Morgunblaðið - 16.11.1993, Page 50

Morgunblaðið - 16.11.1993, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 ★ ★ ★ 16500 EG GIFTIST AXARMORÐINGJA SVEFNLAUS Sövíjcrt mmvs* >MSSSiX(XS»>x «5í»ií: VXi Vtff.SMÍSSiS&X t ttmawnmf W.-AYM'. XXýXi&X «:xí >«««- *í*:H ««ííí :■:■:■:■>«»:•:•*».ííiífe v«-».-«iíívS —.. — Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5,7 og 9. * __ ★ ★ ★ ★ I SKOTLÍNU Sýnd kl. 11 . B.i. 16 ára. Kr. 350. M ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ A mörkum tveggja heima Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Af öllu hjarta („Map of the Human Heart“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Vincent Ward. Handrit: Louis Nowra og Ward. Aðalhlutverk: Patrick Bergin, Jason Scott Lee, Anne Parillaud. Einn af frernstu kvik- myndagerðarmönnum f Nýsjálendinga, Vincent Ward, hefur sent frá sér allsérstæða mynd, Af öllu hjarta, um ævi eskimóa- drengs sem lærir að fljúga, tekur þátt í seinni heims- styijöldinni og verður vitni að alræmdri eyðileggingu Dresdenborgar áður en hann heldur aftur út á ísinn búinn að fá nóg af sið- menningunni. Ward segir þessa dæmisögu á kankvís- an og frumlegan hátt opinn fyrir hinu myndræna að venju en hann ræður ekki við ástarsögu sem sögð er í miðhlutanum og dregur myndina niður. Ward hefur áður sýnt hugmyndaflug í vali á tökustöðum þegar hann festir hugsýnir sínar á filmu og Af öllu hjarta er engin undantekning. Sögu- sviðið er Kanada og Bret- land fyrir og í seinni heims- styrjöldinni en mest gerist myndin á meðal inúíta í norðurhéruðum Kanada á endalausum ísbreiðunum. Ward munar þó ekki um að fara með okkur undir hvolfþakið á Albert Hall tónleikahöllinni eða mynda ástarsenur uppi á jarðföst- um loftbelg til að ýta undir þá tilfinningu að eskimóinn sé á einhvern hátt gestur á framandi slóðum. í honum brjótast tveir menningarheimar. Hann er aðeins eskimói að hálfu leyti, faðir hans var hvítur, og hann er heillaður af menningu hvítra sem hann kynnist ungur drengur í flug- og kortagerðarmanni, sem Patrick Bergin leikur. A.m.k. er hann handónýtur veiðimaður þegar hann vex úr grasi svo bölvun er talin hvíla á honum og hann er gerður brottrækur úr veiði- mannasamfélaginu. Ungur hafði hann verið á berkla- hæli og kynnst þar stúlku og þegar hann fer sem flugmaður í stríðið í Bret- landi hittir hana hana aft- ur. Jason Scott Lee leikur eskimóann ágætlega. Hann tekur öllu því sem fyrir augu ber í siðmenn- ingunni galopnum augum barnsins en lítur á sjálfan sig sem óheillakráku og þegar hann er orðinn sprengjuflugmaður sér hann jafnvel eyðingu Dresden í því ljósi. Allan tíman flýtur hann í ek. tómarúmi á milli frum- stæðra lifnaðarhátta veiði- mannasamfélagsins og hvítu siðmenningarinnar, sem í hans augum stendur fyrir gereyðingarmátt, og reynir að kortleggja mannshjartað eins og lönd- in en án mikils árangurs. Parillaud þarf að glíma við mjög ómótaða persónu frá hendi Wards og leikur hennar er eftir því en það stormar af ævintýramann- inum Bergin. Myndin talar sínu máli gegn stríði og sífelldri eyði- leggingu hvíta mannsins um leið og hún segir sögu af máttlitlum áhorfanda sem eitt sinn heillaðist en missti svo trúna. Morgnnblaðið/Sigurgeir