hina sem á mót-
inu voru er þetta skemmtileg og
gagnleg upprifjun.
En svo vikið sé að kvikmyndun
og klippingu þá virðast það vera
vinnubrögð svona rétt í meðallagi
og á köflum varla það. Finna má
mörg augnablik sem hefði mátt
sleppa, ýmist í upphafi myndskeiðs
eða í lok. Þá virðist sem kvikmynda-
tökumenn hafi á stundum verið
hálf skjálfhentir og átt af þeim
sökum erfítt með að staðsetja mann
og hest í myndrammanum. Vafalít-
ið hefur þeim verið kalt eins og
öðrum mótsgestum því veðrið var
heldur óhagstætt meðan á mótinu
stóð eins og fram kemur hjá þuli.
Val á tónlist í bakgrunni hefur tek-
ist með miklum ágætum þótt þar
megi finna eina undantekningu
þegar sýnt er frá hópreið og undir
er leikið „ísland er land þitt“. Þarna
stendur myndefnið engan veginn
jafnfætis áhrifaríkri tónlist og þeg-
ar þannig er myndast ójafnvægi
milli myndar og tónlistar. Mætti
líkja því við þegar hálffalskur
söngvari reynir að syngja við góðan
og vandaðan undirleik. Þulurinn
Athyglisverður samanburð-
ur á afurðum stóðhesta
_________Bækur______________
Valdimar Kristinsson
ÚT ER komin bókin Hagahrókar
eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra
og hestamann. Er þetta fimmta
bókin í þessum bókaflokki sem hef-
ur að geyma ættbók ársins og ein-
hveija útfærslu af tölvuspili höf-
undar þar sem hann nýtir sér mögu-
leika tölvu sinnar til gagns og gam-
ans fyrir áhugamenn um hrossa-
rækt. Að þessu sinni birtir hann
skrá yfir afkvæmi allra ættbókar-
færðra stóðhesta sem eiga einhver
ættbókarfærð afkvæmi.
í formála kemur fram að höfund-
ur hafi farið á fundi með hesta-
mönnum og kynnt tölvuna sína og
möguleika hennar en eiginlega ver-
ið rekinn á gat þar sem hann gat
ekki kallað fram skrá sem þessa
og segir að það hafi hann látið sér
að kenningu verða. Jafnframt lýsir
höfundur eftir hugmyndum frá les-
endum um stef næstu bókar. Af
því má ráða að ekkert lát verði á
tölvuleikjum Jónasar, enda ekki
ástæða til meðan hestamenn sýna
afurðinni áhuga.
En svo vikið sé að aðalefni bók-
arinnar er hér um að ræða gagn-
merka skrá sem að því er best er
vitað hefur aldrei fyrr komið fyrir
augu almennings. Skrá þessi gefur
nokkuð góða mynd af því hverju
stóðhestarnir hafa skilað í ræktun-
inni. Getið er meðaleinkunna af-
kvæma stóðhestanna og má því
gera athyglisverðan samanburð auk
þess sem hægt er að kanna hvað
afkvæmaverðlaunaðir hestar sam-
kvæmt BLUP-kerfmu hefðu fengið
samkvæmt gamla kerfmu. Hefðu
tii dæmis Hervar 963, Gáski 920
og Ófeigur 882 náð heiðursverð-
launum á síðasta landsmóti eftir
gamla kerfinu? Þá er skráin ekki
aðeins upptalning á skráðum af-
kvæmum stóðhestanna heldur fylg-
ir með móðurætt, fæðingarár, litur,
að sjálfsögðu nafn og númer af-
kvæmis, sýningarár og staður þar
sem afkvæmið hefur komið til
dóms, sundurliðaðar einkunnir og
hæð afkvæmis. Þá fylgja með upp-
Jónas Kristjánsson
lýsingar um nafn stóðhests, númer,
lit, fæðingarár og föður og móður.
í bókinni notar höfundur þrjár teg-
undir talnamerkinga; það sem hann
kallar bítölur (bí fyrir Búnaðarfélag
íslands), jótölur (jó fyrir Jónas),
sem aðeins ættbókarfærð hross fá
og svo að síðustu raðtölur, að því
er næst verður komist fyrir tölvu
Jónasar. Aður hafa jótölur Jónasar
verið gagnrýndar á þessum vett-
vangi og má hiklaust telja það tíma-
skekkju að reyna að halda í gamla
númerakerfið, því í töluðu máli er
ekki lengur minnst á númer þegar
talað er um einstök kynbótahross
eins og gert var áður fyrr, sbr.
Sörli 653, Hrafn 802 og Þáttur 722
og þá vissu allir um hvaða hesta
var verið að ræða. Hver þekkir t.d.
Sörla 1115 eða Andvara 1316 —
já, og hver er þá Nasi 1296? Höf-
undur ætti nú að hætta að berja
hausnum við steininn og henda
þessum númerum. í ættbókarhlut-
anum er hvort sem er eingöngu
getið hrossa sem náð hafa gömlu
ættbókarlágmörkunum. Það hlýtur
að vera nóg að hafa raðtölurnar
og svo kennitölur Búnaðarfélags-
ins. En svo vikið sé aftur að af-
kvæmaskránni má gera ráð fyrir
að henni verði flett fram og til baka,
vanti menn ákveðnar upplýsingar
eða bara til að grúska í. Fullyrða
má að skráin sé með því athyglis-
verðasta sem gefið hefur verið út
í þessum efnum.
