Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
Skjótvirkur stíflueyóir
stíflum
Eyðir
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lifræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Shell- og Esso
-stöðvar
og helstu byggíngavöru-
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 677878-fax 677022
Tilbúinn
stíflu
eyðir
ÖRYGGIS OG
GÆSLUKERFI
FRÁ ELBEX
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapið öruggari
vinnu og rekstur með
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eða í iit,
úti og inni kerti.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguleikana.
Einar Farestveit & co hf.
Borgartúni 28, sími 91-622900
Hef opnað sjúkra- og
íþróttanuddstofu á
Grensásvegí 5, Reykjavík.
Tímapantanir í síma
811590.
löggiltur sjúkranuddari.
Viðgerðarþiónusta
fyrir flestar gerðir fólksbíla.
INÆótorstillingax
Pústkerfi
Bremsuviðgerðir
mazua
sérfræðingar á staðnum!
B FÓLKS- ÍLALAND HF.
Bíldshöfða 18 Q* 6739 90
■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp sem hefst miðvikudag-
inn 17. nóvember. Kennt verður
fjögur kvöld. Kennsludagar verða
17., 18., 22. og 24. nóv. og verður
kennt frá kl. 20-23. Námskeiðið
verður haldið í Fákafeni 11, 2.
hæð. Námskeiðið telst verða 16
kennslustundir. Þátttaka er heimil
öllum 15 ára og eldri. Þeir sem
hafa áhuga á þessu námskeiði geta
skráð sig hjá Reykjavíkurdeild RKÍ.
Námskeiðsgjald er 4.000 kr., skuld-
lausir félagar í RKÍ frá 50% af-
slátt. Hægt verður að ganga í félag-
ið á staðnum. Einnig fá nemendur
í framhaldsskólum 50% afslátt,
þetta gildir einnig um háskólanema
gegn framvísun skólaskírteinis.
Meðal þess sem kennt verður á
námskeiðinu er blásturaðferðin,
endurlífgun með hjartahnoði, hjálp
við bruna og blæðingu úr sárum
og mörgu öðru. Einnig verður fjall-
að um það hvemig koma megi í veg
fyrir helstu slys. Að námskeiðinu
loknu fá nemendur skírteini sem
hægt er að fá metið í ýmsum skól-
um. Tekið skal fram að Reykjavík-
urdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur
til að halda námskeið í fyrirtækjum
og hjá öðrum sem þess óska.
HINIR nýju eigendur tískuversl-
unarinnar Guðrúnar, f.v. Ester
Jóhannsdóttir og Margrét Pét-
ursdóttir.
■ NÝLEGA urðu eigendaskipti á
Tískuversluninni Guðrúnu við
Rauðarárstíg. Verslunin er þekkt
fyrir vandaðan þýskan tískufatnað
eins og t.d. frá Tru, Michéle, Esmo-
delle og Yvette. Hinir nýju eigend-
ur, Ester Jóhannsdóttir og Mar-
grét Pétursdóttir, munu áfram
vera með fatnað frá þessum fyrir-
tækjum í versluninni. í tilefni af
þessum tímamótum verður efnt til
tískusýningar kl. 15 á Hótel Loft-
leiðum á morgun, sunnudaginn 7.
nóvember, þar sem sýndur verður
fatnaður frá þessum fyrirtækjum
og skartgripir og hattar frá Flex.
J ó l. I N ) 9 y 3
A K f R I V R I
Jólamerki Framtíðarinnar.
■ KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á
Akureyri hefur gefið út hið árlega
jólamerki sitt. Merkið gerði mynd-
listarkonan Halla Haraldsdóttir
og er það prentað í Akoplast & Pop.
Jólamerkin eru tii sölu í Frí-
merkjahúsinu og Frímerkjamið-
stöðinni í Reykjavík og á Akureyri
í Möppudýrinu, Sunnuhlíð, og á
Pósthúsinu. Auk þess sjá félagskon-
ur um sölu á Akureyri. Hagnaður
af merkjasölunni styrkir Elliheimil-
issjóð félagsins.
