Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
11
Fjórðu Háskólatónleikar
vetrarins í Norræna húsinu
Camilla Söderberg og Snorri Ö. Snorrason.
FJÓRÐU Háskólatónleikar vetr-
arins verða í Norræna húsinu
miðvikudaginn 17. nóvember, kl.
12.30 og standa í u.þ.b. hálfa
klukkustund.
Á tónleikunum fiytja CamiIIa
Söderberg og Snorri Ö. Snorrason
verk eftir Hans-Martin Linde, Eras-
mus Widman og Ryohei Hirose.
Einnig verður flutt tónlist frá end-
urreisnartímanum eftir óþekkta
höfunda.
Hans Martin Linde (f. 1930) er
svissneskur þýskættaður blokk-
flautuleikari, þverflautuleikari og
tónskáld. Einn af mörgum sem hófu
blokkflautuna aftur til vegs og virð-
ingar á þessari öld. Hefur skrifað
kennslu- og æfíngabækur og samið
fjölmörg einleiks- og samleiksverk
fyrir blokkflautu.
Erasmus Widmann (1572-1634)
er þýskt tónskáld frá endurreisnar-
tímanum og skildi eftir sig nokkur
söfn af dönsum og sönglögum.
Verkin eftir hann sem verða flutt
á tónleikunum eru tekin úr safni
laga „Musicalischer Tugendtspieg-
el“ frá árinu 1613, sem öll bera
konunöfn.
Á fýrri hluta 17. aldar voru svo-
kallaðir „Masque Dances“ (grímu-
dansleikir) vinsælir við ensku hirð-
ina. Dönsunum var skipt í „Great-“
eða „Main-Masque“, dansa sem
dansaðir voru af hirðfólkinu sjálfu
og „Antimasque11 sem var hálfgerð
leiksýning flutt af leikurum og
dönsurum í alskyns skrípabúning-
um. „Antimasque" dansarnir voru
í algerri andstöðu við hina virðulegu
fáguðu aðaldansa og þjónuðu þeim
tilgangi einum að skemmta fólki.
„The Apes dance at the Temple"
er dæmigerður „Antimasque“-dans.
Ryohei Hirose (f. 1930) er jap-
anskt tónskáld. Hefur skrifað mikið
af tónlist fyrir hljóðfæri heimalands
síns. Hefur sýnt evrópsku blokk-
flautunni mikinn áhuga og notar
svipaða tækni í verkum sínum fyrir
hana og fyrir hina japönsku „shaky-
hachi“-flautu sem er bambusflauta.
CamiIIa Söderberg er fædd í
Stokkhólmi en ólst upp í Vínarborg
og stundaði blokkflautunám hjá dr.
René Clemencic og Hans Maria
Kneihs við Tónlistarháskóla Vínar-
borgar. Lauk einleikaraprófi 1970,
lagði stund á framhaldsnám hjá
Jeanette van Wingerden við Scola
Cantorum Basiliensis í Sviss. Bú-
sett á íslandi frá árinu 1980. Tón-
listarkennari við Tónlistarskólann í
Reykjavík og Kennaraháskóla ís-
lands. Tónleikahald á íslandi og
víða erlendis.
Snorri Örn Snorrason lauk gít-
amámi hjá próf. Karl Scheit við
Tónlistarháskólann í Vínarborg árið
1976 og stundaði framhaldsnám
hjá Konrad Ragossnig við Tónlistar-
háskólann í Basel og tók einkatíma
í lútuleik hjá Hopkinson Smith í
Basel. Gítarkennari við Tónlistar-
skólann í Reykjavíkur og Tónlistar-
skóla FÍH frá 1980. Tónleikar og
upptökur á íslandi og víða erlendis.
Píanótónleikar
á Hvammstanga
NÓVEMBERTÓNLEIKAR Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga
verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 17.
nóvember kl. 21. Fram kemur Þorsteinn Gauti Sigurðsson pianóleik-
ari.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson er
fæddur 1960. Hann hóf ungur pían-
ónám og lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
1979 undir handleiðslu Halldórs
Haraldssonar. Framhaldsnám
stundaði hann í Juilliard School of
Music í New York og í Róm. Meðal
kennara hans má nefna Sacha
Gorodnitsky, Guido Agosti, Eugene
List, James Barbagallo og Josef
Block.
