Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 10
10? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993' Garðabær - Lyngmóar Til sölu 4ra-5 herb. íbúð á 1. hæð með bílskúr. Parket á eldhúsi og herb. Suðursvalir. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 1,8 millj. íbúðin er til sýnis sunnudag kl. 13-16. Upplýsingar í síma 657702. ......... ................................ * Miðsvæðis — glæsileoar íbúðir Til sölu tvær glæsilegar 3ja herb. (1 svefnh. og 2 saml. stofur) íbúðir á 1. og 2. hæð í húsinu nr. 3 við Þverholt í Reykjavík. (b. eru nýinnr. á mjög vandaðan hátt. Park- et. Hús allt tekið í gegn; rafm., lagnir o.fl. Myndir úr íb. eru í síðasta tölubl. Húsa og híbýla. íbúðirnar eru til sýnis í dag, laugardag, 20. nóv. og sunnudag 21. nóv. frá kl. 14-16. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. 120 fm íbúðir til sölu Á góðum stað í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru til sölu íbúðir með 2-3 svefnherb., stórum stofum, sérþvotta- húsi, stórum svölum á móti suðri og bílskúr. íbúðirnar henta vel fyrir eldra fólk. Einbhús inn við Sund Til sölu er einbýlishús inn við Sund. Fallegt útsýni yfir Sundahöfn og Esju. Húsið er mikið endurnýjað, (máln- ing og innréttingar, baðherb., parket á gólf o.fl.). Nánari upplýsingar í síma 31104. Örn Isebarn, byggingameistari. Stórglæsilegt hesthús í Mosfellsbæ FLUGUBAKKI3 - MOSFELLSBÆ Hesthús, nýlegt, í Mosfellsbæ að grunnfleti 218 m2. { húsinu er pláss fyrir 36 hesta, sem skiptist í 12 tveggja hesta stíur, 4 eins hesta stíur (graðhesta- stíur) og 8 bása auk járninga- og þvottaaðstöðu. Und- ir húsinu er haughús. Hlaða er 150 m3. í kjallara er rúmgóð geymsla og aðstaða fyrir reið- tygi. Á efri hæð er kaffistofa 20 m2. Húsið er steinsteypt og einangrað að utan, útveggir og þak er klætt með lituðu stáli. Upplýsingar gefa Jóhanna Bjömsdóttir, sími 39073 og Bima Sigurðardóttir, sími 667687. 1)41 Kfl 01 Q7A L^RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmoastjori . L \ IOU"tlu/U KRISTINNSIGURJ0NSS0N,HRL.loggilturfasteignasau Til sýnis og sölu - m.a. athyglisverðra eigna: Skammt frá Landspítalanum glæsil. 4ra herb. miðhæð í þríbhúsi byggðu 1985. Sólsvalir. Parket. Sérþvhús. Sanngjarnt verð. Nýtt einbhús v. Fannafold glæsil. timburh. á tveimur hæðum samt. 164,3 fm. 4 svefnh. Bílsk. - verkstæði 35,2 fm. Gamla, góða húsnlánið um kr. 3,0 m. Tilboð óskast. Af sérstökum ástæðum er til sölu á vinsælum stað í Austurborginni glæsil. 6 herb. efri hæð í þribhúsi m. bílsk. Mjög hagst. greiðsluskilmálar. Nánari uppl. á skrifst. Endurnýjuð rishæð v. Skipasund 4ra herb. mjög góð rishæð, 2. hæð, í þríbhúsi. Nýir gluggar, gler o.fl. Mikið útsýni. Ágæt sameign. Ræktuð lóð. Tilboð óskast. Á frábæru verði v. Hraunbæ 2ja herb. góð íb. 59,1 fm nettó töluv. endurbætt. Mikið endurbætt sameign. Vinsæll staður. Verð aðeins kr. 4,8 millj. Nýendurbyggð v. Hraunbæ glæsil. 4ra herb. íb. á 1. hæð. Nýtt parket, gler o.fl. Stórt og gott eldh. Vélaþvhús í kj. Ágæt sameign. ■ • • • Opiðídag kl. 10-14. Fjöldi góðra eigna í skiptum. Atmenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SfMAR 21150-21370 Segjum nei við sameíníngu eftir Harald Blöndal í dag ganga menn til kosninga um sameiningu sveitarfélaga. Til þessara kosninga er stofnað með einkennilegum hætti. Ekki er farið eftir tillögum og vilja þeirra, sem íbúar hafa kosið til forystu í sveitar- félögunum, heldur eru tillögurnar settar fram af sémefndum, sem virðast flestar hafa haft eins lítið samband