Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 40

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 Hlín Ingólfsdótt- ir - Minning Fædd 20. október 1909 Dáin 8. nóvember 1993 Þegar ég hugsa um Hlín finnst mér það hafa verið mikil forréttindi að hafa kynnst henni. Á lífsleið okk- ar er gæfa _að njóta samvista við slíka konu. Ég minnist þess þegar Árni kynnti mig fyrir henni, hand- takinu og augnaráðinu, því fylgdi hlýja og virðing sem ég bar til henn- ar samstundis. Hlín hafði ólýsanleg- v an sjarma og mikla reisn. Samræður við hana voru alitaf skemmtilegar. Ég hafði unun af að hlusta á hana því að hún talaði svo góða og sér- staka íslensku. Henni var málið og saga landsins hjartfólgið og barna- börnin fengu að njóta þess í íslensk- um sögubókum sem hún gaf þeim. Langömmubömin voru henni afar kær. Það var alltaf mikil tilhiökkun hjá Árna Yngva, Bertu og Bryndísi Önnu að koma til langömmu í sveit- inni. Væntumþykjan og virðingin sem þau báru fyrir henni var ein- stök. Það var gaman að fylgjast með þeim heilsa langömmu sinni með kossi, einlægnin var svo mikil. Hún tók á móti þeim með ilmandi pönnu- —,I;ökum og sinni miklu gestrisni. Yfir heimili hennar hvíidi ró og veilíðan. Minningin um langömmu mun ávallt lifa í hjörtum þeirra og langömmu- fjalj verður alltaf á sínum stað. Ég kveð þig með söknuði, elsku Hlín, hvíl þú í friði. Guðríður. „Þetta voru góð ár,“ sagði Hlín í viðtali í tilefni 50 ára afmælis SÍBS árið 1988 og átti við árin sem hún bjó á Reykjalundi og árin sem hún “Lók þáttí starfsemi SIBS. Hún bætti við: „Viðfangsefnið var verðugt og þetta var góður tími.“ Viðtalið birt- ist í afmælisritinu, SÍBS Bókinni (útg. 1988), þar sem stiklað er á 50 ára sögu sambandsins. Líf og starf Hlínar var samtvinnað þeirri sögu öll árin 50. Hlín veiktist ung af berklum og var þar með komin í þann stóra hóp ungra íslendinga sem á þeim árum háði harða viðureign við hinn illvíga og oft á tíðum banvæna berklasjúk- dóm. Hlín var lánsöm, náði yfirhönd- inni í baráttunni og vann bug á virk- um berklum. En það tók tíma, mörg ár. Um tíma dvaldi Hlín m.a. á Reykjahæli í Ölfusi. Starfsemi Reykjahælis, sem hófst árið 1930, var merk tilraun, fólgin í því að gefa berklasjúklingum, sem komnir voru yfir erfíðasta kaflann, kost á vinnu samtímis hefðbundinni berkla- meðferð þeirra tíma. Þegar kreppan tók að harðna á 4. áratugnum svarf mjög að Reykjahæli og þar kom að því var lokað árið 1938, sama ár og SIBS var stofnað. Þráðurinn var ekki tekinn upp á ný fyrr en starf- semi Reykjalundar hófst árið 1945. Hlín dvaldi á Reýkjahæli snemma á starfstíma þess og þar hittust þau, hún og Árni, eiginmaður hennar sem varð, Einarsson. Árni hafði líka ung- ur veikst af berklum en komst um síðir yfir sjúkdóminn líkt og Hlín og hafa þau án efa stutt hvort annað í baráttunný við berklana. Hlín og Árni gengu í hjónaband árið 1934 og eignuðust 6 mannvæn- leg börn, í aldursröð Auði, Svölu, Ingólf, Hlín, Einar og Pál. Börnin uxu úr grasi hvert af öðru og bera öll vitni um gott veganesti úr for- eldrahúsum. Eins og áður segir var SÍBS stofn- að 1938 og voru stofnendurnir fyrst + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ÞORVARÐSSON læknir, Grenimel 30, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Jóhanna Eliasdóttir, Andrea Eli'sabet Kristjánsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Jón Friðgeir Einarsson, Bragi Kristjánsson, Bjarnfríður Árnadóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HLÍN INGÓLFSDÓTTIR, Hliðartúni 10, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Vinnuheimilið á Reykjalundi. Auður Árnadóttir, Hermann Þórðarson, Svala Árnadóttir, Björn Kjartansson, Ingólfur Árnason, Kristjana E. Friðþjófsdóttir, Hlín Árnadóttir, Ketill Oddsson, Einar Árnason, Betty Berjouhi Nikulásdóttir, Páll Árnason, Kristín Anna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, MAGNÚSAR ÁRMANNS MAGNÚSSONAR framfærslufulltrúa, Háaleitisbraut 54, verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 