Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Fógetmn blekkt- ur til útburðar? eftír Jóhönnu Tryggvadóttur Það hefur tekið aðstandendur sjálfseignarstofnunarinnar Heilsu- ræktar í Glæsibæ tíu ár að sýna fram á og sanna með málsskjölum og at- burðarás, er nú skal rakin, hve geig- vænlegar afleiðingar það hefur ef ósvífnum aðilum í stéttum, sem ættu að vera öðrum fyrirmynd, tekst að snúa dómsvaldinu til liðs við sig með blekkingum. Heilsuræktin í Glæsibæ hefur nú gögn í höndunum sem sýna fram á meint refsivert athæfi nokkurra lækna og lögmanna, er þeir létu bera Heilsuræktina út úr húsnæði því er stofnunin hafði gert fógetasátt um forkaupsrétt að. Forsaga málsins er sú að 24. mars 1982 barst Heilsuræktinni upp- sagnarbréf frá Læknastöðinni hf. Við skyldum rýma 247 m' húsnæði á 2. hæð, álmu C, sem stofnunin hafði haft afnot af í tíu ár og voru allar innréttingar skuldlausar. Þar var heilsuræktardeildin þar sem þjálfað var undir minni stjórn. End- urhæfingardeildin var á jarðhæð og miðhæð en heilsuböð Aaltos á öllum þremur hæðunum. í september ’82 ákvað því forystu- lið Heilsuræktinnar á fundi að freista þess að kaupa húsnæði það, alls um 600 m2, er hún hafði haft á leigu í Glæsibæ frá 1972. í þessum hópi voru ýmsir mestu virðingarmenn þjóðarinnar sém margir hveijir höfðu notið þjónustu stofnunarinnar árum saman. Erfingjar frú Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar vildu selja húseignina. Erfmgjamir voru Lista- safn Islands, Leikfélag Reykjavíkur, íslenska óperan og tveir sjóðir við Raunvísindadeild Háskóla íslands. í framhaldi af þessu gerðu dánar- búið og Heilsuræktin, að tillögu Ólafs heitins Jóhannessonar, fv. forsætis- ráðherra, eftirfarandi sátt hjá „heit- festingaraðilanum", fógetarétti, bæj- arfógetaembættinu í Reykjavík. Fóg- etaréttinn skipaði heiðraður fógeti, Þorsteinn Thorarensen. Sáttin Dánarbúið hafði stefnt Heilsu- ræktinni fyrir húsaleiguskuld sem frú Helga Jónsdóttir hafði heitið stofnuninni eftirgjöf á, en þau hjón voru miklir velunnarar hennar. í réttinum var gerð eftirfarandi sátt 20. október 1982: „Gerðarþoli Heilsuræktin skuld- bindur sig til að hafa rýmt leiguhús- næði sitt í Glæsibæ, þ.e.a.s. húsnæði það sem Heilsuræktin hefur á leigu frá gerðarbeiðanda, í síðasta lagi 5. janúar 1983. Gerðarbeiðandi fellur frá kröfu um málskostnað. Gerð- arbeiðandi skuldbindur sig að ganga nú þegar til samninga við gerðarþola um húsnæði það, sem gerðarþoli hefur í Glæsibæ, um kaup gerð- arþola á húsnæðinu, enda verði samningum lokið fyrir 1. desember 1982. Heilsuræktin skal hafa for- kaupsrétt á húsnæðinu til 5. janúar 1983. Verði ekki af kaupum og gerðar- beiðandi vill leigja húsnæðið skal gerðarþoli hafa forleigurétt. Upplesið, játað. Guðm. Ingvi Sigurðsson Jóhanna Tryggvadóttir Ingi R. Helgason." Kauptilboðið Hinn 25. okt. 1982 barst Inga R. Helgasyni hrl., lögmanni Heilsurækt- arinnar, kauptilboð undirritað af öll- um skiptaforstjórunum, en Inga hafði Bjöm Jónsson, forseti ASÍ, ráðið til starfa fyrir Heilsuræktina. Var Bjöm í hópi forystumanna Heilsuræktarinnar. Kauptilboðið var að mestu aðgengilegt, einkum hvað varðaði 2. hæð, álmu C, er Heilsu- ræktin framleigði af Læknastöðinni hf. Heilsræktin hafði aðgang að fjár- magni og hefði getað greitt erfingj- um á borðið sinn hluta 2. hæðar. ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að ljúka kaupsamningum, enda lá okkur á, bæði vegna tímatakmarka sáttar- innar og þess að sjúkraþjálfarar þeir er störfuðu hjá stofnuninni vom á fömm og urðum við að ganga frá nýjum ráðningum fýrir 1. desember. Dr. Jose Alberto Faria, yfirlæknir við endurhæfíngarstöðina Alcoitao í Estoril í Portúgal, hafði sent okkur tvo þjálfara, iðjuþjálfara og sjúkra- þjálfara, til að kjmna sér starfsemi stofnunarinnar með áframhaldandi ráðningu þjálfara í huga. Dr. Faria og Kristján Tómas Ragnarsson em skólabræður frá New York Univers- ity Hospital. Dr. Howard D. Rusk, „faðir endurhæfíngarinnar", sagði mér að hann áliti þá tvo í hópi fímm fæmstu endurhæfingarlækna í heimi, enda em þeir báðir heims- þekktir menn núna. Var það mikill missir fyrir Heilsuræktina þegar Kristján Tómas fór af lándi brott en fram til þess tíma hafði hann liðsinnt stofnunni með ráðgjöf og á annan hátt. Dr. Rusk bað dr. Faria að útvega Heilsuræktinni þjálfara í Portúgal. Fyrirbyggjandi endurhæfíng (prop- hylactic rehabhilitation), sem var markmið endurhæfíngarstöðvar Heilsuræktarinnar, var stefna sem þessir þrír sérfræðingar kunnu að meta. Þess skal getið að Heilsurækt- in er fmmkvöðull á þessu sviði. Jákvæð umsögn þjálfaranna varð til þess að dr. Faria var reiðubúinn til að aðstoða okkur við ráðningu nýrra þjálfara. Staðfestingu ráðning- ar varð hann að fá fyrir 1. des. 1982. Eins og að framan greinir hafði Heilsuræktin forkaupsrétt að hús- næðinu í Glæsibæ til 5. jan. 1983 en samningum þar að lútandi skyldi lokið fyrir 1. des. 1982. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar og lög- manns Heilsuræktarinnar létu skiptaforstjóramir ekki ná í sig og varð það þess valdandi að 1. desem- ber leið án þess að gengið væri til samninga samkvæmt kauptilboðinu. Baktjaldamakkið Læknastöðin hf. er hlutafélag, en skv. hlutafjárlögum verður félags- fundur að taka ákvörðun um kaup húsnæðis. Enginn slíkur fundur var haldinn. Þvert á móti vom Landa- kotslæknar að undirbúa'flutning að Marargötu 2. Landakotsspítali fékk síðan 30 millj. króna framlag úr rík- issjóði til kaupanna. Guðjón Lámsson læknir og Sveinn Snorrason hrl. héldu samt ótrauðir áfram áformum sínum gagnvart Heilsuræktinni. Ég hafði ámm saman í samstarfí við Guðjón og fleiri lækna verið með' fólk í þjálfun og meðferð við háþrýst- ingi. Karlmenn sem þjást af háþrýstingi vita að mörg þeirra lyfja er þeir neyð- ast til að taka draga verulega úr kynhvöt og hefur það því miður oft sorglegar afleiðingar. Er Heilsurækt- in tekur nú aftur til starfa með drengilegri hjálp bankastjóranna Sverris Hermannssonar og Stefáns Péturssonar þá mun ég einbeita mér að þessu böli, háþrýstingnum. Útburðurinn Hinn 2. febrúar 1983 reit Baldur Guðlaugsson hrl. borgarfógetaemb- ættinu í Reykjavík eftirfarandi út- burðarbeiðni: „Undirritaður fer þess hér með á leit f.h. Læknastöðvarinnar hf. að Heilsuræktin verði borin út úr hús- næði því sem hún hefur haft á leigu frá Læknastöðinni hf. á 3ju hæð C-álmu hússins nr. 74 við Álfheima í Reykjavík." Bréfínu lýkur þannig: „Gerð þessi fari fram á mína ábyrgð en á kostnað gerðarþola. Reykjavík, 2. febrúar 1983. Virðingarfyllst, Baldur Guðlaugsson hrl.