við sveitarstjórnir og unnt er. Hér á innnesjum hafði samráðs- nefnd nákvæmlega ekkert samráð við sveitarstjórnimar, eins og komið hefur skýrt fram. Voru því jafnvel lögin um sérstaka sameiningu sveit- arfélaga brotin. Aðaltillagan felur í sér sameiningu yfir kjördæmamörk, og verður því ekki að vemleika nema samþykkti Alþingis komi til. Rétt er að taka fram, að menn greiða ekki atkvæði gegn samein- ingu með því að sitja heima. Ef þrír greiða atkvæði í Reykjavík og tveir em með, er sameiningin sam- þykkt. Það er Ijóst, að Reykvíkingar hafa ekki staðið gegn því, að ná- grannasveitarfélög rynnu inn í borg- ina, ef eftir var leitað. Reykvíkingar munu því væntanlega margir greiða atkvæði með sameiningunni á þess- um forsendum: Þeir eru ekki áhuga- menn um að Reykjavík nái frá Foss- vogslæk í Hvalvatn og fossin Glym, en taka á móti nágrönnum sínum af kurteisi og kristilegu þolgæði. En nú hafa hins vegar gerzt hlut- ir, sem ekki verður við unað. Félags- málaráðherra hefur lýst þeirri skoð- un sinni, að verði sameining sveitar- félaga ekki samþykkt í atkvæða- greiðslunni, muni hún láta Aiþingi setja lög og þrýsta fólkinu í færri sveitarfélög með valdi. Þetta er fá- heyrð ósvífni og verður bezt svarað með því að menn kjósi gegn samein- ingunni. Þessi ráðherra stjórnar því einfaldlega ekki með hótunum, hvort menn sameina sveitarfélög eða hvenær. Lögfræðilegir hnökrar eru á at- kvæðagreiðslunni um sameiningu Reykjavíkur, Seltjarnarness, Mos- fellsbæjar, Kjalameshrepps og Kjós- arhrepps. Þrír mismunandi kjörseðl- ar eru notaðir og spurningin hvergi eins, þótt verið geti, að hún sé efnis- lega sú sama. Er slíkt hægt? Verður kosningin ekki ógild þegar af þess- ari ástæðu? Margir eru þeirrar skoðunar, að hagsmunum Reykvíkinga sé bezt borgið með því að greiða atkvæði með sameiningu. Ég held að svo sé ekki. Það er ekki skynsamlegt til langframa fyrir Reykvíkinga að nágrannasveitarfélög renni inn í borgina, — við það verður Reykja- vík einfaldlega of stór gagnvart landinu og menn munu snúast gegn borginni, — hagsmunum Reykjavík- ur er bezt borgið með því að vera Haraldur Blöndal „Margir eru þeirrar skoðunar, að hagsmun- um Reykvíkinga sé bezt borgið með því að greiða atkvæði með sameiningu. Eg held að svo sé ekki.“ stærsta sveitarfélagið og leyfa öðr- um sveitarfélögum að þroskast og eflast eftir því sem atorka íbúanna dugir til. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn sameiningu. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir sjáifstæðismenn í Reykjavík. HtomgíMinÉD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Gunnar Ingi Gunnarsson læknir í Reykjavík sendir mér þetta ágæta bréf sem ég birti með þökkum eins og það leggur sig: „Kæri Gísli! Bezt er að byija á því að þakka þér margan góðan þáttinn um íslenzkt mál. Ég renni oftast í gegnum pistlana þína, svona bæði til skemmtunar og fróð- leiks, enda hef ég áhuga á efn- inu. Allt frá lokum menntaskóla- áranna, þegar þeir Jón og Magn- ús Guðmundasynir tróðu í mig móðurmálinu, hef ég verið áhugamaður um íslenzka tungu. Síðar meir gerði ég mér betur grein fyrir því, hversu mikilvægt það er í raun, að búa yfír nægi- legri málfærni, til að geta talizt sómasamlega virkur þjóðfélags- þegn. Án slíkrar kunnáttu situr maður í eins konar andlegri ein- angrun - illfær um að koma hugsunum sínum á framfæri. Það er því aldeilis ekki vegna þjóðarrembings eða mennta- hroka, að menn vilja leggja ofur- áherzlu á móðurmálskennslu í ' skólum. Sú stefna á miklu meira skylt