Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVBMBER 1993 Blásið til sóknar eftirÁrna R. Árnason Á nýloknum landsfundi Sjálfstæð- isflokksins lýstu fundarmenn ein- dregnum suðningi við stefnu og meginaðgerðir ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og vilja um að áfram verði haldið á sömu braut. Glæsilegt formannskjör Davíðs og síðar ágætt varaformannskjör Friðriks Sophus- sonar sýndi hve óskorað traust flokksmenn bera til þeirra. Þeir hafa stýrt þjóðarskútunni um einhveija kröppustu sjói efnahagsáfalla sem hún hefur siglt um áratugi og stað- ist þá prófraun með prýði. Fundurinn vék oft að málefnum atvinnulífsins. Ályktað var um álita- efni og starfsskilyrði hvers höfuðat- vinnuvegar um sig, um vinnumark- aðsmál og atvinnuástand sérstak- lega, og um efnahags- og atvinnu- mál. Sterkur samhljómur var um nauðsyn þess að draga saman út- gjöld, umsvif og afskipti ríkisvalds- ins og leyfa frelsi til athafna að njóta sín á sem flestum sviðum við eðli- lega samkeppni. Fundarmenn lýstu stuðningi við efnahagsaðgerðir ríkis- stjómarinnar og telja þær hafa styrkt samkeppnishæfni atvinnulífs í landinu. Eingöngu þannig verði atvinna og lífskjör tryggð til fram- búðar og brotist upp úr þeim gríðar- lega öldudal sem ráðleysi og skulda- söfnun fyrri ríkisstjómar dró at- « vinnuvegi landsmanna niður í. Samstaða að baki ríkisstjórnar- innar við erfiðustu aðstæður seinni tíma í þjóðarbúskapnum er öflug hvatning til okkar allra sem komum að mótun og framkvæmd stefnu hennar og aðgerða hvert sem hlut- verk okkar er. Sterkir innviðir efna- hagskerfis ásamt samkeppnishæfni atvinnulífs og fyrirtækja em traust- ur grundvöllur framfara og sóknar í atvinnulífi sem á öðmm sviðum þjóðlífsins. Landsfundurinn blés til sóknar. Eflum frumkvæði og framtak Dýrmætasta auðlind íslenskrar þjóðar er fólkið sjálft með þekkingu sína, dugnað, aðlögunarhæfni, hug- kvæmni og samtakamátt. Beina þarf viðbrögðum við atvinnuleysi í átt að uppbyggingu starfsemi sem finnur markað fyrir vömr sínar og þjón- ustu, skilar hagnaði og getur því staðið til frambúðar. Brýnt er að forða fólki er missir atvinnu frá til- finningu um höfnun og niðurlæg- ingu. Efla verður sjálfstraust þess til að takast á við ný viðfangsefni með endurhæfingu og memjtun, upplýsingum um tækifæri í öðmm störfum og fræðslu um möguleika til eigin reksturs í heimabyggð og nágrenni. Tilþrif nýrra athafnamanna em mikilvægir gróðursprotar í atvinnu- lífinu. Möguleikar til aukinna og nýrra viðskipta og umsvifa em fólgnir í öllum atvinnuvegum okkar. Svo þeir nýtist til að fjölga atvinnu- tækifæmm, bæta lífskjör og þjóðar- hag verður ávallt að hlúa að nýsköp- un og þróunarstarfi hugvitsmanna og annarra fmmkvöðla með bættri aðstöðu og framboði áhættufjár. Auka ber skólastarf sem eflir frumkvæði og framtakssemi ein- staklinga. í flestum framhaldsskól- um verði kennt um atvinnulíf, við- skipti og samstarf atvinnugreina, skipulag og stjómun fyrirtækis, markaðsmál, svo og um auðlindir, sérkenni og aðstöðu á starfssvæði hvers skóla sem geta orðið grund- völlur atvinnustarfsemi. Nemenda- fyrirtæki tengd náminu ■verði starf- rækt á framhalds- og háskólastigi. Þau hafí aðgang að fjármögnun, upplýsingasöfnun