Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
Sjónarhorn
Verslun
Hótel
Ráðstefnuaðstaða end-
umýjuð á Loftleiðum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast
í algjöra endurnýjun á ráðstefnu-
aðstöðu Hótels Loftleiða í vetur.
í ráði er að stækka og endur-
bæta fundarsali og endurnýja
tækjabúnað til að tryggja sess
hótelsins sem besta ráðstefnu-
hótels í Reylqavík. Ráðinn hefur
verið sérstakur tæknistjóri til að
sinna þörfum ráðstefnugesta og
nýr sölufulltrúi Flugleiðahótel-
anna hefur þegar hafið störf, að
því er fram kemur í nýjasta tölu-
blaði fréttabréfs Flugleiða.
Meðal fyrirhugaðra breytinga á
hótelinu eru endurbætur á gesta-
mótttöku og verður starfsemi
Kynnisferða einangruð frá hótel-
rekstrinum. Inngangur Kynnisferða
verður á bakhlið hótelsins og þaðan
fara flugvallabílar og leigubílar.
Ráðstefnusalir á jarðhæð og í kjall-
ara fá ný nöfn og bætt verður við
svæði gömlu kaffiteríunnar. Svo-
nefndur Efri þingsalur mun taka
350 manns í sæti og verður stærsti
hótelráðstefnusalur á landinu. Til
viðbótar tekur bíósalur hússins 100
manns í sæti og þar sem bíósalurinn
er tengdur aðalráðstefnusal með
lokuðu kerfi verður hægt að halda
450 manna fund á Hótel Loftleið-
um. Með endurskipulagningu á veit-
ingarekstri er nú hægt að taka
þann fjölda í mat í einu.
Verslun Rammagerðarinnar
Markaðsmál
verður flutt í endurskipulagt hús-
næði í kjallara hótelsins sem verður
í beirtum tengslum við svonefnda
neðri þingsali. Þar verður einnig
afgreiðsluborð Hvítu arkarinnar
sem mun annast alla prent-, ljósrit-
unar og telefaxþjónustu við ráð-
stefnugesti.
Fundur um markaðssetn-
ingu munaðarvöru
ÍSLENSKI markaðsklúbburinn - ÍMARK efnir til hádegisverðarfund-
ar næstkomandi fimmtudag, 18. nóvember, þar sem fjallað verður
um markaðssetningu á munaðarvöru hér á landi. Verður sérstaklega
rætt um tvær ólíkar aðferðir við markaðssetningu á bifreiðum þ.e.
á Volvo 850 og Grand Cherokee.
Á fundinum munu flytja fram-
sögu þeir Magnús E. Kristjánsson,
markaðsstjóri íslenska útvarpsfé-
lágsins, Egill Jóhannsson, markaðs-
stjóri Brimborgar og Júlíus Þor-
finnsson, markaðsstjóri Jöfurs hf.
Fundarstjóri verður Karl Friðriks-
son, verkefnisstjóri hjá Iðntækni-
stofnun. Fundurinn hefst kl. 12.00
og stendur til 13.30. Aðgangseyrir
er 1.500 kr. fyrir ÍMARK félaga
og 2.000 kr. fyrir aðra. Innifalið
er 2ja rétta hádegisverður og kaffi.
eftir Aðalstein J.
Magnússon
Þeir sem standa að stofnun
fyrirtækis, jafnt frumkvöðlar sem
fjárfestar, verða að vita hver á að
framkvæma hvað, fyrir hvaða tíma
svo og hvaða forsendur og auðlind-
ir eru nauðsynlegar. Þó svo að
augljóst sé að allt framtakið verði
mun markvissara ef vel unnin við-
skiptaáætlun liggur fyrir, virðist
það veíjast fyrir mörgum að koma
öllum þeim upplýsingum og
áætlunum sem til þarf niður á blað.
Vönduð viðskiptaáætlun er oftast
skilyrði fyrir jákvæðum viðbrögð-
um vænlegra samstarfsaðila og því
ekki líklegt til árangurs þegar sóst
er eftir fjármagni að lýsa einungis
ágæti framtaksins munnlega eða
með litlum skriflegum gögnum.
Gögn sem lögð eru fyrir aðra verða
að vera ítarleg og skipulega fram
sett. Afar mikilvægt er að í þeim
komi fram hvert samkeppnisfor-
skotið er og hvernig á að veija
það, hvað hindrar aðra í að hefja
samskonar starfsemi og grafa und-
an þeirri sem nú skal stofna.
Áuðvelt má telja að setjast niður
og slá orðin í ritvinnsluforritið og
tölumar inn í töflureikninn þegar
sú hugsun sem er grunnurinn að
framtakinu hefur farið fram. Því
er með ólíkindurm hversu fólk
forðast að setja saman viðskiptaá-
ætlun. Oft er það svo hjá frum-
kvöðlum að viðskiptaáætlunin virð-
ist vera neðst á lista yfir það sem
þarf að framkvæma. Þetta er harla
skrýtið því varla er það orkuskort-
ur sem frumkvöðla hrjáir og verður
að leita skýringanna annars stað-
ar.
Þó svo að engin einhlít skýring
sé á þeim skorti á vönduðum við-
skiptaáætlunum, sem starfsmenn
fjárfestingasjóða og banka kvarta
undan, er líklegast að mörg hug-
myndin sé einfaldlega ekki eins
góð og af er látið. Á meðan við-
skiptaáætlun er eingöngu til í höfði
frumkvöðulsins er einfalt að láta
dæmið ganga upp, allt fellur sam-
an eins og í lygasögu. Óskhyggjan
fær mestu ráðið á meðan við-
skiptaáætlunin er óunnin, misfell-
urnar hverfa og skýjaborgirnar
hrannast upp.
