Morgunblaðið - 16.11.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.11.1993, Qupperneq 2
J MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NOVEMBER 1993 Davíð Oddsson forsætisráðherra GATT-tilboð íslands líklega sent í dag TILBOÐ íslendinga um innflutning landbúnaðarafurða verður að öllum Hkindum sent til GATT í dag. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann ætti eftir að fá endanlega niðurstöðu því svar utanrikisráðherra myndi ekki berast fyrr en um miðnætti en taldi líklegt að ágreiningur væri úr sögunni. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann vonaði að tækist að útkljá það sem út af stæði í dag. Jón Baldvin sagði að ágreiningur gæti hugsanlega skaðað íslendinga væri enn uppi. Hann og landbúnað- arráðherra hefðu ætlað að ljúka málinu í gær en ekki náð saman, m.a. vegna þess að landbúnaðarráð- herra var veðurtepptur á Akureyri fram eftir degi. Um kvöldmatarleyt- ið hefði forsætisráðherra átt fund með landbúnaðarráðherra og að- stoðarmanni hans. „Sjálfur hef ég gert forsætisráðherra rækilega grein fyrir því hvað í milli ber en á þessari stundu er málið óútkljáð. Ég leyfi mér hins vegar að lýsa þeirri von minni að það takist að útkljá það sem út af stendur á morgun," sagði hann. Jón Baldvin sagði einnig að tíminn til að skila tilboðinu væri löngu runninn út og hættan sem af því stafaði gæti fyrst og fremst orðið sú að tilboðið myndi mæta afgangi og verða lítið skoðað sem eitthvað. Landbúnaðarráðherra og utan- ríkisráðherra hefur einkum greint á um þrjú efnisatriði. í fyrsta lagi um takmarkanir á innflutningi, mjólkur, mjólkurafurða og kindar- kjöts, í öðru lagi um tollaígildi, og í þriðja lagi um hversu háir tollar skuli vera á þeim landbúnaðarvör- um sem íslendingar skuldbindi sig til að hleypa inn í landið. Er haft var samband við Halldór Blöndal vildi hann ekki veita neinar upplýsingar um 'málið. Davíð Oddsson sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa átt fund með utanríkisráðherra annars vegar og landbúnaðarráðherra hins vegar um ágreiningsefni. Er hann var inntur eftir því hvort liklegt væri að málið yrði afgreitt í gærkvöldi og tilboðið sent í dag sagði forsætisráðherra þetta: „Ég tel það víst.“ Forsetinn á Akureyri VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, var heiðursgestur og fyrsti viðskiptavinur á kynningu á íslenskri framleiðslu sem hófst í gær undir einkunnarorðunum: „íslenskt-já takk.“ Forsetinn fór víða um Akureyri í gær og kynnti sér starfsemi flestra iðnaðarfyrirtækja í bænum, þar á meðal Gúmmívinnslunnar, þar sem Þórarinn Kristjáns- son, framkvæmdastjóri leiddi forsetann í sannleikann um framleiðslu fyrirtækisins, sem framleiðir m.a. hjólbarða og gúmmímottur úr endur- unnu hráefni fyrir barnaleikvelli. Húsbréfakerfið Munur 5 og 6% vaxta kannaður JÓHANNA Sigurðardóttir hefur beðið I»jóðhagsstofnun að kanna hvað það myndi kosta að bæta fólki með Iágar tekjur og meðal- tekjur að fullu muninn á 5 og 6% vöxtum í húsbréfakerfinu í gegn- um vaxtabótakerfið. Sagðist hún vilja sjá hvað út úr þessu kæmi áður en ákvörðun yrði tekin, en það væri fólk með lágar tekjur og meðaltekjur sem hún vildi veija. Þetta kom fram á Alþingi í gær í umræðum um svar við fyrirspurn frá Guðna Ágústssyni, Framsóknarflokki, um húsbréfa- kerfið. í svari ráðherra kom fram að