Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 37

Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 37 Guðrún Áma Sigurð ardóttír — Fædd 9. nóvember 1935 Dáin 15. nóvember 1993 Alltaf er jafn sárt að kveðja. Nú er hún Gunna frænka farin yfir móðuna miklu og þrátt fyrir vissuna um að svona sé þessu lík- lega best farið; að nú líði Gunnu vel eftir löng veikindi, þá er afar erfitt að horfa á eftir henni leggja upp í þetta ferðalag. Margs góðs er að minnast þegar litið er tl baka til samverustund- anna með þér, Gunna mín. Eg var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að flækjast um allt land ásamt þér, mömmu, pabba og ömmu Freyju. Mér er það einna minnis- stæðast hve iðnar við vorum að telja öll þau pípuhlið sem farið var yfir á sýslumörkum, og voru þau að lokum orðin ansi mörg, og ekki má heldur gleyma vísnagerðinni okkar tveggja sem við stóðum okk- ur svo vel í á þessum ferðalögum. Síðar er að minnast áranna í sveitinni og þeirra þriggja vora sem ég dvaldist á Vestara-Landi yfir sauðburðinn. Það var alltaf gott að komast í sveitina; þar leið manni vel og þú áttir þinn stóra hlut í að gera dvölina svo góða sem hún var. Það var einnig mikið til- hlökkunarefni þegar þín var von í bæinn og þú ætlaðir að dveljast hjá okkur einhvem tíma eða fara með okkur á Mosana. Þá var alltaf Minning‘ farið á flakk og súkkulaðisins góða leitað af miklum móð handa Gunnu frænku. Allra þessara stunda auk svo ótal fleiri mun ég sakna sáran og með þessum orðum kveð ég þig í hinsta sinn, Gunna mín, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur veitt mér. Elsku Freyja, Lalli, Baldur og Guðrún Elva, ég votta ykkur sam- úð mína og bið Guð að styrkja ykkur í sorginni. Anna Halldórsdóttir. í dag verður Gunna systir jarð- sett frá Skinnastaðakirkju í Öxar- firði. Hún andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar að morgni hins 15. nóvember. Það er undarlegt að hugsa til þess að ein úr systkinahópnum skuli ekki lengur vera á meðal okkar. Enda þótt Gunna væri búin að vera veik nokkurn tíma og vitað að hveiju stefndi þá kemur dauðinn alltaf eins og óviðbúið högg. Stórt skarð er höggvið í hópinn sem ólst upp að Strandgötu 9, Ólafsfirði. Við töluðum oft um það að við skildum ekki hvemig við hefðum farið að því að búa átta manns í svona lítilli íbúð. En reyndin var sú að þar lifðum við hamingjusömu lífi í faðmi ástríkra foreldra. Þrengslin þjöppuðu okkur bara meira saman, tillitssemi við hvert annað og virðing fyrir eigum ann- arra voru reglur sem við höfðum í heiðri. Heima hjá okkur var mikið sungið. Ég man eftir mörgu kvöld- inu þar sem mamma sat við sauma- vélina og yfir vélargnýinn var sungið tví- og þríraddað. Frá þess- um kvöldum og mörgum öðrum kunnum við systur ógrynni af lög- um og textum. Mamma hafði lag á að kenna okkur að vinnan göfg- ar manninn. Ef eitthvað var leiðin- legt þá var upplagt að syngja eða læra nýjan texta utanbókar á með- an lokið var við verkið. Eitt dæmi ætla ég að rifja upp en það er úr sláturtíð þegar ég var sjö ára en Gunna fimmtán. Hún átti að kenna mér að reyta ristla en mér fannst þetta ógeðslegt verk og þá sérstaklega þegar ég sleit ristilinn en það gerðist nokkuð oft. Hún sýndi mér handtökin og sagði nú skulum við telja hvað við getum sungið Ein yngismeyjan gekk út í skóginn oft á