Að skapa eitthvað vandað er
erfitt og tímafrekt og viðskiptaá-
ætlun er engin undantekning.
Kröfurnar sem gerðar eru til hug-
myndasmiðsins og væntanlegs
framkvæmdaaðila eru töluverðar
því nú skal á það reyna hvort
hægt er að setja saman áætlun sem
er samræmd út í ystu æsar og fær
staðist tímans tönn að mestu. Slík
vinna er erfið og forðast því marg-
ir ómeðvitað að hefja hana. Sérlega
á þetta við ef hið ófullbúna verk
sem virðist svo álitlegt í huga
manns mun að öllum líkindum
ekki standa undir nafni þegar upp
er staðið. Við flóknari verk er sér-
lega hjálplegt að hafa vel unna
viðskiptaáætlun því stöðugt bætast
nýir einstaklingar í hóp þeirra sem
að rekstrinum koma. Þessir nýju
aðilar geta betur skilið starfsemina
ef þeir fá að lesa viðskiptaáætlun-
ina eða hluta hennar. Stefna fyrir-
tækisins og vinna henni tengd
verður líka mun markvissari ef
hinn upphaflegi tilgangur með
stofnun fyrirtækis eða breytingu á
starfsemi er til skjalfestur í við-
skiptaáætlun.
Niðurstaðan er að ástæður
skorts á faglegum vinnubrögðum
eru misjafnar. Ber þar fyrst að
nefna stóra galla í viðskiptahug-
mynd, óskhyggju svo og hreina
leti. Þeim sem fylla þessa hópa er
best að eyða ekki tíma sínum í að
setja saman plagg sem hvorki er
fugl né fiskur en snúa sér að öðrum
Fræðsla
Sýnikennsla hjá Vitund
Vitund hf. efnir til sýnikennslu um notkun myndbanda við þjálfun á
morgun, miðvikudag 17. nóvember, klukkan 15.00-16.30 í þingstofu
A á Hótel Sögu. Jafnframt verða tveir gestir á vegum Vitundar kynnt-
ir.
Vitund selur og leigir sýnikennslu- þjóðlegra verðlauna frá byijun ársins
gögn og námskeiðsefni um stjórnun 1972.
og fyrirtækjarekstur. Fyrirtækið er Þátttaka í sýnikennslunni kostar
með umboð fyrir Video Arts, sem 1000 krónur og eru kennslugögn
hefur framleitt yfír 100 þjálfunar- innifalin. Tilkynna þarf þátttöku í
myndbönd og unnið til um 200 al- síma 620086.
Morgunblaðið/Þorkell
FLUTNINGAR — Sportvöruverslunin Alsport, sem hefur
verið starfrækt síðan 1986, hefur verið flutt í nýtt húsnæði að
Faxafeni 5 í Reykjavík. Verslunin var áður til húsa.við Suðurlands-
braut. Að sögn Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, annars eiganda verslun-
arinnar, er þetta nýja húsnæði meira en helmingi stærra en það
gamla og því er hægt að bjóða upp á fjölbreyttara vöruúrval en
áður. Hún sagði að aðaláherslan yrði lögð á skíðavörur, skvass-
og tennisvörur og nánast allar aðrar vörur sem tengjast íþróttum
og útivist. Alsport er m.a. með umboð fyrir Head, Lowe, Swix,
Briko, Swans, Conte of Florence, Benger, Bula og Silvy. Á mynd-
inni má sjá eigendur Alsports, Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Krist-
jönu Jónsdóttur í hinu nýja húsnæði verslunarinnar.
Viðskiptaáætlunin
er nauðsynleg!
verkum. Síðan eru tveir hópar sem
þessari grein er aðallega beint til.
Þetta eru þeir sem ekki vissu um
mikilvægi viðskiptaáætlana og hin-
ir sem aðeins voru í óvissu um
hvaða þætti þyrfti að athuga og
útskýra í viðskiptaáætlunum.
Ekki er ýkja erfitt að verða sér
úti um upplýsingar um gerð og
innihald viðskiptaáætlana.
Ógrynni skriflegs efnis er til um
viðskiptaáæltanir, flest þó á ensku,
og einnig bjóða Samvinnuháskól-
inn, Endurmenntunarstofnun Há-
skóla íslands og Iðntæknistofnun
upp á námskeið í gerð viðskiptaá-
ætlana. Öllum er -því í lófa lagið
að hafa samband við þessar stofn-
anir svo og einkaaðila sem bjóða
upp á námskeið þar sem útskýrð
eru öll helstu atriðin sem máli
skipta.
Höfundur er lektor við Sunivinnu■
háskólann.
Jón Sigurðsson:
Vendipunktur í vaxtamálum
Fimmtudaginn 18. nóvember munjón Sigurðsson bankastjóri Seðlabanka
íslands verða í VÍB-stofunni og ræða við gesti um þróun og horfur í
vaxtamálum. Mun Seðlabankinn ýta undir frekari vaxtalækkanir? Hvert er
hlutverk Seðlabanka við vaxtamyndun í landinu? Hvar inunu vextir ná
jafnvægi? Hversu langan tíma mun það taka?
Fundurinn hefst kl. 17:15 og er aðgangur öllum heimill.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Síml 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.