Þorsteinn Gauti hefur komið
fram á tónleikum á Norðurlöndun-
um, Bandaríkjunum, Þýskalandi,
Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og
Rússlandi. Einnig sem einleikari
með útvarpshljómsveitinni í Hels-
inki, Krinkast-hljómsveitinni í Osló
og Sinfóníuhljómsveit Islands með
hljómsveitarstjórum á borð við Esa
Pekka Salonen, Petri Sakari, Murry
Sidlin, Sverre Bruland, Jean Pierre
Jacquilliat og Páli Pampichler Páls-
syni. Jafnframt hefur hann komið
fram á Gala-konsert i Hvíta húsinu
í Washington.
Hann hefur einnig tekið þátt í
frumflutningi samtímatónlistar og
hafa þegar verið samin nokkur verk
sérstaklega tileinkuð honum.
Þorsteinn Gauti sigraði í keppni
einleikara og einsöngvara til að
koma fram fyrir íslands hönd í
Osló á hátíð ungra einleikara sem
haldin er annað hvert ár.. Hann
hefur komið fram sem einleikari
fyrir íslands hönd á Ung Nordisk-
hátíðinni í Helsinki.
Á þessu ári sigraði Þorsteinn
Þorsteinn Gauti Sigurðsson.
Gauti í keppni Ríkisútvarpsins, Tón-
vakanum, sem haldin er fyrir ein-
leikara og einsöngvara.
Tónleikarnir eru sem fyrr segir
miðvikudaginn 17. nóvember kl. 21
í Félagsheimilinu á Hvammstanga
og er aðgangseyrir 900 kr. Félagar
í Tónlistarfélaginu og börn þeirra
að 14 ára aldri fá ókeypis aðgang.
Félagar í Félagi eldri borgara fá
50% afslátt.
MENNING/LISTIR
Myndlist
Steinunn og Mar-
grét í Slunkaríki
Um þessar mundir stendur yfir sýn-
ing á verkum Steinunnar Helgadóttur
og Margrétar Sveinsdóttur í Slunkaríki
á ísafírði.
Þær hófu báðar myndlistarnám í
Myndlista- og handíðaskóla íslands á
árunum 1984-86 og hlutu síðan fram-
haldsmenntun í Gautaborg í Svíþjóð.
Báðar hafa þær sýnt verk sín á
nokkrum sýningum í Sviþjóð og mynd-
ir þeirra hafa verið keyptar af opinber-
um aðilum þar f landi.
Á sýningunni í Slunkaríki sýna þær
innsetningu og málverk.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 28.
nóvember.
Sigríður Helga Olgeirsdóttir
við verk sín.
Sigríður Helga sýnir í
galleríinu „Hjá þeim“
Sigríður Helga Olgeirsdóttir leirlista-
kona opnaði sýningu á verkum sínum
í galleríinu „Hjá Þeim“ á Skólavörðu-
stíg 6b föstudaginn 12. nóv. sl.
Sigríður Helga stundaði nám við
Myndlistarskólann í Reykjavík og
Myndlista og handíðaskóla íslands það-
an sem hún útskrifaðst frá Leirlista-
deild 1992.
Sýningin er opin virka daga frá kl.
12-18 og laugardaga frá kl. 10-14 og
stendur til 27. nóvember.
World Press Photo að Ijúka
Sfðasti dagur ljósmyndasýningarinn-
ar World Press Photo 93 í Kringlunni
er í dag, þriðjudag. Á sýningunni eru
þær 200 ljósmyndir sem unnu til verð-
launa í samkeppni um fréttaljósmyndir
ársins 1992.
TIL SOLII
Þetta húsnæði, birgðastöð SIF hf. á Keilu-
granda 1, Reykjavík, er til sölu. Húsið var
byggt í tveimur áföngum, 1967 og 1983.
Helstu stærðir eru:
Lóð:
Hús: Grunnflatarmál:
Gólfflatarmál:
Rúmmál:
7.280 fermetrar
4.102 fermetrar
4.866 fermetrar
24.487 rúmmetrar
Nánari upplýsingar veitir Bjarni Sívertsen
í síma 11480.
SölusamM íslenskra tisklramleiðenda lil.,
Aðalstræti 6, 101 Reykjavík,
sími 91-11480.
ET Fasteignasalan Grenigrund - sórh.