15.00. Rebekka Magnúsdóttir, dr. Alexander Olbrich, Kristján Magnússon, Ester Magnúsdóttir og barnabörn. og fremst sjúklingar á berklahælun- um, en strax sáu menn að það yrði sambandinu ómetanlegur styrkur að fá til liðs þá sem höfðu náð heilsu og útskrifast af hælunum. Þess vegna voru stofnuð félög um allt land, nefnd Berklavörn. Þau hjón, Hlín og Árni, voru meðal stofnenda Berklavarnar í Reykjavík árið 1939 og urðu strax virkir félagar í SÍBS. Árni var snemma kvaddur til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir SÍBS. Hann tók sæti í sambandsstjórninni 1942, var formaður byggingarnefndar Reykja- lundar á sínum tíma og fyrsti for- maður stjórnar Reykjalundar, Hlín tók fullan þátt í allri þessari félags- málastarfsemi mannsins síns og studdi hann á allan hátt. Árið 1948 var Árni ráðinn fram- kvæmdastjóri Reykjalundar og árið eftir fluttust þau hjón að Reykja- lundi og voru þá börnin 5 talsins, eitt og það yngsta bættist í hópinn eftir að þangað var komið. Að Rey- kjalundi bjuggu þau þar til Árni lét af störfum framkvæmdastjóra árið 1977, eða í tæp 30 ár, og fluttust þá í hús sitt í Hlíðartúni í Mosfellsbæ. Laus við amstur hins annasama starfs framkvæmdastjóra Reykja- lundar undu þau Hlín og Árni hag sínura hið besta í Hlíðartúni. Það var því öllum mikið áfall er Árni lést þann 5. apríl 1979 eftir stutta en harða sjúkdómslegu. Hlín bjó áfram í Hlíðartúni eftir lát Árna og viidi hvergi búa nema þar. Þrátt fyrir allnokkurn heilsubrest á síðari árum tókst henni það með dyggri aðstoð barna sinna, tengdabarna og annarra afkomenda. Reykjalundur reis á þeim árum sem Hlín og Árni áttu heimili sitt þar. Þau voru í hópi þeirra atorku- sömu og framsæknu kvenna og karla sem byggðu Reykjalund og áttu sér heilbrigðan metnað fyrir staðarins hönd og starfseminnar þar. Auk byggingu húsa og um- hverfis þeirra var áhersla lögð á græðslu lands. Melarnir breyttust í tún og grasreiti, tré voru grædd í jörðu þúsundum saman og döfnuðu vel, svo sem glöggt má sjá í dag. Hlín var mikil ræktunarkona, tijáa og blóma, og fróð um flóru íslands. Með öðrum lagði hún á ráðin um uppbyggingu Reykjalundar og vissu menn að ráð hennar stuðluðu ávallt að giftu staðarins. Eðliskosti átti Hlín næga. Hún átti hið fagnandi viðmót góðrar hús- freyju og móðurhlutverkið var henni eðlislægt, blíð en ákveðin í senn. Hlín var margfróð kona og hafði mótaðar þjóðféiagsskoðanir. Það var ekki hennar háttur að berast á, vekja á sér athygli, en hún ræktaði þeim mun betur samskiptin við samferða- fólkið. Um 15 ára skeið vorum við Árni nánir samstarfsmenn á Reykjalundi og jafnlengi voru þau næstu ná- grannar mínir. Mér er mikil þökk í huga að hafa fengið að kynnast þeim hjónum og eiga við þau sam- skipti á svo mörgum sviðum. Ég er þess fullviss að svo er um fleiri sem störfuðu með þeim árin þeirra á Reykjalundi. Við eigum öll hugþekk- ar og kærar minningar um Hlín sem nú er kvödd og Árna mann hennar. Við María sendum afkomendum + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ JÖRGENSDÓTTIR, Hraunbæ 182, sem lést í Landspítalanum 5. nóvem- ber, verður jarðsungin frá Árbæjar- kirkju í dag, þriðjudaginn 16. nóvem- ber, kl. 13.30. Pétur Hallgrímsson, Hallgrímur Pétursson, Áslaug Haraldsdóttir, Jörgen Pétursson, Guðrún Benjamínsdóttir, Jóhanna Pétursdóttir, Rafn Guðmundsson, Sólborg Pétursdóttir, Sturla Jóhannsson, Kristín Pétursdóttir, Þóroddur Gunnarsson, Soffía Pétursdóttir, Pétur Pétursson, Anna Sofffa Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilega þökkum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, HALLDÓRS V. SIGURÐSSONAR, fyrrverandi rfkisendurskoðanda. Kristrún Jóhannsdóttir, Sigrún C. Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhann Halldórsson, Guðrún Siguróladóttir, Halldór Halldórsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Sigurður Valur Halldórsson, Valgerður G. HalldórsdóttiEjigurður Haraldsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON járnsmiður, Hæðargarði 29, áður Breiðagerði 23, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. nóvemberkl. 