“ Skv. uppsagnarbréfí Læknastöðv- arinnar hf. var gert ráð fyrir 9 mán- aða uppsagnarfresti. í greinargerð lögmanns Heilsuræktarinnar dags. 14. febrúar 1983 stendur: „Sam- kvæmt 3. tölulið 13. gr. laganna um húsaleigusamninga ber í þessu til- felli að segja upp með 12 mánaða fyrirvara. Er því uppsögnin ógild. Hér er um mjög langan leigutíma að ræða og húsnæðið innréttað á sérhæfðan hátt.“ Bókun í skjali nr. 25 sem lagt var fram á bæjarþingi Reykjavíkur þann 11. október 1990 um fund í Lækna- stöðinni hf. þann 16. desember 1982, 5. gr., hljóðar svo: „Rætt um Heilsu- ræktina. Henni var sagt upp með 9 mánaða fyrirvara og á að fara út um næstu mánaðamót. Fyrir liggur Jóhanna Tryggvadóttir „Af öllu framansögðu má vera ljóst að sjálfs- eignarstofnunin Heilsu- ræktin hefur verið fórnarlamb svika og meinsæris.“ að Sveinn Snorrason sé fús á að Iosa okkur úr leigu á norðurenda strax og Heilsuræktin er búin að iýma plássið, hvort sem við kaupum eða kaupum ekki; en ekki nema H.rækt- in sé farin út.“ Undir fundargerð ritar G.Lár. Þessi bókun sýnir að Guðjón Lár- usson bar boð Sveins Snorrasonar á fundinn. Á Þorláksmessu barst okkur út- burðartilkynning frá Sveini Snorra- syni hrl., þar sem okkur var gert að rýma húsnæði endurhæfingarstöðv- arinnar á jarðhæð og miðhæð í Glæsibæ. Þeim útburði tókst að forða og náðust samningar um kaupin þann 6. júní 1983 en samningurinn látinn gilda frá 1. des. 1982. Þessi tvö atriði, bókunin á fund- inum í Læknastöðinni hf. og útburð- artilkynning Sveins Snorrasonar, sýna ótvírætt að skiptaforstjóramir ætluðu sér aldrei að standa við sátt- ina sem gerð var hjá heitfestingar- aðilanum, fógetanum. Það var ekki fyrr en þann 11. október 1990 að kaupsamningur húsfélagsins Glæsis hf., dags. 3. júní 1983, kom fyrir okkar sjónir. Þar er staðfest að erfíngjar frú Helgu og Sigurliða selja óstofnuðu fyrir- tæki, húsfélaginu Glæsi hf., efstu hæð Glæsibæjar, álmu C, en hluta þeirrar álmu hafði Heilsuræktin átt forkaupsrétt að. í 25. línu afsals nr. 30598, dags. 30. október 1983, kem- ur fram eftirfarandi: „Kaupandi veit- ir hinum selda eignarhluta viðtöku hinn 1. janúar 1983 og hefur sætt sig við ástand hans.“ Þann l.janúar 1983 var forkaups- réttur Heilsuræktarinnar enn í fullu gildi. í yfírlýsingu í skjali til borgar- fógetaembættisins nr. A, dags. 19. október 1988, innfærðu 20. október, kemur fram að afsal Sveins Snorra- sonar er misvísandi. Afleiðingar alls þessa fyrir Heilsu- ræktina urðu geigvænlegar. Var hvorki hægft að ganga frá ráðningu tveggja þjálfara frá Portúgal né ljúka við gerða sátt hjá heitfestingaraði- lanum, fógetanum. Var fógetinn blekktur til útburðar og bar Baldur Guðlaugsson hrl. ábyrgð á þvf? Forkaupsréttur var rofínn á okk- ur, útburður framkvæmdur að kröfu og á ábyrgð Baldurs Guðlaugssonar og í framhaldi af því kærði Heilsu- ræktin fógetann til dómsmálaráðu- neytisins fyrir meint afglöp í starfí. I framhaldi af þeirri kæru skrifar Sveinn Snorrason stjórnvaldinu, dómsmálaráðuneyti, bréf dags. 2. ágúst 1983. Þar segir: „Með kaup- samningi dags. 3. júní 1983 keypti stjóm Læknastöðvarinnar hf., Álf- heimum 