IZ. EIGNABORG sf. 115 fm efri haeð. 4 svefnherb. Suðursv. Parket. Vandaðar innr.
- 641500 - 23 fm bílsk.
Opið virka daga
frá kl. 9-17.30
Eignir i Reykjavík
Stóragerði - 4ra
95 fm á 4. h»ö. Endurn. etdhús.
Laus samkomulag.
Eignir i Kópavogi
1 —2ja herb.
Ásbraut - einstaklings
36 fm á 3. hæð. Laust strax. Hagstætt
verð 3,6 millj.
Hamraborg — 2ja
58 fm á 3. hæð. Laus strax.
Lyngbrekka - 2-3ja
52 fm í fjórbýli. Sórinng. Verð 5,1 millj.
3ja herb.
Fannborg — 3ja
85 fm á 3. hæð. Parket. Ljósar innr.
Suðurgluggar. Stórar vestursv.
Hamraborg - 3ja
92 fm á 2. hæð i lyftuh. Vest-
ursv. Nýméluð. Laus strax.
Engihjalli - 3ja
90 fm á 7. hæð. Vestursv. Vandaðar
innr. Verð 6,2 millj.
Hamraborg - 3ja
69 fm á 6. hæð I lyftuh. Vestursv. Þarfn-
ast endurn. Laus strax.
Ástún — 3ja
80 fm á 2. hæð. Parket. Ljósar innr.
Húsið ný viögert að utan og málað.
Furugrund — 3—4ra
86 fm á 1. hæð í tveggja hæða húsi.
Suðursv. Aukaherb. i kj. með aðgangi
að snyrtingu. Laus fljótl.
4ra herb.
Efstihjalli — 4ra
Rúmg. íb. á efri hæð i tveggja hæða
húsi. Vestursv. Lítið áhv.
Engihjalli - 4ra
97 fm á 2. hæð i lyftuh. V. 6,9 m.
240 fm 2ja hæöa hús. Mikið endurn.
Lítil einstaklib. á jarðhæð. Áhv. veð-
deild 2,3 millj. Skipti á minni eign mögul.
Huldubraut - parhús
146 fm á tveimur hæðum ásamt
28 fny bílsk. Áð mestu fullfrég.
Álfhólsvegur — sérh.
129 fm, 4 svefnherb., á jarðhæð. Mikið
útsýni. Áhv. 2,5 millj. veðd.
Einb. — Kópavogi
Hrauntunga - einb.
166 fm ainnar hæðar hús. 4
svefnherb. 14 fm blómastofa. 46
fm bílsk. Mögul. á að taka 2ja
herb. íb. upp I kaupverð.
Skólagerði — einb.
154 fm. 5 rúmg. svefnherb. Endurn.
gler. Klætt m. Steni að hluta. 43 fm
bílskúr.
Birkigrund - einb.
246 fm é tveimur hæðum. 4
svernherb. 32 fm bilsk. Stór suð-
urlóð. Ýmis skiptí mögul.
Hafnarfjörður
Álfaskeið - 5 herb.
115 fm endaíb. á 2. hæð. Nýl. eldhinnr.
Vandaðar innr. 28 fm bílsk. Laus fljótl.
Stekkjarhvammur - raðh.
Kjarrhólmi — 4ra
90 fm á 3. hæð. Þvottah. innan (b.
Parket. Laus strax.
Sérhæóir - raðhús
Auðbrekka — sérhæð
105 fm efri hæð í tvib. Bilskréttur.
Mögul. skipti á 2ja herb. íb. Áhv. byggsj.
og húsbr. 4,5 millj.
Kársnesbraut — raðh.
136 fm á tveimur hæðum. Rúmg. 3
svefnh. Stór sólverönd. 23 fm bílsk.
Byggt 1989.
205 fm endaraöhús í Hafnarf. á tveimur
hæðum. Vandaðar innr. Rúmg. bílsk.
Kaupendur athugið
Höfum fjölda annarra
eigna til sölu. Sendum
söluskrá strax í faxi ef
óskað er. Fax. 42030.
EFasteignasalan
EIGNLABORG sf.
Hamraborg 12, s. 641500
Vilhjólmur Einarsson, hs. 41190,
Jóhann Hálfdánarson, hs. 72057
löggiltir fasteigna- og skipasalar.