Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 27
MOKGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 27 Ný áætlun samþykkt um debetkort Þj ónustugj öldin lækkuð og 120 kr. hámark á greiðslur Heima- menn sterkir Einar segir ao lægsta þrep þjon- ustugjalda sem nemi 0,3% sé hugs- að fyrir fyrirtæki með 100 milljóna kr. veltu eða meira á mánuði, og stórverslanir sem taka ekki við krítarkortum. Annað þrepið sé á bilinu 0,3-0,5% og ætlað fyrirtækj- um sem hafa 50-100 milljóna króna veltu á mánuði. í þriðja þrepi séu þjónustugjöldin 0,5-0,75% og ætluð fyrirtækjum af ýmsum toga sem hafí um og yfír 50 milljón kr. veltu á mánuði. í fjórða þrepi séu gjöldin 0,75-1,2% og ætluð öllum öðrum söluaðilum, þótt að prósentan ráðist af veltu og áhættu. Einnig verði flokkur sem byggi á 10 krónu fasta- Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna Dómurinn leiðir til lægra kvótaverðs KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, telur að dómur Hæstaréttar um eignfærslu kaupverðs varan- legs fiskikvóta leiði til verðlækkunar á kvóta. Hann segir að mörg útgerðarfyrirtæki eigi nú stórar fjárhæðir inni hjá ríkinu í ofgreiddum sköttum. Skattinneignir bera almenna sparisjóðsvexti. Kristján segir ljóst að dómur Hæstaréttar leiði til þess að keyptur varanlegur kvóti sem útgerðarmenn áður máttu gjaldfæra á kaupári megi þeir nú gjaldfæra á fimm árum. Fjármálaráðherra hafi hins vegar gert kröfu um afskrift á tólf árum. Kristján sagðist telja að niðurstaða Hæstaréttar leiði til iækkunar á verði varanlegs kvóta vegna þess að skattalegt hagræði af kaupunum væri ekki eins mikið og áður þegar menn miðuðu við úrskurð Ríkis- skattanefndar sem heimilaði gjald- færslu á kaupári. Eiga stórfé inni Kristján sagði að margir útgerð- armenn ættu stórfé inni hjá ríkinu í ofgreiddum sköttum þegar þeir fengju leiðréttingu í kjölfar dóms Hæstaréttar. Það kemur til af því að fyrirtækin hafa verið skattlögð samkvæmt þeirri kröfu sem §ár- málaráðherra gerði í Hæstarétti, það er að eignfæra kvótann og afskrifa hann á tólf árum. Kristján sagði að það væru gjaman útgerðir með bestu afkomuna sem fjárfestu í kvóta til að tryggja framtíð sína og þau hefðu fram til þessa ekki fengið að draga frá tekjum sínum nema hluta þeirra afskrifta sem Hæstiréttur heimilaði þeim. „Það kom mér á óvart að Hæsti- réttur skyldi ekki komast að sömu niðurstöðu og Ríkisskattanefnd, að kvótinn eigi að bókast sem kostnað- ur á kaupári vegna þess að þá hefði ekki komið til eignfærslu hans og afskrifta. Vissulega vakna um það deilur hvort yfír höfuð eigi að af- skrifa svona hlut því við vonum að þetta sé endumýjanleg auðlind sem hvorki glatist á tíma né við notkun,“ sagði Kristján. FRAMKVÆMDANEFND um debetkort ákvað í gær sáttartilboð gagnvart kaupmönnum og korthöfum debetkorta sem miða að því að milda fyrstu hugmyndir sem settar voru fram um kortin. Nefnd- in er skipuð fulltrúum banka, sparisjóða og beggja kortafyrirtækj- anna. Einar S. Einarson framkvæmdastjóri Visa-íslands segir ákvörðunina fela í sér um 40-50% skerðingu fyrir útgáfuaðila kortanna miðað við upphaflegar áætlanir. Einar segir að tekið verði upp hámark og lágmark á þjónustugjöldum og verður hámark- ið 120 kr. í öllum viðskiptum en lágmarksgjald 6 kr. á