Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 35

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 35 Elsa María Ólafsdóttir eigandi Gott í efni. ■ GOTT í EFNI heitir vefnaðar- vöruverslun sem nýverið var opnuð á Laugavegi 22a (inngangur á bakhlið). Uppistaðan í vöruúrval- inu eru dönsk pijónaefni úr bómull frá fyrirtækinu Skipper stoffer. Þessi efni hafa ekki fengist hér á landi fyrr en nú. Eigandi Gott í efni er Elsa María Ólafsdóttir. Hún er handavinnukennari að mennt og hyggst bjóða upp á saumanámskeið í húsnæði verslun- arinnar. ■ NORRÆNA félagið er gras- rótarhreyfing þar sem áhersla er lögð á sem nánust tengsl við flest svið þjóðlífs hér heima og annars staðar á Norðurlöndum. A sl. vori ákvað Norræna félagið á íslandi að gefa út kynningarbækling um helstu starfssvið félagsins, þ.e. vinabæjastarf, menningarmál, skólasamstarf, umhverfismál, Nordjobb, Nordklúbbinn og ferða- þjónustu svo eitthvað sé nefnt. Til- gangurinn með útgáfunni er að kynna Norræna félagið og norrænt samstarf. Kurt Nielsen á hljóðfæraverk- stæði sínu. ■ HLJÓÐFÆRA VERKSTÆÐI Kurts var opnað í júní 1992. Þar er gert við allar tegundir málm- og tréblásturshljóðfæra og einnig er hægt að láta gera upp gömul blást- urshljóðfæri. Þetta verkstæði er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi sem hefur opið allan daginn. Verk- stæðið er vel búið tækjum og verk- færum til hverskonar viðgerða á hljóðfærum. Kurt Nielsen hefur unnið í 12 ár við viðgerðir á blást- urshljóðfærum, lengst af hjá Scand- inavian Brass og Woodwind í Kaup- mannahöfn. Margir tónlistarskólar á íslandi nýta sér þjónustu verk- stæðisins og einnig margir hljóð- færaleikarar m.a. frá Sinfóníu- hljómsveitinni og fleiri hljómsveit- um. Verkstæðið er á Skólavörðu- stíg 33, gengið inn frá Bjarnarstíg og er opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12. ■ FORELDRAFÉLAG mis- þroska barna stendur fyrir fyrir- lestri Gyðu Stefánsdóttur mið- vikudaginn 17. nóvember í húsnæði Æfingadeildar Kennaraháskóla ís- lands. Gyða hefur sinnt sérkennslu og námsaðstoð um langa hríð með góðuin árangri. Fyrirlestur henna'r íjallar einkum um sérkennslu og námsaðstoð. Gyða leggur höfuð- áherslu á úrræði, að kenna foreldr- um að kenna börnum og hún býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði. Við hvetjum foreldra, kennara og annað fagfólk til þess að koma og kynna sér starf hennar. Fyrirlestur- inn hefst kl. 20.30 og er gengið inn í húsið frá Bólstaðarhlíð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Guðrún Alfreðsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir á hárgreiðslu- stofunni Hárstofunni Spes og Karítas. ■ HÁRSTOFAN Spes og Karít- as var opnuð þriðjudaginn 9. nóv- ember sl. í Hátúni 6a. Eigandi stof- unnar er Guðrún Alfreðsdóttir hárgreiðslumeistari og einnig vinn- ur þar Fanney Sigurgeirsdóttir hárgreiðslumeistari. Stofan er opin frá kl. 9-18 virka daga og frá kl. 10-14 á laugardögum. ■ BANDALAG kvenna, Hafnar- firði, heldur fræðslufund mið- vikudaginn 17. nóvember kl. 20.30 í Gaflinum, Dalshrauni 13. Jónas Bjarnason kvensjúkdóma- læknir flytur erindi um breytingar- tíma kvenna. Fulltrúi frá Kvenrétt- indafélagi íslands mun síðan kynna kvennaþingið Nordisk Forum, sem verður haldið í Finnlandi á næsta ári. Kaffiveitingar. Allar hafnfirsk- ar konur eru hjartanlega velkomn- ar. Hl Skandia L. t'xxxvý'l; !;• •> <>«*% >• Morgunblaðið/Árni Sæberg ■ SAMKEPPNI um á vegum Fjárfestingarfélagsins Skandia fyrir Fijálsa lífeyrissjóðinn um besta slagorðið fyrir lífeyrissjóðinn fór fram dagana 6.