Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 Minning Theodór Theodórsson Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 Sl'MI 91-624260 Fyrir nútíma eldhúsiö Í/Olda- ^vélar fyrir nútíma eldhúsið Þýskar úrvalsvélar sem metnaöur er lagður í. endingagóðar og þægilegar í alla staði. Eigum fyrirliggjandi vélar 50-60 sm. breiöar með eöa án blástursofni Verð frá kr. £1.705, *T I stgr. Fæddur 14. júní 1991 Dáinn 9. nóvember 1993 Mig langar til að minnast lítils vinar míns, hans Tedda litla. Þessi litli sólskinsdrengur var ekki lengi á meðal okkar, en á þessum stutta tíma gaf hann okkur ótal minningar, sem við geymum nú innst í hjarta okkar. Með sínu einlæga brosi og glampa í augum fékk hann okkurtil að gleyma hinum veraldlegu vandamálum. Þetta bros mun varðveitast í minn- ingu okkar og þar mun það lifa. Mig langar að heiðra minningu Tedda litla með þessu erindi úr ljóði Einars Benediktssonar: Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijðsti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Elsku Hanna og Teddi og allir á Melási 3. Eg sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Minning um yndislegan dreng mun lifa. Ásthildur. Hinn 14. júní 1991 fæddist í þenn- an heim lítill gullmoli. Af gyllta hár- inu og broshýra andlitinu skein birta sem yljaði um hjartarætumar. Teddi var strákur sem ég þurfti að knúsa í bak og fyrir þegar við hittumsb. Það er ekki hægt að segja annað en hann hafi fengið stóran skammt af knúsi í húsinu á Melási 3. Þar býr fjölskylda með stórt hjarta sem nú stendur saman og þar hug- hreystir hver annan. Betri stað hefði ég ekki getað hugsað mér fyrir Tedda litla en einmitt þar. En nú er hann fluttur á annan stað þar sem vel verður tekið á móti honum. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fangið nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann bezta bamið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt, svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt. (Páll Ólafsson) Elsku Hanna Kristín, Teddi og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill en eftir lifir minning um fallegan og yndislegan dreng. Vertu sæll litli guðsonurinn minn. Hrönn. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla i jörð, en verða aldrei blóm. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil böm, sem aldrei verða menn. Hann Teddi litli er dáinn. Yndis- legur lítill drengur með fallegt bros og ljúfan hlátur. Hann lifði ekki lengi á meðal okkar og nú er hann örugg- lega á sælustað, heilbrigður og glað- ur. Hann Teddi litli átti góða fjöl- skyldu og fá börn hafa verið elskuð eins mikið og hann. Þessi litli, hlýi saklausi drengur veitti fjölskyldu sinni og öllum sem þekktu hann bæði gleði og hamingju. Ég veit að góður Guð tekur vel á móti honum Tedda. Inga Lind. Elsku Teddi minn. Nú ertu farinn frá mér og ég sé þig ekki oftar. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þið mamma þín komið ekki oftar til mín eldsnemma á iaugardagsmorgn- um og vekið mig með þessum orðum: R, ertu vöknuð? Aldrei fóruð þið út fyrr en ég leit upp og sagði: Já, ég er vöknuð. Þá komstu upp í til mín og hvíldir þig með mér. Það var svo gott að knúsa þig. Þú varst svo mjúk- ur, alltaf í góðu skapi og áttir svo gott með að koma öðrum í gott skap. Þú gast alltaf gefið mér bros og það var svo auðvelt að fá þig til að hlæja með mér. Nú syngjum við ekki meira saman því að þú ert ekki lengur héma hjá mér. Þó að þú hafir ekki dvalið hérna hjá mér lengi þá var þessi dvöl þín góð. Þú gafst mér svo mikið og kenndir mér að það er ekkert sjálf- sagt í þessum heimi. Þú varst ljós- geisli í lífi mínu sem skein svo skært. Ég sakna þín en minningin um Minning Guðný Jörgensdóttir Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55 im Fædd 9. október 1926 Dáin 5. nóvember 1993 Okkur langar með örfáum orðum að kveðja elskulega ömmu okkar, sem