Morgunblaðið - 16.11.1993, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.11.1993, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 55 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Aðbúnaður íslensku bamanna lakari NÝVERIÐ stóð Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fyrir ráð- stefnu um stöðu langtímasjúkra bama og aðstandenda þeirra hér- lendis. Markmið ráðstefnunnar var að sýna fram á óréttlæti það sem samtökin telja að bömin búi við, eins og fram kom í fréttatilkynn- íngu frá félaginu. Fulltrúar frá Norðurlöndunum héldu íjölmörg erindi og í ljósi stað- reynda sem þar komu fram um aðbúnað langtímasjúkra barna ann- ars staðar á Norðurlöndunum telja fulltrúar styrktarfélagsins réttmætt krefja íslenska ráðamenn umbóta. Þess er meðal annars krafist að fjöldi veikindadaga vegna sjúkra barna verði endurskoðaður ekki síð- ar en í næstu kjarasamningum og að" Tryggingastofnun afgreiði umönnunarbætur og aðra styrki í samræmi við þarfir bótaþega en ekki af handahófi eins og samtökin segja hafa tíðkast hingað til. Einnig er þess krafist að félags- leg aðhlynning barnanna og að- standenda þeirra verði bætt og er átt við stuðning sálfræðinga, geð- lækna og presta svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur er sérstök áhersla lögð á að stutt verði við bakið á bömum sem missa úr skóla vegna alvarlegra langvarandi veikinda með fullnægjandi hætti þegar þau eiga þess kost að taka upp þráðinn í námi að nýju. Héraðsskjalasafn tek- ur til starfa Akranesi. HÉRAÐSSKJALASAFN Akra- ness tók formlega til starfa á dögunum og með opnun þess er brotið blað í varðveislu skjala Akraneskaupstaðar svo og fé- lagasamtaka, fyrirtælga og ein- staklinga í kaupstaðnum. Safninu hefur verið valinn staður í Bókhlöðunni á Akranesi og er skrifstofa safnvarðar á efri hæð hússins en geymslur í kjallara. Halldóra Jónsdóttir, safnvörður, veitir safninu forstöðu og við opnun safnsins rakti hún aðdraganda að stofnun þess í nokkrum orðum. Gísli Gíslason, bæjarstjóri og Ólafur Asgeirsson, þjóðskjalavörður, fluttu ávörp og Bragi Þórðarson, bókaút- gefandi og fulltrúi í safnstjóm, rakti aðdraganda að stofnun safnsins og kom fram í máli hans að lengi hef- Nýjar plötur I DOIT heitír ný geislaplata sem hljómsveitin Pís of Keik hefur sent frá sér en hún inni- heldur 11 lög, danstónlist af ýmsum toga. Þau sem skipa Pís of Keik em Máni Svavarsson, sem leikur á hljómborð ýmiskonar og semur öll lögin og nokkra texta, Júlíus Kemp, sem leikur á hljóðsarpa og semur texta, og Ingibjörg Stefánsdóttir, sem syngur og semur texta. Þá nutu þau aðstoð- ar Þorvaldar Bjama Þorvaldsson- ar sem stjórnaði upptökum ásamt Mána og Júlíusi og lék á gítara. Aðrir sem komu við sögu em Sigurður Flosason sem leikur á saxafón í tveimur lögum og trommaramir Ingólfur Sigurðs- son og Matthías Hemstock. Þá söng Ellý Vilhjálms í laginu Qu- ere Me og samdi auk þess spænska textann í viðlaginu en allir aðrir textar em á ensku. Upptökumaður var Nick Cath- cart-Jones sem jafnframt annað- ist hljóðblöndun á öllum lögunum utan Quere me sem Óskar Páll Sveinsson blandaði. Upptökur fóm fram í Gtjótnámunni