15.00. Unnur Benediktsdóttir, Birgir Guðjónsson, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Sonja Guðjónsdóttir, Birgir Guðlaugsson og barnabörn. þeirra öllum hjartanlegar samúðar- kveðjur. Haukur Þórðarson. „Langamma í sveitinni" er dáin. Amma Hlín í Hlíðartúni er ekki leng- ur með okkur. Fátækleg orð geta á engan hátt lýst þeim söknuði og trega sem fyllir hjörtu okkar, er við, sem nutum samvista við hana um lengri eða skemmri tíma, minnumst hennar. Þessi höfðinglega kona sem stjórnaði heimili sínu af þeim skör- ungsskap sem minnir á kvenskör- unga fornaldar, var samt sem áður í hjarta sínu svo lítillát og hlý, full samúðar með þeim sem minna máttu sín. Það var reyndar lífsspeki þeirra hjóna, Árna heitins Einarssonar og Hlínar Ingólfsdóttur, tengdaforeldra minna. Ég gleymi því aldrei hve vel þau hjón tóku mér þegar ég fyrst komst í kynni við fjölskyldu þeirra, og komu ávallt síðan fram við mig, eins og ég væri þeirra eigin sonur. Ég minnist með gleði hinna mörgu ferðalaga sem við fórum saman, bæði innanlands og utan, í hópi fjöl- skyldu _og vina. Jóiaboðin á heimili þeirra Árna, á Reykjalundi og síðar í Hlíðartúni, og aðrar samkomur þessarar glaðværu fjölskyldu líða seint úr minni. Ein er þó sú ferð sem upp úr stendur og aldrei gleymist. í sept- ember 1981 fórum við hjónin ásamt Hlín og vinkonu hennar Guðrúnu og mágkonu minni Svölu til Grikklands. Þessi ferð var stórkostlegt ævintýri og sagan var rifjuð upp þegar við heimsóttum sögustaði og minjar þessa fornfræga lands. Hápunktur ferðarinnar var ganga okkar á Akro- polishæð í Aþenu. Þennan dag var steikjandi sólskin og 30 stiga hiti, ekki gott fjallgönguveður fyrir aldr- aða og sjúka. Ferðahópurinn hvarf fljótt úr augsýn, en við Hlín fyigd- umst að. Hún ætlaði sér alla leið, þó hægt færi. Og það tókst og mik- il var sú gleði þegar tindinum var náð og hinar mikilfenglegu rústir höfuðtákns helienskrar menningar blöstu við. Elsku amma Hlín. Ég mæli fyrir munn barnanna þriggja og barna- barnanna níu, þegar ég þakka þér fyrir samfylgdina og allar ljúfu stundirnar í „Glaumbænum“ á Reykjalundi og ömmuhúsi í Hlíðar- túni. Aldrei féll þér styggðaryrði af vörum, jafnvel ekki síðustu mán- uðina í Hlíðartúni þegar heilsan var farin og „smælkið", eins og þú kall- aðir barnabörnin þín, lét sem hæst. Þau kunnu ekki að vera öðruvísi en kát og glöð hjá ömmu í sveitinni. Nú þegar þú ert lögð af stað í þá ferð sem við munum öll um síðir fara, til Himnaríkis, hinna eilífu veiðilanda, hins sjöunda himins eða hvað hann nú heitir þessi staður, þar sem förin endar, erum við þess fullviss að þú munt ná tindi þeirrar Akropolis sem bíður þín handan við móðuna mikiu. Hún mun taka á móti þér böðuð í gullnu sólskini þar sem hvítar súlur teygja sig í áttina til hins bláa himins. Vertu sæl, amma. Guð blessi þig. Hermann. Mánudaginn 8. nóvember lést Hlín Ingóifsdóttir frá Reykjalundi. Hún verður jarðsett frá Lágafelli í dag. Eiginmaður Hlínar, Árni Einars- son, framkvæmdastjóri á Reykja- lundij lést árið 1979. Saman unnu þeir Árni og faðir minn, Oddur Ólafs- son, að uppbyggingu Reykjalundar, en heimilum þessara önnum köfnu manna var stjórnað röggsamlega af eiginkonum þeirra. I mörgu var að snúast á stórum heimilum, en börnin voru sex í hvorri ijölskyldu. Aðeins örfáir metrar voru á milli heimila okkar og samgangur var mikill og náinn. Nóbelskáldið okkar hefði orð- ið það þannig, að hundarnir vissu vart hvorum bænum þeir tilheyrðu. Og það var eins og I rómantískri framhaldssögu þegar Ketill bróðir náði i stúlkuna í næsta húsi, leiksyst- ur mína hana Hlín. I þá daga var ekki bankað á dyr og venjulega rauk ég beint inn í eld- hús til Hlínar, þegar mér lá mikið á að spyija eftir Einari leikfélaga mín- um. Þarna stóð hún á sínum stað í eldhúsinu þessi lágvaxna, mjúka og blíða kona með bros á vör og glettni í augum. Hún umvafði mig ástríki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.