Jónaason Gjöfin þökkuð ELÍAS Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Agnar Angantýsson, yfirlögregluþjónn, og Birkir Agnarsson, formaður brunamálanefndar, ásamt Eykyndilskonunum sem voru við afhendingu gjafarinnar. ■ SLYSAVARNA- DEILDIN Eykyndill færði fyrir skömmu, Slökkviliði Vestmannaeyja boðtæki að gjöf. Boðtæki þessi hafa lengi verið ofarlega á óska- lista slökkviliðsmanna en með þeim er hægt að kalla slökkviliðið til á fljótlegan og fyrirhafnarlítinn hátt. Októvía Andersen, for- maður Eykyndils, afhenti gjöfina fyrir hönd Eykyndils og í máli hennar kom fram að gjöfin væri að verðmæti um 600 þúsund krónur. Grímur ■ UMHVERFISRÁÐ- HERRA hefur skipað Arn- þór Garðarsson, prófessor í dýrafræði, formann Nátt- úruverndarráðs til næstu þriggja ára og Jóhönnu B. Magnúsdóttur, umhverfis- fulltrúa Ferðamálaráðs, sem varaformann til sama tíma. A áttunda Náttúruverndar- þingi sem haldið var í Reykjavík dagana 29. og 30. október sl. voru eftirtaldir kosnir sem aðalmenn í Nátt- úruverndarráð næstu þijú BEIMIMY OG JOOIM Sýnd kl. 5, 7.05 og 9.10. Bönnuð innan 10 ára. Frábær grínmynd. Sýnd kl. 5. POLAIMSKI HÁTÍÐ 9.-18. NÓV. Repulsion Sýnd kl. 9. Sjá auglýsingu Hreyfimyndafélagsins STÆRSTA BIOIÐ ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS HASKOLABIO SIMI22140 Ekki veiða það sem þú getur ekki HÆTTULEGT SKOTMARK Van Damme og hasarmyndaleikstjórinn John Woo í dúndur spennumynd, full af krafti og ótrúlegum áhættuatriðum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11,15. Stranglega bönnuð innan 16 ára. DT5 IN SELIrCItll IHtATHtS ★ ★ ★ *Rás 2. ★ ★ ★’/^DV. ★ ★ ★ 1/2Mbl. ★ ★ ★ Pressan RÁS 2. T O M CRUISE Sýndkl. 9.15. B. i. 14ára. to resist. Power can be murder « árin: Bryndís Brandsdótt- ir, jarðeðlisfræðingur, Reykjavík, Gísli Már Gísla- son, vatnalíffræðingur, Reykjavík, Jón Birgir Jónsson, verkfræðingur, Seltjarnarnesi, Jón Gauti Jónsson, landfræðingur, Akureyri, Kári Kristjáns- son, fræðslufulltrúi, Alfta- nesi, Þórunn Reykdal, líf- fræðingur og kennari, Borg- arfirði. Þá voru eftirtaldir kosnir sem varamenn í Nátt- úruverndarráði næstu þijú árin, taldir upp eftir at- kvæðafjölda: Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur og kennari, Fellabæ, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, Reykjavík, Kristín Þor- finnsdóttir, skrifstofumað- ur, Selfossi, Sigrún Helga- dóttir, líffræðingur og kennari, Reykjavík, Snorri Baldursson, Iíffræðingur, Mosfellsbæ og Bjarni Guð- mundsson, bútæknifræð- ingur, Hvanneyri. Nýtt tímarit Fyrsta Eintak komið út EINTAK, nýtt tímarit, hef- ur hafið göngu sína. Ein- tak er gefið út af Nokkrum Islendingum hf., ábyrgðar- maður þess er Gunnar Smári Egilsson og er hann einnig ritstjóri ásamt Agli Helgasyni. í inngangi Gunnars Smára að tímaritinu segir m.a.: „Eintak er ekki tímarit fyrir félagshyggjufólk eða fijáls- hyggjumenn frekar en aðra, og því er ekki ætlað að'styðja neinn né vera vont við ann- an. Það á ekki að efla neinn í trúnni og ekki frelsa neinn heldur.“ „Við munum fjalla um flest sem okkur dettur í hug. Og vonumst að sjálf- sögðu til að einhver hafi gaman af.“ Eintak kostar 599 krónur í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.