Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
Gegn nefskatti í heil-
brigðisþj ónustunni
eftir Ólaf F.
Magnússon
Eins og kunnugt er höfnuðu sjálf-
stæðismenn hugmynd um nefskatt
í heilbrigðisþjónustunni á nýafstöðn-
um landsfundi sínum. í kjölfarið tók
ríkisstjórnin áætlanir sínar um
heilsukort til endurskoðunar og sam-
kvæmt fréttum Morgunblaðsins
þann 6. nóvember sl. hefur verið
fallið frá útgáfu heilsukorta í sam-
ráði við aðila vinnumarkaðarins. í
þess stað verði leitað leiða til að
draga úr útgjöldum að upphæð 400
milljónir króna, en það er ekki út-
fært nánar.
Enn nokkur óvissa
í samtalsþætti á Stöð 2 hinn 7.
nóvember sl. sagði heilbrigðisráð-
herra að heilsukort yrðu e.t.v. gefin
út þrátt fyrir allt, þótt ekki yrðu
innheimt gjöld vegna þeirra að sinni.
Þetta eru ekki góð tíðindi, því að
útgáfa slíkra korta hefur í för með
sér kostnað og skriffmnsku og getur
torveldað samskipti fólks við heil-
VARMASKIPTAR
Á lEYSLUVATlSKERFIfl
• Koma í veg fyrir
kísilhúö á hand-
laugum, baökörum,
blöndunartækjum
o.fl.
• Afkastamiklir
• Fyrirferöalitlir
• Auðveld uppsetning
• Viöhald í lágmarki
• Hagstætt verð
Þú finnur varla
b’etri lausn!
= HEÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
brigðisþjónustuna. Síðastnefnda atr-
iðið hefur komið allt of lítið við sögu
í umræðunni um heilsukortin. Þau
eru ekki aðeins óæskileg og óréttlát
skattheimtuaðferð heldur einnig dýr
í framkvæmd og geta, eins og áður
segir, gert heilbrigðisþjónustuna
óaðgengilegri fyrir almenning en nú
er. Greiður aðgangur fólks að heil-
brigðisþjónustunni hérlendis er einn
helsti styrkur hennar og því þarf að
standa vörð um hann.
Víða er hægt að spara
Eins og vikið var að hér að fram-
an á nú að leita leiða til að draga
úr útgjöldum ríkisins um 400 millj-
ónir króna. Það er skoðun undirrit-
aðs að nærtækara sé að draga úr
ofíjárfestingu í sjávarútvegi, land-
búnaði og bankakerfi en að loka
sjúkradeildum.
Það liggur fyrir að of stór fisk-
veiðifloti landsmanna hefur stækkað
á síðustu árum. Offjárfestingin í
fiskiskipum er stundum sögð vera í
nafni einkaframtaks, en það er al-
menningur sem borgar gjaldþrotin
og fjárfestingarævintýrin. Óhætt er
að fullyrða, að stórum hluta af
sparnaði þjóðarinnar í heilbrigðis-
þjónustunni á undanförnum tveim
árum hefur verið varið til óarðbærr-
ar fjárfestingar í sjávarútvegi.
Fjárfestingarævintýrin í landbún-
aðinum hafa einnig reynst þjóðinni
dýrkeypt á liðnum árum, einkum í
laxeldi og loðdýrarækt. Styrkjakerfi
í þessari atvinnugrein hefur fram á
þennan dag hvatt bændur til óarð-
bærra fjárfestinga. Þó ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks
hafi vissulega unnið nauðsynleg verk
í þessum málaflokki má eflaust ná
þar meiri árangri, ekki síst í ljósi
þess að Framsóknarflokkurinn hefur
verið sendur í þarft frí frá stjórnar-
þátttöku.
