Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
25
Reiðskáli rís í Kópavogi
Hestaspítali, samkomusalur og hesthús í öðrum enda byggingarinnar
Akstursíþróttamaður ársins 1993
GIJNNAR Birgisson, forseti bæj-
arsfjórnar Kópavogs, tók á föstu-
dag fyrstu skóflustunguna að
nýjum reiðskála sem hesta-
mannafélagið Gustur mun á
næstu mánuðum byggja á félags-
svæði sínu í Glaðheimum í Kópa-
vogi. Kópavogsbær leggur fram
20 milljónir til framkvæmdanna
en í áætlun er gert ráð fyrir að
að reiðsalurinn verði tilbúinn til
notkunar 2. apríl en aðrir hlutar
byggingarinnar verði þá tilbúnir
undir tréverk.
Heildargrunnflötur byggingar-
innar er 1454,5 fermetrar en reið-
salurinn er 24X45 metrar að stærð.
Heildar flatarmál er 1697 fermetrar
en félagsaðstaðan í enda hússins
er á tveimur hæðum. Þar er gert
ráð fyrir samkomusal, stíum fyrir
20 hesta og fullkominni aðstöðu
fyrir dýralækni. Heildarkostnaður
við þennan áfanga er áætlaður 20
milljónir en Stálbær hf. mun sjá
um bygginguna að undanskildum
greftri og uppfyllingu á grunni en
formaður Gusts, Hallgrímur Jónas-
■ ÞÁTTTAKENDUR á nám-
stefnu um alnæmi sem haldin var
nýlega skora á heilbrigðisráðherra
að beita sér fyrir stofnun
„Hospice“ aðstöðu fyrir alnæmis-
sjúklinga og aðra sjúklinga með
ólæknandi sjúkdóma sem fyrst.
„Hospice“ er hugmyndafræði
sem byggist á sérstakri líknar-
meðferð mikið veikra og deyjandi
sjúklinga.
Hálfnað verk þá hafið er segir máltækið og hér mundar Gunnar
Birgisson skófluna á þeim stað sem reiðskáli Gustsmanna mun risa
á næstu mánuðum.
son, reiknaði með að kostnaður við
það yrði í kringum 2 milljónir sem
er meðtalið í þessari upphæð. Hall-
grímur lýsti yfir ánægju sinni með
góðan skilning bæjaryfirvalda á
þessu málefni því þarna væri verið
að reisa enn eina félagsmiðstöðina
í Kópavogi og sagðist hann vona
að byggingin nýttist til fleiri góðra
hluta en hestamennsku.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Gísli G. Jónsson, akstursíþróttamaður ársins tekur við bikarnum úr
hendi Baldurs Jónssonar, akstursíþróttamanns ársins 1992.
Námstefnan bar yfirskriftina
„Alnæmi mitt á meðal okkar“ og
var haldin á vegum Alnæmissam-
takanna, Landsnefndar um al-
næmi og Rauða kross íslands. á
Hótel Lind.
The Sctcred Triangle
of Pagan lceland
Ný bók eftir Einar Pálsson er komin út. Þetta er fyrsta bókin sem
út kemur eftir Einar á ensku. Bókin fjallar um tengsl islendinga að
fornu við hugarheim hinnar klassísku fornaldar, einkum við hina
margbrotnu speki Pýþagórasar.
( bókinni er nær eingöngu nýtt efni sem aldrei hefur birst fyrr.
Þar eru raktir hinir ótrúlegustu þræðir milli íslenskra landnáms-
manna, Breta á steinöld, hliðstæðu alþingis á Pelopsskaga og mæl-
inga Forn-Egypta.
Þetta er bók hins fróðleiksfúsa.
Bókaútgáfan Mfmir,
Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 25149.
ALLTAF GOÐ HUGMYND
X
VERÐ AÐEINS
26.982
M/VSK
SNILLDARHUGMYND
I SEM FÆDDIST EKKI I GÆR
I
Citizen 90 er hljóðlátur og hentugur prentari.
Prentar meðal annars á nótur í 4-riti og umslög.
Einnig fást Citizen litprentarar, stærri prentarar
með arkamatara o.fl. Kynntu þér línuna!
Umboðsaðili fyrir Citizen prentaro og rekstrarvörur:
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími 91-681665
Konan kom meist-
aranum á bragðið
„Ég er vissulega ánægður með titlana og að vera kjörinn aksturs-
íþróttamaður ársins. Það hefur allur tími og peningar farið í torfæruna
i ár og þetta er því kærkominn endapunktur á tímabilinu." sagði Gísli
G Jónsson, sem var kjörin Akstursíþróttamaður ársins 1993 í lokahófi
akstursíþróttamanna á Hótei íslandi á laugardaginn. Að kjörinu stóðu
Landsamband íslenskra akstursíþróttamanna og tímaritið 3T.
