Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 26

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 Gjald- skyldir gestir BORGARYFIRVÖLD í Moskvu kynntu í gær nýjar og hertar reglur um gesti sem koma frá fyrrum Sovétlýðveldum til borg- arinnar. Þeim er nú gert að greiða um 45 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja í borginni, eða sæta sektum og brottrekstri. Talsmaður borgar- stjórans sagði aðgerðunum fyrst og fremst beint gegn íbúum Georgíu, Armeníu og Az- erbajdzhan, en þeim er kennt um aukna glæpatíðni í Moskvu. Tamílar halda 70 hermönnum UPPREISNARMENN Tamíla á Sri Lanka náðu um sjötíu stjórn- arhermönnum á sitt vald í mikl- um árásum á herstöð á norðan- verðri eynni en árásir á stöðina hafa staðið frá því á fimmtu- dag. Um 800 manns hafa látið lífið í bardögunum. Krefjast Tamilar að stofnað verði sér- stakt ríki þéirra á Sri Lanka. Samþykkja Svíar brú? SÆNSKUR umhverfisdómstóll samþykkti í gær, að settum skil- yrðum, 16,2 km langa brú og göng, sem munu tengja Dan- mörku og Svíþjóð um Eyr- arsund. Jukust líkurnar á því að sænsk yfirvöld muni sam- þykkja brúna, sem mikill styrr stendur um í Svíþjóð. Skilyrði dómstólsins voru þau að brúin myndi ekki hafa nein áhrif á sjávarstrauma og hafsbotn. írakar sleppa Bandaríkja- manni ÍRÖSK stjórnvöid létu í gær Bandaríkjamann lausan en hann hafði þá verið 205 daga í haldi. Maðurinn, sem er starfsmaður olíufélags, var ákærður fyrir að fara ólöglega inn í landið. Hagnaður hjá Daily Tel- egraph ÚTGEFANDI bresku dagblað- anna The Daily Telegraph og The Sunday Telegraph tilkynnti í gær um aukinn hagnað á út- gáfu blaðanna fyrstu níu mán- uði þessa árs, þrátt fyrir að keppinautar þess hefðu lækkað útsöluverð blaðanna. Hagnaður fyrir skatta var 45,2 milljónir punda frá áramótum fram í september 1993 en 30,3 milljón- ir á sama tíma í fyrra. Mafíuforingi deyr í fangelsi LUCIANO Liggio, mafíuforing- inn sem lagði sitt af mörkum til að gera Corleoneættina þá valdamestu á Sikiley, lést i fangaklefa á mánudag. Bana- mein Liggios, sem var 68 ára, var hjartaáfall. Christopher til M-Austur- landa WARREN Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Mið-Austurlönd í byijun næsta mánaðar til að ræða friðarsamkomulag á milli ísraela og araba. Var sagt frá þessum fyrirætlunum í bréfi frá Bill Clinton Bandaríkjaforseta til Hafez al-Assad, forseta Sýr- lands. Reuter Mesta maraþonhlaupið MEIRA en 20.000 manns tóku þátt í maraþonhlaupinu í New York, sem fram fór á sunnudag, en það hefur lengi verið það stærsta eða fjölmennasta í heimi. Myndin var tekin skömmu eftir að hlaupið hófst við annan enda Verrazano-brúarinnar. Foreldrar kanni hvort börn þeirra séu tölvuleikjafíklar London. The Daily Telegraph. BRESKA kennslufræðiráðið hefur gefið út bækling um tölvuleiki, þar sem foreldrar eru fræddir um þekkt áhrif leikjanna, auk þess sem bæklingnum fylgja Ieiðbeiningar svo að foreldrar geti gengið úr skugga um hvort börn þeirra séu orðin háð tölvuleikjum. Þá munu um fimmtíu framleiðendur tölvuleikja greiða atkvæði í Bret- landi í dag um aldurstakmarkanir á leikjunum. Foreldrar eru beðnir um að hyggja að átta atriðum, fari börn þeirra í tölvuleiki: 1. Notar barnið leikina flesta daga? 2. Leikur það sér lengi í einu? 3. Sækir það í spennu í leikjun- um? 4. Verður barnið órólegt ef það kemst ekki í tölvuleik? 