74, Reykjavík, f.h. félagsins og annarra starfandi lækna í Lækna- stöðinni, er hyggjast stofna sérstakt hlutafélag undir nafninu: Húsfélagið Glæsir hf. til þess að eiga og reka húsnæði Læknastöðvarinnar, Álf- heimum 74 í Reykjavík, framan- greint leiguhúsnæði. Voru kaupin miðuð við sl. áramót og niðurfelldur leigusamningur frá sama tíma. Svo sem ráða má af framanrituðu hefur aldrei stofnast til neins réttar- sambands milli Heilsuræktarinnar og Silla og Valda, Helgu Jónsdóttur og síðar dánarbús hennar eða erfíngja vegna húsnæðis þess, sem erindi þetta varðár.“ Ennfremur segir í bréfínu: „Að gefnu tilefni skal ítrekað að í samn- ingum við framangreinda aðila er hvergi kveðið á um forkaupsrétt húsnæðis i Glæsibæ og af hendi skiptaforstjóra hafa engar yfírlýsing- ar verið gefnar um það til Heilsu- ræktarinnar eða forráðamanna hennar. Er þess vænst að með bréfí þessu séu hinu háa ráðuneyti gefnar fullnægjandi skýringar.“ Bréfið er undirritað af Sveini Snorrasyni hrl. f.h. skiptaforstjóra í db. Helgu Jóns- dóttur. Dómsmálaráðuneytið tók bréf Sveins Snorrasonar gilt og aðhafðist ekkert í málinu. Nú, eftir öll þessi ár og dræma heimtu málsskjala, liggur ljóst fyrir að Baldur Guðlaugsson og Sveinn Snorráson hafa veitt fógetanum og dómsmálaráðuneytinu rangar upp- lýsingar. I XV-kafla hegningarlaga er fjall- að um rangan framburð og rangar sakargiftir, segir í 142. grein: „Hver sem skýrir rangt frá einhveiju fyrir rétti eða stjómvaldi, sem hefur heim- ild til heitfestingar, skal sæta fang- elsi allt að 4 árum. Hafí skýrsla ver- ið heitfest skal virða það refsingu til þyngingar." I 145. gr. sömu laga segir: „Hafí maður, án þess að brot hans varði við ákvæði 142. gr., gefíð opinberu stjórnvaldi ranga yfirlýsingu að við- lögðum drengskap eða á annan sam- svarandi hátt, þar sem slík aðferð er boðin eða heimiluð, þá varðar það sektum eða varðhaldi, en fangelsi allt að 2 árum, ef sök er stófelld." í 146. gr. segir: „Ef maður að öðru leyti gefur opinberu stjómvaldi ranga yfírlýsingu um málefni, sem honum er skylt að gefa upplýsingar um, þá skal hann sæta sektum eða varðahadli allt að 6 mánuðum eða fangelsi allt að 4 mánuðum." Af öllu framasögðu má vera ljóst að sjálfseignarstofnunin Heilsurækt- in hefur verið fórnarlamb svika og meinsæris. Fógetinn var blekkur. Höfundur er formaður stjórnar Heilsuræktarinnar. Skógarlíf og dauði Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Einu sinni var skógur („Once Upon a Forest“). Sýnd í Bíóborg- inni og Bíóhöllinni. Leikstjóri: Charles Grosvenor. Raddir: Mieh- ael Crawford, Ben Vereen, Ellen Blain, Ben Gregory, Paige Go- sney. Enginn skákar Disney-kvik- myndaverinu í gerð teiknimynda en velgengni þess undanfarið hefur kveikt áhuga hjá öðrum kvikmynda- fyrirtækjum sem hafa snúið sér að teiknimyndunum. Eitt af þeim er 20th Century Fox sem sendir frá sér fallega en að sama skapi lítt spennandi teiknimynd með um- hverfísvænum boðskap er heitir Einu sinni var skógur. Hún sýnir m.a. að Disney er ljósárum á undan öðrum í gerð teiknimynda (sýnd voru brot úr þeirri nýjustu, Aladdin, á sýningunni) og aðrir eiga langt í land að ná þeirra gæðum. Einu sinni var skógur segir af vegferð nokkurra vina úr dýraríkinu um ónýtt