Ættbókin er með svipuðu sniði
og verið hefur í bókum Jónasar.
Síðasta bók Jónasar var gagnrýnd
fyrir að ekki fylgdu neinar upplýs-
ingar með myndum og ættargröfum
en nú hefur hann að hluta bætt þar
úr með því að birta einkunnir í
súluritum. Vissulega er þetta til
bóta, en betur má ef duga skal.
Júlíus skilar sínu hlutverki vel, beit-
ir röddinni á mildan hátt. Verið
getur að sumum finnist hann óþarf-
lega hægmæltur á köflum en þessi
notalega framsetning gerir það að
verkum að menn sitja afslappaðir
við myndina og fylgjast með af
athygli.
Hér að ofan er bent á, að mynd
þessi sé svipað uppbyggð og fyrri
myndir frá stórmótum en undirrit-
aður hefur áður lýst þeirri skoðun
sinni að við útgáfu sem þessa ætti
að gera hálfrar klukkustundar til
þriggja kortera langa yfirlits- eða
þverskurðarmyndar af mótinu þar
sem stiklað væri á stóru og það
helsta dregið fram og þá gjarnan
spilað nokkuð inn á fagurfræðina.
Að þeirri mynd iokinni mætti skeyta
við svona skýrslumynd eins og ég
kýs að kalla þetta form.
Fjórðungsmótsspóla Eiðfaxa er
eiguleg fyrir alla sem hafa áhuga
á fallegum hestum, hrossarækt og
képpni. Þær aðfinnslur sem hér eru
dregnar fram, draga ekki úr gildi
myndbandsins, sem er góð heimild
frá þessu kalda og blauta en ann-
ars ágæta fjórðungsmóti, eins og
þulurinn orðar það í lokin.
Síður afkvæmahrossanna eru nokk-
uð fátæklegar og finnst mörgum
illa farið með góðan pappír. Enn
skal þeirri spurningu varpað fram
hvort ástæða sé til að birta svo viða-
mikil ættargröf eins og gert er í
bókinni? í flestum eða mörgum til-
fellum er um að ræða sömu ættar-
tölurnar aftur og aftur, bók eftir
bók. Fyrir flesta væru þrír ættliðir
nægjanlegir og mætti fylgja með
myndum og ættargröfum allar upp-
lýsingar sem birtar eru á öðrum
stað í bókinni og gera bókina þar
með mun aðgengilegri. Súluritin
með einkunnum koma prýðilega út,
ættargröfin eru góð, þótt óþarflega
viðamikil séu, og myndir yfirleitt
góðar. Aftast í bókinni eru ýmis-
konar skrár til að auðvelda leit að
einstökum hrossum út frá mismun-
andi upplýsingum. Listi er yfir feður
hrossa í ættbók ársins, þar sem sá
aldni höfðingi Hrafn frá Holtsmúla
ber höfuð og herðar yfír aðra hesta
eins og reyndar í afkvæmaskránni
sem áður var getið. Þá er hrossum
raðað upp eftir lit, bítölum, nöfnum,
fæðingarstöðum, mannanöfnum
sem koma við sögu hvers hests og
að síðustu má geta skrár yfir hross
sem hafa hæstu einkunnir fyrir ein-
stök atriði og meðaleinkunnir.
starfsmenntun
■ Námskeið hjá
476350 Stjórnunarfélagi
S'ióm íslands:
Stjórntækin
17. og 18. nóvember kl. 13.00-17.00.
Markaðs- og söluáætlun
fagmannsins
23., 24. og 25. nóvember
kl. 09.00-12.00.
Tímastjórnun - (Time Manager)
^ 25. nóvember kl. 8.30-18.00.
Leiðir til sterkrar samningsstöðu
25. og 26. nóvember kl. 13.00-17.00.
Stjórnun sölufyrirtækis
30. nóvember kl. 13.00-17.00.
Nánari upplýsingar
í sfma 621066.
i
■ Námskeið fyrir starfsfólk
i gestamóttöku
Fræðsluráð hótel- og
veitingagreina
Fraeðsluráö hótel- og veitingagreina fékk
úthlutað styrk úr Starfsmenntasjóði fé-
lagsmálaráðuneytisins til að skipuleggja
og koma í framkvæmd námskeiði fyrir
starfsfólk í gestamóttöku. Námskeiðið
er ætlað þeim, sem þegar starfa í gesta-
móttöku á hóteli eða hafa verið ráðnir
-til starfa í gestamóttöku. Síðasti skrán-
ingardagur á námskeiðin, sem haldín
verða fyrir jói, er 19. nóvember.
Námskeiðinu er skipt niður á eftir-
farandi hátt:
1. Hótelið sem vinnustaður -
skipulagsmál
Kennari: Þorsteinn Helgason, móttöku-
stjóri á Hótel Esju.
