Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 55 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Aðbúnaður íslensku bamanna lakari NÝVERIÐ stóð Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fyrir ráð- stefnu um stöðu langtímasjúkra bama og aðstandenda þeirra hér- lendis. Markmið ráðstefnunnar var að sýna fram á óréttlæti það sem samtökin telja að bömin búi við, eins og fram kom í fréttatilkynn- íngu frá félaginu. Fulltrúar frá Norðurlöndunum héldu íjölmörg erindi og í ljósi stað- reynda sem þar komu fram um aðbúnað langtímasjúkra barna ann- ars staðar á Norðurlöndunum telja fulltrúar styrktarfélagsins réttmætt krefja íslenska ráðamenn umbóta. Þess er meðal annars krafist að fjöldi veikindadaga vegna sjúkra barna verði endurskoðaður ekki síð- ar en í næstu kjarasamningum og að" Tryggingastofnun afgreiði umönnunarbætur og aðra styrki í samræmi við þarfir bótaþega en ekki af handahófi eins og samtökin segja hafa tíðkast hingað til. Einnig er þess krafist að félags- leg aðhlynning barnanna og að- standenda þeirra verði bætt og er átt við stuðning sálfræðinga, geð- lækna og presta svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur er sérstök áhersla lögð á að stutt verði við bakið á bömum sem missa úr skóla vegna alvarlegra langvarandi veikinda með fullnægjandi hætti þegar þau eiga þess kost að taka upp þráðinn í námi að nýju. Héraðsskjalasafn tek- ur til starfa Akranesi. HÉRAÐSSKJALASAFN Akra- ness tók formlega til starfa á dögunum og með opnun þess er brotið blað í varðveislu skjala Akraneskaupstaðar svo og fé- lagasamtaka, fyrirtælga og ein- staklinga í kaupstaðnum. Safninu hefur verið valinn staður í Bókhlöðunni á Akranesi og er skrifstofa safnvarðar á efri hæð hússins en geymslur í kjallara. Halldóra Jónsdóttir, safnvörður, veitir safninu forstöðu og við opnun safnsins rakti hún aðdraganda að stofnun þess í nokkrum orðum. Gísli Gíslason, bæjarstjóri og Ólafur Asgeirsson, þjóðskjalavörður, fluttu ávörp og Bragi Þórðarson, bókaút- gefandi og fulltrúi í safnstjóm, rakti aðdraganda að stofnun safnsins og kom fram í máli hans að lengi hef- Nýjar plötur I DOIT heitír ný geislaplata sem hljómsveitin Pís of Keik hefur sent frá sér en hún inni- heldur 11 lög, danstónlist af ýmsum toga. Þau sem skipa Pís of Keik em Máni Svavarsson, sem leikur á hljómborð ýmiskonar og semur öll lögin og nokkra texta, Júlíus Kemp, sem leikur á hljóðsarpa og semur texta, og Ingibjörg Stefánsdóttir, sem syngur og semur texta. Þá nutu þau aðstoð- ar Þorvaldar Bjama Þorvaldsson- ar sem stjórnaði upptökum ásamt Mána og Júlíusi og lék á gítara. Aðrir sem komu við sögu em Sigurður Flosason sem leikur á saxafón í tveimur lögum og trommaramir Ingólfur Sigurðs- son og Matthías Hemstock. Þá söng Ellý Vilhjálms í laginu Qu- ere Me og samdi auk þess spænska textann í viðlaginu en allir aðrir textar em á ensku. Upptökumaður var Nick Cath- cart-Jones sem jafnframt annað- ist hljóðblöndun á öllum lögunum utan Quere me sem Óskar Páll Sveinsson blandaði. Upptökur fóm fram í Gtjótnámunni að mestu og að hluta í Stúdíó Sýr- landi. Lars Emil hannaði