Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 53

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 53 Ungmennií klóm fasteignasala og Islandsbanka Frá Vilhjálmi Inga Árnasyni: HINN 19. ágúst skrifaði ég grein í Morgunblaðið, þar sem ég fjallaði um tvö ungmenni sem höfðu verið blekkt svívirðilega í tengslum við húsakaup. í greininni skýrði ég frá aðdraganda og framgangi ótrúlegr- ar svikamyllu sem rúði ungmennin inn að skinni og er enn þann dag í dag að blóðmjólka foreldrana sem gengu í ábyrgðir vegna húsakaupa barna sinna. Ég reyndi að útskýra og sýna fram á hvernig sviksemi fasteignasala og hagsmunatengsl bankastjóra, lögfræðings og bygg- ingaverktaka leiddu til siðspilltrar og ólöglegrar fasteigna- og banka- starfsemi. Siðanefnd fasteignasala skoðar málið Síðan umrædd grein birtist hefur það gerst, að annar tveggja fast- eignasala sem tengjast málinu, fasteignasali B, hefur skotið málinu til úrskurðar siðanefndar Félags fasteignasala. Siðanefndin er þessa dagana að afla sér gagna og hefur gefið fasteignasala A kost á að gera grein fyrir sínum þætti í þess- ari makalausu atburðarás. Fast- eignasalarnir A og B bera hvor annan þungum sökum, og annar þeirra hefur látið hafa eftir sér, að sá sem verði úrskurðaður ábyrgur, hljóti að missa réttindin. Það verður því fróðlegt að sjá þann „Salómons- dóm“ sem siðanefndin kveður upp, sérstaklega í ljósi þess að báðir fasteignasalarnir telja ekki vafa á, að um brot sé að ræða. Spumingin er bara sú hvor þeirra ber ábyrgð á þeim fölsku skjölum, sem ásamt ónógum og villandi upplýsingum leiddi til hrakfara ungmennanna. Ólögleg bankastarfsemi í greininni skýrði ég frá því að útibússtjóri íslandsbanka á Akur- eyri hefði búið til falskt veðleyfi, sem notað var til að koma hússöl- unni á. Einnig að lögfræðingur bankans sem jafnframt hefur verið lögfræðingur byggingaverktaka sem bankinn hefur haft í sérstakri gjörgæslu, setti inn í veðleyfíð skil- yrði um að hússeljandinn yrði að borga 700 þúsund króna vanskila- víxil sem verktakinn hafði selt bankanum. Þessi víxill var hússelj- andanum algjörlega óviðkomandi (hann var hvorki ábekjandi né út- gefandi), en fjárhagsaðstæður hans voru slíkar, að nauðsynlegt var tal- ið að samþykkja skilyrðið, þótt óeðlilegt væri, til þess eins að bjarga sölunni. Til að kóróna allt saman tók svo íslandsbanki ólöglega tæpa hálfa milljón af söluandvirði hússins og setti inn á reikning margum- rædds byggingaverktaka. Bankastjórnin þegir Þrátt fyrir þær alvarlegu ásakan- ir sem ég hef haft í frammi varð- andi bankastarfsemi íslandsbanka, og þrátt fyrir bréf mín til banka- stjómarinnar í Reykjavík, hafa for- ráðamenn bankans þagað þunnu hljóði. Eina lífsmarkið sem ég hef orðið var við frá stjórninni er það að ég veit að aðalbankastjórinn lét hreinsa burtu allar þær persónulegu svívirðingar um mig, sem yfirlög- maður bankans hafði ætlað að láta fljóta með í greinarstúf sínum um málið. Kann ég bankastjóranum þakkir fyrir það. Bankastjórn ís- landsbanka gæti lögsótt mig fyrir ósannindi og rógburð, ef fullyrðing- ar mínar væru ekki á rökum reist- ar, en bankastjórnin veit fullvel að ég byggi mál mitt á opinberum gögnum auk óopinberra skjala frá þeirra eigin lögfræðingum. Hún virðist því hafa tekið þá stefnu að reyna að þegja málið í hel. Er íslandsbanki spillingarbæli? Af hverju kýs bankastjórn ís- landsbanka fremur að þegja þunnu hljóði í stað þess að hreinsa sig af áburði mínum? Eða af hveiju gerir hún ekki það sem væri enn betra, nefnilega það, að slíta upp með rótum illgresið í bankanum? Er það kannski vegna þess að rætur spill- ingar hafi nú þegar teygt sig svo langt inn í stjórnkerfi bankans að sjúklingurinn þoli ekki lækninguna? Svari nú hver sem svarað getur, sérstaklega þið í bankastjórn Is- landsbanka. VILHJÁLMUR INGI ÁRNASON, formaður Neytendasamtaka Akur- eyrar og nágrennis. Pennavinir Frá Finnlandi skrifar 21 árs stúlka með áhuga tónlist, bók- menntum, bréfaskriftum o.fl.: Henna-Mia Leino, Ollilantie 559, 21800 Kyrö, Finland. Fyrirspurn til utanríkis og vamarmáladeildar Frá Pétri Péturssyni: HVORT er það vanþekking eða vís- vitandi sögublekking, þegar ráðu- neytis- og varnarmálamenn fjalla um siglingaleið á norðurslóð, að þá skuli þeir jafnan leiða hjá sér að nefna þátt Bandaríkjamanna og ís- lendinga í flutningi vopna og vista til Sovétríkjanna? Frægasta skipalest seinni heims- styijaldar sigldi úr Hvalfirði til Múr- mansk. Einkennisstafir hennar voru PQ 17. Skipalestinni fylgdu bresk og bandarísk herskip að veija kaup- förin fyrir árásum þýskra kafbáta, herskipa og flugvéla, sem höfðu aðsetur í Noregi. 