Framleiðum óprentaðor jólasveinahúfur.
Lágmork 30 stk. Jólasveinabúningar,
leiga - sala. lausir pokar og skegg.
Húfugerð og tauprent,
sími 91-67791 1.
■ NÝR veitingostaður hóf starf-
semi sína 8. október sl. við Linnet-
stíg 1 í Hafnarfirði, Tilveran
veitingahús, kaffihús. Eigendur
Tilverunnar eru hjónin Haraldur
Þór Benediktson matreiðslumeist-
ari og Elín Jakobsdóttir. Boðið er
upp á hádegismatseðil frá kl. 11 til
13.30 ásamt kaffi, kökum og brauði
allan daginn. Á kvöldin og um helg-
ar eru boðið upp á vandaðan mat-
seðil fyrir alla fjölskylduna, t.d.
stórsteikur, fisk, pasta, pizzur,
hamborgara, súpur, salatdiska og
fleira. Opnunartími Tilverunnar er
frá kl. 11-22 alla daga nema föstu-
daga og laugardaga frá kl. 11-23.
Jólakort Hringsins.
■ JÓLAKORT Hringsins eru
komin út. Myndefnið er boðun Mar-
íu teiknað af Jóni Reykdal listmál-
ara. Allur ágóði af sölu kortanna
rennur í Bamaspítalasjóð Hrings-
ins. Kortin er hægt að panta á
Ásvallagötu 1, félagsheimili
Hringsins, kl. 14-16 alla virka
daga. Allar stærri pantanir sendar
út. Verð er óbreytt frá í fyrra ári,
þ.e. 60 kr. stykkið.
Jólakort íslandsdeildar Amnesty.
■ ÍSLANDSDEILD mannrétt-
indasamtakanna Amnesty Inter-
national hefur gefíð út jólakort
sem selt verður til styrktar samtök-
unum. Kortið prýðir olíumálverk
eftir Kristínu G. Gunnlaugsdóttur
listmálara sem hún kallar Rauður
draumur. Kortið er fáanlegt með
eða án jólakveðju. Kortin eru seld
á skrifstofu samtakanna, Hafnar-
stræti 15 í Reykjavík.
■ VÉLHJÓLAFÉLAG gaml-
ingja var stofnað 30. október sl. á
Bíóbarnum við Hverfisgötu.
Stjórnarform er einræði. Valinn
hefur verið leiðtogi. Hann hefur
skipað fjármálaráðherra og upplýs-
inga- og menntamálaráðherra.
Landinu hefur verið skipt í fjögur
lén og settur lénsherra í hvert
þeirra. Markmið félagsins er að
varðveita og nota gömul vélhjól,
miðla upplýsingum, safna ljós-
myndum, viðgerðabókum, varahlut-
um og öllu sem tengist gömlum
vélhjólum. Leiðtogi hefur ákveðið
að félagið skuli verða yfirlýstur og
opinber stuðningsaðili allra barna,
einkum þó þeirra sem um sárt eiga
að binda af einhverjum ástæðum.
Hægt er að ná sambandi við með-
limi félagsins með því að senda
bréf til Vélhjólafélag gamlingja,
Pósthólf 1467, 121 Reylgavík.
Morgunblaðið/Björn Sveinsson
Hjá Randalín
Nemendur textíldeildar Kennaraháskóla Islands í heimsókn hjá Rand-
alín handverkshúsi á Egilsstöðum.