við mannrækt af beztu gerð. Og þá að erindi þessa bréfs. Eitt af því, sem ég hef leikið mér að í hjáverkum, er að smíða ný íslenzk orð og jafnvel máls- hætti. Þar er ekki verið að puða við smáræðið og engan veginn er það nú svo, að ég telji mig einan og útvalinn í þeim efnum, heldur hitt, að ég hef afskaplega gaman af leiknum. Eitt af því fyrsta sem ég.man eftir frá ung- lingsárunum, hvað þennan leik varðar, er orðatiltækið að taka rispu. Við félagamir notuðum þetta óspart. Við tókum oft rispu, enda þýddi það ýmislegt, eins og t.d. að rífa sig upp og gerast duglegur eða fara eitt- hvert. „Nú tökum við rispu, strákar, og förum á sveitaball." „Tökum nú rispu og lesum fyrir prófið.“ Síðar hef ég heyrt þetta í ýmsum útgáfum. Ekki veit ég hvort það er alveg satt og rétt, en okkur var eignað orðatiltæk- ið. Einnig minnist ég þess, þegar setið var, t.d. við lærdóminn, og horft út í sólbjartan vetrarkuld- ann. Þá naut maður inniverunn- ar og gluggaveðursins, þ.e. veðráttu, sem aðeins veitir ánægju útum glugga á hlýju herbergi. Okkur strákunum fannst gluggaveðrið einkaeign, með réttu eða röngu. Þegar valdi er misbeitt er oft talað um valdníðslu. En það er einnig hægt að sýna valdið án þess að beita því. Það kalla ég valdsveiflu. Hún getur verið undanfari valdbeitingar og þá auðvitað einnig valdníðslu. Við verðum oft vör við orðið lobbyisma í fjölmiðlum. Menn eru sagðir stunda lobbyisma hér og þar um öll þjóðfélög. Um daginn auglýsti Eiríkur Hjálm- arsson, sá ágæti morgunhani Bylgjunnar, eftir íslenzku orði þess í stað. Ég lagðist undir feld og kom þaðan með orðin gangapot og forstofupot. Ég tel fyrra orðið skárra og hef notað það síðan. Segja má að gangapot flokkist undir hagsmunapot, en hafí mun þrengri merkingu. Og að lokum nýsmíði frá bökkum Víðidalsár sl. sumar. Þú veizt, að menn gera stundum ýmislegt miður gott í þeirri ein- lægu trú að geta sjálfír sloppið ósnortnir frá gjömingunum. En hið gagnstæða getur einnig gerst, að menn standi óvænt uppi með óskemmtilegar afleið- ingar gjörða sinna. Þegar allar líkur benda fyrirfram til þess, að ekki'verði undan afleiðingum verkanna komizt, en menn láta samt vaða, þá er atferlið eins og að leysa vind í vöðlum, af- leiðingamar ljósar og menn orðnir fangar eigin gjörða. Mínar beztu kveðjur." 719. þáttur ★ Strauk andvari orðavöllu með dagfari dirfðarsnjðllu. Var seiðsungið sólarkvæði og magnþrungið margri fræði. Var málgaldur mæltur lengi. Sló orðvaldur óðarstrengi. Fór álfgyðja orði réttu. Laut bragiðja boði settu. (Sveinbjöm Beinteinsson: Ur Álfakvæði.) ★ Auk þess legg ég enn til að við segjum t.d. í samanburði: frá því í fyrra í staðinn fyrir enda- laust „miðað við“, ensku com- pared to. Dæmi: Veiðin hefur nokkuð glæðst frá því í fyrra eða frá því sem var í fyrra. Já, og eigum við nú ekki að reyna að sniðganga orðið barna- barnabarnabarn? Þetta minnir mig á tólffótung eða fjórtán- fætlu. Til betra máls liggja margar leiðir, þegar afkomend- ur og vandamenn, niðjar og skyldmenni, auglýsa andlát eða jarðarför: Þá er þess getandi að „inn- koma“ er ekki boðleg íslenska í merkingunni tekjur, en það dugir um ferðalok og í spila- og leikhúsmáli. Og er ekki „krakkavænn“ það sama og hingað til hefur verið kallað barngóður? ★ Hlymrekur handan kvað: Mér þykir gott kóka og koffín, vel klædd, en þó ekki of fín, mælti Ölveig í Skál, en það var alþýðumál, að hún væri óttalegt skoffín. P.s. Mikill ógurlegur snilling- ur er Halldór Laxness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.