Morgunblaðið - 16.11.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.11.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 ■ SÍÐASTI dagur World Press Photo ’93 í Kringlunni er í dag, þriðjudag. Sýningin hefur vakið mikla athygli en á sýningunni eru þær 200 ljósmyndir, sem unnu til verðlauna í samkeppni um frétta- ljósmyndir ársins 1992. World Press Photo er stærsta og þekktasta sam- keppnin sem haldin er á sviði frétta- ljósmyndunar. Hún hefur verið hald- in í 36 ár á vegum World Press Photo samtakanna sem er óháð stofnun með aðsetur í Hollandi. Alls bárust rúmlega 19.000 ljósmyndir í samkeppnina að þessu sinni, en verðlaunamyndirnar eru valdar af 9 manna alþjóðlegri dómnefnd. ■ MANFRED Höberl frá Aust- urríki heldur fyrirlestra um æflngar og næringarfræði þriðjudaginn 16. nóvember kl. 20 í Gym 80 við Suð- urlandsbraut. Manfred er Sterkasti maður Evrópu 1993 og fyrrverandi vaxtarræktarmaður og hann hefur sverustu handleggi í heimi, 65 cm. VANTAR ÞIG KÆLISKÁP? BLOMBERG hefur réttu lausnina! BLOMBERG skáparnir eru búnir Við bjóðum 20 gerðir af kæli- glæsilegum innréttingum með og frystiskápum frá Blomberg, færanlegum hillum í hurð og skáp. 55 eða 60 cm breiða. Einn þeirra hentar þér örugglega! Kæli/frystiskápur KFS 270 Kælir: 190 lítrar nettó, alsjálfvirk af- hríming, 3 hillur, 2 grænmetísskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 52 lítrar nettó, 3 frysti- skúffur með kuldahlíf.Orku- notkun á sólar- hring: 1.6 kWh. Mál: H144xB60xD60cm. Verð kr. 67.900 eða kr. 64.500 stgr. Kæli/frystiskápur KFS 350 Kælir: 222 lítrar nettó, alsjálfvirk afhríming, 4 hillur, 3 færanlegar og ein með flöskugati, 2 grænmetisskúffur, færanlegar hillur í hurð, innbyggt Ijós. Frystir: 86 lítrar nettó, 2 frystiskúffur og 1 hilla með kuldahlíf. Mál: H184xB60xD60 cm. Verð kr. 87.900 eða kr. 81.747 stgr. Kæti/frystiskápur KFS345 Kælir: 190 lítrar nettó, alsjálfvirk af- hríming, 3 hillur, 2 grænmetisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 42 lítrar nettó, 2 frystiskúffur með kuldahlíf. Orkunotkun á sólar- hring 1.7 kWh. Mál: H184xB60x D60 cm. Verð kr. 88.900 eða kr. 82.677 stgr. i Kæli/ frystiskápur KFS 230 Kælir: 166 lítrar nettó, alsjálfvirk afhríming, 3 hillur, græn- metisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 42 lítrar nettó, 2 frysti- skúffur með kuldahlíf. Orkunotkun ásólarhring. 1.3 Kwh. Mál: H139.5xB55xD58 cm. Verð kr. 59.900 eða kr. 56.900 stgr. Kæli/lrystiskápur KFS310 Kælir: 208 lítrar nettó, 4 hillur, 2 grænmetiskúffur, innbyggð lýsing. Frystir: 67 Irtrar nettó, 2 frysti- skúffur og 1 hilla með kuldahlíf. Orkunotkun á sólarhring 1.6 kWh. Mál: H178xB55 xD58. Verð kr. 72.900 eða kr. 69.255 stgr. Kæli/ frystiskápur KFS 282 Kælir: 217 lítrar nettó, alsjálf- virk afhríming, 5 hillur, 2 græn- metisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 53 lítrar netó, 1 hilla. Orkunotkun á sólarhring 1.65 kWh. Mál: H153.5xB55xD58. Verð kr. 59.900 eða kr. 56.900 stgr. Kynntupér nýju, mjúku línuna frá Blombera KFS 243 Samskonar skápur Kælir: 190 lítrar nettó. Frystir: 50 lítrar nettó. Mál: H144xB54xD60. Verð kr. 54.900 eða kr. 52.155 stgr Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 622901 og 622900 Konur — fjölmiðlar og félagsleg þjónusta eftir Snjólaugu Stefánsdóttur Að undanfömu hefur verið lífleg umræða í fjölmiðlum um alvarleg félagsleg mein í íslensku þjóðfé- lagi. Annars vegar hefur hörmuleg afleiðing ofbeldisverka í miðbæ Reykjavíkur vakið fólk til aukinnar umhugsunar um útivist barna og unglinga og næturrölt þeirra í miðbæ borgarinnar um helgar og hins vegar fregnir um fyrirætlan ýmissa borga í Evrópu í þá átt að lögleiða ákveðnar tegundir vímu- efna, verið helsti hvatinn að skoð- anaskiptum og umræðum. Eitt af því sem hefur vakið sér- staka eftirtekt mína í umfjöllun fjölmiðla um þessi mál er fjarvera kvenna og foreldra í umræðunni. Það er alltaf jafn merkilegt að þeg- ar fjölmiðlar telja þætti er