og dautt iandslag af mannavöldum. Eiturgas hefur lagt skóginn þeirra í auðn og lítinn vin á sóttarsæng og félagamir þurfa að ferðast langar leiðir eftir jurtum sem bjargað geta lífí vinar þeirra. Á leiðinni lenda þeir í nokkrum ævintýrum og kynnast enn frekar eyðileggingarmætti mannsins. Myndin er ágætlega gerð en það er fátt markvert eða minnisstætt við hana. Eitt gott söngatriði þar sem Ben Vereen talar fyrir líflegan predikara stendur uppúr. Hins veg- ar er boðskapurinn mjög skýr og ákveðinn og í takt við þá náttúru- vemdarstefnu sem rekin er um heimsbyggðina. Hryllilegustu óvinir litlu söguper- sónanna eru skurðgröfur sem rífa í sig jörðina og mennirnir vondu eru teiknaðir eins og Steven Spielberg myndar þá í „E.T.“; það sést yfír- leitt aðeins í lappimar á þeim til að leggja aukna áherslu á ógnina sem stafar frá þeim. Þeir leggja skóga í auðn og gildrur fyrir dýr og gera þeim yfírleitt allt til miska en þó glittir í von um betra fram- ferði áður en lýkur. Einu sinni var skógur virkar sjálf- sagt best fyrir yngstu áhorfend- urna; aðalpersónurnar ungu eru sætar og skiptast á einkar hefð- bundinn hátt í hugrökku stúlkuna, átvaglið og prófessorinn. Hér er allt eins og það á að vera en enginn fmmleiki eða raunverulegur frá- sagnameisti. Engir galdrar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Hókus pókus - Hocus Pocus Leikstjóri. Aðalleikendur Bette Midler, Sarah Jessica Parker, Kathy Najimy, Thora Birch. Bandarísk. Walt Disney 1993. Hugmyndin lofaði vissulega góðu; senda þijár, sautjándualdar nomir í galdraborginni Salem inn í hringiðu nútímans. En því miður er myndin ekkert annað og meira en þessi uppskrift, allt sem við hana hefur verið hnýtt er lítilsiglt, í mesta lagi broslegt þegar best lætur. Þijár systur, nornirnar Midler, Parker og Najimy, eru kveðnar nið- ur eftir óhæfuverk á ofanverðri saujándu öld og eru óvart særðar til lífsins af nokkrum krakkaskinn- um á hrekkjavöku þrem öldum síð- ar. Nornirnar þurfa á mannablóði að halda til að hljóta eilíft líf og eru krakkamir þau einu sem vita að þær em ósviknar fordæður er þær blandast með láði inn í grímu- klædda þorpsbúana á Allra heilagra messu. Það er með ólíkindum hversu lít- inn mat handritshöfundurinn hefur gert sér úr þessum bráðfyndnu kringumstæðum. Eyðir mestum tímanum í vellulega unglingaróm- antík (drengstaulinn er hreinn sveinn í byijun og fjandakornið fátt sem bendir til þess að svo verði ekki um aldur og æfí í myndarlok) í stað þess að einbeita sér að and- stæðunum - nomum á atómöld. Þá sjaldan myndin kemst á eitthvað flug er í atriðum þar sem andhverf- unum er blandað saman, (ein nom- in grípur til ryksugo er hún finnur ekki gandinn o.s.frv.). Annar vondur galli er að Hókus pókus virðist hvorki gerð með böm, unglinga eða fullorðna í huga. Er allavega ekki fyrir smáfólkið og þeir sem famir eru að taka út ein- hvem þroska fara fljótlega að geispa. Einn ljósan punkt er þó að fínna í myndinni, sem er barna- stjaman Thora Birch. Hún stelur senunni hér eins og í Paradise. En Midler fær lítið að gert í sínu lang- versta hlutverki um dagana og Najimy (SisterAct) virðist því mið- ur einnar myndar leikkona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.