meðan við ljúkum við einn. Ekki man ég hvað við sungum lagið oft en eitt er víst að textanum gleymi ég aldrei. Þannig var vinnumórallinn á heim- ilinu og með þetta veganesti fór Gunna ung að heiman. Gunnar var fædd á Ólafsfirði 9. nóvember 1935. Forelflrar henn- ar voru Sigurður Pétur Jónsson vélstjóri og Freygerður Anna Þor- steinsdóttir afgreiðslukona. Systk- ini Gunnu voru sjö, elstur er hálf- bróðirinn Anton og síðan alsystkin- in Andrés, Sigríður Guðlaug, Jón, Þorsteinn Gunnar sem lést á öðru ári, Margrét Friðþóra og Valgerður Kristjana. Sautján ára fór Gunna í kaupa- vinnu austur í Öxarfjörð og ætlaði bara að vera þar sumarlangt en reyndin varð önnur. Hún ílengdist þar og giftist syni hjónanna sem hún var hjá, Baldri Snorrasyni frá Vestara-Landi en hann lést í febr- úar 1992. Þau Gunna og Baldur eignuðust eina dóttur, Freygerði Önnu, sem er gift Lárusi Hmriks- syni og eiga þau tvö börn, Baldur og Guðrúnu Elvu. Þau hjón tóku við búi á Vestara-Landi ásamt bróður Baldurs, Hermanni, og bjuggu þar þangað til Baldur and- aðist. Það var mikill fengur fyrir Öx- firðinga að fá Gunnu í sveitina. Hún var mjög fjölhæf og lagði sitt af mörkum í félagslífið þar sem hún var prýðis leikkona og mjög liðtæk í alla kóra. Heimili þeirra hjóna var í alla staði myndarlegt og mjög gestkvæmt var þar öll sumur. Stundum mátti líkja staðn- um við hótel en alltaf var samt pláss fyrir einn í viðbót. Gunna var snillingur í að gera mat og baka brauð. Það vita krakkarnir sem voru í skólanum í Lundi manna best en þar starfaði Gunna sem ráðskona í mörg ár. Það var gam- an að vera með henni á ferð um sveitina og sjá hve innilega henni var heilsað og þá ekki hvað síst af unglingunum. Tvö elstu börnin mín voru svo heppin að fá að vera í sveit hjá þeim hjónum og leit Jón Gestur á Vestara-Land sem sitt annað heimili. Þakkir skaltu hafa fyrir allt það góða sem þú gerðir honum. Oft vorum við þar öll fjöl- skyldan yfir heyskapartímann og var þá glatt á hjalla og fagnað þegar hækkaði í hlöðunni. Undanfarin sumur höfum við systurnar fjórar farið eina viku saman í sumarbústað sem einn mágur okkar á hlutdeild í austur á Síðu. Stundum hefur einn bróðir okkar verið með svo og makar og börn. Þessar vikur eru ógleyman- legar þar sem við nutum þess að vera saman bæði úti í náttúrunni og ekki hvað síst við spilaborðið á kvöldin. Gunna var hrókur alls fagnaðar og verður sárt saknað á slíkum stundum í framtíðinni. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég systur mína og þakka sam- fylgdina. Elsku Freyja, Lalli, Bald- ur og Guðrún Elva, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Fyrir hönd systk- ina minna, maka okkar og barna kveð ég elskulega systur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét F. Sigurðardóttir. Minning Sigrid Erdland Fædd 24. desember 1911 Dáin 12. nóvember 1993 Látin er í Hamborg íslands- vinurinn frú Sigrid Erdland og langar mig tii þess að minnast hennar með nokkrum orðum. Sigrid var fædd 24. desember 1911, í Fosnavaag á Heröy í Nor- egi. Foreldrar hennar voru Norð- maðurinn Edvin Jacobsen, útgerð- armaður og síldarsaltandi m.a. á Siglufirði, frá Remöy á Heröy og Guðmunda Agústa Benediktsdótt- ir frá Siglufirði, en foreldar henn- ar voru Benedikt Jónsson bóndi á Efri-Skúta og Margrét Bjarna- dóttir frá Staðarhóli í