hveija færslu. Einnig verði þrep þjónustgjalda lækkuð frá því sem áður var ætlað og verði lægsta þrep af fjórum 0,3% en hæsta 1,2%, auk þess sem sérstakt fastagjald er áformað fyrir opinbera innheimtuaðila. gjaldi og er ætlaður fyrir opinbera innheimtuaðila. „Hugmyndimar fela einnig í sér að söluaðilar fái ábyrgð á allar greiðslur og að þær verði greiddar út að kvöldi færslu- dags. Sama máli mun gegna um helgarviðskipti en þá verður and- virði helgasölu lagt inn á reikning fyrirtækisins fyrir miðnætti á sunnudegi," segir Einar. Árgjald 1994 fellt niður Helgi H. Steingrímsson verk- efnisstjóri framkvæmdanefndarinn- ar segir að árgjald korthafa 1994 verði fellt niður ef fólk sæki um debetkort fyrir 1. júlí 1994, en ann- ars verði árgjald korthafa kringum 900 kr. Sérstakt gjald verði tekið fyrir aukakort og endumýjun korta sem glatast. Færslugjöld vegna de- betkorta verði tekin upp 1. apríl 1994 og verði gjaldið 10 kr. á hveija færslu sem sé hið sama og greitt er fyrir tékka í dag. Færslugjöld á tékkum verði tekin upp 1. júlí 1994 samkvæmt ákvörðunum hvers banka. Útskriftargjöld af tékka- reikningum verði tekin upp frá og með 1. janúar 1994 og verði gjaldið 50 kr. á hveija póstiagningu. Tékkaábyrgð samkvæmt núverandi bankakortum verði felld niður frá og með 1. júlí 1994, þrátt fyrir að gildistími þeirra renni ekki út fyrr en síðar. Hægt verður að sækja um debet- kort 2. desember nk. og fyrstu kort verða afhent frá 6. desember nk. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Lóðinu kastað MAGNÚS Ver kastar 25 kflóa lóði á annan tug metra yfir rá fyrir framan Höfða. EFTIR tvær fyrstu greinar kraftamótsins alþjóðlega voru efstir Manfred Höberl og Magnús Ver Magnússon, en mótinu lýkur í dag í Kapla- krika. Þar verður keppt í nokkmm greinum og hefst keppnin klukkan 17.30, en klukkan 13 í dag verður flug- vél dregin af köppunum á Reykj avíkurflugvelli. „Ég hef trú á að Magnús Ver verði sterkastur, hann er í góðri þjálfun og gífurlega sterkur þessa dagana, en allir káppamir á mótinu eru góðir keppendur,“ sagði Manfred í samtali við Morgunblaðið. Hann leiðir mótið ásamt Magn- úsi, en þriðji eftir tvær þrautir var Andrés Guðmundsson sem vann fyrstu grein mótsins, þol- burð á Húsafellshellunni. íslenskur hugbúnaður líkir eftir orkuverum NÝR hugbúnaður, sem þróaður hefur verið af verkfræðistofunni Raf- hönnun hf. I samvinnu við Hitaveitu Reylq'avíkur og Verkfræðistofnun Háskóla íslands, var kynntur á fundi í gær. Til fundarins var efnt vegna umsóknar Rafhönnunar hf. til Áflvaka Reykjavíkur um sam- starf um þróun, framleiðslu og alþjóðlega markaðssetningu á hugbún- aðinum. Um er að ræða tölvuhermi sem líkir eftir orkuverum og öðr- um flóknum verkfræðiferlum og tæknilegum kerfum. Honum má lílqa við flughermi og nýtist hann m.a. til þjálfunar rekstrarmanna, við hönnun og prófun stjórnbúnaðar og sem kennslutæki i skólum. Þegar hefur verið hannaður tölvu- hermir fyrir Nesjavallavirkjun sem nú er í lokaúttekt hjá vélstjórum Hitaveitu Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að hann verði formlega tekinn í notkún í lok janúar nk. og getur þá skipuleg þjálfun vélstjóra með honum hafíst. Rekstrarmaður sem situr við stjórnbúnaðinn sér lítinn mun á því hvort verið er að