varða félagslega þjónustu þess virði að þeim sé gerð einhver skil, þá teng- ist sú umræða oftar en ekki uppá- komum, eru kallaðir til karlar til að tjá sig um þau mál. Þetta þrátt fyrir þá staðreynd að einmitt innan þessa málaflokks eru það fyrst og fremst konur sem vinna störfin bæði sem uppalendur á heimilunum og í opinberri þjón- ustu og vandfundnar eru fleiri kon- ur í stjórnunar- og ábyrðarstöðum en einmitt á þessum vettvangi. Því til staðfestingar vil ég benda á að forsvarsmenn allra deilda sem sinna barnaverndarstarfi hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar eru konur, með einni undantekn- ingu. Konur eru einnig í meirihluta þeirra sem sinna ábyrgðarstöðum hjá Unglingaheimili ríkisins. Tvær konur gegna störfum félagsmála- stjóra á höfuðborgarsvæðinu og svo mætti lengi telja. Það ætti því ekki að vera fréttamönnum þungur róð- ur að fá konur til að tjá sig um þessi mál ef áhugi er fyrir hendi. Sjónvarpsumræða Það hefði verið skemmtileg til- breyting að sjá t.d. þrjár konur og einn ungling ræða útivistir og fé- lagslega þjónustu í þætti Ingva Hrafns sunnudaginn 10.10. sl. í staðinn fyrir þessa hefðbundnu sjónvarpsmynd, þrír karlar og ein unglingsstúlka. Svipuð mynd birtist einnig á skjánum í þætti ríkissjónvarpsins sama dag er fjallað var um vímu- efnaneyslu og hugsanlega lögleið- ingu vímuefna. Þar sat stjómand- inn Salvör Nordal með fjórum körl- um og einni konu og ræddi vímu- efnamál. Konan hafði greinilega lang mesta reynslu og þekkingu á málefnum neytenda en varð fyrir því að orðið var tekið af henni í sífellu af körlum. Ef marka má hringingar hlust- enda inn á útvarpsstöðvar varðandi mál af þessu tagi, það er þegar til umræðu eru mál er varða uppeldi og annan félagslegan aðbúnað barna og unglinga, þá virðast þessi mál standa konum mun nær en körlum, þar sem mikill meirihluti þeirra er hringja og hafa skoðun á málinu eru konur. Það er hryggi- legt til þess að vita að stjórnendur fjölmiðla skuli ekki treysta betur dómgreind og faglegu mati kvenna í þessum málaflokk en raun ber vitni. Það eru oftast sömu karlarn- ir sestir fyrir framan myndavélar eða hljóðnema, þrátt fyrir að fjöldi kvenna séu fyrst og fremst ábyrgar fyrir þessum málaflokki í daglegu starfí. Ég tel að þessi nálgun fjölmiðla og reyndar einnig ýmissa ráða- manna hvetja þeir velja til að tjá sig um þessi mál á opinberum vett- vangi, séu lýsandi fyrir þau viðhorf sem eru ríkjandi í þessum málum. Fjölmiðlar ræða við karla sem hafa lítil bein afskipti af daglegu Snjólaug Stefánsdóttir „A undanförnum árum hefur átt sér stað tölu- verð uppbygging í þjón- ustu fyrir börn og ungl- inga, bæði á vegum Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og ríkisins.“ starfi með börnum og unglingum, hið opinbera byggir upp úrræði og þjónustustofnanir fyrir börn og unglinga án teljandi samráðs við foreldra. Og ríkið byggir félagslega þjónustu upp án nauðsynlegs sam- starfs við sveitarfélögin. Brýnt er einnig að verkaskipting ríkis- og sveitarfélaga verði skýrari í því sambandi. Félagsleg þjónusta Á undanfömum árum hefur átt sér stað töluverð uppbygging í þjónustu fyrir börn og unglinga, bæði á vegum Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og ríkisins. Þjónusta á vegum Reykjavíkur- borgar fyrir unglinga er fyrst og fremst á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs (ÍTR) og Félagsmála- stofnunar. ÍTR sinnir þjónustu er varðar frítímann og félagsstarf og leggur áherslu á margvíslega starf- semi með það að markmiði að ná til hinnar svo kölluðu ófélags- bundnu æsku. Á vegum Félagsmálastofnunar er starfrækt sérstök Unglingadeild sem ætlað er að sinni málefnum unglinga í vanda og fjölskyldna þeirra. Á vegum deildarinnar er starfrækt meðferðar- og ráðgjafar- deild, útideild, tvö unglingaathvörf, eitt unglingasambýli og auk þess hefur deildin tvær íbúðir til afnota fyrir unglinga sem ekki geta búið hjá fjölskyldu sinni en þurfa á stuðningi að halda. Starfsmenn meðferðar- og ráðgjafardeildarinn- ar eru tveir, auk sálfræðings sem jafnframt er sálfræðingur og ráð- gjafi fyrir aðrar deildir og yfírmað- ur Unglingadeildarinnar sem sinnir daglegum störfum í meðferðar- og ráðgjafardeild samhliða stjóm- unarstörfum. Starfsmenn meðferðar- og ráð- gjafardeildarinnar eru starfsmenn barnaverndarnefndar og er sem slíkum ætlað að taka á málum allra unglinga í Reykjavík sem vísað er til stofnunarinnar á grundvelli laga um vernd barna og ungmenna. 