350 íslenskir sjó- menn létu lífið í árásum Þjóðveija á íslensk skip. Rússar komu þar hvergi við sögu. Þeirra hermdarverk voru framin í öðrum löndum. Þegar Thor Thors, fulltrúi ís- lands, flytur ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna þegar ísland fær inngöngu í samtökin rökstyður hann umsókn íslendinga m.a. með því að þeir hafi stuðlað að því að Sovétmenn fengju vopn og vistir um norðurleiðina til Múrmansk. Vita „Haukarnir" við Hverfisgötu ekki um þessi sögulegu sannindi? Eða er þeim meira í mun en sjálfum Colin Powell herforingja að viðhalda og efla áróður kalda stríðsins með hálfsannleika og þagnarhjúpi? PÉTUR PÉTURSSON, þulur. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Hringdu aftur! KONAN sem fann veski með skilríkjum Öldu Valdimarsdótt- ur og var svo vinsamleg að láta vita af fundinum, er beðin að hringja aftur í síma 91-14152, þar sem miðinn með heimilis- fangi hennar týndist. Ljósmyndir ÁttatiU og fimm ljósmyndir, merktar Landslagsmyndir, voru settar í póstkassa á Grandanum fyrir rúmri viku. Sá sem telur sig eiga myndirnar má hafa samband í síma 615171. Týnt hjól MONGOOSE Alta 18“ fjallahjól hvarf frá Grensásvegi, rétt hjá Pizzahúsinu, kl. 14 laugardag- inn 6. nóvember sl. Hjólið er hvítt með svörtum hnakki og höldum. Þetta var fermingargjöf og er sárt saknað. Finnandi vin- samlega hringi í síma 687717. GÆLUDÝR Læða í óskilum LÍTIL læða, gulbröndótt á baki og hvít á kviði, ómerkt en með brúna hálsól, settist upp í Sæ- vangi í Hafnarfirði og neitar að fara. Kannist einhver við kisu er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 655030. Köttur í heimilisleit AF ÓVIÐRÁÐANLEGUM or- sökum verðum við að láta heim- ilisköttinn okkar. Hann er þriggja ára, gulbröndóttur, ljúf- ur, þægilegur og mjög skemmti- legur. Ef einhver getur hugsað sér að taka hann að sér er hann vinsamlega beðinn að hafa sam- band í síma 37124. Sautján ára Gambíupiltur með áhuga á knattspyrnu o.fl.: Omar Suso, Brikamas Gidda, Kombo Central, Western Division, Gambia. Sjö ára tékknesk stúlka með áhuga á dýrum: Veronika Baresova, DNV 102, 507 81 Lazne Bclohrad, Czech Republic. LEIÐRÉTTING Bliki EA 12 I texta forsíðumyndar laugardags- blaðs af íslenzku skipi í ís í Smug- unni var sagt, að þar færi Hólma- nesið frá Eskifirði. Skipið var hins vegar Bliki EA 12 frá Dalvík, en sá sem myndina tók var um borð í Hólmanesinu. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. 113. nóv. 1993 VINNINGAR fjOldi VINNINGSHAFA upphæðAhvern VINNINGSHAFA 1. 5al5 3 1.853.274 Z. 4a\S^ jf 5 114.324 : 3. 4a(5 137 7.197 ; 4. 3al5 4.500 511 : Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.416.931 kr. upplýsingarsímsvari91 -681511 lukkuiína991002 óskar eftír nánum kynnum víð lífsglaða fjölskyldu með þægindí og sparnað í huga. Valby 3-2-1 Kr. 168.640,- Valby 3-1-1 kr. 158.640,- Valby hornsófi 6 saeta kr. 158.640,- Ef þú vilt vandað, slitsterkt og fallegt sófasett þá skaltu koma og skoða Valby sófasettíð. Margir leðurlítír. Staðgrciðsluafsláttur og góð greiðslukjör f Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 _ r - Fr Bjóðum nú takmarkað magn af þessari gæöa-þvottavél frá Siemens á sérstöku afsláttarverði • Áfangaþeytivinding • 1000 sn./mín. • Fjölmörg þvottakerfi • Sjálfvirk magnskynjun • Nýtir vel vatn og þvottaefni Landsms bestu pvottavélakaup! Verð aðeins kr. 85.600,- (afb.verð) kr. 79.608, - (staðgr.verð) UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Akranes: Búðardalur. Húsavík: Rafþjónusta Sigurdórs Asubúö öryggi Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður. Pólfinn Blönduós: Rafstofan Hvítárskála Hjörleifur Júliusson Rafalda Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður. Hellissandur Blómsturvellir Sauðárkrókur Rafsjá Siglufiöröur. Torgio Akureyri: Ljósgjafinn Reyðarfjörðui Rarnet Egilsstaðir. ir Vestmannaeyjar Tréverk Hvokvöllun Kaupféiag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Kefiavík: Sveinn Guðmundsson Ljósboginn Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Grundarfiörður. Guðni Hallgrfmsson Stykkishólmur Skipavfk Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SIMI 628300 Þú svalar lestrarþörf dagsins áBÍðum Moggans! 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.