af- föll í húsbréfakerfinu voru að meðal- tali 7,5% á árinu 1989, 11% á árinu 1990, hækkuðu í 19,3% á árinu 1991, voru 14% í fyrra og 11,7% að meðal- tali fram til septembermánaðar í ár. Guðni Ágústsson sagði að afföll á þessu árabili næmu 7 milljörðum króna og stimpilgjöld og lántökugjöld til viðbótar næmu 1,1 milljarði. Þeir hópar sem hefðu þurft að taka á sig þessi afföll væru að komast I erfíð- leika nú og leituðu eftir aðstoð. Jóhanna sagði að þessar tölur væru ekki marktækar þar sem þing- maðurinn tæki ekki tillit til innri fjár- mögnunar kerfisins og þeirra bréfa sem ekki væru seld á markaði. Marel hf. Kosning um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu OrðaJag á atkvæðaseðlnm mis- 30% veitu- munandi eftir sveitarfélögum KJÓSENDUR á höfuðborgarsvæðinu sem greiða atkvæði nk. laugardag um sameiningu Reykjavíkur, Seltjarnarness, Mosfells- bæjar, Kjalarneshrepps og Kjósarhrepps fá mismunandi orðaða atkvæðaseðla eftir því hvar þeir eru í sveit settir. Umdæmanefnd höfuðborgar- svæðisins samþykkti á fundi 26. október sl. að leggja til að kjósend- ur á norður- og vesturhluta höfuð- borgarsvæðisins fengju atkvæða- seðla með textanum: Ertu sam- þykkur sameiningu Kjalames- hrepps, Kjósarhrepps, Mosfells- bæjar, Reykjavíkur og Seltjamar- ness? Fyrir neðan skyldu kjósend- ur krossa í reit merktan „já“ eða „nei“. Yfirkjörstjóm í Reykjavík taldi orðalagið óheppilegt og ákvað að taka heldur til fyrir- myndar atkvæðaseðil úr lýðveldis- kosningunum 1944, atkvæðaseðill Kjósverja verður með líku sniði. Efst á Reykjavíkurseðlinum er yfírskrift: Atkvæðagreiðsla í Reykjavík 20. nóvember 1993. Þar fyrir neðan stendur: Tillaga um- dæmanefndar höfuðborgarsvæðis- ins um að eftirtalin sveitarfélög verði sameinuð: Reykjavík, Sel- tjarnarnes, Mosfellsbær, Kjalar- neshreppur, Kjósarhreppur. Fyrir neðan em tveir reitir merktir, já og nei, og fyrirmæli um að þeir sem samþykki tillöguna setji kross fyrir framan já, en hinir fyrir fram- an nei. Jón G. Tómasson, formaður yfirkjörstjómar í Reykjavík, telur að þetta orðalag sé ekki leiðandi, öðm máli gegni um spurninguna „Ertu samþykkur ...“ eins og til- laga umdæmanefndarinnar að kjörseðli hljóðar. Jón bendir á að eins væri hægt að spyija: „Ertu ósamþykkur ..." og hafa kostina nei og já, því sé spumingin leið- andi. Á Reykjavíkurseðlinum er vikið frá þeirri röð sveitarfélaga sem umdæmanefnd leggur til að verði notuð á kjörseðli. „Þetta er röðin sem er í tillögu umdæmanefndar frá 15. september, eins og hún Atkvæöagreiðsla f Reykjavfk 20. nóvember 1993 Tillaga umdæmanefndar höfuðborgarsyæðlslhslum a eftirtalin sveitarfélög veröi sameinuð: Reykjavík, 'Sel- tjarnarr^s, Mosfellsbæu, Kjalameshreppur, Kjósar- hreppur% I Já Nel Þeir sem samþykkja tillöguna setja kross fyrir framan „já", en hinir fyrir framan „nei". aukning VELTA Marels hf. hefur aukist um 30% á þessu ári að sögn Geirs A. Gunnlaugssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri Marels hf. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að veltan í fyrra hefði verið 410 milljónir króna en væri 530 milljónir á þessu ári, og aukningin því um 30%. Sagði hann aukna veltu afleið- ingu sóknar fyrirtækisins inn á nýja markaði. Marei hefði selt fram- leiðslueftirlitskerfí í kjötiðnaði en jafnframt haldið markaðshlutdeild sinni í fiskiðnaði og hefði fyrirtækið selt tæknibúnað til rúmlega 30 landa til þessa. ♦ ♦ » Atkvæðaseðill FYRIRMYNDIN að atkvæðaseðlinum sem lagður verður fyrir kjós- endur I Reykjavík er seðill sem notaður var við lýðveldiskosningarn- ar 1944. Meintir tölvuþjófar fundnir RLR handtók í gærkvöldi tvo sí- brotamenn á þrítugsaldri með tölv- ur og töivubúnað í fórum sínum 4 Pepsi riftir samningi Pepsi rifti auglýsingasamningi við Michael Jackson þegar hann af- lýsti tónleikaferð sinni 27 Prófkjör sjálfstæöismanna íþfÓttÍV barst borgarstjórn Reykjavíkur. Það er verið að kjósa um þá tillögu og ég tel mér óheimilt að breyta henni,“ sagði Jón G. Tómasson. Yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ taldi heppilegra að kjósendur tækju af- stöðu til ákveðinnar spurningar á kjörseðlinum, að sögn Björns Ást- mundssonar formanns yfirkjör- stjórnar. Efst á seðlinum er yfir- skrift: Atkvæðagreiðsla í Mos- fellsbæ 20. nóvember 1993. Þar fyrir neðan er spurningin: Ert þú samþykk(ur) tillögu uiridæma- nefndar höfuðborgarsvæðisins um að eftirtalin sveitarfélög verði sameinuð: Reykjavík, Seltjarnar- nes, Mosfellsbær, Kjalarneshrepp- ur, Kjósarhreppur. Þar fyrir neðan eru tveir reitir, merktir ,já“ og „nei“, kjósendur merkja síðan við annan hvom reitinn. Daui tekirni með hass á hóteli DANI með 3,7 kg af hassi í fórum sínum var handtekinn á hóteli í Reylqavík á laugardag. Hann hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 29. þessa mánaðar. Maðurinn, sem er 24 ára gam- all, hafði komið til landsins með fiugi frá Amsterdam á fímmtudag í síðustu viku. Að sögn fíkniefnalög- reglu er rannsókn málsins nánast lokið og verður það sent ríkissak- sóknara til meðferðar á næstunni. i j,Gaman, en hissa“ .| WB Gunnar Birgisson og Róbert Agn- arsson í efstu sætunum 28 og 29 Leiðari Rannsóknir í sjávarútvegi 28 ► Yngsti A-landsliðsmaður ís- íands í íþróttum. Ormarr Örlygs- son skiptir úr KA í Þór á AJkur- eyri. KR sigraði Islands- og bikar- meistara ÍBK í körfuknattleik. Iðnláiia- og Iðnþróunarsjóðir buðu í eignir íslensks bergvatns hf. Helmingimnn fór á 5 milljónir ert annað en að greiðsla fyrir leig- una rennur til þeirra en ekki til íslensks bergvatns." Davíð sagði að kanadísku meðeigendumir hafi átt um helming fyrirtækisins og jafnframt haft rétt á að flytja út alla framleiðsluvöru þess til allra landa nema íslands og Bretlands. „Það hafa þeir ekki gert þannig að nú opnast heimurinn á ný og við erum frjálsir að því að flytja út aftur,“ sagði Davíð. JÐNLÁNASJÓÐUR og Iðnþróunarsjóður keyptu sameiginlega helm- ing véla og tækja Islensks bergvatns hf., fyrir 5 milljónir króna á nauðungaruppboði í gær. Enginn annar bauð í eignina. Glitnir hf. er eigandi að hinum helmingi tækjanna. Breska fyrirtækið Seltzer hefur leigt tækin til 10. febrúar nk. Fulltrúar þess eru væntalegir til landsins til samninga við Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð um kaup á þeirra hlut. „Það er jákvætt að þetta skyldi fara á þann veg sem við ætluðum okkur, þ.e. forða því að verksmiðjan stöðvaðist,“ sagði Davíð Sch. Thor- steinsson, framkvæmdastjóri Smjörlíkis hf. Verksmiðjan var leigð Seltzer í sumar sem hefur rekið hana síðan. „Nú þegar Iðnlánasjóð- ur og Iðnþróunarsjóður eru búnir að leysa til sín veð, þá gerist ekk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.