Að undanförnu hafa fjölmiðlar
dregið fram í dagsljósið offjárfest-
ingu í bankakerfinu. Offjárfestingin
felst m.a. í íburðarmiklum bygging-
um og óeðlilegum fríðindum og virð-
ist sem þarna megi hagræða veru-
lega. Fjölmiðlar hafa einnig varpað
ljósi á óviðunandi misrétti í eftirla-
una- og lífeyrisgreiðslum til lands-
manna. Þó þetta misrétti hafi ekki
orðið til í tíð núverandi ríkisstjórnar
verður hún að taka á þessum vanda.
Það velferðarkerfi varðandi eftirlau-
nagreiðslur, sem sumir embættis-
og stjórnmálamenn hafa aðgang að,
fær ekki staðist, enda í engu sam-
ræmi við lífeyrismál annarra lands-
manna.
Loksins meðbyr
Núverandi ríkisstjórn tók að sér
það vandasama hlutverk fyrir tveim-
ur og hálfu ári að takast á við gífur-
legan efnahagsvanda. Hún hefur
náð umtalsverðum árangri í þeim
efnum, en mörgum finnst þó að hin-
ir lakar settu í þjóðfélaginu hafi í
of miklum mæli tekið á sig byrðarn-
ar við úrlausn vandans. Nýjustu ráð-
stafanir í efnahagsmálum koma
Ólafur F. Magnússon
„Það er skoðun undir-
ritaðs að nærtækara sé
að draga úr offjárfest-
ingu í sjávarútvegi,
landbúnaði og banka-
kerfi en að loka sjúkra-
deildum.“
fyrst og fremst þessum hópi til góða,
bæði lækkun vaxta og virðisauka-
skatts af matvöru. Það kemur einnig
þessum hópi vel, að fallið hefur ver-
ið frá frekari gjaldtöku í heilbrigðis-
þjónustunni. Eg vænti þess að þess-
um aðgerðum verði fylgt eftir með
uppstokkun á lífeyrissjóðakerfi
landsmanna og fleiri ráðstöfunum
sem auka jafnrétti þeirra. Þá er von
til þess að ríkisstjórnin hafi meðbyr
út kjörtímabilið.
Gegn nefskatti
Ég vék í upphafi þessarar greinar
að ályktun um heilbrigðis- og trygg-
ingamál á nýafstöðnum landsfundi
Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að
umræðan un nefskatt í heilbrigð-
isnefnd flokksins átti upptök sín í
hugmyndum heilbrigðisráðherra um
heilsukort. Tillaga undirritaðs á
fundi nefndarinnar um að álykta
gegn nefskatti var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum gegn
einu. í kafla landsfundarályktunar-
innar um fjármögnum heilbrigðis-
þjónustunnar segir m.a.:
„Heilbrigðisþjónustan er í dag
ijármögnuð með beinum framlögum
úr ríkissjóði. Þannig keppir þessi
þjónusta við aðra þætti þjóðlífsins
um takmarkað ijármagn. Þegar illa
árar dregst rekstur hennar saman
án þess að tillit sé tekið til óska og
þarfa almennings fyrir þjónustu.
Nauðsynlegt er að aðgreina ijár-
mögnun heilbrigðisþjónustu annars
vegar og rekstur hennar hins vegar.
Endurvekja á tryggingarhugtakið
og ijármagna heilbrigðisþjónustuna
með mörkuðum tekjustofni. Iðgjöld
ættu að vera tekjutengd og koma í
stað núverandi tekjuskatts. Stofnuð
yrðu landshlutasamlög, sem greiddu
fyrir heilbrigðisþjónustu skjólstæð-
inga sinna. Um yrði að ræða skyldu-
tryggingu sem allir landsmenn tækju
þátt í og nytu þar jafnréttis án til-
lits til framlaga. Þannig samrýmist
hugmynd um sérstakan nefskatt
ekki tilögum landsfundarins um fjár-
mögnun heilbrigðiskerfisins."
Höfundur er læknir og
varaborgarfulltrúi í Reykjavík.
Hann var flutningsmaður tillögu
gegn nefskatti í
heilbrigðisþjónustunni á
nýafstöðnum landsfundi
Sjálfstæðisflokksins.