og aðstöðu ‘á veg- um skólans, en nemar geti eignast þau er námi lýkur. Góð reynsla er af slíku skólastarfí í grannlöndum okkar og eru því þakkaðir vænlegir vaxtarbroddar í atvinnulífi. Koma þarf á fót alþjóðlegum sjáv- arútvegsskóla til fræðslu og þjálfun- ar í tengslum við þróunaraðstoð og nám í sjómennsku, útgerð, físk- vinnslu og fiskiðnaði. Hann getur orðið til að auka umtalsvert tæki- færi okkar til meiri umsvifa í sjávar- útvegi á grundvelli þekkingar og Árni Ragnar Árnason „Tilþrif nýrra athafna- manna eru mikilvægir gróðursprotar í at- vinnulífinu.“ háþróaðrar tækni okkar í veiðum sem vinnslu og þjónustugreinum hans. Enn fremur á grundvelli góðra viðskiptasambanda á stórum mörk- uðum fyrir sjávarafurðir. Önnur mikilsverð auðlind er ímynd íslands sem lands hreinnar og ómengaðrar náttúru, hreinlætis og heilnæmra afurða. Auka þarf sókn á þeim sviðum er á henni byggja. Þar ber hæst ferðaþjónustu sem mikils er vænst af. Nefna má heilbrigðisþjónustu við útlendinga, útflutning á heilsu- og snyrtivarn- ingi úr aukaefnum jarðhitavirkjunar og vörum úr hreinum og lífrænt ræktuðum afurðum og úr villtum dýrastofnum. Lega landsins milli meginlanda og góð sambönd okkar við aðrar þjóðir er aðstaða sem betur má nýta. Á því sviði er brýnt að ljúka allri umgjörð stjómvalda og annarra um frísvæði á Suðurnesjum. Enn fremur að setja löggjöf eða önnur almenn stjórnvaldsfyrirmæli um hvatningu til erlendrar fjárfestingar og efla kynningu íslands við fjárfesta. Virkjun fallvatna og jarðhita er nú umfram þörf fyrir orku. Meta þarf markaðsstarf okkar og endur- skoða verðmyndun á þessu mikil- væga sviði, þ. á m. sérstaka verð- lagningu til nýsköpunar, þróunar- starfs, uppbyggingar eða sérstakra aðstæðna, t.d. í ylrækt, starfsemi á frísvæðum og skipasmíðum. Ríkisstyrkir og niðurgreiðslur er- lendis til fiskiðnaðar, skipasmíða og fleiri samkeppnisgreina hafa raskað eðlilegri afkomu og framþfóun at- vinnulífs. Brýnt er orðið að móta almenn ákvæði um verðjöfnunar- gjöld bæði á innflutningi og útflutn- ingi á öllum stigum vöru og þjón- ustu frá hráefni til afurðar. Höfundur er aJþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Tæknival með hreinan skjöld eftirRúnar Sigurðsson í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag birtist grein eftir Hauk Nikulásson um höfundarrétt og hverjum beri að veija hann. Þörf á umræðu um ólöglega afritun og rétt höfunda er löngu orðin brýn. Þó að ég eigi erfitt með að skilja þann málflutning sem þama kom fram, og efíst einnig um að hann gagnist umræðu um ólöglega afrit- un, þá er hitt mun alvarlegra að fyrirtækið Tæknival hf., sem ég er í forsvari fyrir, er þjófkennt og staðhæft að um ólöglega viðskipta- hætti hafi verið að ræða. Það skyldi þó aldrei vera að undirrót skrifa Hauks sé sú að hann sem fyrrverandi eigandi Mic- rotölvunnar, sem varð gjaldþrota í sumar, vilji koma óorði á Tækniv- al hf.? Eins og flestir vita var Mic- 1111 I I I I I I I I I I I J T-I KVIK BAÐINNRÉTTING Sérstakt tilboú á vaski fy’lgir þcssari itinréliingn Kp. 7.186,- BÆJARHRAUNI B. HAFNARFIROI, SÍMI651499 STCTTUR AFGREIÐSLUTlMI GÓÐ GREIÐSLUKJÖR rotölvan umboðsaðili Novell á ís- landi. Tæknival hf. hefur aldrei stund- að ólöglega dreifíngu á hugbún- aði. Þau dæmi sem Haukur nefnir í grein sinni eiga sér öll eðlilega skýringu. Hann lýsir einnig dæmi- gerðum verkgangi í tölvuheimin- um: „Það er þekkt fyrirbrigði að tölvufyrirtæki afgreiði oft tölvu- hugbúnað til bráðabirgða á meðan beðið er endanlegs pakka.“ Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í þeim tilvikum sem hann nefnir. Því til sönnunar fylgja hér yfirlýs- ingar umræddra aðila sem ættu að taka af öll tvímæli um ólöglega afritun. Fjórir af þeim fimm aðilum sem hér voru nefndir eru skólar og eiga því rétt á skólaútgáfu af nethug- búnaðinum. Skólaútgáfa er sérstök útgáfa frá Novell og þarf að sækja um sérstakt leyfi hjá Novell Inc. fyrir hvem skóla áður en endanleg- ur netbúnaður er afhentur. Hauk- ur, sem fyrrverandi dreifíngaraðili á Novell-nethugbúnaði, veit mjög vel að langan tíma getur tekið að fá endanlega útgáfu af skólanet- búnaði. Þegar hafa tveir þessara skóla fengið sína endanlegu útgáfu og tveir eru enn að bíða eftir sinni. Þeir hafa þó báðir pantað net- búnaðinn hjá Tæknivali hf. og bíða Málavextir eru þeir að si. sumar andaðist einstaklingur með lögheim- ili í Hafnarfirði. Leitað var til Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma um vissa þjónustu vegna andlátsins, þ.e. flutning hins látna frá Hafnarfírði í líkhús í Fossvogi, kistulögn og bæn og kveðjuathöfn í Fossvogskirkju, en jarðsetning fór fram í Vestmannaeyj- um án afskipta kirkjugarðanna. Fyr- ir hvern þessara þátta, og afnot af kirkjunni, er greitt ákveðið gjald skv. gjaldskrá stofnunarinnar. Við reikningsgerð fyrir framan- greinda þjónustu, sem veitt var 15. eftir endanlegri útgáfu. Fimmti aðilinn, Mosfellsbær, pantaði netkerfi ásamt öðrum bún- aði hjá Tæknivali hf. haustið 1992. Netið var sett upp og endanlegur nethugbúnaður afhentur mánuði síðar. Vegna mistaka var ekki búið að setja inn rétt raðnúmer. Ýmsar ástæður eru fyrir því sem óþarfi er að rekja hér. Allar færsl- ur og reikningar vegna máls þessa eru fyrir hendi hjá Tæknivali hf. Aðdróttunum Hauks í okkar garð við útboð vísa ég algjörlega á bug. Tæknival hf. er ungt fyrir- tæki í sjálfu sér en við höfum þó náð þeim merka áfanga að verða tíu ára. Að halda því fram að við stelum aðföngum er fáránlegt og ekki svara vert. Tæknival hf. hefur á undanförnum mánuðum fengið marga stóra samninga í kjölfar útboða. Augljóst er að það væri mikil skammsýni að ætla sér að bjóða upp á stolna hluti. Ég legg til að umræðu á þessum grundvelli, um ólöglega afritun, Ijúki og verði tekin upp á öðrum vettvangi. Tæknival hf. áskilur sér allan rétt til þess að höfða meið- yrðamál á hendur Hauki vegna þessara alvarlegu ásakana hans. Höfundur er framkvæmdastjóri Tæknivals hf. júlí sl., voru gerð þau mistök að gjald- færður var rangur liður, sem leiddi til þess að reikningurinn var 3.500 krónum of hár. Aðstandandi hins látna, Jóhann Guðmundsson fyrrv. flugumferðarstjóri, gerði athuga- semd við þessi mistök. Þau voru leið- rétt, hann beðinn velvirðingar og greiddi hann reikninginn að fullu án frekari fyrirvara eða athugasemda hinn 16. september sl. Það kom því Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma vægast sagt á óvart þegar illskiljanlegar fréttir af þessu máli tóku að birtast Rúnar Sigurðsson „Tæknival hf. hefur á undanförnum mánuð- um fengið marga stóra samninga í kjölfar út- boða.