stjóma virkjuninni sjálfri eða hermilíkaninu. Alþjóðleg markaðssetning Þróun hermisins hófst árið 1987 og er kostnaður við hönnun hans orðinn um 30 milljónir króna. Á þeim tíma þurfti stórar tölvur til að halda utan um svo flókin reiknilíkön en nú eru komnar á markað öflugar einkatölvur og hafa höfundar búnað- arins nú hug á að laga kjama hans að þeim og markaðssetja hann á því formi. Aðstandendur búnaðarins hafa fengið Jón Hjaltalín Magnússon til liðs við sig um markaðssetningu. I máli Jóns kom fram að mögulegir kaupendur væru bæði hérlendis og erlendis, m.a. orkufyrirtæki, verk- srniðjur og menntastofnanir. í máli Daða Ágústssonar, fram- kvæmdastjóra Rafhönnunar hf., kom fram að stefnt væri að stofnun sér- staks dótturfyrirtækis um þróun og markaðssetningu hugbúnaðarins undir vörumerkinu SimTech, sem stendur fyrir ensku orðin „Simulati- on Technology". Hann sagði herminn vera eitt besta tækið til að kynna innlenda verkþekkingu á erlendri grundu, t.d. á sviði jarðhita og sjáv- arútvegs þar sem íslenskir tækni- menn væru í fremstu röð. Þjálfun og prófun án áhættu Daði sagði að notendaviðmót hermisins væri eins eða mjög líkt og raunverulegt kerfí, t.d. orkuvers. Með herminum væri m.a. hægt að hanna og prófa stjómbúnað, þjálfa rekstrarmenn og gera tilraunir áður en hið raunverulega kerfi væri byggt án nokkurrar áhættu. Þannig væri hægt að auka rekstraröryggi veru- lega og stytta framkvæmdatíma. Þá nefndi hann sérstaklega að hermir- inn gæti nýst sem sölutæki fyrir búnað og tækni. Einn höfunda hans, Hallgrímur Sigurðsson, sagði að við sölu á slíkum búnaði væru oft aðeins fyrir hendi tæknilegar, skriflegar upplýsingar. Því væri mikill kostur fyrir kaupandann að fá að kynnast búnaðinum með hermi. Hann líkti því við mann sem læsi sér til um nýjan bíl í bæklingi frá framleiðanda annars vegar og fengi að prufukeyra bílinn hins vegar. Fyrsta kynningin Tilefni kynningarfundarins var, eins og áður segir, umsókn Rafhönn- unar hf. til Aflvaka Reykjavíkur. Morgunblaðið/Þorkell Rýnt á skjáinn DAÐI Ágústsson, framkvæmdastjóri Rafhönnunar hf., útskýrir herm- inn fyrir Markúsi Emi Antonssyni, borgarstjóra og stjómarformanni Aflvaka hf. Aflvaki var stofnaður um síðustu áramót. Honum er ætlað að styðja nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í borginni, sinna stefnumótun í at- vinnumálum og framtíðarverkefn- um. Aflvaki fær að meðaltali þijár umsóknir í viku um stuðning við ýmis verkefni en þetta var í fyrsta sinn sem umsókn er kynnt fyrir stjóm fyrirtækisins með þeim hætti sem gert var í gær. Borgarstjóri er stjómarformaður Aflvaka og tók hann til máls á fundinum. Hann sagði m.a. mikilvægt í ljósi breytts atvinnuástands að veitustofnanir borgarinnar, sem væru stöndug fyr- irtæki, kæmu út á markaðinn og tækju áhættu með atvinnulífínu með það að markmiði að skapa fleiri störf. Tjóni afstýrt Að sögn Jóns Eggertssonar yfír- vélstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur kom villa í stjórnkerfí virkunarinnar í ljós þegar farið var að prófa hermi- líkanið. Ekki hafði orðið tjón af henn- ar völdum þar sem skilyrði sem því hefðu valdið höfðu aldrei komið upp. Nú er hins vegar búið að koma í veg fyrir að tjón verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.