Siglufirði. Sigrid ólst upp hjá foreldrum sínum í Noregi, en var eitthvað á Islandi á sumrum sem barn. Síðar dvaldist hún um tíma á íslandi sem uppkomin stúlka og vann þá hjá Bemharð Petersen hf. íslandsdvöl- in þá varð mikill örlagavaldur í lífi hennar því að þá hitti hún á götuhorni í Reykjavík, einn góð- viðrisdag árið 1933, ungan mann að nafni Otto Erdland, sem var hér í viðskiptaerindum fyrir fyrir- tækið Otto Erhard í Hamborg. Með þeim tókust góð kynni sem leiddu til þess að þau gengu í hjónaband 12. apríl 1938 í Bergen í Noregi. Þau komu svo til íslands í brúðkaupsferð síðla sumars sama ár og var þá fagnað af stórum vinahópi, m.a. í móttöku á Hótel Borg. En þá þegar höfðu þau eign- ast stóran hóp vina og aðdáenda hér og var það ekki síst vegna tengsla Ottos við fjölda Islendinga í gegnum viðskipti. Þau settust síðan að í Hamborg en rúmu ári síðar braust síðari heimsstyijöldin út og gengu þá yfir þau á þeim tíma, eins og aðra í Hamborg, miklir erfiðleikar. Þau sluppu heil frá þeim hörmungum og þá stundum naumlega því að þau voru t.d. nýflutt úr sínum fyrsta bústað þegar þau húsakynni voru lögð í rúst í loftárás. Þau hjónin eignuðust tvær dæt- ur og er sú eldri, Gudrun, fædd 25. september 1942. Hún er bamalæknir og rekur sína eigin lækningastofu í Völklingen í Þýskalandi. Hún er gift Heinz Wahl, miklum sómamanni, sem einnig starfar við læknastofuna. Yngri dóttirin er Sólveig, fædd 12. febrúar 1946. Hún býr í Thierac- hern í Sviss. Maður hennar er Kurt Waser starfsmaður líftrygg- ingafélags og eiga þau eina dótt- ur, Solveigu. Sigrid og Otto bjuggu lengst af á Hegereiterweg 17 í Niendorf, sem er í útjaðri Hamborgar. Þar áttu þau sérstaklega glæsilegt heimili og bar það gott vitni um smekkvísi og myndarskap hús- móðurinnar. Heimilið var meðal annars prýtt mörgum íslenskum listaverkum, sem þau höfðu eign- ast í gegnum árin og er þar með- al annars að finna ýmsa einstaka dýrgripi. Þau hjónin voru sérstaklega gestrisin og var heimili þeirra opið öllum þeirra mörgu vinum hvort sem var á nóttu eða degi. Stór hluti vina þeirra og kunningja voru íslendingar, sem höfðu kynnst þeim í gegnum viðskipti Ottos við Island. Við vinir þeirra nefndum heimili þeirra gjaman „Hótel ís- land“ því að oft mátti líkja gestam- óttökunum þar við umsvif á hót- eli, en þar var bara aldrei krafíst neinna gjalda, allt var veitt af heilum hug og mikilli rausn. Ég átti því láni að fagna að kynnast Sigrid og fjölskyldu henn- ar strax árið 1955 og síðan hefur verið órofið vináttusamband okkar í milli. Ég hefí á tugum ferða minna til Hamborgar ávallt notið vináttu þeirra og óþijótandi gest- risni. í langflestum tilfellum hitti ég vini mína á Hegereiterweg eða hafði símasamband við þau. Alltaf var mér tekið af sömu velvild og hlýju og eru minningarnar frá samskiptum mínum við fjölskyld- una allar á einn veg sem fagur sólardagur, hvort sem dvalist var í Hamborg eða á Sylt, þar sem fjölskyldan átti indælt sumarhús. Eftir að Otto féll frá 1981 hefur Sigrid dvalist áfram ein á heimili sínu allt fram á þetta ár. Hún naut þess að geta verið heima og geta svo heimsótt dæturnar reglu- lega hvora á sínum stað og fjöl- skyldu sína í Noregi, sem hún hafði ætíð mjög náin tengsl við. Síðari hluta ársins 1991 kenndi Minning Gunnlaugur Kiisíjáns son frá Lambanesi Vinur okkar