að mestu og að hluta í Stúdíó Sýr- landi. Lars Emil hannaði umbúð- ir, Einar Snorri tók ljósmyndir og Nikki sá um tölvugrafík. Doit með Pís of Keik er á geislaplötu og kostar 1999 kr. og snældu á 1499 kr. Það er Spor hf. sem gefur út og ann- ast framleiðslu og dreifingu. ■ ÁSTIN ER heitir ný tvöföld safngeislaplata er inniheldur 35 rómantísk lög sem eiga það sameiginlegt að fjalla um ást- ina. Þetta eru allt þekkt lög í flutn- ingi upprunalegu flytjendanna, á Akranesi ur verið reynt að koma safninu á legg án þess það tækist fyrr en nú. Ingvar Ingvarsson, forseti bæjar- stjórnar, flutti að lokum ávarp og afhenti hinu nýja safni til varð- veislu fundargerðarbækur bæjar- stjórnar Akraness frá upphafi og eins fundargerðir hreppsnefndar Akraneshrepps fyrir daga kaup- staðarins. Þá hefur Stúkan Akur- blóm nr. 3 IOGT, Akranesi, afhent Héraðsskjalasfninu skjöl til varð- veislu. Er þetta allmikið safn að vöxtum, elstu gögnin em frá árinu 1884. Stúkan Akurblóm mun vera elsta starfandi félag á Akranesi og er safninu mikill fengur í þessum skjölum. Þessari gjöf fylgir mjög vönduð skrá unnin af Þorgils Stef- ánssyni, fyrmrn yfirkennara. - J.G. íslenskra og erlendra söngvara og hljómsveita. Á annri plötunni er tónlistin í eldri flokknum og á hinni er tónlist í yngri kantinum. Flest íslensku lögin á plötunni eiga það sammerkt að hafa ekki komið út áður á geislaplötu en það em lög eins og Hún hring minn ber í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar, Ástarsæla í flutningi Þú og ég o.fl. Það var Guðmundur Jón Guðjónsson sem hannaði um- búðirnar, umsjón með útgáfu hafði Jónatan Garðasson, Prentmyndastofan annaðist filmuvinnslu, Sony Music í Hollandi annaðist prentun og Sony DADC í Austurríki sá um framleiðslu geislaplatnanna. Geislaplatan Ástin er kostar 1990 krónur. ■ BÍÓLÖGIN er heiti tveggja geislaplatna saman í öskju sem innihalda 30 lög úr íslenskum, bandarískum og evrópskum kvikmyndum. Þessi safnplötutvenna inni- heldur tónlist sem spannar yfir 100 mínútur í spilun, en verðið er hið sama og á einfaldri geisla- plötu. Lögin koma úr þekktum kvikmyndum og hafa flest notið vinsælda í gegnum tíðina. Guðmundur Jón Guðjónsson hannaði umbúðir, Jónatan Garðarsson var umsjónarmað- ur útgáfunnar og annaðist samsetningu, stafræn vinnsla fór fram í Grjótnámunni. Prentmyndastofan sá um filmuvinnslu, Sony Music í Holland sá um prentun og hljóðforritun, en Sony DADC í Austurríki annaðist fram- lciðslu geislaplatnanna. Verð plötunnar er 1990 krónur. Spor hf. gefur út og annast dreifingu. Morgunblaðið/Þórunn Lárusdóttir Brú út í Hrútey í Blöndu ÞESSI göngubrú er yfir Blöndu og nær út í Hrútey og var smíðuð í fyrra. í eynni er útivistarsvæði Blönduósinga. Strákurinn á brúnni heitir Lárus Hauksson. Aukið flugöryggi í V estmannaeyj um Vestmannaeyjum. TEKIN hefur verið í notkun hindranalýsing sem staðsett er á fjallatoppum og opnar mögu- leika á næturflugi til Vestmanna- eyja. Við athöfn í flugturninum í Eyj- um töluðu Árni Johnsen, flugráðs- maður, og Haukur Hauksson, vara- flugmáiastjóri. í máli Árna kom m.a. fram að við völlinn er tækja- geymsla í byggingu, fyrirhugað væri