■ HÓPUR nemenda úr textíl-
deild Kennaraháskóla íslands var
á dögunum í námsferð um Austur-
land undir leiðsögn Fríðar Ólafs-
dóttur dósents og HaHgerðar
Tryggvadóttur lektors. Aðspurðir
sögðust nemendurnir komnir til
Austurlands til að kynna sér þá fjöl-
breyttu textíllist sem í boði væri
víða á Austurlandi. Hér væri ákjós-
anlegur kostur að sjá hvernig nytj-
alist og fagurfræði tvinnaðist sam-
an. Á Austurlandi heimsótti hópur-
inn Randalín handverkshús á
Egilsstöðum, en það er nýstofnað
fyrirtæki kvenna og er tilgangurinn
að éfla handverk á Fljótsdalshér-
aði. Einnig kynntu þær sér úr-
vinnslu og nýtingu hreindýraskinna
á Jökuldal, en þar hafa konur haf-
ið fataframleiðslu og fleira úr hrein-
dýraleðri. Hjá hagleikshjónunum
Eddu og Hlyn á Miðhúsum skoð-
aði hópurinn list- og skrautmuna-
gerð og hjá Frú Láru á Seyðis-
firði kynntu nemendurnir sér áform
um ullarvinnslu og framleiðslu úr
henni.
- Björn
Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir
Stjórn Harmonikufélags Vestfjarða ásamt skólanefnd og kennurum
Tónlistarskólans á Þingeyri.
Þingeyri.
■ ÞEIR komu færandi hendi yfir
heiðar félagar í Harmonikufélagi
Vestfjarða fyrir nokkru er þeir
færðu Tónlistarskólanum á Þing-
eyri harmoniku að gjöf. Formaður
félagsins, Ásgeir Sigurðsson,
flutti stutt ávarp en með honum í
för voru þeir Guðmundur Ingvars-
son, Pétur Bjarnason, Baldur
Geirmundsson og Ingi Jóhannes-
son. Starf tónlistarskólans er mjög
öflugt og eru um sextíu nemendur,
bæði börn og fullorðnir, skráðir í
tónlistarnám í vetur. Kennt er á
píanó, orgel, gítar, blokkflautu auk
ýmissa blásturshljóðfæra svo sem
trompets, básúnu, baritóns og saxa-
fóns. Skólastjóri tónlistarskólans er
Helga Jónsdóttir og auk hennar
kenna þar Edda Þórðardóttir og
Guðmundur Vilhjálmsson en
hann er einnig organisti og stjórn-
andi kirkjukórs staðarins.
- Helga.
Á myndinni eru, taldir f.v.: Filippía I. Elísdóttir, Ólafur Þ. Þórðar-
son, fræðslustjóri Iðnnemasambands Islands, Birna Jónsdóttir, Ingi-
björg Þóra Helgadóttir, Sigríður Einarsdóttir, Soffía Weisshappel
og Benedikt Geirsson, aðstoöarsparisjóðsstjóri SPRON.
■ VERKEFNASTYRKIR úr
styrktarsjóði Iðnnemasambands
íslands og Sparisjóðanna voru
afhentir 4. nóvember sl. Styrktar-
sjóðurinn var stofnaður með samn-
ingi á milli Iðnnemasambands ís-
lands og Landssambands spari-
sjóða. Samningurinn fól í sér að
iðnnemum var boðið upp á sérstök
viðskiptakjör gengju þeir í Liðveislu
sparisjóðanna. Sparisjóðirnir
greiddu siðan ákveðna upphæð í
styrktarsjóðinn fyrir hvern félaga
Iðnnemasambandsins sem var í við-
skiptum við Liðveisluna. Síðastliðið
vor voru afhentir einstaklingsstyrk-
ir úr styrktarsjóðnum og nú var
komið að verkefnastyrkjunum.
Verkefnastyrkir voru veittir til þátt-
töku í úrslitum alþjóðlegrar fata-
hönnunarkeppni, þátttöku í Norður-
landakeppni hársnyrtifólks og út-
gáfu á námsefni um réttindi og
skyldur iðnnema. Styrkina hlutu
Filippía I. Elísdóttir, fataiðnnemi,
Sigríður Einarsdóttir, hár-
greiðslunemi, Soffía Weisshappel,
hárgreiðslunemi, Ingibjörg Þóra
Helgadóttír, hársnyrtinemi, Birna
Jónsdóttir, hársnyrtinemi og Fé-
lagsmálaskóli Iðnnemasambands
Islands. Við ákvörðun um upphæð
styrkjanna var litið til að þarna var
um þijú verkefni að ræða og fékk
hvert verkefni fyrir sig fjörutíu
þúsund krónur.