Staður og tími: Matreiðsluskólinn okkar,
2. -7. des. kl. 8.45-13.00.
2. Tölvukennsla
Kennari: Guðfinnur Traustason,
tölvufræðingur.
Staður og tími: Rafiðnaðarskólinn,
7.-10. des. kl. 8.45-13.00.
3. Markaðsfræði
Kennari: Guðbjörg Björnsdóttir,
viðskipta- og markaðsfræðingur.
Staður og tími: Matreiðsluskólinn okkar,
10.-13. jan. kl. 8.45-13.00.
4. Öryggismál hótelsins
Kennarar: Ómar Friðþjófsson, skyndi-
hjálparkennari, Björn Ágúst Einarsson,
afbrotavarnadeild lögreglunnar í Reykja-
vík og Landssamband slökkviliðsmanna.
Staður og tími: Matreiðsluskólinn okkar,
17.-18. jan. kl. 8.45-13,00.
5. Samskipti og þjónusta
Kennarar: Emil Thoroddsen, félags- og
markaðsfræðingur og Magnea Hjálmars-
dóttir, sölustjóri Hoiiday Inn.
Staður og tími: Matreiðsluskólinn okkar,
20.-27. jan. kl. 8.45-13.00.
Nánari upplýsingar og skráning hjá
Fræðsluráði hótel- og
veitingagreina.
Sími 91-653850.
handavínna
■ Ódýr saumanámskeið
Aðeins 4 nemendur í hóp. Bæði dag-
og kvöldtímar. Faglærður kennari.
Upplýsingar f síma 17356.
tölvur
STJÓRNUNARFÉLAGS fSLANDS
OG NÝHERJA
69 77 69
6Z 1 □ 66
<Ö>
NÝHERJI
■ WORD, framhald
22.-25. nóv kl. 13-16.
■ AutoCad12 tölvuhönnun
Námskeið hefst 17. nóv. kl. 9.
■ WordPerfect f. Windows
22.-25. nóv. kl. 13-16.
■ AmiPro ritvinnsla
30. nóv. til 3. des. kl. 13-16.
■ PageMaker framhald
29. nóv.-l. des. kl. 13-16.
■ Access gagnavinnsla
29. nóv. til 2. des. kl. 13-16.
■ Næstu tölvunámskeið
Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar,
Grensásvegi 16:
■ Access gagnagrunnurinn,
29. nóvember-3. desember kl. 9-12.
■ Excel fjölvar,
30. nóvember-9. desember
kl. 19.30-22.30.
■ Excel framhaldsnámskeið,
22.-24. nóvember kl. 16-19.
■ Excel töflureiknirinn,
22.-26. nóvember kl. 9-12.
■ FileMaker gagnagrunnurinn,
29. nóvember-3. desember kl. 16-19.
■ Macintosh fyrir byrjendur,
22.-26. nóvember kl. 13-16.
■ PageMaker framhaldsnámskeið,
29.-30. nóvember kl. 9-12.
■ QuarkXPress umbrotsnámskeið,
22.-26. nóvember kl. 16-19.
■ Word ritvinnslunámskeið,
29. nóvember-3. desember kl. 13-16.
■ Word framhaldsnámskeið,
hefjast 23. og 30. nóvember kl. 13-16.
Aliar nánari upplýsingar veittar
í síma 68 80 90.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan.
myndmennt
■ Silkimálun
Olíu- og vatnslitir.
Helgar-, kvöld- eöa dagtímar
Upplýsingar í síma 611614.
Björg Isaksdóttir.
heilsurækt
■ Alexandertækni
Kenni tækni í líkams-
beitingu, sem breytir
líkamanum í betra
horf og eykur vellíðan.
Upplýsingar gefur:
Helga Jóakims,
Listhúsinu, Engjateigi 17-19,
sími 811851 eftir kl. 13.00 ídag,
aðra daga kl. 9-17.
■ Lífefli - Gestalt - liföndun
Úrvinnsla sállíkamlegra einkenna.
Námskeið, hefst 16. nóvember.
v Gunnar Gunnarsson,
sálfræðingur,
sími 641803.
■ Námskeið.
Námskeið í svæðanuddi, baknuddi, and-
litsnuddi (með þrýstipunktum), sjálfs-
nuddi (do in) og námskeið í ungbarna-
nuddi fyrir foreldra með börn 1-10
mánaða.
Góð aðstaða hjá menntuðu fagfólki.
Heilsunuddstofa Þórgunnu,
Skúlagötu 26,
simi 624745 eða 21850.
ýmislegt
NÁMSAÐSTOÐ
■ Námsaðstoð fyrir grunn-, fram-
halds- og háskólanema.
Flestar námsgreinar.
Einkatímar - hópar.
Reyndir réttindakennarar.
Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30.
Nemendaþjónnstan sf.
Islenska fyrir útlendinga.
Enská 103 og 203.
Tölvubókhald.
Markaðssetning.
Þýska 103 og 203.
Islensk stafsetning o.m.fl.
Sendum ókeypis kynningarefni.
Hlemmi 5,
pósthólf 5144, 125 Reykjavík,
sími 91-629750.