Kjörið var hápunktur á ahendingu
íslandsmeistaratitla fyrir aksturs-
íþróttir, sem voru 29 talsins, en hátt
í fimmtíu akstursíþróttamót fóru
fram á árinu. Keppt var í sjö greinum
akstursíþrótta. Fjórtan kappar voru
tilnefndir til akstursíþróttamanns
ársins og var Gísli valin úr þeim
hópi af dómnefnd. Hann byrjaði að
keppa fyrir þremur árum, varð ofar-
lega í íslandsmótinu í fyrra og lagði
síðan allt undir í ár. Hann vann
bæði Islands og bikarmeistaratitla í
torfærunni og meistaratitil í sand-
spyrnu á keppnistæki sem var styrkt
af Mjólkursamsölunni með merkjum
Kókómjólkur. Frábær árangur Gísla,
hógværð og einstaklega jákvæð
framkoma gerðu það að verkum að
hann hlaut nafnbótina, _sem kjörið
var um í þriðja skipti. Áður höfðu
Baldur Jónsson railökumaður og
Karl Gunnlaugsson mótorhjólamaður
verið kjörnir.
„Þetta er góð hvatning fyrir næsta
ár. Ég geri engar breytingar á jepp-
anum, þó það megi alltaf endurbæta
hlutina. Það er í burðarliðnum að
halda fyrsta Norðurlandameistara-
mótið í torfæru á næsta ári, en Svíar
eiga nokkra góða jeppa og það er
spennandi mál. Þetta er búið að vera
strembið tímabil, allur tími hefur
farið í keppni og ferðalög. Ég náði
ásamt konu minni og aðstoðarmönn-
um að ná árangri og nú er bara að
setja sig í réttar stellingar fyfir
næsta ár“ sagði Gísli, sem rekur bíla-
verkstæðið Bíliðjuna í Þorlákshöfn,
þar sem hann býr ásamt konu sinni
Vigdísi Helgadóttur og dætrum, Þóru
Birnu og Dagný. Það var raunveru-
lega Vigdís sem ýtti Gísla af stað í
torfæruna, fékk hann til að kaupa
torfærutæki. „Hann hefur alltaf ver-
ið með bíladellu og því var kjörið að
fría fjölskyldubílinn frá akstursæf-
ingum Gísla. Við höfum eytt miklum
tíma í þetta, en mér finnst gaman
að vera í kringum torfæruna, þetta
er góður félagsskapur", sagði Vig-
dís, “ Ég fylgist róleg með honum í
keppni við börðin, en ég var stressuð
í síðustu keppninni, var hrædd um
að ekki næðist að hala inn titilinn,
keppnin var svo jöfn. Dæturnar em
búnar að vera voðalega spenntar
yfir bikurunum, sem við komum með
heim sjö talsins af lokahófinu. Gísli
átti nafnbótina akstursiþróttamaður
ársins skilið að mínu mati og að var
frábært að fá bikarinn sem fylgdi
honum.“
Auk Gísla voru krýndir 28 meist-
arar í sjö greinum akstursíþrótta,
torfæru, sandspyrnu, vélsleðaakstri,
moto cross, kvartmílu, rally cross og
rallakstri. í kvartmílu vann Gunnar
Ó. Gunnarsson sem keppti í bracket-
flokki titilinn til eignar eftir að hafa
unnið hann þriðja árið í röð. Sama
má segja um rallökumennina Ásgeir
Sigurðsson og Braga Guðmundsson,
sem unnu öll rallmót sem þeir tóku
þátt í. Þorsteinn Einarsson vann tvo
titla á árinu, í sandspyrnu og tðr-
færu. í vélsleðaakstri unnu norðan-
mennirnir Arnar Valsteinsson, Finn-
ur Aðalbjörnsson og Gunnar Hákon-
arsson titla fyrir einstaklingskeppni
og sveitakeppni.
HEFÐBUNDIN HEIMKOMA? EÐA...
HÖFÐINGLEG HEIMKOMA.
FLUG HÓTEL er 1. flokks hótei í næsta nágrenni við flng-
völlinn. Kjörinn áfangastaður ef þ>ú ert á leið úr landi. Vel
húin herbergi, veitingasalur, bar og ráðstefnusalur og full-
komin aðstaða til virinu og funda.
1 kjallara hótelsins er upphituð bílageymsla þar sem gestir
okkar geta geymt bíla sína án endurgjalds á meðan dvalið er
erlendis. Akstur til og frá flugvelli er aö sjálfsögðu innifalinn í
verði gistingar.
HAFNARGATA 57 - 230 KEFLAVlK __________________________________________
SlMI: 92-15222- FAX: 92-15223
VETRARTILBOÐ: 4.1 65 KR. NÓTTIN
Verö ó inann í 2 manna herbergi. Hngin .skilyrfii um lágmarksdvöl.