að endurnýja vélbúnað á vellin- um og koma upp miðlínusendi. Þá væri verið að ganga frá nýjum rad- íóstefnuvita og stefnt væri að upp- setningu leiðarljósa fyrir aðfiug yfir nýja hraunið. Haukur sagði m.a. að gott samstarf hefði tekist milli Flugmálastjómar og Björgunarfé- lags Vestmannaeyja, en Björgunar- félagið tók að sér að koma rafljós- um og lögnum á hæstu tinda Heimaeyjar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, kveikti síðan á hindranalýsingunni og tók hana formlega í notkun. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Kveikt á lýsingunni Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, kveikir á lýsingunni. S væðisstj óraskipti hjá Flug- leiðum í Bandaríkjunum STEINN Logi Björnsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum frá og með næstu áramótum. Hann tekur við stöð- unni af Gylfa Sigurlinnasyni, sem flyst til íslands að eigin ósk og kemur til starfa á markaðssviði á austursvæði Flugleiða, sem nær til Þýskalands, Austurríkis, Sviss, Ítalíu og Austur-Evrópu. Svæðisstjórakskiptin verða á sama tíma og Flugleiðir flytja höf- uðstöðvar sínar í Bandaríkjunum frá New York til borgarinnar Col- umbia í Maryland. Gert er ráð fyrir því að um 30 nýir starfsmenn verði ■ ÞAR SEM vímuefnaneysla barna og unglinga hefur aukist til muna, eins og umræða í fjölmiðlum bendir til, er ljóst að við mikinn og óleystan vanda er að etja. Því hefur verið ákveðið að efna til kynningarfundar með tilliti til stofnunar foreldrasamtaka. Á fundinn koma fulltrúar frá for- ráðnir í Maryland vegna flutning- anna og allt markaðsstarf fyrirtæk- isins vestanhafs endurskipulagt. Það er þáttur í heildarendurskoðun og eflingu markaðsstarfs fyrirtæk- isins. varnanefnd lögreglu, barnavernd- arnefnd, meðferðarstofnun og sál- fræðingar. Einnig munu foreldrar segja frá sinni reynslu. Að lokinni umræðu verður fyrirspurnum svar- að. Fundurinn er haldinn / Gerðu- bergi, í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 20.30 og er öllum opinn. Nr. Leikur: Röðin: 1. BristolC.-MUIwaU -X- 2. Chariton - Notts Cnty 1 - - 3. Oxford - Dcrby 1 - - 4. Portsmouth - Watford - X - 5. Southend - Luton 1 - - 6. Wolves - Bamsley - X - 7. Boumem. - Brighton 1 - - 8. - Bumley - York - X - 9. Chesterfld - Rochdale - - 2 10. Mansfldd - Preston - - 2 11. Port Vale - Blackpool 1 - - 12. Rothcrham - Stockport - - 2 13. Shrcwsbury - Doncaster - X - Heildarvinningsuppha4Hn: 144 milljón krónur | 13 réttir: T 3.508.580 kr. 12 réttir: 47.550 kr. 11 réttir: 3.120 kr; 10 réttir: 840 kr. 45. leikvika -14. nóv. 1993 Nr. Leikur:________________Röðin: 1. Adreale - Cosenza - X - 2. Ancona - F. Andria - X - 3. Bari - Brescia 1 - - 4. Lucchese - Padova - X - 5. Modena - Fiorentlna - - 2 ®. 6. Monza - Verona - - 2 7. Palermo 8. l’escara 9. Vicenza - Venezia Ascoli Pisa - X - 1 - - - X - 10. Bologna - Prato 1 - - 11. Capri - ProSesto 1 - - 12. Carrarese - TriesUna - X - 13. Empoii Alessandria - X - Heildarvinningsupphœðin: 7 milljónir króna 13 réttir: 775.460 □ kr- 12 réttin 8.830 J kr. 11 réttin 850 J 10 réttin 280 □ kr* Gódandagimi'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.