umbúð- ir, Einar Snorri tók ljósmyndir og Nikki sá um tölvugrafík. Doit með Pís of Keik er á geislaplötu og kostar 1999 kr. og snældu á 1499 kr. Það er Spor hf. sem gefur út og ann- ast framleiðslu og dreifingu. ■ ÁSTIN ER heitir ný tvöföld safngeislaplata er inniheldur 35 rómantísk lög sem eiga það sameiginlegt að fjalla um ást- ina. Þetta eru allt þekkt lög í flutn- ingi upprunalegu flytjendanna, á Akranesi ur verið reynt að koma safninu á legg án þess það tækist fyrr en nú. Ingvar Ingvarsson, forseti bæjar- stjórnar, flutti að lokum ávarp og afhenti hinu nýja safni til varð- veislu fundargerðarbækur bæjar- stjórnar Akraness frá upphafi og eins fundargerðir hreppsnefndar Akraneshrepps fyrir daga kaup- staðarins. Þá hefur Stúkan Akur- blóm nr. 3 IOGT, Akranesi, afhent Héraðsskjalasfninu skjöl til varð- veislu. Er þetta allmikið safn að vöxtum, elstu gögnin em frá árinu 1884. Stúkan Akurblóm mun vera elsta starfandi félag á Akranesi og er safninu mikill fengur í þessum skjölum. Þessari gjöf fylgir mjög vönduð skrá unnin af Þorgils Stef- ánssyni, fyrmrn yfirkennara. - J.G. íslenskra og erlendra söngvara og hljómsveita. Á annri plötunni er tónlistin í eldri flokknum og á hinni er tónlist í yngri kantinum. Flest íslensku lögin á plötunni eiga það sammerkt að hafa ekki komið út áður á geislaplötu en það em lög eins og Hún hring minn ber í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar, Ástarsæla í flutningi Þú og ég o.fl. Það var Guðmundur Jón Guðjónsson sem hannaði um- búðirnar, umsjón með útgáfu hafði Jónatan Garðasson, Prentmyndastofan annaðist filmuvinnslu, Sony Music í Hollandi annaðist prentun og Sony DADC í Austurríki sá um framleiðslu geislaplatnanna. Geislaplatan Ástin er kostar 1990 krónur. ■ BÍÓLÖGIN er heiti tveggja geislaplatna saman í öskju sem innihalda 30 lög úr íslenskum, bandarískum og evrópskum kvikmyndum. Þessi safnplötutvenna inni- heldur tónlist sem spannar yfir 100 mínútur í spilun, en verðið er hið sama og á einfaldri geisla- plötu. Lögin koma úr þekktum kvikmyndum og hafa flest notið vinsælda í gegnum tíðina. Guðmundur Jón Guðjónsson hannaði umbúðir, Jónatan Garðarsson var umsjónarmað- ur útgáfunnar og annaðist samsetningu, stafræn vinnsla fór fram í Grjótnámunni. Prentmyndastofan sá um filmuvinnslu, Sony Music í Holland sá um prentun og hljóðforritun, en Sony DADC í Austurríki annaðist fram- lciðslu geislaplatnanna. Verð plötunnar er 1990 krónur. Spor hf. gefur út og annast dreifingu. Morgunblaðið/Þórunn Lárusdóttir Brú út í Hrútey í Blöndu ÞESSI göngubrú er yfir Blöndu og nær út í Hrútey og var smíðuð í fyrra. í eynni er útivistarsvæði Blönduósinga. Strákurinn á brúnni heitir Lárus Hauksson. Aukið flugöryggi í V estmannaeyj um Vestmannaeyjum. TEKIN hefur verið í notkun hindranalýsing sem staðsett er á fjallatoppum og opnar mögu- leika á næturflugi til Vestmanna- eyja. Við athöfn í flugturninum í Eyj- um töluðu Árni Johnsen, flugráðs- maður, og Haukur Hauksson, vara- flugmáiastjóri. í máli Árna kom m.a. fram að við völlinn er tækja- geymsla í byggingu, fyrirhugað væri að endurnýja vélbúnað á