1. maí á þessu ári höfðu starfsmenn hafttil meðferðarmál 170 unglinga og fjölskyldna þeirra. Jafnframt er starfsmönnum ætlað að sinna for- varnarstarfi á grundvelli sömu laga. Það liggur í augum uppi að starfsmenn sinna fáu öðru en bráðaþjónustu og verða mikið að reiða sig á þau úrræði sem ríkið hefur byggt upp á liðnum árum. Þar er fyrst og fremst um að ræða starfsemi Unglingaheimilis ríkisins. Við sem störfum að málefnum barna- og unglinga, þ.e.a.s að barnavernd, höfum um langan tíma lagt áherslu á að brýnt sé að bæta mjög allt forvarnarstarf og gera starfsmönnum kleift að sinna því af einhveijum myndugleika. Slíku starfí er ekki hægt að sinna nema í mikilli og náinni samvinnu við foreldra. Ég tel það hlutverk okkar og bestu forvörnina að styðja og styrkja foreldra í uppeldi barna sinna. Það getum við gert með margvíslegum hætti, m.a. með því að leita álits samtaka foreldra þeg- ar til stendur að hefja rekstur nýrra þjónustu fyrir börn- og unglinga með því að leggja aukna áherslu á þjónustu fyrir fjölskylduna í heild og draga fremur úr þjónustu sem byggir á innlögnum og vistunum fyrir börn og unglinga. Til að það sé unnt verður að stórefla alla göngudeildarþjónustu og for- varnarstarf bæði hjá ríki og sveitar- félögum. Þrátt fyrir að mörgu sé ábóta- vant í þjónustu við börn, unglinga, og fjölskyldur þeirra er þó margt sem vel er gert og ýmsu verið áork- að. Þannig er það staðreynd, að vímuefnaneysla unglinga hefur minnkað á undanförnum árum. I rannsókn Rannsóknarstofnun- ar uppeldis- og menntamála og í skýrslu Hagsýslunnar um meðferð- arúrræði fyrir unga vímuefnanot- endur kemur fram að dregið hafi úr neyslu vímuefna meðal ungs fólk frá árinu 1984, en að ákveðnar vísbendingar eru nú um að neyslan fari vaxandi aftur. Þá kemur einnig fram að unglingar virðast mun yngri í dag en þeir voru fyrir 10 árum þegar þeir hefja neysluna. Þessi staðreynd hlýtur að kalla á auknar forvarnir og samstillt átak til að spyrna við fótum gegn þeirri válegu þróun. í sambandi við lögleiðslu vímu- efna tel ég lítinn hljómgrunn fyrir slíku hér á landi sem betur fer. Á dögunum var haldinn fundur 15 höfuðborga í Evrópu í Stokkhólmi þar sem undirbúin var sameiginleg yfírlýsing gegn lögleiðingu vímu- efna sem ber yfirskriftina „Cities aginst drugs“. Yfirlýsingu þessi á að undirrita nk. vor og er vonandi að Reykjavík verði aðili að þeirri yfírlýsingu. Störf kvenna Ég vil að lokum árétta þá skoðun mína að ég tel að störfum kvenna og foreldra, þá sérstaklega mæðra, sé ekki sýnd nægileg virðing í þjóð- félaginu í dag. Með fullri virðingu fyrir feðrum, þá er það nú samt svo að það eru mæðurnar sem mæta í viðtölin ef erfíðleikar knýja dyra í lífi barna þeirra. Það eru þær sem mæta á fundi í leikskólum, í grunnskólum og það eru oftast þær sem sitja uppi með ábyrgðina ef illa fer. Á þessum stofnunum ræða mæðurnar mál barna sinna við fóstrurnar, kennarana og félags- ráðgjafana sem oftast eru konur. Mér þætti ekkert óeðlilegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við að það séum við konur sem séu kallaðar til þegar verið er að fjalla um málefni barna á opin- berum vettvangi og að okkur sé falin ábyrgðarstörf í þessum mála- flokki, að minnsta kosti þar til feð- ur og karlar fara að taka virkari þátt í umönnunarstörfunum. Höfundur er yfirmaður unglingadeildar Félagsmálastnfnunar Revkia víkurhorgar. f- i {’ f- § I i i f a i t-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.