Kerfisbreytingar er þörf
eftir Harald
Sumarliðason
Halldór G. Eyjólfsson, sem starf-
ar hjá Samstarfsnefnd atvinnu-
greina í sjávarútvegi, sendir mér
kveðju í Morgunblaðinu 3. þ.m.
vegna viðtals við mig í sama blaði
sunnudaginn 24. f.m. Ég vil þakka
Halldóri fyrir að vekja í þessari
kveðju sérstaka athygli á því sem
mestu máli skiptir í afkomu at-
vinnuveganna. Hann segir: „Á und-
anförnum árum hefur sjávarútveg-
urinn búið við núllstefnu. Með núll-
stefnu er átt við þá stefnu stjórn-
valda að skrá gengið þannig að
sjávarútvegurinn sé rekinn án
hagnaðar að meðaltali. Þetta hefur
verið gert með því að skammta ís-
lenskum útflutningi og þar með
sjávarútveginum tekjur sem fást
af sölu þess erlenda gjaldeyris sem
fengist hefur með sölu vara á er-
lendum markaði. Með þessu móti
hafa stjómvöld gefið neyslunni
(innflutningnum) meira svigrúm en
framleiðslunni."
Hér er komið að kjarna málsins.
Iðnaðurinn hefur lengið haldið því
fram að með því fyrirkomulagi sem
verið hefur á gengisskráningu ís-
lensku krónunnar hafi einmitt
neyslunni (innflutningnum) verið
gefið meira svigrúm en framleiðsl-
unni. Þetta hefur gerst með því að
miða gengisskráninguna við hina
margumtöluðu núllstefnu í afkomu
sjávarútvegs.
Halldór leggur í grein sinni
áherslu á framleiðni í sjávarútvegi
og nefnir nokkrar tölur í því sam-
bandi og sýnir línurit máli sínu til
stuðnings. Hann sýnir einnig hlut-
fallslega skiptingu útflutníngsverð-
mæta á árunum 1980-1992. Allar
þessar tölur eru vel þekktar. Það
hefði hinsvegar verið fróðlegt ef
hann hefði látið fylgja með tölur
eða línurit um heildarverðmæta-
sköpun í íslenskum atvinnuvegum,
en það hefur trúlega ekki fallið að
tilganginum með kveðjunni til mín.
Það er á flestra vitorði að sjávarút-
„Menn eru að gera sér
æ betur grein fyrir því
að sjávarútvegurinn
hefur í raun greitt auð-
lindaskatt í gegnum
gengisskráninguna og
nú í seinni tíð einnig
staðið í stórfelldum
kvótakaupum. “
vegurinn er og hefur verið okkar
aðalútflutningsgrein en menn gera
sér grein fyrir því að iðnaður og
byggingastarfsemi skapa mun
meiri verðmæti i landinu. Menn
geta svo til eilífðar deilt um það
hvort sé meira virði að afla gjaldeyr-
is eða skapa aðstæður til að spara
hann.
Við þær framleiðnitölur sem
Halldór nefnir er ekki ástæða til
' að gera athugasemdir aðrar en þær
að alltaf er matsatriði við hvaða
tímabil er miðað. Hann nefnir t.d.
réttilega að framleiðni vinnnuafls í
sjávarútvegi hafi aukist meira en
framleiðni í iðnaði á ákveðnu ára-
bili. Ef við miðum t.d. við árin
1980-1990 er útkoman allmikið
breytt, en þá er þessi sama aukning
12% í sjávarútvegi en 13% í iðnaði.
Þótt enginn efíst um mikilvægi þess
að ná sem mestri framleiðni skiptir
samanburður þó ekki öllu í þessu
sambandi, enda getur sveiflan verið
umtalsverð milli ára af ýmsum
ástæðum, s.s. góðri loðnuvertíð,
góðu eða slæmu síldarári o.s.frv.