5. Reynir það sífellt að slá eigin met? 6. Reynir það, án árangurs, að hætta í tölvuleikjum? 7. Sleppir það heimalærdómi til að fara í leiki? 8. Tekur það tölvuleiki fram yfir það að hitta önnur börn? Sé svarið já við fleiri en fjórum spurningum bendir allt til þess að barnið sé tölvuleikjafíkill. Leiðbeiningabæklingurinn er unninn í samvinnu við dr. Mark Griffiths við háskólann í Plymouth. Er bæði hugað að jákvæðum og neikvæðum hliðum tölvuleikja. Meðal kosta leikjanna er að þeir geta orðið til þess að börn hugsi og bregðist hraðar við, læri af reynslu og verði óhræddari við tölvur, t.d. í skólum. Neikvæðu hliðarnar eru hins vegar hættan á leikjafíkn og það slæma fordæmi sem margir leikjanna gefa. Kven- persónurnar séu gjarnan hjálpar- vana og undirgefnar; t.d. hjálpar- vana stúlka sem hugdjarfur dreng- ur kemur til bjargar. Þá telja marg- ir kennarar að leikirnir leiði til meira ofbeldis; komi börnum til að halda að vandamál verði einungis leyst með handalögmáli. Aldurstakmarkanir á leikjum Sega Europe leikjaframleiðand- inn ætlar að taka í notkun fyrstu aldurstakmarkanir á tölvuleikjum. Leikirnir verða í fjórum flokkum; fyrir börn að 10 ára aldri, frá 11 til 15 ára, 16-17 ára og 18 ára og eldri. Ekki eru þó allir tölvu- framleiðendur sáttir við þetta og hefur Nintendo-fyrirtækið lýst sig andvígt aldurstakmörkunum. Segja forsvarsmenn þess að strangar reglur takmarki ofbeldi og að allir leikir fyrirtækisins hæfi öllum aldri. Ovissa um örlög NAFTA-fríverslunarsamnmgsms á Bandaríkjaþingi Perot sakar stjórnarliða um að reyna að kaupa atkvæði Washington, Seattle. Reuter. RÍKISSTJÓRN Bills Clintons hefur ekki enn tekist að tryggja að meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiði atkvæði með samn- ingnum um fríverslun milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, NAFTA. Talsmenn Hvíta hússins voru þó bjartsýnir í gær. „Eg held að við séum alveg að ná þessu“, sagði Mark Gearan, næstráðandi almannatengsla. Atkvæði verða greidd á morgun og síðar í öldunga- deildinni en þar er talið að meirihluti sé fyrir hendi. Mickey Kant- or, aðalviðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að stjórnina skorti aðeins 12 atkvæði en andstæðingar samningsins fullyrða að meirihluti þingdeildarinnar sé á móti. Alls þarf 218 atkvæði í deildinni í málinu, hann hringir í þingmenn, til að samþykkja samninginn. Clint- býður þeim að snæða með sér og on forseti beitir sér nú af öllu afli er talinn nota ýmist fortölur eða Skýrsla um forsendur hagvaxtar í EB Vaxtalækkim og að- hald í launamálum Brussel. Reuter. VAXTALÆKKUN, strangt aðhald í Iaunamálum, aukinn sveigjan- leiki vinnuaflsins, aukin fjárfesting og breikkun skattstofnsins eru þau ráð, sem framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins, EB, telur haldbest í baráttunni við efnahagssamdrátt og atvinnuleysi. Kemur þetta fram í skýrslu, sem hefur raunar ekki verið gerð opinber enn, um stefnuna í efnahagsmálum bandalagsins fram til aldamóta. I skýrslunni segir, að markmiðið sé að auka hagvöxt upp í 3,5% 1996 og helminga atvinnuleysið þannig að það verði um 5% um alda- mót. Henning Christophersen, sem fer með efnahagsmál í fram- kvæmdastjórn