-9. október, samhliða Kringlukasti I Kringlunni. Tæplega tvö þúsund tillögur bárust en besta slagorðið að mati dóm- nefndar kom frá Hildigunni Ólafs- dóttur til heimilis í Smárahrauni 18, 220 Hafnarfirði. Slagorð Hildi- gunnar var: Frjálsi lífeyrissjóður- inn — Til að njóta lífsins. Á mynd- inni sést Hildigunnur taka við ávís- un að fjárhæð 50.000 kr. frá fulltrú- um Fjárfestingarfélagsins Skandia. Með henni á myndinni eru Katrín Sverrisdóttir í Kringlunni og Elv- ar Guðjónsson, markaðsstjóri frá Skandia. ■ UMHVERFISMÁLAHÓPUR Verðandi gengst miðvikudaginn 17. nóvember nk. fyrir umræðu- fundi um Grænan hagvöxt. Rætt verður um forsendur hagvaxtar og hugsanlegar breytingar á hagvaxt- arhugtakinu með hliðsjón af auk- inni vitund og umræðu um um- hverfismál. Framsögumenn verða: Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Islands, Björn Guðbrandur Jónsson, líffræðingur og umhverfissérfræðingur og Guðni Níels Aðalsteinsson, hag- fræðingur hjá Vinnuveitendasam- bandi íslands. Fundurinn verður haldinn í veitingastofunni í Tækni- garði við Dunhaga og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Jólakort Hússins. ■ HÚSIÐ, neyðarathvarf Rauða kross Islands fyrir börn og ungl- inga við Tjarnargötu 1, Reykja- vík, hefur gefið út_ jólakort tii styrktar starfi sínu. Á átta árum, en Húsið tók til starfa í jólamánuð- inum 1985, hafa hundruð unglinga víðsvegar að af landinu leitað at- hvarfs í Húsinu á öllum tímum sól- arhringsins og fengið hjálp. Einnig er rekin í Húsinu símaþjónusta, svokallaður barna- og unglinga- sími, sem hægt er að hringja í og ræða viðkvæm mál án þess að segja til nafns. Grænt símanúmer barna- og unglingasímans er 99-66-22. Þá færist í vöxt að börn, unglingar og foreldrar leiti til Hússins eftir við- tölum og ráðgjöf. Myndin á jóla- kortinu er af olíumálverki eftir Sjöfn Haraldsdóttur myndlistar- mann, sem góðfúslega lagði Húsinu lið með því að heimila afnot af myndinni. Kortið er í stærðinni 12x17 og hægt er að fá það án áletrunar, með áletrun á íslensku og á ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Kortin kosta 100 krónur. Jólakortasalan er sá liður sem þyngst vegur í eigin fjáröflun Húss- ins. ■ HITT HÚSIÐ býður atvinnu- lausum 16 ára og eldri upp á marg- vísleg námskeið nú í nóvember. Meðal námskeiða eru ljósmyndun, framsögn/tjáning, myndbanda- vinnsla, sjálfsvörn, nudd/slökun, leiklist, skyndihjálp og tölvuvinnsla. Skráning og allar nánari upplýs- ingar eru veittar milli kl. 9-23 í Hinu húsinu, Brautarholti 20. ■ Á FRÍMERKJASÝNINGU sem efnt var til í Kringlunni í til- efni af degi frímerkisins gafst gest- um kostur á að giska á hve mörg frímerki væru í ákveðnum kassa sem þar var. Alls var skilað inn 952 svarseðlum og sá sem komst næst réttu svari var Ólafur Sindri Helgason, Hamrabergi 20, 111 Reykjavík. Rétt svar var 6.319 frímerki. Ólafur fær í verðlaun ársmöppur með öllum útgefnum íslenskum frímerkjum á árunum 1986-1993. TILBOD ÓSKAST i Ford Bronco il XLT 4x4, árgerð '88, Chevrolet Beretta GT, árgerð '89, Nissan P/U 4x4 (tjónabif- reið), árgerð '89 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 16. nóv. kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í lyftutögg á hjólum með dieselvél, lyftigeta 7000 Ibs. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA V ■ m \ L . HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 JOLANAMSKEIÐ • Jóla-hús tré og tágar 20. og 23. nóvember • Jóla-hekl 23. nóvember • Jóla-leöur 24. og 27. nóvember • Stjörnukíkir 25. nóvember og 2. desember • Jóla-dúkar bútasaumur 25. og 29. nóvember • Jóla-ásaumur applikering 7. og 8. desember Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga kl. 10-12 og 13-15. Skráning í sima 17800. J Aldus PageMaker 5.0 NÝ ÚTGÁFA ER KOMIN! Við kynnum nýja útgáfu afAldus PageMaker umbrots- forrítinu fyrir Windows. Útgáfu sem sannarlega slær öðrum þekktum umbrotsforrítum við. Hafið samband við fulltrúa okkar og kynnið ykkur nýju útgáfuna. Umboðsaðili fyrir Aldus hugbúnað á íslandi: Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 m * UTSALA IflLLT GÓÐAR VÖRURIHEÐ STÓRAFSUETTI! Dæmi: Peysur frá kr. 875 - Bolir frá kr. 440 - Pils frá kr. 550 Buxur frá kr. 699 - Jakkar frá kr. 1.100 - Kjólar frá kr. 1.399 Skyrtur frá kr. 525 - Skór frá kr. 629 - Kápur frá kr. 1.599 og margt, margt fleira á frábæru verði! IPÓSTVAL , Skútuvogi 1, sími 68 44 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.