Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 46

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 ARSHATIÐ Auglýsinga- og* kvik- myndafólk skemmtir sér Lilja Ægisdóttir og Brynja Agnarsdóttir hjá Góðu fólki. Morgunblaðið/Sverrir Sverrir Björnsson og Áslaug Harðardóttir frá Hvíta húsinu og þau Einar Bjarnason og Guðlaug Stephensen og Hrefna Haraldsdóttir frá Hugsjón stóðu og röbbuðu saman. Arshátíð SÍA, Sambands íslenskra auglýsinga- stofa, var haldin sl. föstu- dagskvöld á Hótel Borg. Þar voru mættir starfs- menn auglýsingastofanna, en auk þeirra létu ýmsir sjá sig sem tengjast at- vinnugreininni eins og kvikmyndagerðarmenn og fjölmiðlafólk. Stofumar skipta á milli sín undirbún- ingi hátíðarinnar og að þessu sinni kom það í hlut starfsmanna Góðs fólks og Hér og nú. Þema hátíðarinnar voru smáauglýsingar og hlaut hún því nafnið Smáauglýs- ingahátíðin. „Ástæðan er sú að það er samdráttur í auglýsingum eins og ann- ars staðar í þjóðfélaginu og því er meira um smáar auglýsingar,“ sagði Helgi Helgason hjá Góðu fólki í samtali við Morgunblaðið. „Ýmislegt tengdist þessu þema eins og auglýsinga- spjaldið um hátíðina sem sent var út til stofanna. Spjaldið var um það bil 80 x 150 sentimetrar, en neðst í einu hominu var smáauglýsing sem varla var hægt að lesa og því fylgdi stækkunargler með. Undirþemað var að við eig- um samt sem áður að hugsa stórt þrátt fyrir erf- iðleikana í þjóðfélaginu.“ Leikararnir Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björg- vinsdóttir sáu um skemmtiatriði sem byggð- ist á nokkurs konar fræðsluþætti á myndbandi, þar sem forkólfar auglýsingastofanna voru fengnir til að leika hlutverk. Hafði verið tekið upp samtal við þá sem síðan var sett í rétt eða rangt samhengi eftir því hvernig á það er litið. Hljómsveitin Papar spilaði síð- an fyrir gesti og loks var dansað við undirleik hljómsveitarinnar Rokkabillíbands Reykjavíkur. ' : f / ; PnOFESSIOHfO. ; V- BORGARKRINGLUNNI SÍMI677230 TAGHeuer SWISS MADE SINCE 1860 - - I I ...J I j ■ . I f ——j í /— Þeir voru mættir f.v. Guðmundur Jónsson formaður Landsambands hestamannafélaga, Pétur Jökull formaður Hestaíþróttasambandsins, Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri ISI og Ellert B. Schram forseti ÍSÍ. Mörg kunn andlit úr heimi hestamennskunnar gat að líta á uppskeru- hátíðinni. F.v. Snorri B. Ingason, Brynhildur Þorkelsdóttir, Ottó B. ólafsson, Erna Arnardóttir, Hinrik Gylfason, Þorbjörg Gígja og fremst situr Jóhanna Arngrímsdóttir. HESTAMENN Nýr Árni Johnsen sló í gegn á hátíðinni Uppskeruhátíð hestamanna var haldin á Hótel íslandi á föstudagskvöld. Voru við það tækifæri hestaíþróttamanni ársins afhentar viðurkenningar en þá nafnbót hlaut nú eins og oft áður Sigurbjöm Bárðarson. Sá kunni hrossaræktarmaður Sveinn Guð- mundsson á Sauðárkróki hlaut nafnbótina hrossaræktarmaður ársins, en þetta er í fyrsta skipti sem veitt er slík viðurkenning. Þótti Sveinn vel að þessari viður- kenningu kominn. Þá vom þrír landsliðsmenn heiðraðir sérstak- lega, Sigurður Matthíasson, Hin- rik Bragason og áðurnefndur Sig- urbjöm, en hinir fjórir eru erlend- is að störfum og því fjarri góðu gamni. Kveðskapur úr þinginu Boðið var upp á ýmis skemmti- atriði, öll úr röðum hestamanna. Victor Victorsson og Hildur Stef- ánsdóttir sýndu dansa, en Victor er vel kunnur hestamaður þótt enn sé ungur að árum. Ræðumaður kvöldsins var Páll Pétursson frá Höllustöðum, sá kunni hestamaður og þingmaður. Megin uppistaðan í ræðu hans var kveðskapur úr þinginu eftir hann sjálfan og aðra þingmenn, en þó einkum og sér i lagi Sighvat Björgvinsson ráð- herra. Veislustjóri var Guðmundur Birkir Þorkelsson skólastjóri á Húsavík og fyrrum Laugvetning- ur. Baldvin Baldvinsson frá Torfu- nesi söng einsöng, en mesta kátínu vakti Hermann Arnason bóndi og hestamaður frá Stóru-Heiði þar sem hann hermdi eftir Árna John- sen „stórsöngvara“ og Kristni Hugasyni hrossaræktarráðunauti. Hestamenn til undaneldis í gervi Kristins Huga tók Her- mann nokkra kunna hestamenn upp á svið og gerði gestum grein fyrir kostum þeirra og göllum til undaneldis þar sem Kristinn sjálf- ur kom best út að mati mati Krist- ins alias Hermann. Mælti Krist- inn/Hermann eindregið með að hann, þ.e. Kristinn, yrði notaður eins mikið og kraftar hans leyfðu því þar færi mjög vænlegur undan- eldisgripur. Að síðustu var dansað við undirleik Geirmundar Valtýs- sonar og hljómsveitar hans. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Það var létt yfir þeim félögum Sveini Guðmundssyni og Einari á Skörðugili enda ástæða til þar sem Sveinn hafði fyrstur manna ver- ið útnefndur ræktunarmaður ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.