Þá má einnig nefna að framleiðni,
bæði fjármagns og vinnuafls í iðn-
aði, mundi vissulega aukast veru-
lega ef sú fjarstæðukennda staða
næðist að iðnaðurinn þyrfti ekki að
greiða fyrir hráefni til framleiðslu
sinnar eins og sjávarútvegurinn.
Það sem skiptir máli í þessu sam-
bandi er að ná viðunandi samstöðu
atvinnulífsins til þeirra framfara og
uppbyggingar sem við hljótum að
stefna að. Við Halldór erum sam-
mála um að gengisskráning sem
miðar við núllstefnu í sjávarútvegi
gangi ekki til frambúðar fyrir sjáv-
arútveginn, enn síður fyrir iðnaðinn
eða aðrar samkeppnisgreinar. Þess
vegna verður að taka upp gengis-
skráningu sem tekur mið af fleiri
þáttum. Nú er það viðurkennt að
afkastageta sjávarútvegs, bæði í
veiðum og vinnslu, hefur verið of
mikil seinustu árin. (Það er vissu-
lega sóun fólgin í því ástandi, Hall-
dór!) Það er því unnið að því að
minnka afkastagetuna og aðlaga
hana þeim aðstæðum sem ríkja í
hafinu. Þetta er mjög mikilvægt
fyrir þjóðarbúið og til fyrirmyndar
ef vel tekst til.
Ef það tækist að ná bestu mögu-
legri hagkvæmni í sjávarútvegi og
núllstefnan yrði áfram ráðandi í
gengisskráningu yrði það til þess
að hækka gengi krónunnar. Sam-
keppnisgreinar, eins og iðnaður,
lentu þá í vaxandi erfiðleikum og
töpuðu verulega samkeppnishæfni
sinni gagnvart erlendum iðnaði.
Þetta er þeim mun alvarlegra þegar
þess er gætt að iðnaðurinn er vafa-
laust sú grein sem öðrum fremur
getur skapað sér ný atvinnutæki-
færi, ef rétt á málum haldið. Þess
vegna hafa verið lagðar fram hug-
myndir um kerfisbreytingu sem
gæti tryggt afkomu iðnaðar og
annarra samkeppnisgreina með
gengisbreytingu og einhverskonar
veiðigjaldi án þess að skaða afkomu
sjávarútvegs.
Til að koma í veg fyrir að gengis-
lækkun lenti á afkomu heimilanna
þyrfti að lækka virðisaukaskatt
verulega. Ríkissjóður bætti sér upp
tekjutapið vegna virðisaukaskatts-
lækkunar með gjaldi fyrir aðgang
að sjávarauðlindinni. Þannig stæði
sjávarútvegur í svipuðum sporum
og áður vegna gengislækkunarinn-
ar en aðrar greinar ættu mikla
möguleika til vaxtar. Þetta væri líka
öflug Ieið til að tryggja atvinnustig-
ið í landinu. Þetta er ein leið en
ekki sú eina. Það mætti einnig
Haraldur Sumarliðason
skoða aðrar aðferðir til að jafna
starfsskilyrði atvinnuveganna.
Sjávarútvegurinn hefur lengst af
tekið mjög illa í allar hugmyndir í
þessa átt að ekki sé meira sagt,
samt má nú sjá ýmis merki þess
að brátt gæti margt breyst. Menn
eru að gera sér æ betur grein fyrir
því að sjávarútvegurinn hefur í raun
greitt auðlindaskatt í gegnum
gengisskráninguna og nú í seinni
tíð einnig staðið í stórfelldum kvóta-
kaupum. Það er því fullkomlega
raunhæft að ætlast til þess að skoð-
aðar séu í alvöru aðrar leiðir en þær
sem leitt hafa til „stórfelldrar
skuldasöfnunar í sjávarútvegi" og
geysilegra erfiðleika í öðrum grein-
um. Öll hljótum við að vona að
aðstæður í sjávarútvegi batni sem
fyrst en það má ekki verða til þess
að afkoma annarra greina versni
að sama skapi.
Höfundur er formaður Samtaka
iðnaðarins.