vellin- um og koma upp miðlínusendi. Þá væri verið að ganga frá nýjum rad- íóstefnuvita og stefnt væri að upp- setningu leiðarljósa fyrir aðfiug yfir nýja hraunið. Haukur sagði m.a. að gott samstarf hefði tekist milli Flugmálastjómar og Björgunarfé- lags Vestmannaeyja, en Björgunar- félagið tók að sér að koma rafljós- um og lögnum á hæstu tinda Heimaeyjar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, kveikti síðan á hindranalýsingunni og tók hana formlega í notkun. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Kveikt á lýsingunni Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, kveikir á lýsingunni. S væðisstj óraskipti hjá Flug- leiðum í Bandaríkjunum STEINN Logi Björnsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum frá og með næstu áramótum. Hann tekur við stöð- unni af Gylfa Sigurlinnasyni, sem flyst til íslands að eigin ósk og kemur til starfa á markaðssviði á austursvæði Flugleiða, sem nær til Þýskalands, Austurríkis, Sviss, Ítalíu og Austur-Evrópu. Svæðisstjórakskiptin verða á sama tíma og Flugleiðir flytja höf- uðstöðvar sínar í Bandaríkjunum frá New York til borgarinnar Col- umbia í Maryland. Gert er ráð fyrir því að um 30 nýir starfsmenn verði ■ ÞAR SEM vímuefnaneysla barna og unglinga hefur aukist til muna, eins og umræða í fjölmiðlum bendir til, er ljóst að við mikinn og óleystan vanda er að etja. Því hefur verið ákveðið að efna til kynningarfundar með tilliti til stofnunar foreldrasamtaka. Á fundinn koma fulltrúar frá for- ráðnir í Maryland vegna flutning- anna og allt markaðsstarf fyrirtæk- isins vestanhafs endurskipulagt. Það er þáttur í heildarendurskoðun og eflingu markaðsstarfs fyrirtæk- isins. varnanefnd lögreglu, barnavernd- arnefnd, meðferðarstofnun og sál- fræðingar. Einnig munu foreldrar segja frá sinni reynslu. Að lokinni umræðu verður fyrirspurnum svar- að. Fundurinn er haldinn / Gerðu- bergi, í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 20.30 og er öllum opinn. Nr. Leikur: Röðin: 1. BristolC.-MUIwaU -X- 2. Chariton - Notts Cnty 1 - - 3. Oxford - Dcrby 1 - - 4. Portsmouth - Watford - X - 5. Southend - Luton 1 - - 6. Wolves - Bamsley - X - 7. Boumem. - Brighton 1 - - 8. - Bumley - York - X - 9. Chesterfld - Rochdale - - 2 10. Mansfldd - Preston - - 2 11. Port Vale - Blackpool 1 - - 12. Rothcrham - Stockport - - 2 13. Shrcwsbury - Doncaster - X - Heildarvinningsuppha4Hn: 144 milljón krónur | 13 réttir: T 3.508.580 kr. 12 réttir: 47.550 kr. 11 réttir: 3.120 kr; 10 réttir: 840 kr. 45. leikvika -14. nóv. 1993 Nr. Leikur:________________Röðin: 1. Adreale - Cosenza - X - 2. Ancona - F. Andria - X - 3. Bari - Brescia 1 - - 4. Lucchese - Padova - X - 5. Modena - Fiorentlna - - 2 ®. 6. Monza - Verona - - 2 7. Palermo 8. l’escara 9. Vicenza - Venezia Ascoli Pisa - X - 1 - - - X - 10. Bologna - Prato 1 - - 11. Capri - ProSesto 1 - - 12. Carrarese - TriesUna - X - 13. Empoii Alessandria - X - Heildarvinningsupphœðin: 7 milljónir króna 13 réttir: 775.460 □ kr- 12 réttin 8.830 J kr. 11 réttin 850 J 10 réttin 280 □ kr* Gódandagimi'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.