“ „í tilefni greinar Hauks Niku- lássonar framkvæmdastjóra HKH- í Reykjavík í Morgunblaðinu á Stöð 2 tæpum tveimur mánuðum síðar. Sú staðreynd að Jóhann greiddi reikninginn að fullu eftir nákvæma skoðun hans gefur því til- efni til að ætla að upphlaup Stöðvar 2 nú sé til komið af einhveijum öðr- um ástæðum en þeirri að Jóhann sé ósáttur við niðurstöðuna, eins og lát- ið er að liggja. Kirkjugarðar Reykjavíkurpróf- astsdæma annast yfir 800 útfarir á hverju ári. Mistök á borð við þau sem gerð voru í umræddu tilviki eru afar fátíð. Vandséð er að einföld mistök í reikningsútskrift kalli á umfjöllun með þeim hætti sem Stöð 2 hefur iðkað. Það væri ekki mikið annað í fréttum fjölmiðla ef öll smámistök af þessu tagi í fyrirtækjum landsins fengju samskonar umfjöllun. F.h. Kirkjugarða Rcykja- víkurprófastsdæma, Ásbjörn Björnsson, forstjóri. Athugasemd við fréttafhitning frá Kirkjug-örðum Reykjavíkurprófastsdæma KIRKJUGARÐAR Reykjavíkurprófastsdæma mótmæla harðlega þeirri umfjöllun sem einfaldur misskilningnr við útskrift reiknings hefur fengið hjá fréttastofu Stöðvar 2 undanfarna daga. Fréttastof- an virðist hafa gætt þess vandlega að kirkjugarðarnir fengju ekki sanngjarnt tækifæri til að koma skýringum á framfæri í þessari umfjöllun. þriðjudaginn 9. nóvember sl. í greininni er því haldið fram að undirritaðir hafi undir höndum afrit af NetWare-nethugbúnaði frá Novell sem hafi ekki verið greitt fyrir eða löglegur pakki ekki verið afhentur. Þetta er að sjálfsögðu rógur af versta toga, sem ekki er svara verður. Við undirritaðir höfum allir fengið afhenta löglega pakka frá Tæknivali hf. með viðkomandi rað- númerum og höfum því fullan af- notarétt af búnaðinum. Við vonum að slíkar aðdróttanir verði ekki birtar framar án fullrar vissu greinarhöfundar um sekt við- komandi aðila. F.h. Iðnskólans í Reykjavík raðnúmer: 6421696 Skóla-NetWare 100 notendur Marinó G. Njálsson. F.h. Háskólans á Akureyri raðnúmer: 6420036 Skóla-NetWare 100 notendur raðnúmer: 6421697 Skóla-NetWare 100 notendur Halldór Árnason. F.h. Bæjarskrifstofu Mosfells- bæjar raðnúmer: 642238 NetWare 100 notendur Ásgeir Eiríksson." „í tilefni greinar Hauks Nikulás- sonar framkvæmdastjóra HKH í Reykjavík í Morgunblaðinu þriðju- daginn 9. nóvember sl. I greininni er látið að því liggja að undirritaður hafi undir höndum bráðabirgðaútgáfu af NetWare- nethugbúnaði frá Novell sem ekki standi til að greiða fyrir. - Við höfum unnið að því í fullri samvinnu við Tæknival hf. að fá skóla okkar samþykktan fyrir Skóla-NetWare. Umsókn okkar er útistandandi og bíðum við svara og samþykkis Novell Inc. F.h. Verkmenntaskólans á Ak- ureyri Umsókn um Skóla-NetWare 50 notendur Adam Ásgeir Óskarsson." „Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að beiðni Tæknivals hf. er hér með staðfest að Menntaskólinn við Hamrahlíð er í samvinnu við fyrir- tækið að vinna að því að fá skól- ann samþykktan fyrir tölvunet- kerfi, Skóla-NetWare frá Novell Inc. Reykjavík 12. nóvember 1993. Örnólfur Thorlacius."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.