EB, sagði í síðustu viku, að á þessu ári myndi efna- hagslífíð í EB dragast saman um 0,4%, vaxa aðeins um 1,3% á næsta ári og um 2,1% 1995. Þessi skýrsla verður líklega að mestu samhljóða Hvítri bók um atvinnu- og efna- hagsmál, sem lögð verður fyrir leið- togafund EB eftir þtjár vikur. Skýrsluhöfundar segja, að tillög- ur þeirra kosti fórnir og erfiðleika til byija með en hinn kosturinn, að gera ekki neitt, muni geta valdið kreppu líkri olíukreppunni fyrir 20 árum en með miklu verri félagsleg- um afleiðingum. EB-ríkin eru hvött til að hvika hvergi frá áætlun um sameiginleg- an gjaldeyri, halda verðbólgu í 2-3% mest, lækka skammtímavexti fljótt og langtímavexti eftir því sem verð- bólga lækkar. Þá er lagt til, að ráðist verði gegn fjárlagahalla án tafar og skattstofninn breikkaður verulega. Er það talið nauðsynlegt til að tryggja betra jafnvægi milli skatta á framleiðslu og neyslu og einkum er lögð áhersla á að draga úr launatengdum gjöldum. hótanir. Ross Perot, sem hlaut 19% atkvæða í for- setakosningunum í fyrra, berst af hörku gegn NAFTA. Hann sakaði á sunnudag forsetann um að nota fé skattgreiðenda til að reyna að kaupa sér stuðning þingmanna við samninginn með því að lofa að hygla kjördæmum þeirra. Embættismenn Clintons hefðu heitið því að keyptar yrðu flutningavélar fyrir herinn, þótt ekki væri þörf fyrir þær, einnig að hætt yrði við gjaldtöku fyrir nýt- ingarrétt bænda á afréttum o g smíðaðar brýr fyrir skattfé alríkisstjómarinnar. Perot sagði að bandarísk Gegll NAFTA störf myndu hverfa til Mex- ROSS Perot veifar til stuðningsmanna íkó þar sem menn sættu sig sinna eftir að hafa ávarpað fund í Seattle við „hálfgerð þrælalaun" og a sunnudag. Hann hefur að undanförnu ólöglegum innflytjendum ferðast um Bandaríkin og varað við því þaðan myndi fjölga. að samningurinn um Fríverslunarbanda- Afstaða manna til lag Norður-Ameríku, NAFTA, verði sam- NAFTA ræðst ekki af þykktur á þingi. flokkslitnum; einhverjir Reuter hörðustu andstæðingar samnings- ins á þingi eru flokksbræður Clint- ons úr demókrataflokknum. Einn þeirra, David Bonior, sagðist ekki vera á móti viðskiptasamningum við Mexíkó en fullyrti að NAFTA væri vondur samningur vegna þess að hann ógnaði efnahagslegu ör- yggi verkafólks í öllum löndunum þrem. „Ég tel að þessi samningur muni valda launalækkunum hjá þeim sem hafa vinnu í þessu landi og muni verða til þess að 500.000 störf hverfi úr landi“. Hlutverk hræsnarans Al Gore varaforseti sagði í við- talsþætti CBS-stöðvarinnar að yrði NAI'TA-samningurinn felldur á þingi myndi það hafa afar slæm áhrif á tilraunir Bandaríkjastjórnar til að fá önnur ríki til að draga úr viðskiptahömlum. Stefnt er að því að ljúka svonefndri Uruguay-lotu GATT-viðræðnanna um aukin al- þjóðaviðskipti í næsta mánuði. Llo- yd Bentsen ijármálaráðherra tók undir viðvaranir Gore. Bentsen sagði að félli samningurinn myndi það valda Clinton miklum örðug- leikum á væntanlegum leiðtoga- fundi 15 ríkja við Kyrrahaf um næstu helgi. Bandaríkjamenn yrðu sögð vera í hlutverki hræsnarans. „Ef við tölum við þá um að opna markaðina, leyfa innflutning á bandarískum vörum ... þá myndu þeir segja: Nú, þið vilduð ekki einu sinni opna eigin markaði fyrir ná- grönnum ykkar".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.