og fóstri, Laugi í Lambanesi, andaðist 14. nóvember sl. á 91. aldursári. Nú þegar leiðir skilja, í bili að minnsta kosti, er komið að því að þakka fyrir sig. Laugi og Anna, sem nú er látin, áttu dijúgan þátt í að ala okkur upp og koma okkur til manns eins og fjölmörgum öðrum ungmennum sem dvöldust hjá þeim sumarlangt í sveit í löngum búskap þeirra. Hjá þeim vorum við fóstraðir á sumrin frá ungum aldri og fram að ferm- ingu, enda höfðum við þá varla séð saltaða síld þótt frá Siglufirði séum. Lengst af bjuggu Laugi og Anna félagsbúi í Lambanesi með Valgarði bróður Lauga og Kristjáni föður þeirra, en Kristján var orðinn 104 ára þegar hann dó árið 1959. Vís- ast hefur búskapurinn í Lambanesi á þessum árum flokkast undir hok- urbúskap á nútíma mælikvarða og sem betur fer áttu þau Anna og Laugi góða daga eftir að þau flutt- ust til Siglufjarðar á sjöunda ára- tugnum. En þrátt fyrir það að lífs- baráttan væri hörð í þessari falleg- ustu sveit á Islandi skorti aldrei hjartagæsku, gestrisni og glaðværð og ekki er nokkur vafi á því, að við munum njóta góðra áhrifa af uppeldinu í Lambanesi ævilangt. Fyrir það erum við þakklátir og þykir miður að unglingar í dag skuli ekki eiga kost á því sama og okkur auðnaðist í Lambanesi í æsku. Laugi í Lambanesi var síðastur á lífi af börnum Kristjáns ’óg Sigur- laugar í Lambanesi og er með hon- um genginn annar ættliður Lamba- nesættarinnar. Enga tölu höfum við á því, hve margir ættliðirnir frá Kristjáni eru orðnir. Það er þó aldrei hægt að veijast þeirri tilhugsun að við séum af þriðja ættlið, þótt við séum alls óskyldir þeim, svo sterk eru þau bönd sem bundin vor milli okkar og þeirra hjóna í uppvextin- um. Laugi minn, megir þú hvíla í friði við hlið Önnu. Karl Ragnars, Gunnar Ragnars. hún sér þess meins sem nú hefur dregið hana til dauða. Hún hefur notið umönnunar dætra sinna og þá sérstaklega Gudrunar. Hjá henni dvaldist hún oft lengri og skemmri tíma í veikindum sínum og nú alfarið síðustu mánuðina. Hjá henni og Heinz tengdasyni sínum naut hún allrar þeirrar hjúkrunar og aðhlynningar sem hægt var að veita henni. Þar hitti ég hana í síðasta skipti sl. septem- ber og var þá mjög af henni dreg- ið líkamlega en andleg heilsa hennar var í besta lagi. Sigrid var listræn í eðli sínu og hafði t.d. mikið yndi af söng og hvers konar hljómlist. Hún var gædd góðum gáfum, var t.d. mik- il málamanneskja. Ég hefi ekki heyrt nokkurn sem dvalið hefur svo til allan sinn aldur erlendis tala íslensku jafn vel og með jafn eðlilegum hreim. Hún var mjög trúrækin og vann mikið starf fyrir kirkju sína og góðgerðarfélög. Hvar sem spor hennar lágu ríkti fegurð og innileiki. Það gat ekki farið fram hjá neinum að ljúf- mennska hennar og fáguð fram- koma gæddu umhverfið næst henni sérstökum andblæ sem skildi eftir sig varanlegar kenndir náungakærleika og manngæsku hjá samferðamönnum. Þegar hún er nú horfín af sjónarsviðinu erum við sem áttum hana að góðum vini fátækari og komum ávallt til með að sakna hennar. Ég mun ávallt minnast Sigrid með sérstökum hlýhug og virðingu og vil að lokum færa fram hjartan- legar samúðarkveðjur til dætra hennar og fjölskyldna þeirra. Jón Þór Jóhannsson. 4* með frönskum og sósu =995.- TAKIDMED ( Mi / TAKIÐMEÐ - tilboð! VtW - tillwð! Jarlínn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.