andaðist á Landspítalanum hinn 5. nóvember eftir mikil veikindi. Amma varð nýlega 67 ára gömul og þess vegna tekin allt of snemma frá okkur. Minnisstæðast er okkur þegar við vorum aðeins yngri í heimsókn á Réttó hjá ömmu og afa. Þau sátu og lögðu kapal, en er amma heyrði lætin í okkur þegar við komum hlaupandi inn, stóð hún upp og byrj- aði að tína kökur og kex á borðið handa okkur. Amma og afi eignuðust sjö böm og bamabörnin orðin 27 talsins og barnabamabömin fimm. Alla okkar afmælisdaga mundi hún og alltaf átti hún pakka handa öllum. Á jólunum kom alltaf fullur poki af jólagjöfum inn á hvert heimili bamanna og allir fengu pakka, þó að mörg okkar værum orðin alltof gömul fyrir þá. Á aðfangadagskvöld var venja að fara til ömmu og afa á Réttó, eins og þau voru alltaf kölluð áður en þau fluttst í Árbæinn, og vomm við vart búnar að kyngja matnum og rífa upp pakkana þegar við byrjuðum að spyrja hvenær við færum til ömmu og afa. Þar hittust öll börnin og ræddu um innihald pakkanna og stigu dans undir harm- onikkuleik afa á meðan amma var í óðaönn að sjá til þess að hver og einn hefði nóg á sínum diski. Jafn yndislegri og gáfaðri konu var ekki hægt að kynnast, því að f|lt „vissi amma. Enda útskrifaðist hún úr Verslunarskóla íslands sem var mjög sjaldgæft meðal kvenna á þeim tíma, þegar hún var ung. Það er erfitt að sætta sig við það að sjá ömmu ekki aftur, en við vitum að Guð mun hugsa vel um hana fyr- ir okkur. Elsku afi, við vottum þér innilega samúð okkar. Guðný, Jónína, Björk, Díana og Jóhanna Rafnsdætur. Löngu og erfíðu sjúkdómsstríði er nú lokið hjá föðursystur okkar Guðnýju Jörgensdóttur eða Lillu eins og hún var alltaf kölluð í okkar ijöl- skyldu. Eigingimi okkar sem eftir lifum er svo mikil að jafnvel undir lokin gerðum við okkur vonir um krafta- verkið stóra, að við fengjum að hafa hana lengur hjá okkur og heyra glaða hláturinn hennar enn um sinn. En þessu verður ekki breytt, nú eru vonandi allar kvalimar vegna liðagigtarinnar slæmu horfnar og fyrir það ættum við öll að vera þakk- lát, þó kveðjan sé alltaf jafn sár og erfið. Þrettán ára missti hún móður sína og kom þá ásamt föður sínum inn á heimili foreldra okkar undirritaðra og var þar þangað til hún stofnaði sitt eigið heimili. Hún gekk í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan verslunarprófi á til- skildum tíma með góðum vitnisburði eins og við var að búast, eins vel gefin og samviskusöm og hún var. Ung að árum giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Pétri Hall- grímssyni, sem hefur staðið sig eins og hetja í löngum veikindum hennar og borið hana á höndum sér, þó að þig lifír í huga mínum allt til æviloka og þá kem ég til þín. Guð geymi þig. Þín frænka, Ragna. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Þau urðu ekki mörg árin sem við fengum að hafa hann Tedda litla á meðal okkar, aðeins tvö. En þessi tvö ár voru yndislegur tími. Þessi litli strákur bræddi alla, sem sáu hann, með sínu bjarta brosi og bliki í aug- um. — Og hláturinn! Þegar hann hló sínum dillandi hlátri, þá hlógu allir með, það var bara ekki hægt að stilla sig. Sumir eru gæddir þeim eiginleik- um að eiga alltaf nóg til að gefa öðrum og þannig var Teddi litli. Elsku Hanna og Teddi, ykkar missir er mikill og sár en minningin um Ijúfan og fallegan dreng mun þó ávallt vera ljós sem lýsir ykkur skært í myrkviðum sorgarinnar. Elsku pabbi, mamma, Ragna, Gunni, Erl- ingur, Minna og Gummi. Ég veit að þið eigið ekki síður um sárt að binda, en þær myndir af Tedda litla sem geymast í hjarta okkar munu von- andi hjálpa til við að græða sár sorg- arinnar. Þórunn. Elsku Teddi. Með þessum orðum kveðjum við þig og þökkum þér fyrir samveruna. Þú ert ekki nema tveggja ára er þú hverfur á brott og orð fá ekki lýst öllu því sem um hugann fer við fráfall þitt. Blítt bros þitt og björt augun munu lifa áfram í hugum okkar og við þökkum þér aftur fyrir allar ánægjustundimar sem við áttum saman. Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Starfsfólk Kisudeildar. í dag kveðjum við elsku litla Tedda sem lést á Landspítalanum 9. nóvem- ber síðastliðinn. Það er hægt að segja að það sé stutt á milli gleði og sorg- ar, og það sannaðist fyrir okkur núna. Hver hefði trúað því að fyrir um það bil mánuði síðan, þegar við vorum stödd á gleðistund í brúðkaupi Hönnu Kristínar og Tedda, að við ættum eftir að vera saman komin aðeins mánuði síðar í sömu kirkju á sorgar- stundu í jarðarför sonar þeirra? Elsku Teddi, við munum alltaf minnast bjarta brossins þíns og hve þú varst alltaf glaður þótt á móti blési. Elsku Hanna og Teddi, guð veiti ykkur og flölskyldum ykkar styrk í þessari miklu sorg. Minningin um Tedda litla mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Ykkar vinir, Guðrún og Davíð, Bryndís og Arnar, Guðrún og Ketill. Nú er hann litli frændi minn, hann Teddi, farinn. Það er erfítt að sjá á eftir svona ungum dreng sem kveður þennan heim, en nú veit ég að honum líður vel. Mig langar til að kveðja hann með þessu sálmaversi, í þýðingu Ólafs Indriðasonar. Sæll ert þú, sem saklaus réðir sofna snemma dauðans blund, eins og lítið blóm í beði bliknað fellur vors um stund. Blessað héðan barn þú gekkst, betri vist á himni fékkst, fyrr en náðu vonska og villa viti þínu og hjarta spilla. Elsku Hanna og Teddi, megi Guð hjálpa okkur öllum í þessari miklu sorg. Sandra Lóa. sjálfur sé hann búinn að gangast nndir hjartaaðgerð og sé ekki heill heilsu. Fjölskyldan stækkaði og börnin urðu sjö talsins, þrír drengir og fjór- ar stúlkur, sem öll eru einstaklega mikið myndarfólk. Þau eru búin að stofna eigin heimili og koma sér vel fyrir í lífinu og hafa að öllu leyti verið foreldrum sínum til sóma, enda alin upp við mikla snyrtimennsku og vinnusemi alla tíð. Það var alveg ótrúlegt hvernig hún Lilla fór að því að hafa allt í röð og reglu, í svona litlum húsakynnum með sjö börn, aldrei skór á miðjum gangvegi eða óupphengd flík og allt sem hún vann í höndunum, saumaði og pijónaði, allur góði maturinn sem alltaf varð svo mikill þó að fyrir kæmi að hráefn- ið væri ekki alltaf ríkulegt. Þegar við lítum til baka og rifjum þetta allt upp þá kemur sú hugsun upp í huga okkar hvernig hún Lilla okkar gat annað þessu öllu. Svo mikið er víst að ekki var það hávað- inn eða fyrirferðin sem einkenndi störf hennar. Þetta fór allt einhvern veginn svo hljóðlega og rólega fram eins og okkur fínnst allt hennar líf hafa verið, enginn asi á neinu en allt gert svo vel og vandlega. Og þannig kvaddi hún líka þetta jarðneska líf, svo hljótt og fallega. Við kveðjum Lillu frænku okkar með miklum trega og flytjum sér- stakar kveðjur frá móður okkar, en á milli þeirra ríkti ávallt gagnkvæm væntumþykja og vinátta. Við biðjum góðan guð að styrkja Pétur vin okkar, svo og alla hans stóru og góðu fjölskyldu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jóhanna, Anna Jóna, Hjördís. Okkur langar að minnast ömmu okkar Guðnýjar Jörgensdóttur með nokkrum orðum. Hún náði aðeins 67 ára aldri og lætur eftir sig eiginmann og sjö börn, 27 barnaböm og fimm bamabarna- börn. Þótt við höfum verið mörg mundi hún alltaf eftir okkur öllum á afmælisdögum okkar. Við munum eftir því að þegar við vorum lítil og amma kom í heimsókn biðum við alltaf eftir því að hún opn- aði veskið sitt því þar leyndist ávallt góðgæti. Hvert einasta aðfangadagskvöld kom öll fjölskyldan saman heima hjá ömmu og afa. Amma passaði alltaf að nóg góð- gæti væri til á borðum. Og afí átti það til að spila á harmonikku eða hljómborð fyrir okkur börnin. Amma var góð og vel gefín kona. Við munum minnast hennar með söknuði. Við drúpum höfði í sorg og biðjum þess að Guð styrki þig, elsku afí okkar, á þessari sorgarstundu. Þín barnabörn, Þórhildur, Berglind, Þór- oddur og Sandra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.